Tíminn - 19.09.1969, Page 8
8
TIMINN
FÖSTUDAGUR 19. september 1969.
Brynleifur H. Steingrímsson, héraðslæknir:
ÞÝÐING HUGSJÓNA Í
PÓLITÍSKRI BARÁTTU
Ideotogi, hugsjó'nafræðin
kerfisbindur leitni okkar og
vilja til sköpunar. Stefnur eða
„ismar“ eru aftur á móti mark
vís ákvörðun. til athafna sem
oft eru sprottnar af hugsjónum
og eiga sér því venjulega hug
sjónar grundvöll . . .
Margir eiga í daglegu tali
erfitt með að gera sér fullan
greimarmun á bugsjón og
stefnu. Aðrir virðast hafa týnt
hugisjónium sínum við fram-
kvæmd stefnunnar en sumir
hlæja að hugsjónaglópum! Það
sem olli því að ég skrifaði nið
ur þessar línur, var að skóla
bróðir minn, heimsótti mig
ekki alls fyrir löngu og af-
neitaði öllum „ideologiskum“
grundvelli fyrir pólitiskum at-
höfnum og skoðunum sínum.
Hann var vaxinn upp úr því
að eiga hugsjón. Hans athöfn
helgaðist „praktik" eða pólitísk
um praxis, en svo mætti ef
tiT viiil kalla stör.f þeirra stjórn-
máiamanna, sem vinna að hug
sjónalausum stefnumálum. En
slíkt virðist hafa verið lenzka
á okkar landi um langt skeið.
Hugsjónir rugla og trufila, þær
krefjast of mikils, verða að
óþægilegu samvizkubiti, sem
bezt er að sileppa við!
En margur andans maður
bætir sér upp tapið og svæfir
samvizku sína, með estetisku
(fagurfræðilegu) daðri, kaup-
um á dýrum málverkum og að-
dáun á skáldum og listamönn-
um, fær hann borgið heim and
legum heiðri sínum og gáfu-
legri reisn. Að helga anda sinn
fagurfræði getur aldrei talist
til lasta og fegurð himins verð
ur heldur aldrei borin oflofi
þó að lítit eigi skylt við þjóð
félagslega hugsjón eða brauð
strit almúigans. En það eru líka
til úlfar í sauðagærum. Mörg
um þeim, sem iðka svokallað
an „pólitískan praxis“ í dag
kemur ekki til hugar að af-
neita hugsjónum, heldur greiða
tíund í sjóð trúar og hugsjóna.
ef slikt er álitið viðeigandi,
„praktiskt".
Það er erfitt að hugsa sér líf
ið án leitni og margir vilja
gefa lífi sínu tilgang og mein
ingu. Að lífið sé aðeins „prakt-
iskur“ og hlutlægur veruleiki
er því erfitt að sætta sig við.
1 önn og erli dagsins gefst ekki
ölluim tóm til heimspekilegra
hugleiðinga. Dagurinn er á
enda runninn, á.ður en vitað
er, árin og áratugir eru horfn
ir, án þess að margur hafi
ráðrúm til rannsóknar á leitni,
tilgamgi eigin lífs og starfs.
Það verður því óneitanlega sá
„praxis“, sem við lærum með-
vitað eða ómeðvitað, sem
stjórnar lífi okkar og gjörð-
um. Því er ungum stjórnmála
manni vorkunn að gjöra eins.
Spurningin er aðeins þessi
hvort það sé heillavænleg þró-
u.n að æ fleiri, sem með stjórn
mál fara, gleymi hugsjón
sinni og því, sem vafalaust var
þeim köllun í upphafi? Kó'Lni
eldmóður hugsjónanna er hætt
við að 'Stefnan drægi dám af.
Það munu margir með því
marki brenndir að vi'lja klæða
guðsmynd sína persónugervi og
gæða hugsjón sína hlutlægum
eiginleikum. Það er of erfitt
að hugsa sér hið óáþreifan-
lega. Því mun oft svo farið um
pólitískar hugsjónir, að þær
klæðast gervi persónu eða
„isma“, og því verður ek'kr
gerður greinarmunur á huig-
sjón og stefnu eða foringja
stefnunnar. Sá sem leiðir flokk
inn, markar stefnuna, verður
um leið ímynd hennar og ó-
sjálfrátt á sér stað persónu-
dýrkun, sem getur orðið mjög
afdrifarík, ef foringjanum
tekst að notfæra sér hana. Það
enu einmitt þessar staðreyndir,
sem krefjast þess, að þeim sé
stöðugur gaumur gefinn. Að
fólk haldi hugsjónalegri vöku
sinni en verði ekki fórnarlömb
þess pólitíska dagfars sem ríi,
ir á hverjum tíma.
Flestir munu þeim takmörk
um háðir að eiga erfitt með að
hvika frá markaðri stefnu, þó
að ástæða sé fyrir hendi. Við
bindum okkur við fyrri skoð
u.n, við gamla stefnu, við
ákveðinn stjórnmálaflokk frá
vöggu til grafar. Sumir vegna
fjölskyldubanda, aðrir vegna
meirihluta aðstöðu eða fram-
taiksleysis. Fiokkurinn og stefn
an verður hluti persónuleik
ans, mótar „sjálfið", bindur
skoðun og athöfn við stefnuna
og flokkinn, siðferðilega og
hefðbundið. Hugsjón og skyn
samiegt mat eins og hverfur
í skuggann. En um leið og
hlutunum er svo varið ræður
sára litiu hin stöðuga breyt
ing, sem á sér stað í umhverí
inu og okkur sjálfum. Reynsla
og andleg þróun einstaklings-
ins, breyting á umhverfinu og
kraftahlutföllum þess, hin svo
kallaða „dynamik“ gerir það
að verkum að við erum aldrei
eins og umhverfið ekki heldur
Það afneita fáir þessum stað
reyndum og allra sízt harður
„pólitrskur praktikus", sem
tekur stefnu frá degi til dags
en við ,sem. erum fórnarlömbin
! og lifum á lánuðum hugmynd
um og stefnum, steinrunnum
og stöðnum. Einstaklingurinn,
einingin í lýðræðislegu þjóð-
félagi, þarf að skilja og finna
sína „dynamisku“ köllun. En
það er erfitt að hugsa sér ein-
mitt í þessu sambandi, að
halda réttri stefnu, án þess að
hugisjónin lifi og vísi veginn.
Hin djúpstæða nauðsyn þess
að almenningur geri sér ljósar
þær stöðugu breytingar, sem
eiga sér stað, kemur bezt frarn
ef athuguð eru þau vandamál,
sem iðnbyltingin skapaði. Ur-
gangsefni frá verksmiðjum og
borgum gerspilla neyzluvatni
og hóta að eyðileggja jarð-
vatnið. Andrúmsloftið mengast
af kolsýringi og brennisteini.
Fiskurinn eitrast af kvikasilfri
en fugLinn strádrepst. Verk-
smiðju-aidir kjúklingar sýkjast
blóðkrabba og lengi mætti
telja. Tæknin færir því ekki
aðeins nýja og ótrúlega mögu
leika, orkulindir og auðævi,
heldur vandamál, sem hóta að
eyðiieggja okkur eins og geisla
virkt efni, sem læðist inn í lík
ama okkar og umturnar vefj-
um og Lífi.
Eftir tæknibyitinguna var að
sjálfsögðu erfitt að átta sig
á öllum þessum vandamálum
enda komu mörg þeirra mjög
á óvart. Erfitt var að fylgja
hinum öru breytingum og fram
förum á ölium sviðum en mun
e. t. v. ennþá erfiðara í dag.
Fyrir þann, sem ekki vill
að „ismar“ og flokkar gleypi
einstaklingmn, heldur að enn-
þá lifi í sérhverri pólitískri
athöfn hugsjón, er nauðsynlegt
að gera sér sem gleggsta grein
fyrir áhrifamætti fjölmiðlunar
tækja, sem notuð eru til fram
dráttar stefnum eða áhrifavaldi
einstakl. og stétta. Beitt er öll
urn þekktnm aðferðum frá sái
fræðilegum tii þess sem náigast
efnahagslega tálbeitu. Stefnan
er seld eins og hinn slyngasti
kaupmaður selur tóbak eða
þvottaduft. Það er því engan
veginn létt að vera einstakling
ur með sjálfstæða hugsjón og
skoðun í áróðursregni nútím-
ans.
Það er létt að sofna á verð
inum þegar myrkur og grafar-
þögn ríkir ailt um kring. Það
er létt að gleyma hugsjón sinni
og barnatrú í dægurþrasi og
brauðstriti. í dag, þegar efnis
hyggjan veiðir fleiri í net sitt,
er nauðsynlegt að kveikja elda
hugsjóna, blása í glóð, sem
enn er falin. Þegar vel gengur,
vel árar er létt að gleyma hug-
sjón sinni en treysta forustu
flokksins og foringjans. Fáir
vilja rjúfa eininguna, samstöð
una, sem óneitanlega er dýr-
mæt, og alltaf nauðsynleg. En
það hlýtur að vera nauðsyn
að blása stjórnmálalegri hug-
sjón í þjóðfélagslega baráttu,
sem helzt einkennist af efna
hagslegu reiptogi og sjálfum-
glaðri sérhyggju, í skjóli flokks
hyggju og persónudýrkunar.
Og þegar ungur stjórnmála-
maður, maður athafna og góðr
ar greindar afneitar hugsjón-
um, trú feðra sinna, þeim
krafti, sem borið hefir uppi
mannkynið á tímum vonleysis
og fátæktar, verður ekki annað
gert en mótmælt.
Það er ósönn og óraunhæf
afstaða að meta málefnabar-
áttu eftir mælsku eða orð-
skrúði sem er hvort tveggja
fagurt og heillandi. Það er
hörmuleg staðreynd að mál-
gögn allra stjórnmálaflokka
einkennast af þessu í dag. Fái
skynhelgi og óheill málaflutn
ingur ráðið hjá fjölmiðlunar-
tækjum þjóðarinnar, dregur
þjóðin dám af. Börn okkar
verða aldrei brauðfædd á þjóð
arrembingi. Landið aldrei grætt
skógi með vísnaskáldskap eða
Ijóðrænni fegurð. Fiskur aldrei
dreginn úr sjó með fagurgala
eða pólitískum stóryrðum. En
allt þetta gæðir þó lífið lita-
auðgi og fegurð. Við megum
ekki fela okkur á bak við þetta,
því að það er ekki hægt
skipta á hugsjón og fagiurfræðí
legri gleði, þó að þægilegt sé.
Það er því blekking að bæta
sér hugsjónafátækt með este-
tisku daðri. Hugsjónir liggja
næst leitni okkar, eru eins og
tónfall starfsins og viljans til
sköpunar. Það er hinn rauði
þráður mankynssögunnar fram
til þessa dags. *
hlutun Leiddi, því nú eru gerðar
ráðstafanir til að tvöfalda þann
kostnað. Þótt hingað til höfum
við látið okkur það sæma að
ganga frá sömu götu inn í húsin
sem meðfram henni standa, þá
gengur þetta nú ekki iengur, held
ur verður nú hver húsaröð um
sig, að hafa sína „prívat“ götu
með öilu tiiheyrandi, og eru í
þessu skyni skipulögð heil hverfi.
Svipað má segja um húsin, sem
við þær standa, því í fljótu
bragði verður ekki séð að nokk
urt skynsamlegt samræmi sé á
milli byggingakostnaðar og nota-
gildis, vegna tilskilins ytra útlits
þeirra. Þegar svo þar ofan á
bætist, sem er almenn regla, að
fylla verður upp ýmist aila kjall
ara eða stóran hluta þeirra, þó
ekki verði komizt hjá að byggja
þá, og gætu þó þjónað sem prýði
legustu geymslur, en eigendum
þeirra er bannað, að viðlagðri
eignaupptöku, að hagnýta sér á
nokkurn hátt. Tímabært er, að
fá úr því skorið, hvort slíkt bann,
samræmist ákvæði stjórnarskrár
innar um helgi eignaréttarins, því
varla mun það talið varða almenn
ingsheill, hvort maður notar hús
næði sem hann hefur orðið að
byggja, til að geyma í því mold
og grjót eða áhöld sín til daglegs
brúks.
Eðlilegt er, að bygginga-yfir-
völd borgarinnar, annist skipu
Framhaic a ols 12
Haraldur Eggertsson:
organnnar
Það er jafn eðlislæg þörf hverj
um manni að hafa skjól og mat
að borða, þess vegna fer aMt
vort strit í að fullnægja þeim,
þörfum, en allt vort vit í að finna
út hvernig það sé hægt á sem
auðveldastan máta.
Báðar eru jafn brýnar, svo ekki
ycrður upp á milli þeirra gert.
Húsnæðisleysið, sem leiðir af
atvinnuleysinu, sem nú er í bygg
ingaiðnaðinum, er því ekkert
minna vandamál en atvinnuleysið
sjálft.
Þótt mikið hafi verið byggt á
undanförnum árum, þá hefur ekki
tekizt, að útrýma húsnæðisleysinu,
því enn býr fólk, af illri nauðsyn
í heilsuspiilandi húsnæði og
bráðabyrgðaskýlum þeim, sem
grípa varð til að reisa í lok
stríðsins, vegna þess hvað úr
byggingum dró af völdum þess
og hersetunnar.
Vitað er. að menn höfðu fullar
hendur fjár, og að færri fengu
að verja því til bygginga en vildu.
Nú er þetta fé allt orðið gengis
fellingunuim að bráð. eðá verið
undan þeim bjargað með kaupum
á vægast sagt ónauðsynlegum hlut
um. ,
Það er því ekki úr vegi, að
líta yfir farinn veg og leita skýr
ingarinnar. Gnæfir þá yfir allt
annað byggingalóðaskorturinn i
landinu, sem er að blása upp í
auðn, vegna þess, að það vantar
menn til að byggja á því og búa
á og flottræfilshátturinn.
Þetta tvennt, er þó ekkert nema
óhjákvæmileg afleiðing, þeirra
ofstjórnarfjötra, sem ráðamenn
borgarinnar hafa á þessi mál lagt,
í samræmi við hina sívaxand of-
sókn þess opinbera, til ótímabærra
afskipta og íhlutunar á öilum svið
um, sem er orðið svo yfirþyrm
andi, að þeir þrengja sér inn um
hverja glufu og gátt þjóðfélags
ins, iemstrandi og lamandi hverja
veru, sem enn kynni að finnast,
af heilbrigðum metnaði. manndómi
og ábyrgðartilfinningu einstakling
anna. Þótt ofistjórn, sé ein versta
tegund óstjórnar, þá er þó sá eðl
ismunur á, að óstjórn má oftast
rekja til óheiðarleika i einhverri
mynd, og því hægt að sækja hana
til saka. Aftur er þvi öfugt varið
með ofstjórnina, hún perir ekkert
af illum hvötum, heldur allt í
góðri trú og tilgangi og viðurkenn
ir þess vegna engin taikmörk. en
ryðst inn á svið, sem hún á ekk
ert erindi inn á, og veldur með
því óbætamlegum skaða. Sem
dæmi má benda á, þegar róða-
menn borgarinnar ruddust inn á
svið byggingaiðnaðarims og hugð
ust taka að sér hlutverk hans með
því að skaffa fólki ódýrar íbúðir,
en leiddi til þess, að þá fyrst
gátu hinir svonefndu húsabraskar
ar farið að auglýsa það verð á
framleiðslu sinni. sem þeir aldrei
áður höfðu þorað að nefna, nema
undir.fjögur augu. Þegar við vit
um, að út í þetta var farið í þeim
eina fróma tilgangi, að hafa hemii
á húsaverðinu og byggingakostnað
inum, sem þá þegar, þótti orðið
óhæfilega hátt, þá eigum við bágt
með, að sakfella þá, þó að svona
hörmuiega tækist til. Hins vegar
sakfellum við þá þunglega fyrir,
að sniðganga þá reynslu og þekk
ingu, sem kynslóðirnar voru þó
búnar að greiða of dýru verði til
þess að afsakanlegt væri að segja
að þeir hafi ekki vitað, að aliar
framkvæmdir, sem unnar eru á
vegum þess opinbera, verða alltaf
mun dýrari, en sams konar fram
kvæmdir á vegum einstaklinga,
hvort sem okkur líkar það betur
eða verr, og falla svo afte oe
aftur í sama pyttinn, án þess að
læra neitt.
Svona hroðalega getur ófsatrú-
in. hvort sem hún er á góðan mál
stað eða sjálfan skaparann, af-
vegaleitt allra beztu menn. Á sama
hátt sakfellum við þá fyrir að full
nægja aldrei nema broti, af eftir
spurninni eftir byggingalóðum. en
það er orsök þess vanda, sem
þeir þóttust þó vera að sýna til-
burði til, að bæta úr, auk þess,
sem það er orsök þeirrar óða-
i verðbólgu. sem á húsamarkaðnum
i hefur geysað.
I Bkki verður þessi tregða á lóða
úthlutun þó skýrð með því, að
þeim vaxi í augum kostnaðurinn
við aukna gatnagerð með tilheýr
andi verkum, sem af aukinni út-