Vísir - 01.09.1978, Side 5

Vísir - 01.09.1978, Side 5
vism Föstudagur 1. september 1978 Umsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Pálsson J Fulltrúar frá yfir 40 þjóðum Þing Alþjóðasambands handknattleiks- manna hér á landi í nœstu viku Það er í mörg horn að lita hjá handknattleiksforustunni þessa dagana, enda stórt og óvenjulegt verkefni, sem glimt er við. Alþjóðaþing handknattleiks- manna verður haldið á Hótel Loftleiðum i næstu viku, og er það i fyrsta skipti sem alþjóðlegt þing iþróttasambands er haldið hér á landi. „Við litum á þetta sem mikinn heiður fyrir okkur að vera falið að halda þessa ráðstefnu”, sagði Sigurður Jónsson, formaður HSl, á fundinum i gær. Þetta er mikill merkisatburður, enda koma hingað til lands um 150 Utlending- ar á þingið frá yfir 40 þjóðum”. Kostnaður við þinghaldið er áætlaður um 20 milljónir króna og eru margir kostnaðarliðir. Sem dæmi má nefna, að það eitt að koma upp tækjum til að tUlka ræður á þinginu og fá til þess túlka erlendis frá kostar um 2 milljónir. Samkvæmt reglum Alþjóða handknattleikssam- bandsins á að túlka allar ræður á þingum sem þessum á þrjú tungumál, ensku, þýsku og frönsku. Þegar frá þessu hafði verið gengið kom upp sérstök ósk frá væntanlegum fulltrúum Arabarikjánna að það yrði einnig túlkað fyrirþá.á arabisku, ogvar þvi máli kippt i lag með tiiheyr- andi veseni og aukakostnaði. „Svona hafa mörg atriði i sam- bandi við þetta verið”, sagði Gunnar Torfason, sem á sæti i undirbúningsnefnd, ásamt þeim Sigurði Jónssyni og Axel Einars- syni. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir þvi, hversu gifurlegt verkefni við vorum að taka að okkur, en þetta er samt allt að smella saman hjá okkur”. Fulltrúar á þinginu koma viðs- vegar að eins og fyrr sagði, og meðal annars má nefna að frá S-Arabiu kemur prins einn Selfoss aftur í 2. deild? Fyrstu lcikirnir i úrslitakeppn- inni i 3. deild islandsmótsins i knattspyrnu voru leiknir i gær- kvöldi en úrslitakeppnin fer nú fram á tveim stöðum og er leikin I tveim riðlum. Komast sigur- vegararnir úr riðlunum báðir upp i 2. deild. í gær léku á Sauðárkróki Magni Grenivik og Einherji Vopnafiröi. Lauk þeim leik með jafntefli 1:1 og skoruðu leikmenn Magna bæði mörkin. A morgun leika á sama stað Einherji og Njarðvik. Hinn leikurinn i gærkvöldi var á milli Selfoss og Vikings frá ólafs- vik. Selfyssingar sigruðu 3:0 og sáu þeir Sumarliði Guðbjartsson (2 mörk) og Hreinn Bergsson um að skora mörkin. Vikingarnir leika aftur á morgun og mæta þá Siglfirðingum á vellinum i Mos- fellssveit. _kip_ merkilegur, en hann heitir: Fahd Ben Naser Ben Abel Aziz (gjörið þið svo vel). Hann er mikill áhugamaður um handknattleik, og það fer víst ekkert á milli mála, þegar hann heimsækir ráð- stefnur sem þessa. Þegar þing A1 þjóða handknattleikssambands- ins var haldið á ttaliu, var hann i verslunarhugleiðingum og keypti sér þá m.a. gosbrunn einn mikinn, sem varð á vegi hans og hafði með sér heim! Kom upp sú spurning á fundinum i gær, hvað hægt væri selja honum merkilegt hér. Þinghaldið á Hótel Loftleiðum fer þannig fram að á miðvikudag og fimmtudag starfa nefndir, en sjálft þinghaldið fer svo fram á laugardagog sunnudag. Við mun- um skýra nánar frá þinginu eftir helgina. gk—. Náðu ekki stigi Þróttarar náðu ekki að tryggja sér endanlega sætið i 1. deildinni i knattspyrnu I Vestmannaeyjum i gærkvöldi er þeir mættu heima- mönnum þar. Nægði þeim jafn- tefli til að halda örugglega sætinu ideildinni næsta ár, en þeim tókst ekki að ná þvi takmarki. Eyjaskeggjar voru þeim erfiðir viðfangs og gáfu ekkert eftir þótt leikurinn skipti þá engu máli hvað varðar fall eða baráttuna um 3ja sætið en það er það eina sem eftir er að keppa um i deild- inni. Það voru ekki liðnar nema 10 minútur af leiknum þegar fyrsta markið kom — Sigurlás Þorleifs- son sá um að skora það. Orn Óskarsson bætti öðru marki viö fyrir hálfleik en þriðja mark Eyjaskeggja kom um miðjan siðari hálfleikinn og var Karl Sveinsson þar að verki. Eftir það mark gáfu heima- menn eftir og Þróttararnir fengu nokkur tækifæri en tókst aldrei að koma knettinum i netið. ( STAÐAN 1 ---------r-— Staðan il.deild tslandsmótsins i knattspyrnu eftir leikinn i gær- kvöldi: Vikingur 17 Keflavik 17 Fra m 17 Vestmannae. 17 Þróttur 17 KA 17 FH 17 3:0 0 44:8 33 I 47:12 29 7 26:28 19 6 28:24 18 8 21:28 16 7 24:24 14 8 21:27 12 9 14:37 11 26 9 21:34 10 2 1 14 16:44 5 Breiðablik 17 Nú er ein umferð eftir i deild- Vestmannae. — Þróttur Valur 17 16 1 Akranes 17 13 3 9 1 7 4 7 2 7 3 3 6 3 5 inni og mætast þar þessi lið: Keflavik — Vikingur, Þróttur — KA.FH — Breiðablik, Vest- mannaeyjar — Fram, Valur — Akranes. Þrir fyrstnefndu leikirnir eru allir mjög mikilvæg- ir i'keppninni um 3ja sætið svo og falliði 2. deild eins og sjá má þeg- ar staðan er skoðuð. HUSBYGCJENDUR SJENSKU OFNARNIR í ÖLLUM STÆRDUM Seljum bceði óunnið efni H H og tilbúna ofna. Leitið upplýsinga. * Stuttur afgreiðslufrestur Skorri Ármúla 28, H/f simi 37033 VIÐ OPNUM í DAG MEÐ FRUMSYNINGU KL.16 ,,Stórglœsileg sýning, sem á vafa- laust eftir að vekja umtal.. ." ólafur Laufdal, Hollywood Tuttugu og þrír fataframleiðcndur, Karon, Módelsamtökin og félagar úr Hárgreiðslumeistarafélagi íslands og Sambandi íslenskra fegrunarsér- fræðinga, hafa einsett sér að koma öllum rækilega á óvart á FÖT ’78. Sýndar verða nýjungar í innlendri fataframleiðslu í sérstökum sýningar- deildum, en á sýningarpalli verður sér- sýning á hárgreiðslu, sérsýning á snyrtingu, og síðast en ekki síst STÓRGLÆSILEG TÍSKUSÝNING. ISIENSK F0T/7B LAUGARDALSHÖLL 1,—10. SEPTEMBER AKRAPRJÓN HF.___________ ÁLAFOSS HF._____________ ARTEMIS SF. NÆRFATAGERÐ BLÁFELDUR HF.___________ BÓT HF.__________________ ELGUR HF.________________ FATAGERÐIN HF.__________ FÖT HF._________________ GRÁFELDUR HF.___________ HENSON — SPORTFATNAÐUR HF, HILDA HF._______________ KARNABÆR HF.____________ KLÆÐIHF. ________ LEÐURSMIÐJAN____________ LEXA HF. ________________ MAX HF. NÆRFATAGERÐIN CERES HF. PAPEY HF,_______________ R. GUÐMUNDSSON__________ SJÓKLÆÐAGERÐIN HF.______ SKINFAXI HF.____________ SPORTVER HF.____________ VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS HF. Opið virka daga kl. 17—22. Laugardaga og sunnudaga kl. 14—22. Aðgöngumiðaverð: kr. 700 ______________fyrir íullorðna kr. 300 fyrir börn argus

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.