Vísir - 02.09.1978, Page 9
VISIR Laugardagur 2. september 1978
9
SPURT Á
Hvað heldur helst fyrir þér vöku?
Hörður Sigurjónsson hjá
Pósti og sima
Yfirleitt ekki neitt nú oröiö. Ég
-reyni að slappa af og vera rólegur
eftir aö ég kem heim d kvöldin og
þá er ekkert erfitt aö sofna. Þó
kemur fyrir aö ég eigi erfitt meö
aö sofna ef ég fer seint i rúmiö.
Það er þó ekki vegna þess aö neitt
haldi fyrir mér vöku, heldur er þá
komiö fram yfir þann tima sem
mér finnst best aö sofna á. Hins
vegar hélt fjárhagsþröng stund-
um fyrir mér vöku, þegar ég var
yngri, til dæmis á kreppuárunum.
Þá átti maöur ekki eina einustu
krónu aö kvöldi og vissi ekki
hvort rætast mundi úr næsta dag.
Maria Guðnadóttir, hús-
móðir
Ég reyni yfirleitt aö láta ekki
áhyggjur halda fyrir mér vöku
heldur láta hverjum degi nægja
sina þjáningu. Ég bý i rólegu
hverfi i Goðheimunum og er þvl
ekki hávaöa fyrir aö fara. Þaö er
aöeins eitt sem ég get imyndaö
mér aö mundi halda fyrir mér
vöku og þaö er ef ég vissi af ein-
hverju skorkvikindi undir rúmi
hjá mér, til dæmis könguló. Ég
vildi frekar hafa rottu inni hjá
mér um nótt en könguló.
Karen Kjartansdóttir,
afgreiðslustúlka
Allavega ekki pólitik. Þaö er al-
veg bókað mál. Ég reyni yfirleitt
að afgreiöa öll vandamál áöur en
ég sofna og ef þaö tekst ekki
veröur bara að hafa það. Þegar
ég var litil var ég hins vegar
hræðilega myrkfælin. Ég tróö
sænginni alls staöar utan um mig,
til þess aö enginn kæmist meö
hendurnar aö mér. Ég var meira
að segja hrædd viö aö láta tána
standa út úr af hræöslu viö að ein-
hver togaði i hana. Mér fannst
einhvernveginn alltaf aö þaö
væru púkar undir rúminu minu
eða inni i veggnum.
Guðni Helgason raf-
virkjameistari
Ég reyni yfirleitt aö láta erfiö-
leika ekki hafa svo mikil áhrif á
mig að ég geti ekki sofið. Þaö ger-
ir bara illt verra. Mér finnst
miklu betra aö reyna aö hugsa
um björtu hliðarnar. Þegar ég
var yngri hætti mér til að láta
smámunihalda fyrir mér vöku en
það kunni aldrei góöri lukku aö
stýra. Einnig man ég aö ég átti
stundum erfitt meö aö sofna
þegar ég var strákur. Þá bjó ég á
Eyrarbakka og þar var alltaf svo
dimmt og alltaf veriö aö tala um
einhverjar forýnjur. Stundum átti
ég erfitt með aö hætta aö hugsa
um forynjurnar á kvöldin.
KROSSGATAN
i______L
Félagsheimilið FESTI auglýsir:
Tökum að okkur öll möguleg mannamét.
Aðeins nokkur nútíma hœnufet frú Reykjavík.
Rjónustan er indœl eg verðið eftir því.
Félagsheimilið FESTI,
Grindavík
Símar: (92)8389 og (92)8255