Vísir - 19.08.1978, Side 3

Vísir - 19.08.1978, Side 3
3 EL Laugardagur 19. ágúst 1978 Atvinnuleysis- bœtur eri j 1286 k :r. i á dag Einstaklingur án atvinnu fær nú greiddar 1286 krónur á dag I atvinnuleysisbætur, samkvæmt upplýsingum er Visir fékk á skrifstofu Verkalýösfélagsins Dagsbrúnar. Hjón fá greiddar 1547 krónur á dag, og greitt er meö fyrstu fjórum börnum krónur 293 á hvert barn. Ekki er greitt fyrir fleiri en fjögur börn á framfærslu þeirra sem atvinnulausir eru. Sama upphæö er greidd i sjúkra- og slysatryggingar, og upphæöin er jafn há, hvort sem i hlut eiga konur eöa karlar. Þá eru dagpeningarnir þeir sömu til allra þeirra sem atvinnulaus- ir eru, án tillits til þess hvaöa tekjur þeir höföu áöur en þeir misstu atvinnuna. Fólk fær nú greiddar atvinnu- leysisbætur frá og meö þeim degi er þaö lætur skrá sig at- vinnulaust, en þaö er unnt strax sama dag og þaö hefur misst atvinnuna. —AH Tékkóslóvakíunefndin 1978: Tveir tékkneskir útlagar til íslands Nýlega var stofnuö svokölluö Tékkóslóvaklunefnd 1978 i til- efni af þvi aö tiu ár eru liöin „siöan nokkur riki Varsjár- bandalagsins geröu innrás i Tékkóslóvakiu og tóku landiö herskildi”, eins og segir i frétt um stofnun nefndarinnar. Nefndin hefur ákveöiö aö vekja athygli á málstaö sósialismans i Tékkóslóvakiu meö þvi aö bjóöa hingaö til lands tveim þekktum máls- svörum þeirra andófsmanna sem nú dvelja i útlegö frá heima- landi sinu. Þeir eru Efuard Goldstúcker fyrrverandi forseti Rithöfundasambands Tékkóslóvakiu og Zdene Hejzlar fyrrverandi útvarpsstjóri i Prag. Þeir Goldstúcker og Hejzlar munu koma fram á nokkrum fundum hér i Reykja- vik i byrjun september. 1 Tékkóslóvaklunefndinni eru um 30 manns. Meðal þeirra má nefna Svavar Gestsson, Kjartan ólafsson, Arna Björnsson, Benedikt Daviösson, Svövu. Jakobsdóttur, Svan Kristjánsson, Vésteini Ólason, Njörð P. Njarövi.k, Magnús Kjartansson, Atla Heimi Sveinsson, Guðrúnu Helgadótt- ur, Thor Vilhjálmsson, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Böövar Guö- mundsson, Arna Bergmann og Ragnar Arnalds. Myndin var tekin viö yfirmannaskiptin sem fram fóru viö hátiölega athöfn á Keflavikurfluívelli á föstu-i dag. A myndinni eru Richard A. Martini hinn nýi yfirmaöur, Kari J. Btrnstein, sá sem nú yfirgefur landiö og George E. R. Kinnear einn af yfirmönnum Atlantshafsflota Randarikjahers. Visismynd: Heiöar Baldursson. Formleg y firm annaskipti varnarliösins á Kefiavikurflug- velli fóru fram á föstudag. Hinn nýi yfirmaður, heitir Richard A. Martini og tekur hann við af Karl J. Bernstein sem verið hefur yfirmaöur varnarliösins hér frá þvi i ágúst 1976. Viðstaddur athöfnina veröa sendiherra Bandarikjanna á Islandi, James J. Blake og aðstoöaryfirmaöur flughers Atlantshafsflotans George E.R. Kinnear. Hinn nýi yfirmaður er 46 ára gamall og hefur starfað I bandariska sjóhernum frá 1954. ----HL Útscám Qalleri ^l) Ungliðasambönd Alþýöuflokks- ins, Framsóknarflokksins og 1 Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu I til- efni af þvi aö tiu ár eru liöin frá þvi er Rússar réöust inn I Tékkó- slóvakiu. Alyktunin er svohljóö- andi: „Innrás Rússa og fylgirikja þeirra i Varsjárbandalaginu inn i Tékkóslóvakiu 21. ágúst 1968, var svivirðilegt brot á sjálfsákvörð- unarrétti frjálsrar og fullvalda þjóðar. Með innrásinni geröust Rússar sekir um griörof viö tékk- nesku þjóðina, en skömmu áöur höföu Brésnef og fleiri valda- menn Sovétrikjanna undirritaö griðar- og vináttusáttmála viö Tékkóslóvaka i Bratislava. Valdarán Rússa og hernám þeirra I Tékkóslóvakiu braut á bak aftur frelsishreyfingu tékk- nesku þjóðarinnar og slökkti þær vonir sem frjálshuga fólk hafði bundið viö þaö að kommúnista- rikin breyttu skipulagi sinu i frjálsræðisátt I náinni framtiö. Nú á þessum timamótum þegar liöin eru tiu ár frá innrásinni i Tékkóslóvakiu fordæma lýö- ræöissinnar um allan heim þann yfirgang sem Rússar sýna þjóö- um Austur Evrópu, um leiö og mannréttindabrot þeirra eru for- dæmd. Þessi timamót verða að vera hvatning til lýðræðissinna um aö hvika hvergi gegn ofbeldi en berj- ast gegn einræðis- og ógnarstjórn sem sviviröir helgustu réttindi einstaklinganna, hvort sem það er gert I skjóli kommúnismans eöa annarra einræöishreyfinga.” Undir þessa sameiginlegu ályktun ungliðasamtaka þessara þriggja flokka skrifa Pétur Einarsson af hálfu ungra fram- sóknarmanna, Bjarni P. Magnús- son af hálfu ungra jafnaðar- manna og Jón Magnússon af hálfu ungra sjálfstæðismanna. —HL. FÆRRI KOMAST AÐ EN VILJA tbúöir yfir aldraöa veröa væntanlega teknar i notkun I næsta mánuöi. Er hér um aö ræöa 30 einstaklingsibúöir og hafa alls 216 einstaklingar sótt um þær. Visir hafði samband við Gunnar Þorláksson húsnæðis- málafulltrúa Reykjavikur- borgar og sagði hann aö fljót- lega yrði fariö að vinna úr um- sóknunum, en gerði þó tæp- lega ráð fyrir að þvi yröi lokiö fyrr en eftir næstu mánaða- mót. Sagði hann það erfitt verk en við úthlutunina yröi athug- að hverjir uppfylltu skilyrði sem sett hafa verið og einnig höfð hliðsjón af þvi hverjir hafi áöur sótt um og þá hve gamlar umsóknir þeirra væru. Aðspurður um hve langt væri i úthlutun á Ibúöum viö Dalbraut sagðist Gunnar ekki hafa trú á aö þær yröu auglýstar fyrir áramót. Félagsmálastofnunin heföi óskaö eftir þvi að þær ibúöir væru auglýstar á sama tima og ibúðirnar við Löngu- hliö en borgarráð hafnaði þeirri ósk á þeirri forsendu aö enn væri of langt I land meö þær ibúöir. Ályktun frá SUF, SUJ og SUS: Fordœma einrœðis- og ógnorstjórnir allsstaðar í heiminum

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.