Vísir - 12.07.1978, Page 11

Vísir - 12.07.1978, Page 11
VISIR Miövikudagur 12. júli 1978 r n / y—~ Dr. Þráinn Eggertsson hagfræðingur skrifar: Kjarasáttmáli um frið á vinnumarkaði og þjóðarsátt um launa- mál er óhugsandi við óbreyttar aðstæður.. Það er út í hött að semja við launamenn um 5 til 10% árshækk- un peningalauna en keyra um leið peninga- magnið í umferð áfram með 50% hraða á ári. V Jóhannes Nordal Peningamagn i umferO jókst á fyrri hluta árs 1977 vegna gjald- eyriskaupa Seölabankans en ekki af sllkum ástæöum. Benedikt Gröndai — Geir Hallgrimsson Endurskipulagning peningamála er algjör forsenda fyrir velheppnaöri launastefnu. ólafur Ragnar Grims- son Veimegun á ókomnum árum mun ekki byggjast á þvi aö sækja fulla hnefa I dulda sjóöi i einhverju neöanjaröarhagkerfi, sem hag- spekingum hins islenska sósialisma hafi tekist aö grafa upp. Óregla á hagstjórn hefur vissulega átt drjúgan þátt i veröbólguglundroðanum á átt- unda áratugnum,en þetta tfmabil hefur einnig verið mjög sérstætt að öðru leyti, afkoma utanrlkis- verslunarinnar hefur verið með fádæmum óstöðug. Þau ár, sem liðin eru af áratugnum,hafa verið langmesta timabil óstöðugleika i utanrikisviðskiptum frá lokum siðari heimstyr jaldarinnar. Arsbreyting viðskiptakjara árin 1970-1977 er til merkis um þetta, en hún var 14%, 12%, -1%, 15%, -10%, -15% 13% og 10% f þessari röð. Sveiflur af þessu tagi höfðu þekkst áður, en aðeins fjórum sinnum frá striðslokum höfðu viðskiptakjörin versnað eöa batn- að frá fyrra ári um 10% eða meira, og aldrei tvö ár I röö. Bankakerfið óvarið Það er hið einstaka öldurót utanrikisverslunarinnar siðast- liðin átta ár, sem tekið hefur völdin að heita má af yfirstjórn- endum efnahagsmála. Banka- kerfið iSlenska er nær algerlega óvarið gegn hinum miklu holskeflum aö utan. Fer nærri lagi, að það láti alls ekki að stjórn áslikum umbrotatimum, og pen- ingamagn i umferð og útlán bankanna ráðist af ytri atburð- um. A sama hátt ráðast tekjur fólks i sjávarútvegi, sem aðrar stéttir taka mið af I kröfum sinum af aflabrögðum og verðlagi erlendis. •' Skýringin á 50% verðbólgu Það má taka atburði sfðustu tveggja áraþessum fullyrðingum til staðfestingar. Útflutnings- tekjur þjóðarinnar i dollurum ÞJOÐARSATT OG KJARASATT- MÁLI ÚT í HÖH ÁN BREYTTRAR PENINGASTEFNU jukust skyndilega áriö 1976 um 30%, sem þætti gott hjá olluútflutningsriki. Arið 1976 jókst kaupmáttur meðallauna sjómanna um 8,4%, en kaupmátt- ur meðallauna iönaðarmanna og verkamanna lækkaði um 1,6%. Verðmæti útflutings hélt áfram að aukast árið 1977 og vegna mikilla gjaldeyriskaupa Seðla- bankans jókst peningamagn i umferð fyrri helming árs 1977 með 50% árshraða. Þarna er tvimælalaust komin skýringin á þvi, að við búum á nyjan leik við 50% veröbólgu eftir að tekist hafði að koma henni niður i 26% á fyrri hluta árs 1977. Góðærið sprengdi kerfið Góðærið sprengdi kerfið. Sól- stöðusamningarnir, sem allir máttu strax sjá, að voru ófram- kvæmanlegir, eru skilgetið af- kæmi peningaþenslunnar. Það erutöifræðileg sannindi að aukist peningamagn með 50% árshraða yfir alllangt timabil hefur það i för meö séru.þ.b. 50% veröbólgu, kannski litið eitt minni eða meiri, kannski eftir nokkra töf. Fáir hagfræðingar efast um það, að þessir hlutir fylgist aö. Hins veg- ar er um það skiptar skoðanir hver sé frumorsök verðbólgunn- ar, hvort t.d. peningaveltan hafi verið aukin til að mæta auknum tilkostnaði hjá fyrirtækjum og forða stöðvun þeirra og atvinnu- Alþýðuflokkur: W •• NYSKOPUN REYND TIL ÞRAUTAR Alþýðuflokkurinn mun halda fast við hugmyndir sinar um ný- sköpunarstjórn og reyna þá leið til þrautar þrátt fyrir yfirlýs- ingu Framsóknarmanna um að þeir séu reiðubúnir til þátttöku i vinstri stjórn. Telja alþýðuflokksmennlítinn sem engan styrk af Fram- sóknarflokknum ogvilja þvienn leita tilSjálfstæðisftokksins sem þriðja aðila og ekki hef ja vinstri viðræður fyrr en I fulla hnefana. Ekki er þó búist við viðræðum Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks á þessu stigi heldur muni beðið eftir þvi að forsetinn feli ákveðnum aðila stjórnarmynd- un. Hugmyndir Sjálfstæöismanna er enn þær að þeir eigi ekkert frumkvæði að taka i stjórnar- myndunarviðræðum og munu þeir þvi ekki koma inn i mynd- ina fyrrenhinir flokkarnir hafa reynt til hins Itrasta. Viðræður Alþýðuflokks og Alþýöubandalags munu liggja niðri uns forsetinn hefur teldð ákvörðun en þá er möguleiki af beggja hálfu að hef ja þær á ný. ÓM/Gsal leysi. Peningamagn f umferð jókst á fyrri hluta árs 1977 vegna gjaldeyriskaupa Seðlabankans, en ekki af slikum ástæðum. Skipulögð launastefna var laus við óbreyttar aðstæður Niöurstaðan er sú, að kjara- sáttmáli um frið á vinnumarkaði og þjóðarsátt um launamál er óhugsandi við óbreyttar aðstæð- ur. A meðan tekjur fólks I sjávar- útvegi dansa (stundum) trylltan dans eftir verðlagi i Bandarikj- unum og aflabrögðum á Islands- miðum, og peningamagn og útlán láta ekki aö stjörn, en ráðast af gangi utanrikisviðskipta, er skipuleg launastefna vonlaus. Það er algerlega út i hött aö semja við launamenn i landinu um 5—10 % árshækkun peninga- launa, en keyra um leið peninga- magn I umferð meö 50% árs- hraða. Hin varanlega lausn þessa máls er aöeins ein, fjölbreyttara at- vinnulif, eins og komið verður að slðar. Astandið má hins vegar bæta mikið með algerri endur- skipulagningu á banka- og pen- ingamálum þjóðarinnar i þeim tilgangi að ná betri stjórn á pen- ingamagni og útlánum. Þar verða að koma til sögunnar vaxtamál, jöfnunarsjóðir og gengisskrán- ing, en þarna er um afar flókna ogvandasama kerfisbreytingu aö ræöa, sem verður að undirbúa vandlega. Ekkiværifráleitt að fá erlenda sérfræðinga til liös og ráðgerða við undirbúninginn. Endurskipulagning pen- ingamála Endurskipulagning peninga- mála er alger forsenda fyrir vel- heppnaðri tekjustefnu. En islenskir stjórnmálaforingjar, sem eru ósammmála um flest, eru þó samtaka um það, að taka litáð mark á þessari niðurstöðu. Litlar líkur eru þvi til þess, að róttækar breytingar á peninga- málum verði framkvæmdar á næstunni. Efnahagsástandið á næstu árum, einkum hraði verð- bólgunnar, mun þvi að likindum ráðast af þvl fyrst og fremst, hvað gerist utan landsteinanna. Þeim, sem nú taka við völdum, mun heppnast þokkalega að stjórna efnahagsmálunum, ef i hönd fer tlmabil með hægum viö- skiptakjarabata. Afturkippur eða mikill búhnykkur mundi koll- steypa öllu á nýjan leik, en auð- vitað mundu hagstæð ytri skilyrði hrökkva skammt, ef aftur væri horfið á braut fjármálaóreiðu. útf lutnings grein- Nýjar ar Endurskipulagning peninga- mála er þjóðarnauðsyn, en þjóðarsátt um skipulega tekju- stefnu er einnig glfurlega mikil- væg, og I framkvæmd hlýtur þetta tvennt að tengjast t.d. við skipulagningu sjóða til sveiflu- jöfnunar. Aðgerðir I peningamál- um og tekjustefna munu hins veg- ar ekki duga til að tryggja stööugt jafnvægi og traustar framfarir. Samhliða sjávarútvegi veröur aö byggjaupp nýjar útflutingsgrein- ar, þar sem afköst á mann eru jafnmikilog afkösti sjávarútvegi — og þar með sambærileg við af- köst i undirstöðugreinum hjá iön- veldunum i kringum okkur. Að öðrum kosti mun ekki takast að tryggja hér hliðstæð llfskjör og i öðrum löndum Vestur-Evrópu. Enn hefur aöeins verið bent á eina raunhæfa lausn fyrir okkur, okurfreka stóriðju. Sjóðir neðanjarðar- hagkerfisins bjarga engu Það er ef til vill fulldjarft aö trufla landsmenn i áflogunum um skiptingu þjóöartekna meö þvl að tala um framleiöslu. En skipting þjóðatekna á tslandi er nú svo jöfn, að verulegur llfs- kjarabati hjá almenningi mun að- eins fást með aukinni f ramleiöslu og aukinni framleiðni, en ekki með jafnari skiptingu tdcna. Vel- megun á ókomnum árum mun ekki byggjast á því, að almenn- ingur sæki fulla hnefa i dulda sjóði í einhverju neöanjarðarhag- kerfi, sem hagspekingum hins islenska sósfalisma hafi tekist að grafa upp. Þ.E. Hrœrmgar í Sjálfstœðisflokknum Landsfundur í haust? Nokkrar hræringar hafa verið í Sjálfstæðisf lokkn- um eftir kosningaósigr- ana. Hafa komið upp raddir um að landsf undur sem á að vera á vori kom- anda verði haldinn strax í haust. Félag ungra Sjálf- stæðismanna í Mýrasýslu samþykkti nýverið álykt- un þess efnis eins og fram hefur komið. Ekki er líklegt að landsfundur verði kallaður saman fyrr en vera á og Ijóst er að ekki er skylda að kalla hann saman þótt undir- skriftum verði safnað þar um heldur er það í valdi miðstjórnar. Staða Gunnars Thor- oddsen er talin mjög veik innan flokksins og jafn- vel svo, að hann muni ekki verða einn af ráð- herrum flokksins ef til stjórnarþátttöku kæmi. Munu hlutföllin í þing- flokknum honum enn óhagstæðari en síðast, þegar aðeins munaði einu atkvæði að hann yrði ráð- herra. Þá mun staða Matthiasar Á. Matthiesen einnig mjög veik hvað ráðherraembætti snertir. Viðbrögð sjálfstæðismanna við hugsanlegri þátttöku I ný- sköpunarstjórn liggja ekki fyrir þótt vitað sé um áhuga ýmissa forystumanna á henni. Frekar mun rætt um uppbyggingu Sjálfstæðisflokksins og endur- reisnarstarf en stjórnarþátt- töku. Varlegt er að tala um Gunn- ars og Geirs fylkingar I flokkn- um þvi sá kjarni sem að baki Gunnari stóð er nú ekki lengur til sem ein heild. Frekar væri hægt að tala um Alberts og Geirs fylkingar og þá einhvern stuöning Gunnars Thoroddsen við Albert. Ekki hefur verið bent á neinn arftaka Geirs Hallgrímssonar ef til formannskipta kæmi en afar ósennilegt er talið að Al- bert Guðmundsson eigi nægu fylgi að fagna til að fella Geir á landsfundi. —Gsal/ÓM

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.