Vísir - 28.09.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 28.09.1978, Blaðsíða 5
VJ.SJ.li Fimmtudagur 28. september 1978 Rilhöfundar af jaðarsvœð- um Norðurkmda þinga Rithöfundar frá jaöarsvæðum Noröurlanda héldu fyrir skömmu ráöstefnu i Rovaniemi i Norður- Finnlandi. Eyvindur Eiriksson, cand. mag., rithöfundur, sótti ráöstefnuna fyrir hönd Rithöf- undasambands islands. Ráðstefnan var eins konar framhald likrar ráðstefnu i Noregi 1976, og bar heitið Nord- kult 1978. „Nordkultráðstefnan hefur fjallað um ástand og viðhorf i menningarmálum á Norðurhjara og tekið sérstakt tillit til stöðu þjóðernisminnnihlutanna,” segir i fyrri lokaályktun ráðstefnunnar Samband ungra sjólfstœðismanna: Aukaþing um helgina Eitt hundrað og f immtiu fulltrúar víðsvegar að af landinu hafa boðað komu sina á aukaþing Sambands ungra s jálfstæðismanna. Þingið verður haldiö að Valhöll á Þingvöllum og hefst klukkan 10 f.h. á laugardag. Ráðgert er að þvi ljúki um kvöldmatarleytið á sunnudag. Aðalumræðuefni þingsins verða kjördæmamálið#verðbólgan, starf Sambands ungra sjálfstæðis- manna og starf og skipulag Sjálf- stæðisflokksins i stjórnarand- stöðu. Þingfulltruum til hagræðis verður ferð frá Valhöll, Háaleitis- braut 1, klukkan 9 á laugardags- morguninn. sem fagnaði þvi að grænlenskir rithöfundar hafa nú stofnað eigin samtök og telur að Sama rithöf- undar eigi að verða þátttakendur i samnorrænum samtökum. „Við vonumst til þess að sér- hvert land geri rithöfundasam- tökum Norðurhjarans kleift að starfa á þann veg að þau geti af alefli stutt og styrkt bókmenningu á sinu svæði” sagði meðal annars i siðari lokaályktun ráðstefnunn- ar. —BÁ— Ályktun trésmiða: Hœtt verði innflutningi ó fullunninni trévðru Trésmíðafélag Reykjavik- ur hefur sent frá sér ályktun þar sem m.a. er skorað á stjórnvöld að stöövaöur veröi innflutningur á full- unninni trévöru sem staöiö hefur siðustu ár. Þá hafa trésmiðir aftur- kallað samningsuppsögn sina frá 25. febrúar s.l. þar eð febrúarlögin og bráða- birgðalögin frá mafmánuði hafa verið numin úr gildi. Fundur Trésmiðafélagsins lýsti sig samþykkan þeirri endurskoðunarvinnu sem fyrirhuguð er á visitölu- grundvellinum með þyi for- orði að hún hafi ekki i för með sér skerðingu á kaup- mætti. ÓM EIGA AÐ ATHUGA VERÐLAGSMÁLIN Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd til að vinna með verðlags- stjóra að athugunum á ýmsum þáttum verð- lagsmála og gera til- lögur til ráðherra fyrir áramót um úrbætur. 1 nefndinni eiga sæti Garðar Valdimarsson, skattrannsókna- stjóri, Sigurmar Albertsson, lögfræðingur á Tollstjóraskrif- stofunni, Sveinn Sveinsson lög- fræðingur hjá Gjaldeyriseftirliti Seðlabankans ogGylfi Knudsen, deildarstjóri i Viðskiptaráðu- neytinu. Nefndinni er ætlað að rann- saka allar hugsanlegar orsakir þess verðmunarsem fram kom i könnun verðlagsstjóra. Einnig á að rannsaka sérstaklega hver þáttur umboðslauna i' þessum verðmismun sé, svo og umboðs- launaskil, gera úttekt á áhrifum hins háa innkaupsverðs á verð- lag, lifskjör, veröbólguþróun og gjaldeyrisstööu landsmanna. Og loks á nefndin aö gera til- ■ lögur um lagfæringu á versl- unarháttum, eftir þvi sem nauð- synlegt kunni að virbast. Jafnframt hefur viðskipta- ráðuneytiö sent bréf til verö- lagsstjóra, þar sem lögð er áhersla á að samstarfi við verðlagsyfirvöld annarra Norðurlanda verði haldið áfram, þannig að slikt samstarf um verslunarmál verði fram- vegis fastur þáttur i starfi verð- lagsyfirvalda hér á landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.