Vísir - 17.07.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 17.07.1978, Blaðsíða 2
2 Mánudagur 17. júli 1978 VISIR Guðmundur Asgeir Geirsson, framreiðslumaður: Allt i lagi, svo framarlega sem fólkið er fallegt. Sigriður Hauksdóttir, nemi: Fer- legt. Svoleiðis myndireiga heima i sumum blöðum og sumum blöð- um ekki. Haukur Heigason, fulltrúi: Það er ekki gott að svara þessari spurningu, það fer allt eftir þvi i hvaða tiifelli það er. Ef þaö er einhver tilgangur með þvi, þá er það afsakanlegt. I Guðmundur Már, vélvirki: Þær eiga aö vera eins og fólkið vill [] sjálft klæðast á þeim. Fötin skapa | jú manninn. _ I Ólöf Magnúsdóttir, húsmóðir: N Mér finnst alveg agalegt fyrir þaö | fólk sem veröur fyrir þessu. Nei þetta er alls ekkert klám — við | erum sköpuð svona. r*. VISIK spyri Hvað finnst þér um það að blöð birti myndir af fá- ■ klæddu fólki? Hópreið hestamanna inn á mótssvæðið i gær var tiguleg sjón, en þar röðuðu félagar hestamanna- félaganna sér upp klæddir félagsbúningum. LANDSMOT HESTAMANNA: Um 15 þúsund manns að Skógarhólum í gœr Landsmóti hestamanna, ein- hverju glæsilegasta móti, sem farið hefur fram, lauk að Skógarhólum I Þingvallasveit siðdegis i gær. Mótið þótti takast hið besta, og hartnær fimmtán þúsund manns voru á mótsstað þegar flest var. Veður var fremur hagstætt flesta mótsdagana, en um helgina var þó rigning og súld yfir að mestu. Helstu úrslit urðu þau, að heiðursverðlaun stóðhesta fyrir afkvæmi hlaut Sörli 653 frá Sauðárkróki, eigandi Sveinn Guðmundsson. Efstur stóðhesta er kepptu til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi varð Þáttur, Sig- urðar Haraldssonar á Krikjubæ. Heiðursverðlaun hryssa með af- kvæmi hlaut Fjöður, Esterar Guðmundsdóttur á Laugar- vatni, og fyrstu verðlaun hlaut Drottning, Jóns M. Guðmunds- sonar á Reykjum. Efstur i flokki stóðhesta 6 vetra og eldri varð Náttfari frá Ytra-Dalsgerði, eign Sigur- björns Eirikssonar, Stóra-Hofi. Efstur stóðhesta 5 vetra varö Gáski frá Hofsstöðum, eign Kristfnar Björnsdóttur, og efstur 4 vetra stóðhesta varð Fáfnir frá Fagranesi, eign Jóns Eirikssonar. Efst i flokki hryssa sex vetra og eldri varð Snælda frá Ar- gerði, i eigu Magna Kjartans- sonar, efst 5 vetra hryssa varð Elding frá Höskuldsstööum, eigandi Sigurður Snæbjörnsson, Höskuldsstöðum i Eyjafirði. Efstur alhliða gæðinga varð Skúmur frá Stórulág, eigandi Sigfinnur Pálsson, og efstur klárhesta með tölti varð Hlynur frá Akureyri. t kappreiðunum uröu helstu úrslit þau, að i 250 m folahlaupi sigraði Kóngur úr Borgarfirði, L ■ VA '" ' Hin þekkta hlaupahryssa Nös frá Urriðavatni hafði nokkra yfir- burði I 350 m stökkinu. Hér sést hún koma I mark á úrslitasprettin- um, sem öruggur sigurvegari. Ljósm: GTK skeiðið sigraði Fannar, Harðar sonar, og i 1500 m brokki sigraði G. Albertssonar, og i 350 m Funi, Marteins Valdimarssonar stökki varð Nös frá Urriðavatni úr Búðardal. Nánar verður sagt sigursælust. t 800 m stökki frá mótinu i Visi og morgun. sigraði Gustur, Björns Baidurs- ah Sagan af brauðinu dýra™ Þá er smjörið komið yfir tvö þúsund krónur kQóið, svo það ætti að fara að verða hægt að tyggja það, eins og segir i gömlu máltæki. Þessi verðhækkun á sér auðvitað sinar skýringar eins og önnur fjármunaleg brjálsemi i landinu og eitthvað veröur smjörfjallinu að leggjast til yfir sumartimann, þegar roða slær á þennan afrakstur kýrinnar af grænu grasi og gló- lundum. En það er fleira en smjör, sem orðiö er hlægilega dýrt i landinu. Þótt verðfrettir séu orðnar með fyndnasta efni sem fjölmiðlar flytja, verður málið þó enn fyndnara á þeim vett- vangi, þar sem litlar fréttir er að hafa og verðlag þykir sjálf- sagt og rétt, eins og innan veitingaiðnaðarins, sem tekur á sig gróskuroða mikilla umsvifa sumarmánuðina þrjá ekki slður en smjöriö. Mitt f þessu veröæði hefja svo einstakir aöilar upp dapurlegt tal um frjálsa álagn- ingu, þótt Ijóst sé að falenzkir neytendur séu orðnir svo firrtir öllu verðskyni, að þótt flestar neysluvörur I landinu hækkuðu um 240%, eins og smjörið, strax á morgun mundi enginn segja neitt. i sliku landi virðist sem frjáls álagning yrði stærsta og langvinnasta gamansagan, og kemur þá ekki málinu við hvað réttmæt hún kann að vera. Eitt sinn sagði Halldór Laxn- ess gamansögu af kerlingu i Moskó, sem villtist um fírnindin með brauð i fariangrinum, sem henni hafði veriö trúað til að bera á milli bæja. Og heldur en éta brauðið var kerlingahróið nær dautt úr hungri. Þessisaga kom siðan út á steinbók i Sviss og nefndist þar Sagan af brauð- inu dýra. En hún rifjast upp með sérkennilegum hætti hve- nær sem gestir setjast viðborð I gistihúsum vitt um landið á þessu sumri — þó ekki fyrr en kemur að reikningum. Hafi ein- hverntima veriödýrtbrauð til á tslandi i bdkstaflegri merk- ingu, þá er það smurða brauðið á þessum annars ágætu veit- ingahúsum. „Bölgebliks” hótel jafnt og heimavistarskólahótel item skúrrassar við veginn, hafa á boðstólum smurt brauð, sem kostar með ofanáleggi frá fimm og sex hundruð krónum sneiðin upp i ellefu hundruð og meira. Talið er að um tuttugu sneiðar séu i franskbrauðinu og mundi þá franskbrauðið heilt leggja sig á tuttugu þúsund krónur. Raunverð ofanáleggs- ins er þetta frá hundrað til tvö hundruö krónur út úr búö, og þykir þó sú vara ekki gefin. Og þegar venjulegur ferðalangur situr og snæðir hið dýra brauð finnst honum raunar að hann sé að kaupa hóteliö. Jafnframt þessu verðlagi fer aðsókn að sumarhúsunum stöð- ugt minnkandi. Ráöið við þvi er að hækka verðið, þangað til hvert krummaskuð og hótel- nefna er farin að prisa vöruna eins og fimm hundruð milljóna króna hótel i hjarta Reykjavlk- ur, sem prýðir sig með fjórum stjörnum, hvað sem það nú þýðir. Fólk hefur gaman af að feað* ast, og þótt það lendi ekki I eins slæmum villum á ferðalögum , sinum og kerlingin góða i Moskó forðum, villist það stundum inn á þessi sumarhótel með stóru prisana. Eftir að það hefur borgað reikninginn fyrir brauð- ið dýra, ekur það viðstöðulaust eitthvað út i buskann og tjaldar eða heim til sin, lifir á haröfiski og kæfu og þorir varla fyrir sitt litla lif að spyrja um mjólkur- dropa handa barni af ótta við að hann kosti heilt hótelverð. Ailt sýnir þetta að verðlagn- ing hér heyrir frekar undir geð- véikideildir sjúkrahúsa en verð- lagsstjóra. Hluti af verði hótel- veitinga felst m.a. i dýrum lóð- um og dýru úthaldi allt árið um kring. Sumarhótel geta ekki verðlagt sina þjónustu á sáma verði. Það er fáránlegt. Ymsir kostnaðarliðir hótelreksturs koma ekki inn i þeirra dæmi. Verðlag i þeim ætti að vera þannig, að enginn liti við harð- físki og kæfu nema þá til þjóð- legheita. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.