Vísir - 28.09.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 28.09.1978, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 28. september 1978 VISIR VISIR utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davlö Guömundsson r ' Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarbiaöi: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snaeland Jónsson, Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, MagnúsOlafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Péturssoh á mánuöi innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Verö i lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakið. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 slmi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 tinur Þörf athugasemd Vísitölunefndin er nú orðin að veruleika, og eins og vænta mátti var Jón Sigurðsson forstöðumaður Þjóð- hagsstofnunar skipaður formaður hennar. Magnús Bjarnfreðsson gerði nokkra athugasemd við þessa skip- an með spurningum, er hann lagði fyrir Ölaf Jóhannes- son forsætisráðherra á f undi f ramsóknarmanna í Kópa- vogi síðastliðinn þriðjudag. Magnús Bjarnf reðsson vakti á því athygli, að hér væri um að ræða efnahagssérfræðing tveggja síðustu ríkis- stjórna, en þær hafa eðli máls samkvæmt borið ábyrgð á verðbólgu undangenginna ára. Magnús vildi fá svör við því, hvort þessar fyrrverandi ríkisstjórnir hefðu ekki farið að ráðum Jóns Sigurðssonar, og því haf i farið sem fór eða hvort núverandi stjórn teldi, að honum hefði farið eitthvað fram. Svar Ólafs Jóhannessonar við þessar spurningu Magnúsar Bjarnfreðssonar er um margt athyglisvert: „Ríkisstjórnin setur nefndinni ekki fyrir. Þeir (nefndar- menn væntanlega) eiga að f inna út úr þessu á faglegum grundvelli, en ekki hafa pólitíkusa ýtandi einhverju að þeim. Þeir verða að finna leið, sem er þeim og þjóðinni fyrir bestu." Þau mismunandi sjónarmið, sem hér koma fram hjá Ólafi Jóhannessyni og Magnúsi Bjarnfreðssyni snúast í raun og veru ekki um hæfni Jóns Sigurðssonar, enda segir forsætisráðherra með réttu, að þjóðhagsstjóri sé ágætlega hæfur maður. Þær spurningar, sem vakna I þessu sambandi lúta f yrst og f remst að því, hvort stjórn- málamenn séu hættir að stjórna. Fyrrverandi ríkisstjórn ætlaði að leysa verðbólgu- vandamálið með skipan mikillar verðbólgunefndar. Þar áttu sæti fulltrúar allra flokka, helstu hagsmunasam- taka ásamt Jóni Sigurðssyni. Nefndinni var ætlað að gera tillögur um ráðstafanir til þess að draga úr verð- bólgu. Árangurinn af þessu starf i var allgóð greinargerð um alkunnar efnahagslegar staðreyndir. Nefndin leysti hins vegar engan pólitískan vanda, enda var hún ekki þannig skipuð. Að þvi leyti kom starf hennar ekki að nokkru haldi. Það mistókst með öðrum orðum. Nú er enn skipuð sams konar nefnd með fulltrúum stjórnmálaflokkanna, nema stjórnarandstöðunnar og helstu hagsmunasamtaka. Oddviti nefndarinnar er eins og venjulega Jón Sigurðsson. Þessi nefnd á að leysa vandamál víx+lhækkana kaupgjalds og verðlags (þ.e.a.s. verðbólguvandamálið). Hún mun örugglega skila enn einu hagfræðiálitinu, en ríkisstjórnin er hins vegar á sama hátt og fyrrverandi stjórn að skjóta sér undan þeirri ábyrgð að marka stefnu. Forsætisráðherra segir berum orðum, að óeðlilegt sé að ríkisstjórnin haf i áhrif á það, hvernig þetta vandamál verði leyst. Við búum nú við bestu ef nahagslegu skilyrði bæði að því er varðar sjávaraf la og af urðaverð erlendis. Efnahagsvandamálin eru ekki af þeim toga. Þau eru stjórnmálalegs eðlis. Þó að segja megi með nokkrum sanni að Jón Sigurðs- son hafi verið verðbólguráðherra tveggja siðustu stjórna, er hann fyrst og fremst embættismaður og leysir þvi ekki þau pólitísku vandamál, sem við stöndum frammi fyrir í þessum efnum. Hann skrifar aðeins góð og vönduð nefndarálit. Jón Sigurðsson á ekki að leysa verðbólguvandann f yrir sjálfan sig og þjóðina eins og ólafur Jóhannesson segir. Það er hlutverk ríkisstjórnarinnar. Nefnd sem þessi er því gagnslaus, nema hún fái pólitíska forskrift ríkis- stjórnarinnar. Athugasemd Magnúsar Bjarnfreðssonar á framsóknarmannafundinum í Kópavogi átti i þessu tilliti fullan rétt á sér. í Hvaða skýríngar eru gefnar á þeim mismun er kom fram á samnorrœnu könnuninni og könnun Hagvangs? „Vara við að kðnnun- unum sé bkindað saman segir verðlagsstjóri n „Mér sýnist að til- gangur þessarar verð- könnunar á smásölu- verði sé sá að slæva áhrif okkar könnunar, ’ ’ sagði Georg ólafsson verðlagsstjóri. „Ég vil ekki aB óathugBu máli véfengja þær tölur, sem ég hef séB lir þessari könnun á smá- söluveröi.Enégtelástæöu til aB fagna þvi aB neytendur þurfi ekki aB liBa of mikiB þrátt fyrir skýra visbendingu samnorrænu könnunarinnar um innkaups- verö og margitrekaöar yfirlýs- ingar Verslunarráösins um aö innflytjendur láti hækka inn- kaupsverö erlendis vegna álagningar hér heima. Ég vara viö þvi aö þessum könnunum sé blandaö saman, þannig aö neytendum sé talin trii um aö innkaupum til landsins sé þannig hagaö, aö ekki sé hægt að gera þau betri”. Georg sagði, aö þó hægt væri að finna svipaö eöa lægra vöru- verö hér en gerist á hinum Norðurlöndunum réttlætti þaö ekki óhagkvæm innkaup. Ef tækist aö lækka innkaupsverðiö, myndi þaö lækka enn verö til neytenda, ef verðlagsákvæði væru áfram þau sömu. —SJ. Georg ólafsson „Álagningu haldið stíft niðri segir viðskiptaróðherra •II „Þarna eru margar skýringar og ein er sú, að okkar verðlagskerfi hefur haldið álagningu mjög stift niðri,” sagði Svavar Gestsson við- skiptaráðherra. Annars kvaö viöskiptaráö- herra eðlilegra aö verölags- stjóri fjallaði um þessar niður- stöður. Viöskiptaráöherra var að þvi spuröur hvort hann myndi fara fram á það viö verölagsstjóra að hann fengi leyfi til að birta samnorrænu könnunina. Hann svaraði þvi til aö það væri verðlagsstjóra aö meta það. Sagöist hann geta mjög vel skilið kröfu blaðamanna og annarra um að birta eigi alla skapaöa hluti. „En miðað viö þaö að viö erum að undirbúa viötækt norrænt samstarf, held ég aö ekkert megi gera sem spilli þvi. Hins vegar fór verðupptakan hér heima þannig fram, að leitaö var eftir upplýsingum frá viökomandi innflytjendum. Þannig að i sjálfu sér er ekkert sem bannar þeim aö gefa þetta upp”. —SJ. Svavar Gestsson. ## Skýringarnar eru til" segir fulltrúi Verslunarróðs „Ég held að það sé ekki hægt að bera þessar kannanir saman. Til þess þurfa sömu vörumerki að vera i báðum könn- unum. Hvort svo er, veit ég ekki,” sagði Árni Árnason hjá Versl- unarráði. „Hins vegar eru til skýringar á þvi' hvernig það gæti gerst, aö útsöluverö til neyienda i vissum vöruflokkum án óbeinna skatta væri lægra hér en á hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir þaö aö innkaupsveröiö væri hærra. Hærra innkaupsverö til tslands en annarra landa þýðir nefnilega ekki endilega óhag- stæöarainnkaupsverö, þar sem t.d. umboðslaun og ýmsir af- slættir koma til greiöslu siöar, sem jafnar muninn. Vegna álagningarhaftanna er in,n- kaupsverðið ekki hækkaö um þessa tekjuliöi, þar sem þess- ara tekna er þörf til aö standa undir innlendum dreifingar- kostnaöi. Þaö er ei'nnig ljóst, að verslun hefur ekki sömu álagningar- tekjur og erlendis, eins og sést best á kjörum verslunarfólks og Arni Arnason afkomu verslunar. Að lokum má nefna, að ekkert tillit er tekiö til áhrifa veröbólg- unnar í afkomutölum versl- unarinnar, en sé þaö gert, eru verslunarfyrirtækin, eins og reyndar margur atvinnu- rekstur, aö brenna upp á verö- bólgubálinu”. —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.