Vísir - 02.09.1978, Side 11

Vísir - 02.09.1978, Side 11
11 Mikil ódæmi af fiski hafa borist hér á land i Súðavikinni i sumar, þessu krummaskuði i Útdjúpinu. Bessinn kom með hvorki meira né minna en 760 tonn i júli. Hef það beint eftir Jóa Sim. Það var sama verðmæti i krónum og gold- ið var fyrir dallinn 1973. Meðan allt var i kör og kistu fyrir sunnan var hér unnið dag og nótt. Unnið á daginn og um helgar i Ishúsinu, en saltað allan sólarhringinn inn á Langeyri. Ekkert helvitis vol- æði einsog syðra þar sem allir lifa á öllum. Þar fyrir utan lögðu hér upp þrir bátar sem voru á djúp- rækju, þar af einn austan úr Flóa. Rækjuna veiða þeir út af Horni, úti ballarhafi. Seigastur i þeim bransa er Arni nokkur Þorgilsson á Sigrúnunni, 28 tonna fram- byggðum járndalli. Hann var að skarka þarna i fyrra lika, rétt við isbrúnina, 60-80 mllur norður af Horni og þótti mörgum nóg um á þessum pung. Kellingarnar i Súðavik vinna að rækjunni og eru hafðar vaktir til að ná henni sem ferskastri. Þá er lögð nótt við dag. Af þeim fiskum sem á land eru dregnir er þorskurinn fjöl- mennastur. Þá er ufsinn I öðru sæti svo ýsa. Þegar ýsa er, koma kellingarnar og hoka yfir bráð- inn i móttökunni i Frosta. Svo ég haldi áfram að segja frá fiskunum sem togarinn kemur með, þá er alltaf eitthvað af karfa, kannski svona 4-5 kassar. Karfinn er nú eiginlega fallegur fiskur, svona rauður og búttaður og augun á honum einsog blöðrur. En almenningsálitið á íslandi hefur aldrei viðurkennt hann sem mat. Hins vegar er hann I afhaldi ur i laginu, en steingrá og slepjug. Hún er ekki talin með mat nema reykt út úr búðum I Reykjavik. Rússinn étur hana vist, af þvi er hún veidd. Nú fleiri fiskar slæðast með. Steinbiturinn. Hann er forljótur og er einsog hrúga i kössunum svo manni hálf-kligjar við að höggva goggnum i hausinn á hon- um. Ég held hann fari beint i beinin hjá Gisla á Grund. Hlýri er greinilega af sömu ættinni. Hann er yfirleytt stærri og ólikt fallegri á litinn. Gulur með dökkbrúnum deplum, nokkuð stórum. Hausinn á honum er svipaður frontinum á Júbóþotu. Svo er um steinbitinn frænda hans. Þá eru nú ekki margir fiskar ótaldir. Smálúða og skarkoli, heilfryst I Rússann og sandkoli. Hann fer i beinin til Gisla. Aðrir fiskar eru mér ekki minnisstæðir úr matinu nema einar fjórar löngur og tvær blá- gómur. Blágómur eru ekki ólikar steinbit bara enn meiri hrúga i kössunum. Nú er vissara að hætta óábirgu hjali um fiska, svo ekki fari eins fyrir mér og Jóni Múla og Pétri og ritstjórnin fái aðvörun frá Fiski- félaginu. Þá væri einhverjum mál að spyrja: „Hvernig fer þetta fáa fólk að vinna úr öllum þessum fiskum,” og i þorpi sem enginn vissi að var til á landinu?” Þess er að minnsta kosti aldrei getið að neinu. Þvi er til að svara; það leggur svo hart að sér. Hér vinna börn myrkranna á milli allt oni tiu ára aldur. Það er heldur ekki verið að burðast með neina út- gerðarforstjóra sem þarf að stifa flibbann kvölds og morguns. Fiskakonsertinn hjá Þjóðverjum og er hann blakaður uppi þá. Ég gleymdi reyndar einum nokkuð fjölmennum fiski en það er sá frægi fiskur grálúðan sem nýlega er farið að veiða til þess að gera. Hún er svipuð og aðrar lúð- Börkur atast i slorinu einsog hinir þegar mikið liggur við og stjórnar sinu fólki. Liggur ekki afvelta á Mæorku einsog maður heyrir um þá marga syðra og safna Mer- cedes Benzum i staðinn fyrir að borga fiskinn. Nú. svo er það taxtinn hér vestra einsog viðar að inn eru fluttir hópar af Astralium einsog þær eru kallaðar hér, auk þess stúlkur frá Nýja-Sjálandi. Hafa þær reynst vel og búa i verbúðum. Blandast þær litt þorpsbúum. Svona gengur þetta og enn yfir- fullt af fiski á höfuðdag og fátt fólk að vinna núna. Allar Astrali- ur farnar og stendur á leyfum fyrir nýjum. Stendur i járnum með að bjarga þvi sem á land er komið. Einar verkstjóri klórar sér i hausnum og brosir sinu hlé- dræga brosi þegar hann kemur úr móttökunni frá þvi að telja birgðirnar. Það er enginn vafi, þetta endist fram á mánudag og Bessinn er kominn með 70 tonn og fór út I fyrradag. varpshús. Við þurfum einnig að auka gæði útsendinganna og auka fjölbreytni. Sjálfsagt og eðlilegt er að litvæða islenska sjónvarpið. Þjóðarbókhlaða og borgarleikhús þurfa að risa. Engum getur blandast hugur um nauðsyn þess að haldiö sé uppi blómlegu menningarlifi. Spurningin er bara sú. er einmitt nú rétta stund- in til að ráðast i allar þessar framkvæmdir? Getur ekkert af þessu beðið uns aðeins rætist úr fyrir okkur'— Skoðun undirritaðs er sú að margt af þessu megi biða. Fjármálapólitik þjóðarinnar, allt frá hverjum einstökum þjóð- félagsþegni til æðstu valdamanna er óðs manns æði. Þetta ástand minnir mig á sögu sem ég eitt sinn heyröi um stórá fjölskyldu sem sakir fátæktar átti varla málungi matar. Fjölskyldunni kom saman um þaö aö heimilis- faöirinn færi og reyndi að slá víxil. — Ekki til að kaupa fæði og klæði heldur til þess að kaupa málverk og hljómflutningstæki. —AH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.