Vísir - 28.09.1978, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 28. september 1978 VISIR
Hundaræktarfélag íslands gengst fyrir
hundasýningu i iþróttahúsinu Ásgarði,
Garðabæ, 21. og 22. okt. n.k. Dómari verður
Jean Lanning, frá Bretiandi.
Dæmt veröur i 5 flokkum:
Iivolpaflokkur (6—10 mánaöa)
Unghundaflokkur (10—20 mánaöa)
Almennur flokkur (eldri en 20 mánaöa)
Hundar meö afkvæmum (minnst 5 afkvæmi)
Besti árangur i ræktun (minnst 5 hundar)
Aöeins hreinræktaöir hundar veröa sýndir og veröa þeir aö
hafa ættbókarnúmer i viöurkenndri ættbók erlendis eöa i
gömlu islensku ættbókinni (ólafsvalla) eöa, ef hvort er fyrir
hendi, aö fá ættbókarnúmer i hinni nýju ættbók Hundaræktar-
félags tsiands. Allar upplýsingar þar um gefur Guörún
Sveinsdpttir, Engjavegi 79. Selfossi (s. 99—1627)
Bestu hundar hverrar tegundar veröa verölaunaöir
Þatttökutilkynningar þurfa aö berast hiö fyrsta.I siöasta lagi
10. okt. n.k. og sendist þær tii framkvæmdanefndar Hliöar-
byggö 18, 210 Garðabæ, en I henni eiga sæti:
Matthias G. Pétursson formaöur s. 4 34 90
Guörún Guðjohnsen s. 4 49 84
Þór Þorbjarnarson s. 4 44 53
Mogens Thaagaard
Hundaræktarfélag tslands
Hundaeigendur
Sparið EKKI sporin
en sparið I innkaupum
Útsöluvörurnar fœrðar um set
BUXUR SKYRTUR PEYSUR
BOLIR LEDURJAKKAR
JAKKAR
BLÚSSUR, OFL. OFL.
Allt ó útsöluverði
Lítið við á loftinu
tr--yæ$&ggirt\
m
M Loftið
Laugavegi 37
m
Smurbrauðstofan
BjaRisiirjN
Njálsgötu 49 — Sími 15105
p¥ö\atan1
Umsjón Guðmundur Pétursson
Skýjaborgirnar
við Persaflóa
Þegar menn hvarfla
huganum austur i
Persaflóa, setja þeir
hann venjulega i sam:
band við ys og þys oliu-
skipaumferðar og oliu-
vinnslunnar.
En á Persaflóa er
nánast jafn dauft um
að litast og á sjálfu
Dauðahafinu.
í löndunum, sem liggja aö fld-
anum, hafa hinsvegar verið
miklar hræringar i kjölfar
þeirra hrikalegu auöæfa, sem
þangaö hafa streymt i skiptum
fyrir svarta gulliö. Þvi hafa
fylgt félagslegar kritur, póli-
tiskur órói og hreint brjálæöis-
legt bruöl meö verömæti, sem
staöiö gætu undir smiöum nokk-
urra Kröfluvirkjana.
Nýjar borgir hafa þotið upp
meö nýtiskuheimilum og skrif-
stofum, allt Utbúiö besta
hugsanlega tækjakosti og loft-
kælingu. Byggöar hafa veriö
verksmiöjur og lagöir flug-
vellir.
Rikidæmi kalifanna 11001 nótt
verkar eins og hégómi i viömiö-
un viö þá auölegð, sem f jórföld-
un oliuverösins áriö 1973 lagði
grundvöllinn aö. Og hvaö átti aö
gera viö alla peningana?
I flýti voru geröar ýmsar
hrikalegar áætlanir, sem skyldu
færa i einni sjónhending sögu-
sviö austurlensku ævintýranna i
ÞUsund og einni nótt inn i tutt-
ugustu öldina. 1 öörum hluta
heims heföi þaö veriö kallaö
skýjaborgir aö ætla sér aö klofa
þannig yfir þróun tiu alda, en
slikt tjóar litiö aö segja viö þá,
sem veifa milljónpunda ávisun-
um. Þeir fara þá bara i búöina
við hliöina.
Saudi Arabia og Irak voru
einna jaröbundnust I slnum
áformum. Saudi Arabia geröi
fimm ára áætlun þar sem varið
skyldi 142 milljöröum Banda-
rikjadala til framfaranna.
Irak notar sina oliumilljarða til
þess aö færa landbúnaö sinn til
núti'mavega.
1 öörum rikjum Persaflóans
höföu menn enga þolinmæöi til
þess aö horfa svo langt fram á
veginn. 1 hendingskasti var
drifiö i framkvæmdum, sem
áttu aö verða þjóðþrifafyrir-
tæki, en hafa reynst ófyrirsynja,
þar sem hvað rekst á annars
horn, og geypitap af öllu saman.
Reist var risaþurrkvi i Dubai,
sem menn þykjast sjá þaö fyrir,
aö hún verði rekin meö 100
milljón dollara tapi á ári, meöal
annars vegna þess aö Bahrein
starfrækir þegar aöra þurrkvi
með svipaöa afkastagetu.
Þriöja þurrkviin er samt I smiö-
um á vegum emi'rsins i Ajman.
1 Bahrein er rekin ný álverk-
smiöja meö miklu tapi, en samt
eru i smiöum önnur álver I íran,
Saudi-Arabiu og I furstadæmun-
um.
1 íran, Irak og Qatar eru þeir
að reisa stáliöjuver, og áöur en
mörg ár veröa liöin, veröa átta
alþjóölegir flugvellir komnir i
gegniö hjá Sameinuöu arabisku
furstadænunum.
Sharja-furstadæmiö geröi
áætlun um smiöi tuttugu og
þriggja lúxushótela. Eftir aö
lokið var smiöi átta þeirra, var
hætt viö hin — meöal annars
vegna þess aö þaö vantaöi gesti
i þessi átta.
Þá eru ismiöum I Iran, Irak,
Kuwait, Saudi Arabiu og Sam-
einuðu arabisku furstadæmun-
um ýmsar efnaverksmiöjur i
tengslum viö oliuna. Sérfræö-
ingar spá þvi, aö eftir tiu ár eöa
svo flæði þarna yfir offram-
leiösla þessarariðju. Segja þeir,
aö viö sömu erfiöleikana sé aö
etja I öllum löndunum, sami
skorturinn á vinnuafli, sama
loftslagiö, sama offramboöið á
ódýrri orku.
Innflutt vinnuafl er aö veröa
öllum sami höfuöverkurinn.
Sameinuöu arabisku fursta-
dæmin meö ibúafjölda upp á
160.000 manns hafa orðið aö
flytja inn um 600.000 verkamenn
til þess aö hrinda stóriöjuáætl-
unum i framkvæmd. Bahrein
meö 184.000 Ibúa hefur flutt inn
100.000 verkamenn. Saudi
Arabia með 6.4 milljónir ibúa
hefurfluttinn 1.5milljón verka-
fólks frá öörum löndum, og
þyrfti hálfa milljóntil viöbótar,
ef fimm ára áætlunin á að
standast.
Eftir þvi sem U.S. News
World Report skrifar er þetta
vinnuaflaömestu leyti Asiufólk.
Aö visuvarmargtaf þessu fólki
ekki góöu vant heima fyrir og
greip fegins hendi þetta tæki-
færi til þess aö bæta k jör sin eöa
freista gæfunnar. En aöbúnaöur
þess þykir ekki beisinn. Þvi er
hrúgaö saman I aumum tjald-
búöum og býr ekki viö neitt
sældarbrauö. Enda er kominn
upp mikill urgur meðal þessa
fjölda meö kröfum um betri aö-
búnaö ög kjör, tilheyrandi
vinnudeilum og jafnvel hryðju-
verkum.
Sýnist þá hafa tekist kald-
hæðnislegg til hjá hinum oliu-
auöugu furstum, þegar þeir loks
vaöandi I oliuauönum áttu nóg
aflögu til þess aö ráöast i fram-
kvæmdir, sem koma skyldu
þegnum þeirra til góöa — og
meöþvi þagga niöur i óánægju-
röddum hinna bágstaddari —
þurftu þá aö flytja inn meö
framförunum óánægjuraddir úr
öðrum vanþróuöum rikjum.
Eftir þvi sem timaritiö
„Economist” greinir frá hafa
tuttugu fyrirtæki, allt frá al-
þjóöa námasamsteypum á borö
viö Selection Trust niöur i
minniháttar námaspákaup-
menn eins og Swan Tyres ruöst
inn á Kimberley-svæöiö. Hjá
yfirvöldum liggja fyrir um 4.500
leyfisumsóknir og kröfur til
námavinnslu og leitar I Kimber-
ley, sem er óbyggöasti hluti
norövesturhorns álfunnar.
Demantaæðiö hefur veriö eins
og manna af hinum sent fyrir
veröbréfamarkaðinn I Ástraliu.
Hlutabréf sem seld voru á nokk-
ur vesæl sent i byrjun árs fóru
upp úr einum Astraliudollar
núna I byrjun september, eftir
aö komst á kreik kvittur um aö
fundist heföu demantar á stærö
viö neglur þumalfingurs. Þegar
Concinc Riotinto Australia
(CRA) kunngeröi fund á fjölda
demanta, sem samtals næmu
um 173 karötum tóku hlutabréf-
in enn stærra stökk. Þá voru þau
komin upp I 1.78 Astraliudollar,
en fóru siöan upp I A$ 4.85.
Flest stóru námafélaganna
eru komin i þennan eltingarleik.
Þar á meðal eru Shell, AMAX
og DeBeers.
Demantaœði
í Ástralíu
Á Kimberley-svæð-
inu i vesturhluta
Ástraliu fundust fyrr á
þessu ári 328 örsmáir
demantar, sem sam-
tals gerðu rúm þrettán
karöt, og meira þurfti
ekki til. Siðan hefur allt
ætlað af göflunum að
ganga i svipuðum dúr
og þegar gullæðið hel-
tók menn hvað verst. í
Ástraliu minnast menn
ekki annarrar eins
ásóknar i námalóðir
frá þvi að nikkel-æðið
gekk þar yfir á sjöunda
áratugnum.