Vísir - 02.09.1978, Síða 15

Vísir - 02.09.1978, Síða 15
VISIK Laugardagur 2. september 1978 15 kominn inn i næstu göng gafst eimvélin upp fyrir ofurþung- anum. Hemlastjórinn MichelePalo sat i aftasta vagni. Hann hafði ekki fengið boð um að hemla svo að hann áleit að lestin fengi merki um að nema staðar,sem var ekki óalgengt. Palo stóö loks á fætur, opnaði glugga og leit úr. Köld slyddan féll á höfuð hans. Hann sá ekkert þvi að lestin var svo til öll inni i stað áleiðis til Balvano, þremur kilómetrum neðar. Hann taldi aö það tæki sig ekki minna en klukkustund að komast þangað. Hann var samt miklu meira en 60 minútur að komast á leiðar- enda. Mestan hluta leiðarinnar varð hann að skriða af einu þver- bandinu á það næsta. Hann meiddist bæði á höndum og fót- um. f Kl. 2.50 var Balvano i sjónmáli, i sama mund og aðstoðarstöðvar- og bar hann til'stöðvarinnar. Þar skýrði Palo frá þvi sem hann mundi. Þótt klukkan væri fjögur að morgni varð að vekja bæjarbúa, stöðvarstjórann, lögreglustjór- ann og lögregluþjóna, bæjar- stjórann . . . Eftir hálftima voru allir bæjar- búar glaðvaknaðir. Engan grunaði að þarna hafði orðið mesta járnbrautaslys sög- unnar. sýn við honum. Hann gekk að eimvagninum. Einnig þar voru allir látnir. Salonia réð varla við tárin. Hann losaði um hemlana, tengdi eimvagn sinn við aftasta vagninn og dró lestina aftur til Balvano. Lögregluþjónunum varð illt þegar þeir gengu inn i vagnana. Þeir báru likin út og lögðu þau hlið við hlið á brautar- pallinn svo að bera mætti kennsl á þau. Eftir siysiö voru likin, 521 talsins, lögö á brautarpallinn á Balvano-stööinni. Domenico Miele, sem komst lifs af, og tveir járnbrautarstarfs - menn ræöa saman. Núna, rúmiega 30 árum síöar, komast lestirnar örugglega gegnum göngin hjá stöðinni. göngunum. Hann yppti öxlum og gekk út til að aðgæta hvað ylli stöðvuninni. Hann hafði ekki gengið langt þegar ljós rann upp fyrir honum. „Guð minn góður!” hrópaði hann. Óeðlileg þögn. Palo tók þegar til fótanna. Hann hrasaði og meiddi sig á hné en hitri ekki um það. Aftur hras- aði hann og brákaði úlnlið. Loks nam hann staðar, lét fallast á hnén, gerði krossmark, leit til himins og tárfelldi. Skömmu siðar lagði hann af stjórinn var að leggja af stað i eimvagninum. Palo fann þver- böndin titra, sveiflaði lugt sinni og hrópaði: „Þarna uppfrá! Þeir eru allir dánir! Þeir eru allir dánir!” Salonia stöðvaði vagninn, hljóp út og Palo grúfði andlitiö upp að brjósti hans. Salonia leyfði manninum að gráta. Hann vissi ekki hvort hann ætti að trúa honum. Hann haföi hvorki heyrt dynk né vein. Hefði lestin farið út af sporinu, myndi einhver hávaði hafa borist honum i fjallakyrrð- inni. Salonia tók manninn i fang sér Salonia skalf meira af kviöa en kulda þegar hann flýtti sér upp sporið. Hann nam staðar fyrir aftan aftasta vagninn og gekk fram með lestinni. Ekkert benti til að þarna hefði orðið slys. Allt virtist með felldu. Aðeins þögnin var óeðlileg. En hann vissi að eitthvað var að. Lugt hans varpaði undarlegum skuggum á veggi jarðganganna. Hann opnaöi dyr eins vagnsins og gekk inn. Farþegarnir hölluðu sér makindalega aftur i sætum sinum og virtust sofandi. En þeir voru látnir. Salonia leit inn i alla vagnana. Alls staðar blasti sama Dauðinn ósýnilegi I þessu sérkennilegasta járnbrautarslysi sögunnar fórst 521. Lestin hafði hvorki lent i árekstri né farið út af. Lögreglan reyndi að gera sér grein fyrir hvað gerst haföi. Lestin spólaði á hálum teinunum og stóð i stað. 1 stað þess að iáta hana renna aftur á bak og reyna aftur gaf lestarstjórinn skipun um að kynda eins og katlarnir þyldu og reyndi að pina lestina áfram, en hún stóð i stað. Við brunann myndaðist gifur- lega mikið af kolsýringi og hann safnaðist fyrir inni i göngunum. Fæstir farþeganna tóku eftir að lestin var stönsuð, enda voru flestir sofandi. A örskammri stundu dóu rúm- lega fimm hunruð manns úr kol- sýringseitrun. Fimm farþegar fundist á lifi. Þrir þeirra fengu læknishjálp á skrifstofu stöðvarstjórans. Þeir voru svartamarkaösbraskarar og þorðu ekki annað en láta sig hverfa af ótta við að verða ákærð- ir fyrir ólöglegt athæfi. Fyrir bragðið komst aldrei upp, hvernig þeir höfðu liíað eitrið af. Einn þeirra sem lifðu gat þó lýst hvernig hann s]app. Þaö var mataroliukaupmaður að nafni Domenico Miele. Hann sagðist hafa stigið úr lestinni i Balvano til að liðka sig. Miele kvaðst hafa tekið klút úr tösku sinni og skýlt með honum andlit sinu og hálsi. Þessi hálsklútur bjargaði siðan lifi hans. Hann hafði trefilinn enn um hálsinn þegar lestin nam staöar. Hann fór að hósta af kolareykn- um sem barst inn göngin ásamt kolsýringnum, vafði treflinum um andlitið og flýtti sér út undir bert loft. Samkvæmt lögregluskýrslu varð hár Mieles öskugrátt en það hafði verið hrafnsvart. Hinn farþeginn sem hljópst ekki i burt, var kaupmaöur. Heili hans skaddaðist af völdum reyk- eitrunar og þvi gat hann ekki skýrt hvers vegna hann slapp. Hann er enn á lifi en hefur enga bót fengið á heilsu sinni og getur ekki sagt frá slysinu sem varð konu hans og átta ára syni aö bana. Mörg likanna þekktust aldrei þvi að ýmist báru þau fölsuö skil- riki eða alls engin. Óþekktu likin, 193 talsins, voru grafin i þremur sameiginlegum gröfum nærri brautarstöðinni. Þar sem ströng ritskoðun rikti á striösárunum fékk aðeins eitt dagblað aö birta stutta, opinbera skýrslu um slysið. Ættingjar nokkurra fórnarlam- banna höfðuðu mál á hendur hinu opinbera vegna slyssins, en mál- um þeirra var visað frá áriö 1951 þar sem herstjórnin þjóðnýtti járnbrautirnar á striðsárunum og ógerlegt var að lýsa siðari rikis- stjórn ábyrga fyrir „slysum á striöstimum”. ■ Útboð Framkvæmdarnefnd byggingaáætlunar óskar eftir tilboðum i raflögn i 15 parhús i Hólahverfi i Breiðholti. Tilboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B. Mávahlið 4, Rvik, gegn 20 þús. kr. skilstryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu F.B. þriðjudag- inn 5. septeinber kl. 16.00. Ath. að skiiafrestur er mjög stuttur. Félagsmálasfofnun Reykjavíkurborgar, Vonarstrœti 4, sími 25500 auglýsir eftirfarandi lausar stöður til umsóknar: 1. Sálfræðingur, umsóknarfrestur til 20. sept. n.k. 2. Fulltrúa i fjármála- og rekstrardeild, umsóknarfrestur til 11. sept. n.k. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir skrifstofustjóri. ______________________________________> Wjl Felagsmálastofnun Reykjavikurborgar igr Vonarstræti 4 sími 25500 BRASILIU SOFASITTID Vorum að fá þetta glcesilega sófasett aftwr. SKEIFU-verð og SKEIFU-skilmálar. LSþefin SlMI 44544

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.