Vísir - 02.09.1978, Qupperneq 32
VÍSIR
Gcir og Ólafur á skrifstofu forsætisráöherra siödegis i
gær. Visismynd: ÓT.
„Velkominn
aftur"
• sagði Geir þegar Ólaffwr kom
á skrifstofu fforsœtisráðherra
,,Sæll vertu og velkominn
aftur”, sagöi Geir Hall-
grimsson, þegar Ólafur Jó-
hannesson, forsætisráö-
herra, kom i Stjórnar-
ráöshúsiö sidegis i gær til
að taka viö lyklunum að
skrifstofu sinni.
Þetta er i annað skipti
sem þeir Geir og ólafur
skiptast á embætti forsæt-
isráöherra en liklega ekki
siðasta, ef sá fyrrnefndi
fær að ráða.
Það var 1 forsætisráð-
herratið Ólafs sem sii skrif-
stofa sem ráðherrann notar
nU, var tekin i notkun.
Hann er þvi nú á heima-
slóðum. —ÓT.
Hirtu munina
í dýrasafninu
,,Gjaldheimtu-
menn með borgar-
fógeta og lögreglu-
menn i broddi fylk-
ingar brutust inn til
min i gær og hirtu
allt dýrasafnið”,
sagði Kristján S.
Jósefsson hjá
islenska dýrasafn-
inu við Visi i gær-
kvöldi.
Aðgerðir Gjaldheimt-
unnar eru til komnar vegna
vangreiddra opinberra
gjalda, sem Kristján sagöi
aðnæmu nU um fimm mill-
jónum króna.
,,Það hefur veriö ákveöið
skilst mér að uppboð fari
fram á hlutunum úr safn-
inu minu laugardag i næstu
viku, svo það er vika til
stefnu að reyna að bjarga
þvi, sagði hann.
Kristján sagði, að þegar
Gjaldheimtumenn, ásamt
borga rfógeta og
lögreglumönnum, heföi
borið aö garöi heföi hann
lokaö sig inni og neitaö aö
opna.
„Þeir gerðu sér þá lítiö
fyrir og brutust inn til
min”, sagöi hann.
—ESJ
Reykingar skólabarna
minnka um f jórðung
SAMDRÁTTUR
í REYKINGUM
BARNA OG IJNGLINGA
FRA 1974 TIL1978
12 ÁRA 67%
10 ARA 49%
13 ARA 46%
11 ÁRA 40%
14 ARA 25%
15 ÁRA 14%
16 ARA 13%
BOHGARLÆKNIRINN 1 REYKJAVIK
„Heykingar hafa
minnkaö hjá skólabörn-
um 1 Reykjavik á aldrin-
um 10—16 ára um rúm-
lega fjóröung cf miöaö er
viö áriö 1974", sagöi Skúli
Johnsen, borgarlæknir er
hann kynnti i gær könnun
sem gerö var i grunnskól-
um borgarinnar á reyk-
ingum nemenda, en sams
konar kannanir fóru fram
1960 og 1974.
„Börnin voru ekki aö-
eins spurö um þaö hvort
þau reyktu heldur einnig
hvers vegna. Sú staö-
reynd kemur i Ijós aö
helmingur þeirra sem
reykja, kveöst gera þaö
vegna þess aö foreldrarn-
ir gera þaö. Niöurstaöan
af könnuninni er einnig á
þá lund aö það séu þrisv-
ar sinnum meiri likur á
að 13 ára nemandi reyki
ef annaö hvort foreldra
hans reykir.
Likurnar eru fjórum
sinnum meiri, ef systkini
reykja einnig.”
—BA—
Sjá nánar um þessa
könnun á bls 7.
Flugleiðir fœra út kvíarnar
Yfirtaka
Arnarflug
— kaupa 65 milljónir af 120 milljóna hlutafé
Flugleiöir h.f. hafa
keypt meirihlutann I
Arnarflugi og því i reynd
yfirtekiö fyrirtækið.
Flugleiðir hafa keypt ó-
seld hlutabréf í Arnar-
flugi aöupphæö 44 mill-
jónir króna, og veröur þá
hlutafé Arnarflugs 120
milljónir króna. Til viö-
bótar kaupa Flugleiöir 25
milljónir kröna af hluta-
bréfum nokkurra stærri
hluthafa félagsins. Munu
Fugleiöir þarmeö eiga 65
milljónir af 120 milljóna
hlutafé eöa rúman helm-
ing.
1 tilkynningu frá
Arnarflugi og Flugleið-
um, sem send var út i
gærkvöldi, segir m.a., aö
áhættufé Arnarflugs þurfi
aö auka, og að starfsemi
félagsins með aöeins tvær
vélar sé mjög áhættusöm
ef ekki sé um stuðning að
ræða frá stærra flug-
félagi.
—ESJ.
Lögreglan hellir niöur vini á Hallærisplaninu f gærkveldi og ræöir viö einn unglinganna. Fjölmargir þeirra
voru fluttir á lögreglustööina og sföan heim til sin. Visismynd: JA
Herferð lögreglu á Hallaerisplaninu
Hátt í hundrað
unglingar teknir
Foreldrar látnir sœkja börn sín eða þeim ekið heim
Lögreglan geröi mikla herferö á Hallærisplaniö svonefnda i gærkveldi. Voru hátt í hundraö unglingar fluttir I
lögreglustööina á Hverfisgötu. Þar var tekin skýrsla af ungmennunum en siöan var hringt I foreldra þeirra
og þeir látnir sækja börn sln eöa þeim var ekiö heim.
Aögerð þessi er i fram-
haldi af aðgerðum lög-
reglunnar tvær siöustu
helgar, en um siðustu
helgi voru um sjötiu ungl-
ingar færðir á lögreglu-
stööina og um 45 ekið
heim.
Hefur lögreglan 10
menn á vakt i miðbænum
og 6 menn viö yfirheyrsl-
ur á lögreglustöðini ein-
ungis i þessu skyni.
Mun ætlun lögreglunn-
ar meö þessum aðgerð-
um, aö stemma stigu við
drykkjuskap unglinga
sem safnast hafa saman i
miðborginni og eru ein-
ungis þeir sem drukknir
eru eða hafa vin meðferð-
is færðir til yfirheyrslu.
í gærkveldi þegar Vis-
ismenn voru á vettvangi
var margt um manninn á
Hallærisplaninu og frem-
ur rólegt framan af. Lög-
reglan lokaöi „Planinu”
af og til og dreifði þannig
mannfjöldanum, þannig
að hægara var um vik að
bera kennsl á þá sem
drukknir voru.
Það var samdóma álit
þeirra unglinga sem Visir
ræddi við, að i fá hús væri
aö venda fyrir unglinga
til að koma saman og
raunar töldu flestir aö
„Planið” væri eini stað-
urinn.
—ÓM.
SMÁAUCLÝSINCASÍMINN ER 86611
'Smáauglýsingamóttaka
,-alla virka daga frá 9-22.
Laugardaga frá 9-14 og
sunnudaga frá 18-22.