Vísir - 28.09.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 28.09.1978, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 28. september 1978 VISIH VISIR Fimmtudagur 28. september 1978 Umsjón: Gylfi Kristjánsson — Kjartan L. Pálsson 13 V J I ■ Pétur Pétursson: Ánœgður með þessi úrslit ,,Ég er harbánægOur meb þessi úrslit”, sagði markaskorari þeirra Skagamanna, Pétur Pétursson, er við spjölluðum við hann eftir leikinn. ,,Ab sjjálfsögðu hefði verið gaman að skora á móti þeim, og að sigra þá — en þctta var gott hjá okkur Skaga- mönnum, og ég held ab við þurfum ekki aö skammast okkar fyrir þennan leik né þessi úrslit”.... —klp— Georg Kirby þjólfari: Áttum að vinna þó „Þetta voru góö úrslit”, sagði George Kirby, sem kom brosandi út undir eyru lil að ræða við blaðamenn eftir leikinn viöþýsku meistarana FC Köln í gær. „Viö áttum aö vinna þá —við vorum betri aðiiinn i fyrri hálfleik, og áttum að komast I 2:0,þegar Pétur komst einn i gegn i fyrri hálfleik. Þar heföi góður leikmaður (Ciass-player”) skorað mark! Undir lokin átti Matthias einnig gott tækifæri að skora með skalla — en hann skallaði boltann eins og blöðru. Annars var m jög erfitt aö leika gegn þeim. Þeir héldu boltanum og tóku enga óþarfa áhættu. Viðkomum þeim i opna skjöldu af og til með snöggum upphlaupum okkar, og ég held að þeir hafi verib tiltölulega ánægðir að sleppafrá okkur meö jaf ntefliö”, sagði Kirby, að lokum vib bla öamennina, en hann heldur heim til Englands i dag. -klp- Hvað fœr ÍBV? Aðeins eitt islenskt lið er áfram i Evrópumótunum i knattspyrnu, en það er lið iþróttabandalag.s Vest- mannaeyja, sem sló Glentoran frá Norður-irlandi út i UEFA-keppninni. Eyjaskeggjar og fleiri biða spenntir eftir að vita hvaða lið tBV fær i 2. uinferð, en dregið veröur um hvaða lið mætast þar nú síðar i vikunni. Mörg góð liö eru eftir i UEFA- keppninni, en okkr spá er að ÍBV fái eitt af þessum þrem félögum: FC Carl Zeiss Jena frá Austur-Þýskalandi, lliberniani FC frá Skotiandi eða Manchester City frá Englandi (?).. —klp— ■í Mark Skagamanna I uppsiglingu. Karl Þórðarson brýst upp með endalinunni og gefur fyrir markið (stóra myndin). Boltinn berst fyrir markið og þar kemur bakvörðurinn Herbert Hain og þegar hann reynir að hreinsa frá markinu, spyrnir hann boitanum I eigiö mark ( litla myndin). Vlsismyndir — Einar. Skagamenn í miklu stuði og hrelldu leikmenn F. C. Kölnl þeir höfðu yfir í leiknum allt fram ó lokakaflann, en þó tókst hinum reyndu atvinnumöimum oð jafna metin 1:1 „Það er ékki gott að segja, hvaö hefði gerst, ef Pétur Pétursson hefbi skorað og komið Akranesi yfir 2:0” sagöi v-þýski þjálfarinn Hans Weisweiler eftir leik Akra- ness og F.C.Köln á Laugardals- velli i gær. Pétur fékk mjög góða sendingu inn fyrir vörn Köln á 12. minútu, er staban var 1:0 fyrir Akranes, sem markvörður Köln, Harald Schumacher kom út á móti og tókst naumlega að verja skot Pét- urs. Þar skall hurð nærri hælum við mark Köln, þvf að fjórum minút- um áður hafði bakvörðurinn Her- bert Hein skorað sjálfsmark og Skagamenn voru þvi yfir gegn hinum frægu leikmönnum Köln- er. Þáhaföi Karl Þórðarsson leik- ið iaglega upp með endamörkum og gefiö fasta sendingu fyrir markið, og Hein sem kom að á fullri ferð negldi boltann upp i þaknetið i eigin marki ! Hvaö heföi þvi gerst ef Pétur heföi komiö Akranesi yfir 2:0? Þvi er ekki gott aö svara, en allt heföi getaö gerst og jafnvel sá möguleiki aö Kölnarliöiö heföi brotnaö niöur er fyrir hendi. Skagamenn léku stórgóöan fyrri hálfleik I gær gegn hinum frægu mótherjum sinum. Þeir létu boltann ganga á milli sin og byggðu upp hættulegar sóknarlot- ur, sem komu Þjóöverjunum greinilega i opna skjöldu. En mörkin uröu ekki fleiri i hálf- leiknum. Hættulegasta tækifæri Kölnar kom hinsvegar á 28. min- útu, en þá vippaöi belgiski lands- liösmaöurinn Roger van Gool yfir Jón Þorbjörnsson — en i þver- slána og boltinn barst út á völlinn aftur. Menn Voru þv.i bjartsýnir, er siöari hálfleikurinn hófst, en þaö kom greinilega i ljós að leikmenn Kölnar voru ákveönari i hálf- leiknum en i hinum fyrri. Þeim tókst þó aldrei aö ná afgerandi tökum á leiknum, en boltinn var lengst af á vallarmiöjunni. Þaö var svo á 72. minútu aö Köln jafnaöi, og þaö var Belginn Roger van Gool, sem skoraöi. Hann fékk sendingu fyrir markiö frá Engel og skoraöi i autt mark- iö. Þarvar vörn Skagamanna illa vakandi, og þá ekki sist Jón Þor- björnsson, sem heföi átt aö taka fyrirgjöf Engels. Skagamenn mega vel við þaö una aö hafa gert jafntefli viö þetta fræga liö, liö sem sigraði bæöi i Bundesligunni og í v-þýsku bikarkeppninni á siöasta ári. Þvi er ekki aö neita aö leik- menn Kölnar voru meö hættulegri tækifæri, er á leikinn leiö, en Skagamenn voru aö sama skapi óheppnir aö komast ekki i 2:0 i fyrri hálfleiknum. Þetta var sigur áhugamannaliös gegn þrautþjálf- uöu liði atvinnumanna, þótt markatalan hafi veriö jöfn er upp var staöið. Bestu menn i liöi Akraness voru Arni Sveinsson, sém átti stórleik, Karl Þóröarsson sem var góöur aö venju, og Jón Alfreðsson sem vann mjög vel og geröi margt laglegt. Þá má ekki gleyma Sveinbirni Hákonarsyni, ungum pilti, sem er nýbyrjaður aö leika meö liöinu, en leikur eins og hann hafi ekki gert annað i mörg ár. Sannarlega framtiöarmaöur! Þaö verður aösegjasteins og er að Kölnarliöiö olli vonbrigöum i þessum leik, maöur bjóst viö mun meiruaf þessum frægu leikmönn- um. Sérstaklega áiú þetta viö um leik liösins i fyrri hálfleik, enda voru Skagamenn þá áberandi betri aöilinn. gk—• „MITT UÐ GETUR BCTUR CN ÞCTTA u „Akranesliöið er mjög gott lið, mun betra en ég átti von á fyrir leiki okkar gegn þeim”, sagði hinn frægi v-þýski þjálfari Hans Weisweiler, eftir ieik Akraness og F.C. Köln á Laug- ardalsvelli. „Þeir voru betri aðilinn I fyrri hálfleiknum og það er ekki gott að segja. hvað hefði gerst, ef Pétur hefði skoraö á 12. minútu og komið Akranesi yfir 2:0. Lið mitt getur mun betur en þetta, og vib munum gera það þegar við höfum fengið Heinz Flohe og Dieter Muiler inn i liöið aftur”, sagði Weisweiler, þegar hann var spurður að þvi hvort Köbi kæmist langt f keppninni með leikjum sem þessum. Weisweiier sagðist hafa hrif- ist af þremur leikmönnum Akraness i þessum leik, Karli Þórðarsyni, Matthíasi Hallgrímssyni og Pétri Péturs- syni, og sagði þá vera mjög sterka og skemmtílega leik- menn. gk-- Stapleton var á skotskónum góðu Arsenal-leikmaðurinn Frank Stapleton var svo sannarlega á skotskónum i A-Þýskalandi i gær. Þar lék Arsenal siðari leik sinn i 1. umferð UEFA keppninnar i knattspyrnu gegn Leipzig Lokomotiv og sigraði 4:1. Stapleton skoraði eina mark A-Þjóðverjanna, en hann lét það ekki nægja heldur skoraði tvö fyrir sitt félag og þeir Brady og Sunderland bættu tveimur við i viðbót. Manchester City komst einnig áfram, á kostnaö hollenska liös- ins Twente Enschade. Fyrri leik liöanna, sem fór fram i Hollandi lauk 1:1, en i gær er leikiö var i Manchester.sigraöiCity 3:2. Þeir Bell og Kidd skoruöu hvor sitt markiö, og hollenski landsliös- maöurinn Wildschot kom meöeitt „villt skot” og skoraöi i eigiö mark. Asgeir Sigurvinsson og félagar hjá Standard Liege héldu til Skot- lands og léku siðari leik sinn gegn Dundee United. Fyrri leiknum lauk meö 1:0 sigri Standard, og i gær tókst þeim að halda jöfnu 0:0 og komust þvi áfram. Hollenska liðið Ajax, sem oft- sinnis hefur gert það gott i Evrópukeppni, þurfti aö vinna upp tveggja marka forskot spænska liösins Athletico Bilbao. Það tókst og vel þaö, þvi aö Ajax sigraði 3:0 og tryggöi sér rétt til að leika i 2. umferö. Leikur finnska liösins Kuopio og danska liðsins B-1903 var æsi- spennandi. Staöan i hálfleik var 3:3, ogleiknum laukmeð jafntefli 4:4, Þaö nægöi Finnunum, þvi aö þeir hcíöu unniö heimaleik sinn 2:1. West Bromwich Albion var : þriðja enska liðið til að komast áfram i 2. umferð. Þeir unnu Galtasary frá Tyrklandi 3:1, og komust þvi áfram meö samtals markatölu 6:2. Mörk WBA i gær skoruöu Robson, Cunningham og Trewic k. Hibernian fráSkotlandi komst i 2. umferð eftir 3:2 sigur samtals gegn Norrkjöping, og þaö sama gerðu leikmenn v-þýska liösins Borussia Mönchengladbach eftir 7:2 sigur samtals gegn Sturm j Gras frá Austurriki. klp/gk M eistararnir út Forest áfram! Leikmenn Liverpóol, Evrópu-, meistararnir i knattspyrnu s.l. tvö ár máttu bita i það súra ebli i gærkvöldi að vera slegnir út úr Evrópukeppni meistaraliöa á sin- um eigin heimavelli. Mótherjarn- ir voru ensku mcistararnir Nott- ingham Forest scm hafði unnið fyrri leik liðanna á heimavelii sinum 2:0 og menn vissu að Evrópumeistararnir myndu setja allt I sóknarleikinn og freista þess að vinna þennan mun upp. Akaft studdir af 50 þúsund áhorfendum hófu leikmenn Liverpool þegar störsókn i upphafi leiksins, en þær brotnuðu allar á sterkri vörn Forest. Ef boltinn komst þar inn fyrir var Peter Shilton réttur maöur á rétt- um staö og hann hleypti engu framhjá sér. Þeir Kenny Dalglish ogRay Kennedy létu skotin riöa á varnarvegg og mark Forest, en boltinn vildi ekki rétta leiö Belgisku meistararnir FC Brugge höföu 2:1 i forskot.er þeir héldu til Póllands og léku þar gegn pólsku meisturunum Wisla Krakow. Þaö dugöi Brugge skammt, þvi að Pólverjarnir sigruðu 3:1 og komust áfram. Fleiri stórlið uröu aö sætta sig við að vera slegin út I 1. um- ferðinni. Meöal þeirra var italska liðið Juventus sem hélt til Glas- gow með eitt mark I forskot á Rangers. Það mark dugði skammt. MacDonald jafnaöi metin á 16. minútu og á 69. minútu skoraöi Gordon Smith sigurmarkið sem fleytir Rangers i 2. umferð. Þess má geta að i'talski landsliðsmark- vörðurinn Dino Zoff bjargaði liöi sinu frá enn stærra tapi. Gamli kunninginn okkar hann Joe Hooly. sem þjálfaöi liö IBK á sinum tima stýröi liði slnu beint inn i 2. umferð. en hann þjálfar sem kunnugt er norsku meistar- ana Lilleström. Lilleström lék i gærkvöldi heima gegn Linfield frá N-trlandiogsigraði 1:0 og þaö mark kom þeim áfram. Sviar eigalika liö i 2. umferö en það eru meistararnir frá i fyrra, Malmö. Fyrri leik þeirra gegn frönsku meisturunum Monaco. sem háður var i Sviþjóð. lauk 0:0, en Sviarnir sýndu styrkleika sinn og unnu 1:0 i Frakklandi i gær- kvöldi. Leikmenn Real Madrid áttu ekki i vandræðum meö Nieoer- korn frá Luxemborg. Spán- verjarnir unnu fyrri leikinn heima 5:0 og i gær urðu úrslitin 7:0 og Real fer þvi áfram með markatöluna 12:0 Albönskumeistararnir-sem eru nú aftur meö i Evrópukeppni eftir langt hlé.töpuöu l:4fyrir austur- risku meisturunum Wien Ausbim og það kom þvi aö litlu gagni fyrir þá að hafa sigrað i fyrri leiknum 2:0. Þá má geta um leik Dynamo Dreseen frá A-Þýskalandi og Partizan frá Júgóslaviu. Staöan að loknum báöum leikjum lið- anna var 2:2, en Dynamo Dresden fer fram eftir aö hafa sigraö i vitaspyrnukeppni. gk/klp Stórsigur Milan gegn Möltubúum ttalska liðið Inter Milan vann stærsta sigurinn af þeim liðum, sem kepptu I 1. umferð Evrópu- keppni bikarmeistara i knatt- spyrnu. ttalarnir léku gegn Flor- ina frá Möltu og unnu þá 5:0 á ttallu i gær og þvi samtals 8:1. Ensku bikarmeistararnir Ips- wich léku gegn Hollenska liðinu AZ ’67 og slógu þá út. Ekkert mark var skorað I fyrri leik liö- anna, sem fram fór I Hollandi, en Ipswich sigraöi 2:0 I gær meö mörkum þeirraMarinerog Wark. Skotar eiga lika sina fulltrúa i 2. umferöinni. Aberdeen lék gegn Marke frá Búlgariu 11. umferö og tapaöi 2:3 I útileik sinum. En i gær sýndu Skotarnir á sér spari- hliöarnar og unnu 3:0 og þar meö 5:3 samtals. Spánska liöið Barcelona átti ektó I erfiöieikum meö aö kómast áfram. Liöið lék gegn Donetsk frá Sovétrikjunum og sigraöi 3:0 i heimaleik sinum. Leikur liöanna i Sovétrikjunum i gærkvöldi varð enginn sigurleikur fyrir Sovét- mennina, honum lauk 1:1 og Barcelona komst þvi auöveldlega áfram. Belgiska liöiö Beveren — sem vill fá Pétur Pétursson i sinar raöir — tryggöi sér rétt til aö leika I 2. umferð og þaö sama geröu leikmenn Fortuna Dussel- dorf, sem vorufulltrúar V-Þýska- lands I keppninni. Aö visu voru leikmenn F.C. Köln v-þýskir bik- armeistarar i fyrra, eftir sigur gegn Fortuna, en þeir léku i keppni meistaraliða gegn Akra- nesi. DanskaliöiöFramhaföi 2 mörk I forskot er liöiö hélt til Nancy i Frakklandi i gær. Þaö dugöi frændum okkar Dönum skammt, Nancy sigraöi 4:0 og kemst þvi áfram. Kalmar frá Sviþjóö haföi gert jafntefli heima gegn ungverska liöinu Ferencvaras, sem lek hér fyrir nokkrum árum gegn ÍBK, en Ungverjarnir tóku völdin i sinar hendur I Ungverjalandi i gær og sigruöu 2:0. ’ KLP/gk-. Valsmenn slegnir út í Mogdeburg Austur-þýsku bikarmeistararnir, FC Magdeburg, gerðu vonir Vals- manna um aö komast í 2. umferð i Evrópukeppni bikarhafa að engu á þriggja minútna kafla i lok siðari hálf- leiks i Magdeburg i gær. Fyrri leiknum hér heima lauk með jafntefli 1:1, en það tók þá þýsku ekki nema 15 min. að skora fyrsta markið i gær. Þannig var staðan þar til 3 minútur voru til hálfleiks, en á þeim tima skoruðu heimamenn tvö mörk. i siðari hálfleik bættu þeir fjórða markinu við, og Valsmönnum tókst aldrei að koma knettinum i markið hjá Magdeburg, þrátt fyrir nokkur sæmi- leg tækifæri. Ingi Aibertsson komst m.a. tvivegis i gegn og að marki, en brást bogalistin i bæði skiptin. Leikurinn var skemmti- legur og kunnu hinir liðlega 20 þúsund áhorfendur vel að meta hann. Amór með ó móti Hollandi Arnór Guðjohnscn, sem hefur aö undanförnu dvalist við æfingar hjá belgíska liðinu Lokeren og gerist atvinnumaðurhjá félagínu á næstunni, mun koma hingaö tíl lands um helgina og leika með islenska unglinglalands- liðinu gegn Hollandi á Laugardalsvelli n.k. miðvikudag. Leikur liðanna þá verður liður i Evrópukeppni unglinga (16-18 ára) og það liö, sem vinnur sam- anlagt heima og að heiman, kemst i úrslitakeppnina sem fram fer i Austurríki næsta vor. Islenski lands- liöshópurinn fyrir ieikinn gegn Hol- landi veröur þannig skipaður: Bjarni Sigurbsson tBK, Arni Dan. Ein- arsson Breiðabliki Agúst Hauksson Þrótti, Heimir Karisson Vikingi, Halldór ólafsson IBÍ, Benedikt Guömundsson Breiöabliki, Astvaldur Jóhannsson Akranesi, Skúli Rösants- son ÍBK, Guðmundur Torfason Fram, Arnór Guðjohnsen Vikmgi/Lokeren, Lárus Guðmundsson Vlkingi, Ragnar Margeirsson ÍBK, Ilafþór Sveinjóns- son Fram, Sæbjörn Guðmundsson KR, Bergur H. Bergsson Selfossi og Gunn- ar Gislason KA. Meistarar Póllands slegnir út Lið Kúbu i blaki geröi vonir heims- meistara Póllands um að halda titli sinum að engu, or liðin mættust i Róm á italiu i gærkvöldi. Kúbumennirnir, sem eru ósigraðir á mótinu, og sagðir ósigrandi vegna tækni sinnar uppi vib netib, sigrubu heimsmeistarana 15:8, 15:10og 15:9 og komust þar með i undanúrslit. Sovét- menn unnu ttali 15:11, 15:6 og 15:3 og eru einnig I undanúrslitum. Undanúrslitaleikirnir verða á milli Sovétmanna og S-Kóreu annarsvegar og Kúbu og italiu hinsvegar. Sigurveg- arar úr þessum leikjum leika siðan til úrslita á sunnudag. gk—•

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.