Tíminn - 15.08.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.08.1969, Blaðsíða 9
! IMíIMINJ FÖSTUDAGUK 15. ágúst 1969. S Útgefandi: PRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmriastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Porarinn Þórarinsson <áb), Andrés Kristjánsson. ,lón Helgason oe indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson xuslýs. ingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstjórnarskrifstofm 1 Bdriu tiúsinu, símai 18300—18306 Skrifstofui Bankastræt) '< - 4fgreiðslusími: 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrai skrifstofur sími 18300 Askriftargjald kr 150.00 á mánuði Innanland* — í lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmíðjan Edda h.l Samvinnubú Framsóknarmenn hafa á undanförnum þingum flutt frumvarp til laga um samvinnubú. Tilgangur slíkra laga er að auðvelda mönnum að efna til samvinnubúskapar, ef áhugi er fyrir hendi. Höfuðrök fyrir frumvarpinu hafa verið þessi: Sökum fólksfækkunar í sveitum, hefui einyrkjabú- skapur færst mjög í vöxt. Reynslan sýnir, að hann hefur mikla annmarka. Starf einyrkjans er mjög bindandi. Hann þarf einn að leysa af hendi margvísleg verkefni. sem hann er misjafnlega fallinn til að vinna og ef anfiað hjónanna á sveitaheimilinu forfallast um lengri eða skemmri tíma, þá getur það valdið miklum örðugleikum þar sem einyrki á í hlut. Nauðsyn ber til þess, að leitað sé ráða til að skapa sveitabúskapnum sem mest öryggi Til eru sveitir hér á landi, þar sem það ei algengt, að skyldfólk vinni saman að búskap Slíkur samvinnubú- skapur, þótt óformlegur sé víðast hvar, heíur viða gefið góða raun. Aukin samvinna í búskap ætti að geta valdið breytingum til bóta. Áhugi, framtak og félagshyggja einstaklinganna ræð- ur úrslitum um það, hvort samvinnuhrúskapur nær út- breiðslu og blómgast- Reynslan ein fær úr því skorið, hver þróunin verður að þessu leyti. En augljóst er, að samvinnubúskapur hefur ýmsa kosti og mun gera sveita- fólkinu kleift að losna við annmarka, sem einyrkjabú- skap fylgja. Þar sem tveir bændur eða fleiri starfa saman að búrekstri. getur komizt á hagkvæm verkaskipting. framkvæmdir orðið hlutfallslega meiri en hiá einvrkium vélaaflið notazt betur og búin orðið hlutfallslega stærri Það má þó telia enn mikilvægara. að með samstarfi f bú- skap skapast öryggi. þannig, að búið verður ekki í bráðri hættu, þótt einn maður forfallist. þar sem samstarfsmenn hlaupa þá undir bagga Með samvinnubúskap mun og gefast kostur á meira friálsræði til að t.aka hát.t. í nútíma þjóðlífi en einyrkiabúskanur leyfir Samkvæmt framansögðu hafa Framsoknarmenn talið það tímabært. að með löggjöf verði lagðu’ grundvöllur að stofnun samvinnubúa, svo að þeir, sem hefðu áhuga fyrir slíkum búrekstri, geti stuðzt við töggjöf og notið heldur hjálpar í þeim efnum en hið gagnstæða. Biafra og Norðurlönd Það er þakkarvert, að ríkisstiornir Norðurlanda hafa orðið ásáttar um að skora á hina stríðandi aðila í Nigeríu að koma sér strax saman um að teyfa vöruflutninga tii að forða nauðstöddu fólki á ófriðarsvæðinu frá hungur- dauða. Hætt er þó við, að þessi áskorun ber ekki mikinn árangur fVekar en fyrri áskoranir. sem gengið hafa í þessa át.t-. Svo ákveðinp virðist sá ásetningur Nigeríu- stjórnar að beita t'lutningabanni til þess að knýja Biafra- menn til uppgjafar. Ef stjömir Norðurlanda vilja hafa trekari áhrif til stuðnings hinum nauðstadda fólki. verðr þær að búa sig undir að stíga raunhæfari og ákveðnari skref Þar er m. a. um það að ræða, að þær beiti séí fvrir því. að Sameinuðu þjóðirnar taki þetta mái tíi umræðu Þessi styrjöld er ekki lengur neitt innanríkismái heldur al þjóðlegt vandaniál. sem ekki væri óeð'tleg' að samtök eins og S. Þ. raeddu um. t d. hvernig korr.a eigi í veg fyrir að mÍlÍAoii- monna *k»I-Aí huaunm.tf'Stí h ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON: Ferðaþættir frá Mið-Asíu IV. Vatnið er eftirsóttasía og mikil- a qi / vægasta auðiindin Tadsikistan hefur meiri virkjunarmöguleika en öll V.-Evrópa Bændur í Pamírs. VIÐ hófum fyrsta dag okkar í Dusanbe með ökuferð urn borgina. Okkur voru sýndar þær byggingar, þar sem helztu stjórnar- og menningarstofnan ir Tadsikistan eru, og virtust þær hinar veglegustu, þegar tekið er tillit til stærðar lands- ins og þjóðarinnar. Síðan skoð- uðum við einn af nýjustu skrúð görðum borgarinnar, en ber- sýnilega er stefnt að því, að Dusanbe verði meða) gróður- ríkustu borga heimsins, eins og áður hefur verið minnst á Að loknum hádegisverði var förinni heitið í hina miklu safnbyggingu borgarinnar, sem er jöfnum höndum helguð landi og þjóð. Það er bæði náttúru- gripa- og þjóðminjasafn Við fórum fyrst um þá deild, sem er helguð náttúru iandsins, og verður aðallMa dvalist við það efnið í þessm'i grein. en siðar sagt frá þjóðinni sjálfri TADSIKISTAN ei =yðsti hluti Sovétríkjanna í Asíu, ásamt Turkmeniu. Landið er talsvert stærra en tsland eða 143 þús. ferkm. að flatarmáli. Það er fyrst og fremst land fjal'la og .iökla. Fjall-lendið nær yfir rúmlega 90% áf land inu, en undirlendið, sem er í dölum, tæp 10% Övíða er hægt að segja, að um samfellt undirlendi sé að ræða. Aður fyrr var byggðin mest i fjöll- unum, þvi að láglendið var að nrestu uppblásið, nema þar sem auðvelt var að koma á vatns- veitum ,en langt eir síðan Tadsikar lærðu þá ræktun araðferð, en þá skorti hins veg ar tækni til að hagnýta sér hana aZ ’-áði. Fjöllin í Tadsikistan eru yfirleitt há og gróðurlítil. í austurhluta landsins eru ein mestu fjöll í Asíu, Pamírs-fjöll in. Þau liggja á landamærum Tadsikistan og Kína (Sinkiang) eina 250 km. vegalengd. Þau ná yfir meira en þriðjung landsins, en þó eru þar ekki nema 90 þúsund (búar, mest hirðingjar. Aldrei hefur verið nákvæmlega gengið frá landa mærunum á þessum slóðum, og hafa að undanförnu hlotizt af þessu nokikrar skærur milli landamæravarða. en þó ekki alvarlegar enn sem komið er Sitthvað bendir cil. að Kín verjar telji sig -■iga tilkall til Pamírsfjallanna og jafnvel enn staerri hluta Tadsikist.m Pamírsfjöllin eru sögð tf.n stórfenglegustu, hrikaieg og tignaideg í senn. Þar er jS finna hæsta tind Sovétrfkjanna og var hann á sínum tfcma skýrðui Stalínstindur, en lier nú nafn kommúnismans. Hann er 7495 m hár. Lenin varð að láta sér nægja lægri tind, því að tindur hans er aðeins 7134 m, og tindur Kar'l Marx er enr> lægri eða 6726 m. Sá er hins vegar munurinn, að tindai þeirra Lenins og Marx hafa enn ekki verið skýrðir upp. Þá halda Tadsikar því mjög á lofti, að í Pamírs sé að finna lengsta jökui í heimi. en við Sigurður Bjarnason komumst að þeirri niðurstöðu, að Vatna jökull væri meiri að flatar máli! Dalirnir i Pamírs eru sagðir mjög gróðurríkir, en samgöng ur hafa torveldað að byggð ykist þar. Að undanförnu hafa verið lagðir þar nýir vegir og samskipti orðið nokkru meiri við umheiminn. Margir sovézk- ir náttúrufræðingar hafa farið þangað til rannsókna og virð- ist augljóst að þar sé að finna verulegt magn ýmissa góð málma og verðmætra iarðefna. Það gæti gert Pamír að enn meira þrætuepl) Rússa og Kinverja en ella Annað erlent ríki, sem á landamæri að Tadsikistan. er Afghanistan Þar mun vera um sæmilegt sambýli að ræða. en samgöngur þó ekki miklar milli landanna. Vegna samn- inga Breta og Rússa '895 nær Tadsikistan ekki alveg að Pakistan og Indlandi <Kasmír). því að mjó ræma af Af^hanist- an er á milli Bretar og Rússar <öldu á þeim tíma, að heppi egt væri að aðskilja yfirráða ■:væði þeirra með hlutlausu belti Þessi skipting lék Tadsi kista hins vegar grálega. ein-s og síða: verður vikið að. LOFTSLAG er mjög mismun andi í Tadsikistan og fer það bæði eftir árstíðum og lands- hlutum. A sumrin er mjög heitt á undiriendinu og því auðvelt að rækta þar ýmsan suðrænan gróður Hins vegar geta vetur verið þar mjög kald ir og var okkur t.d. sagt, að síðasti vetur hefði verið mjög kaldur þar. Kuldinn getur kom ist í 20 stig og jafnvel motn meira. Bændur verða að hafa sauðfé á gjöf alllengi og þarf að áætla þvi álíka mikið vetrar fóður og hérlendis, jafnvel meira. I fjallahéruðunum er mun svalara á sumrin en á undirlendinu og á háfjöllunum er iafnan kalt. Tadsikar segja því, að á sumrin megi þannig finna þrenns konar lofts lag í landinu. hitabeltislofts- lag. temprað loftslag og heim skautaloftslag. Þetta á sinn þátt í því, að lurtalíf og dýra- líf er mjög fjölbreytt í land- i-nu, eins og sjá mí á safninu ,í Dusanbe. A SIÐARI áriftugum hafa fundizt ýmis náttpruauðæfi í Tadsikistan, sem áður var ekki vitað um, Kæð: góðmálm ar og verðmæt jarðefni. Nýt- ing þeirra er tæpast hafin enn i stórum stíl, en mun vafa- laust verða það í framtíðinni. Landið getur því átt eftir að þyk.ta mjög eftirsóknarvert af þeim astæðum. Mikilvægustu auðæfi Tadsi H'ramhaio á i»Jjs 15 “ -------------------------------■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.