Vísir - 17.07.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 17.07.1978, Blaðsíða 1
TilBögur Alþýðuflokksins i vinstristiórnarviðrœðum: EINOKUM ADALVEHK- TAKA LJUKI Vilja úttekt ó risnu opinberra stofnana, bankastarfsmanna og þingmanna. e Meint einokunaraðstaða Flugleiða og Eimskips og SIS verði könnuð Alþýðuf lokkurinn mun líklega kref jast þess í væntanlegum stjórnarmyndunar- viðræðum/ að einok- un Islenskra aðal- verktaka á Kefla- víkurflugvelli verði afnumin. Þá verði einnig gerð úttekt á ýmsum málum í kringum herinn svo sem gjaldeyrismál- um. Mun Alþýðu- flokkurinn leggja fram beinar tillögur í þessum efnum og kref jast þess að tek- in verði upp frjáls útboð. íslenskir aðalverktakar ráða um 60% af útboös- markaðnum i landinu, og eru nú með tvó stórverk- efni á Keflavikurflug- velli, byggingu fjölbýlis- húsa og byggingu nýs flugturns. Þá er blaðinu kunnugt um, að hugmyndir eru innan Alþýöuflokksins um, að könnuð verði ýmis hlunnindamál, svo sem risna opinberra stofnana, bankastarfsmanna og þingmanna. Enn fremur er liklegt að Alþýðu- flokkurinn muni fara fram á, að athugun verði gerðá þvi hvort Samband isl. samvinnufélaga sé ekki komið út fyrir verka- hring sinn, og athuguö verði samvinna Flugleiða og Eimskips i ferðamál- um, en ýmsir telja þar vera um að ræða sterka einokunaraöstöðu. ÓM/Gsal Fulltrúar Alþýðuflokks og Framsóknar lega myndun vinstri stjórnar, og var þessi hittust i morgun til viðræðna um hugsan- mynd þá tekin. Sjá frétt á baksiðu. Visismynd: SHE. Rikið sjái um rekstur sjúkrahúsa og hafna Meðal tillagna nefndar um verkefnaskiptingu rikis eg sveitarfélaga Nefnd sú, sem Gunnar Thoroddsen, félagsmála- ráðherra, skipaðiá sinum tima til að gera tillögur um nýja verkefnaskipt- ingu rikis og sveitar- félaga, hefur nú skilað ráðherra áfangaskýrslu um tillögur slnar i þeim efnum. i Visi I dag er birtur úr- dráttur úr þvi helsta sem nefndin leggur til, en óhætt mun að fullyrða að þetta mun vera viða- mesta skýrsla sem gerð hefur verið um þessi mál hérlendis. í tillögunum er meðal annars lagt tii að rikið taki að sér að sjá um rekstur ailra sjúkrahúsa og annast allar hafnar- framkvæmdir, en sveitarfélögin taki að sér skólana og vegafram- kvæmdir i þéttbýli. Sjá siður 10 og 11 Landsmóti lokið Landsmóti hestamanna aö Skógarhól- um lauk í gær. Hér sést Halldór E. Sig- urðsson, landbúnaöarráðherra, afhenda Sveini Guðmundssyni á Sauðárkróki verðlaun, en hestur hans, Sörli, hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Sjá nánar á bls. 2. Ljósm: G.T.K. „Kom oins og reíð- arsiag " ,,Það mun óhætt að segja að fréttir um þessi tog- arakaup i Portúgal komi, eins og reiðarslag framan I forsvarsmenn skipaiðnaðarins”, segir Þorleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Félags dráttarbrauta og skipasmiðja. En Þorleifur gerir fyrirhuguð skipakaup frá Portúgal að umtalsefni i grein, sem hann ritar i Visi i dag. Þar telur hann þaö vera stóra spurningu hvort rétt sé að bjarga saltfiskmarkaðnum með togara- kaupum. Það sé vart traustvekjandi, aö Portúgalir voru hæstir þeirra, sem gerðu tilboð i Breka VE eftir brunann á Akureyri. „Hvers vegna hefur ekki farið fram útboð i sam- bandi við þessi togarakaup?”, spyr Þorleifur. „Hefur engum dottið það i hug, að e.t.v. væri hægt að fá ódýrari skuttogara annars staðar ef þörf er fyrir þá? Eða skiptir þörfin og veröiö engu máli?” Sjá siöu 12. Teikningar Húsnœðismólastoffnunar: Þjánusta einka- aðila ódýrari? Húsbyggjendur hafa um langt skeið talið aö teikningar og þjónusta Húsnæðismálastofnunar rikisins sé það ódýrasta, sem völ sé á hér á landi. En er raunin sú? Einkaaðilar, sem veita sömu þjónustu og Hús- næðismálastofnunin, fullyröa að þeirra verð sé mun ódýrara. 1 Visi i dag eru viötöl viö fulltrúa einka- framtaksins og framkvæmdastjóra Húsnæðismála- stofnunar rikisins um þessi mál. ____ Sjá siður 20-21.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.