Vísir - 19.08.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 19.08.1978, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 19. ágúst 1978 VISIR Utgefandi Framkvæmdarstjóri Ritstjórar Reyk japrent h/f ' Davið Guðmundsson Þorsteinn Palsson abm. Olafur Ragnarsson Ritstjornarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjórí erlendra frétta: Guðmund ' ur Petursson Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdottir. Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjon Arngrimsson, Jon Einar Guöjonsson, Jonina Mikaelsdottir, Katrin Pálsdottir, Kjartan Stefans- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþrottir: Gylfi Kristjansson og Kjartan L Palsson Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson utlit og hönnun: Jon Oska.r Hafsteinsson, Magnús Olafsson. • Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson • Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjorn: Siðumula 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald erkr. 2000 á mánuöi innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakiö. FfCME, Fríðrík og ólympíuliðið Skáksamband íslands vinnur nú ötul- [lega/ að því að Island geti orðið miðstöð skákheimsinsr og hingað flytjist aðal- stöðvar Alþjóðaskáksambandsins. Innan vébanda FIDE eru nú um fimm milljónir skákmanna um allan heim, en það segir þó ekki alla söguna um umfang starfsemi sambandsins og áhrif þess, þvi að aðeins litill hluti skákiðkenda er félags- ! bundinn. Skákáhugi eykst stöðugt í heim- I inum og munu tugmilljónir manna nú iðka j skák í tómstundum sínum. Tvisýnt tafl Með framboði Friðriks Ölafssonar, stórmeistara, hóf Skáksamband íslands tvisýnt tafl, sem enn er ekki Ijóst hvort það vinnur. AAikil vinna fjölda áhuga- manna, skipulag og þaulhugsaðir leikir eru grundvöllur þess að við Islendingar berum sigur úr býtum. Forráðamenn skáksambandsins hafa engar áhyggjur af þessu mikla starfi en aftur á móti er f járhagshliðin enn ótrygg. Það á einnig við um önnur stórverkefni, sem|þetta sambands skákmanna landsins vinnur að um þessar mundir. Skáksambandið verður því að treysta á, að landsmenn geri sér grein fyrir, hvers virði það yrði fyrir þjóðina bæði á menn- ingarsviðinu og öðrum sviðum ef FIDE, fyrst alþjóðasamtaka, flytti aðsetur sitt hingað til lands. I þeirri von væntir það frjálsra framlaga til þessa málefnis og annarra verkefna sinna. Vísir hefur ákveðið að sýna hug sinn til þessa starfs með þvi að færa Skáksam- bandinu 100 þúsund kro*na gjöf, og var for- ráðamönnum sambandsins tilkynnt um það í gær. Rikiskassinn Skáksambandið fór á sínum tíma fram á 8.5 milljóna króna framlag á f járlögum ríkisins á þessu ári meðal annars til þess að greiða kostnað vegna forsetaf ramboðs Friðriks og þátttöku i Olympíuskákmót- inu, sem fram fer i Suður-Ameríku í haust. Á f járlögum þessa árs voru sambandinu aðeins veittar 1800 þúsund krónur. j Eftir umfjöllun á nokkrum ríkis- istjórnarf undum var svo á dögunum tekin ákvörðun um 1500 þúsund króna auka- framlag til Skáksambandsins. Meira treysti ríkissjóður sér ekki til að gera. I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á þvi að margar milljónir króna safnast í ríkiskassann árlega beinlínis .vegna þess að skák er iðkuð í þessu landi. Til dæmis námu heildartolltekjur og söluskattur af manntöf lum á árinu 1974 til 1976 um 8.4 milljónum og af innf lutningi á skákklukkum er áætlað að ivið meiri tekj- ur haf i komið í hlut ríkissjóðs. Má því gera ráð fyrir að ríkissjóður haf i þannig fengið í sinn hlut 16—18 milljónir króna. Á sama timabili voru veittar um 3.5 milljónir króna til skákhreyfingarinnar í landinu, og er þar meðtalið rúmlega Skáksamband tslands vinnur nú ötullega aö kjöri Friðriks Ólafssonar, stormeistara i embætti forseta Alþjóöaskáksambandsins. milljón króna framlag vegna Reykja- víkurskákmóts. Ekki ber þessi samanburður vott um mikinn skilning fjárveitingavaldsins á gildi skákstarfseminnar í landinu. Stuðnings óskað Aðalþing FIDE verður haldið í Argen- tinu 7. nóvember í tengslum við Olympíu- skákmótið 1978. Þar mun verða kosið milli Friðriks og Gligorits. íslenskar skáksveitir hafa tekið þátt i Olympíuskákmótum frá árinu 1952 og er eðlilegt og sjálfsagt að því verði haldið áfram. Fyrirhugað er að senda 11 manna lið til mótsins, sex þátttakendur í karlaflokki og f jóra í kvennaflokki auk eins fararstjóra. Kostnaður við þá för er áætlaður 4.5 milljónir króna og eins og nú standa sakir gengur það dæmi ekki upp. Öfært er að láta f járskort koma í veg fyrir að harðsnúið keppnisfólk okkar fái! að spreyta sig á Olympíumótinu og kynna um leið skáklandið island. En ef f ör þessa hóps á að verða að raun- veruleika verður að koma til stuðningur annarra aðila en ríkisins, það er sveitar- félaga, stofnana og fyrirtækja. Jaf nf ramt verða slíkir aðilar að styrkja baráttu Skáksambands Islands fyrir kjöri Friðriks Ólafssonar sem forseta Alþjóða- skáksambandsins. islenskur sigur Þótt kosningahorfurnar séu góðar fyrir Friðrik telja kunnugir að tryggja þurfi honum stuðning lOtil 15 landa til viðbótar, ef sigur eigi að vinnnast. Við það þarf fé vegna ferðalaga og annars kostnaðar. Vísir hefur eins og áður segir sýnt for- dæmi með fjárframlagi til Skáksam- bandsins, og væntir blaðið þess að aðrir aðilar telji það vert eftirbreytni. Það er ekkert vafamál, að kjör Friðriks Ólafssonar sem forseta Alþjóðaskáksam- bandsins og flutningur höfuðstöðva þess til Reykjavikur myndi auka mjög hróður Islands á menningarsviðinu og gera landið að sannkölluðu skáklandi. Einskis má þvi láta óf reistaðtil þess að í þessu taf li verði tryggður íslenskur sigur. L- . —— ' Frétt vestur-þýska stórblaðsins Bild am Sonntag þess efnis að hryðjuverkamaðurinn „Carlos”, einnig nefndur „Sjakaiinn”, starfi á vegum ísraelsrikis en ekki heimskommúnism- ans, hefur að vonum vakið athygli. Það er þó ekki fréttin sem slik sem valdið hefur V-Þjóð- verjum ugg i brjósti heldur sú meðferð sem þessi frétt hefur fengið i heimspressunni. Blöð utan Þýskalands hafa ekki minnst á hana. Þykir sumum Þjóðver jum sem það leiði i ljós að heimspressunni, fréttastofum og alþjóðarit- um, sé stjórnað af aðilum, vinveittum ísrael. Mörgum Þjóðverjanum finnst það benda til að Brotabrot Eftir Hrein Loftsson erfitt gæti reynst að sýna fram á, hverjir það i rauninni eru sem standa að baki blóðugu striði hryðjuverkamanna gegn v-þýsku þjóðskipu- lagi. Það var sunnudaginn 23. júli siðastliðinn, sem Bild am Sonn- tag birti mynd af „Carlosi” sem tekin var á Heathrow flugvelli i London. Það sem merkiiegt var við þessa mynd sem tekin var af leynilögreglumanni nokkrum, var það, að þrátt fyrir að menn vissu hver þar var á ferð hreyfðu enskir lögregiumenn hvorki legg né lið til þess að handsama þennan frægasta hryðjuverkamann i heimi. Hann hafði að þvi er virtist engar áhyggjur og spókaði sig óhræddur á flugveliinum. Könn- un ieiddi I ljós að ástæða þessa var einföid: hann er með Isra- HEfMSPRESSAM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.