Vísir - 29.07.1978, Qupperneq 18

Vísir - 29.07.1978, Qupperneq 18
Laugardagur 29. júli 1978 VISIR „Held áfram þangað til ég ligg rotaður í götunni" — skroppið í reiðtúr með vistmönnum á Reykjoiundi ,,t»að veitti nú ekki af að fara að reka bless- aðar rollurnar úr túninu”, kallaði Páll til fé- laga sinna um. leið og hann hottaði á hestinn Skjöld i hliðinni fyrir ofan Reykjalund. Páil Pálsson var einu sinni bóndi i Eskifjarðarseli við Eskifjörð. Fyrir mörgum árum lenti hann i alvarlegu bilslysi og lamaðist algerlega i öllum likamanum. Þótt ótrúlegt megi virðast lentum við samt fyrir stuttu i fjörugum reiðtúr með honum og nokkrum öðrum vistmönnum á end- urhæfingarheimilinu Reykjalundi i Mosfells- sveit. Undanfarin sjö sumur hafa forráðamenn Ileykjalundar gengist fyrir þvi að skipuleggja reiðtúra fyrir þá sem þar dveljast til endurhæf- ingar. Leigðir eru hestar til þessarar starf- semi, yfirleitt úr nágrenni Reykjavikur, og er sérstakur hestastjóri til umsjónar og aðstoðar i reiðtúrunum. „Tek hestamennskuna fram yfir ailt annað" „Held áfram þangað til ég ligg rotaður i götunni" Páll sagðist hafa farið i fyrsta reiötúrinn sinn á Reykjalundi fyrir þremur árum. „Það leiö heilt ár eftir aö ég lamaðist og þangaö til ég gat hreyft einn putta”, sagöi hann og vaggaöi visifingrinum framan i okkur til áherslu, kiminn á svip. „Enginn bjóst viö aö ég myndi nokkurn- tima geta reist höfuð frá kodda framar. Þó fór þaö svo, aö ég styrktist smám saman, og gat loks fariö aö sitja i hjólastól, þó meö herkjum væri. En ég var voðalega máttlaus, og þegar hjúkrunarkona hér kom einn góöan veöurdag fyrir þremur árum, og spurði hvort ég vildi fara á hestbak, hélt. ég aö hún væri aö gera gys aö mér. Ég sagöi henni, aö þaö væri annaö að vilja en fara, en féllst þó á aö reyna. Siðan var settur mann- skapur i aö styöja mig út og koma mér á bak. Það gekk náttúrulega meira en litið skrykkjótt, enda var engu lik- ara en að veriö væri að reyna aö troða giröingastaur klofvega upp á hest. Eftir nokkra túra var staurinn farinn að liökast allverulega, og nú fer ég á bak næstum á hverjum degi”. Páll sagðist hafa verið mikið á hestum áöur en hann lenti i bilslysinu. „A minum fyrstu bú- andsárum var flest gert á hest- um. Þá þekktist ekki aö nota dráttarvélar og bila til allra hluta. Mér þykir mjög gaman að vera byrjaður á þessu aftur þvi aö þaö voru hræöileg viö- brigði að þurfa allt i einu aö sitja aögerðarlaus eftir aö hafa verið sivinnandi alla ævi og á stöðugri ferð hingaö og þangað. Ég held aö svona reiðtúrar séu það albesta sem maður getur fengið undir þessum kringum- stæöum. Sérstáklega er það góð þjálfun fyrir skrokkinn að þurfa að halda jafnvægi á hestinum. Það var hræðilega erfitt fyrst, en svo styrkjast vöövarnir ótrú- lega fljótt”. „Ég er lika alveg viss um aö þetta hefur geysigóð áhrif á sál- ina, þótt ég þykist ekki vera neinn sálfræðingur. Þaö er svo yndislegtfyrir þá sem eru mátt- lausir eins og ég að komast svo- litiö út og vera samvistum viö náttúruna. Hérá Reykjalundi er unnið mjög gott starf við endur- hæfingu, iðjuþjálfun og annaö þess háttar, en ég tek hesta- mennskuna fram yfir allt ann- að”. „Fyrir nokkrum dogum haföi ég af aö detta af baki, en ég sagöi Siggu Boggu, hestastjór- anum okkar, aö ég ætlaði aö halda áfram þangað til ég lægi rotaöur i götunni”, bætti Páll við hla^jandi og brosti sinu blið- asta til Siggu Boggu. „Ég meiddi mig svo sem ekkert, enda tók Sigga Bogga alveg af mér fallið”. Sigga Bogga hestastjóri heitir fullu nafni Sigurborg Daðadótt- ir. Ekki er langt siðan hún tók viö starfinu, en hestafólkiö á Reykjalundi er augsýnilega strax orðið yfir sig hrifiö af henni. Hún sagðist hafa mikla ánægju af aö sjá um þessa reiö- túra. „Fólkinu sem fer á hest- bak, er skipt i nokkra hópa, og ég fer yfirleitt i tæplega klukku- tima reiötúr með hvern hóp”,sagöi Sigga Bogga. „Mér þykir ofsalega gaman að þessu, þvi aö fólkiö hér er svo ótrúlega hresst og duglegt þrátt fyrir sjúkleikann sem það á við að striða”. Ekki hafði hún fyrr sleppt orðinu en hesturinn sem mér hafði verið fenginn til reiðar, Sörli, tók á rás á eftir rauöri hryssu, Eldingu að nafni, sem hafði forystu fyrir hópnum. Þegar Sörli hafði dregið Eld- ingu uppi smellti hann heitum kossi á flipann á henni, en ég Páll kemur sér þægilega fyrir I soölinum „Það gekk náttúrulega meira en litiö skrykkjótt aö koma mér á bak fyrst, enda var engu likara en að veriö væri að reyna að troöa girö- ingarstaurklofvega upp á hest". Nú fer Páll á hestbak næstum á hverjum dcgi, og gengur allt eins og I sögu. Páll var algerlega lamaöur eftir bilslysiö um áriö, og var ekki taliö aö hann myndi nokkurn tima reisa höfuö frá kodda. Eins og sjá má hér hefur honum fariö mikiö fram síöan, en Sigga Bogga er þarna aö styöja hann i stólinn aö reiötúrnum loknum. „Ýtiöi aöeins betur. Svona, þarna komst löppin yfir”.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.