Vísir - 05.10.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 05.10.1978, Blaðsíða 3
3 ?.0D 1 <> :'<> úv&.úm. * * mi.u VWOMÆXi AtÚ?' O huiu K i>. vism Fimmtudagur 5. október 1978 •°° KH* Nýtt happdrœtti Krabbameinsfélagsins: VINNINGAR FYRIR NÍU MILLJÓNIR KR. Hausthappdrætti Krabba- meinsfélagsins 1978 er nú hafið. Hafa happdrættismiðar ásamt giróseðlum verið sendir öllum skattframteljendum á aldrinum 23ja-66ára á höfuðborgarsvæðinu (á vorin eru miðar sendir skatt- framteljendum utan höfuð- borgarsvæðis). Krabbameinsfé- lag Reykjavikur sér um fram- kvæmd happdrættisins en ágóð- inn rennur að hálfu til Krabba- meinsfélags Islands. Vinningar i hausthappdrættinu eru alls fjórir: VOLVO 264 bifreið af árgerð 1979 og þrjú litsjón- varpstæki, öll búin fullkominni fjarstýringu. Heildarverðmæti vinninga er um 9 milljónir króna. Dregið verður i happdrættinu 24. desember n.k. en æskilegt er að heimsendir miðar séu greiddir sem fyrst. Verð hvers miða er 600 krónur. Happdrættisbifreiðin er þegar komin á venjulegan stað i Banka- stræti og miðasala um það bil að hefjast. Auk þess fást miðar á skrifstofu Krabbameinsfélags Reykjavikur i Suðurgötu 24 (simi 15033) og þar eru veittar nánari upplýsingar um happdrættið. Lítið þjórað á íslandi samanborið við hin Norðurlöndin Grænlendingar eiga norrænt met i neyslu áfengra drykkja. Samkvæmt rannsókn sem gerö hefur vérið á drykkju Norður- landabúa drekka Grænlendingar fjórum sinnum meira en islend- ingar og vel þaö. Athugunin leiddi i ljós, að á ár- inu 1976drakk hver Grænlending- ur 16 ára og eldri, 18.5 litra af 100% hreinu alkóhóli. Næstir komu Danir með 11.9 litra á mann. Finnar drukku 8.1 liter, Sviar 7.7 litra, Norðmenn 5.6 litra og Islendingar ráku lestina með 4.1 litra> neyslu á mann. Danir hafa miklar áhyggjur af þessum niðurstöðum og hyggjast fulltrúar Kristilega þjóðarflokks- ins taka málið til umræðu i þing- inu. Islendingar virðast hins veg- ar mega vel við þennan norræna samanburð una. —SJ í „Við römbum ó barmi gjaldþrots /# segir Árni Gunnarsson alþingismaður „ Efnahagsstefna rikis- stjórnarinnar er kolvit- laus og mun ekki leiða nema til ófarnaðar ef ekki verður gripið til ann- arra úrræða. Þaðeru ekki til tekjur til að brúa bilið á fjárlögum og ef ekki verður reginbreyting á getur orðið þrot upp úr miðju næsta ári. island rambar á barmi gjald- þrots", sagði Árni Gunnarsson alþingismað- ur á fundi hjá Junior Chamber í Reykjavík í gærkveldi. ,,Erlendar skuldir eru orðnar svo miklar að efnahagslegt sjálfstæði okkar er i hættu. Allir sjóðir eru tómir og útlánaþak bankanna er orðið eins lágt og það getur orðið. Ef þjóöarbú- skapurinn væri smækkaöur nið- ur á það sem svaraði til rekstrar fjölskyldueiningar væri hún gerð npp á stundinni. Ef við get- um ekki skapað þjóðareiningu þá mun þetta ekki ganga”. Arni lagði áherslu á það að af- staða sin til rikisstjórnarinnar á alþingi myndi mótast mjög af ■ þeim tillögum sem kæmu frá ■ yisitölunefndinni. „Við verðum I að láta þetta úrelta kerfi ganga I sér til húðar. Sá skripaleikur I sem hefur tiðkast meö visitöl- | una hefur veriö bæði til að ■ gabba visitöluna og eins fólkið i | landinu. Bráðabirgðalögin frá . þvi i september voru hræri- I grautur af uppfærslu, niður- færslu og millifærslu. Það er að koma þjóðinni i koll ■ að henni hefur ekki verið sagt I frá þvi hvernig efnahagsmálum I þjóðarinnar væri komið”. ■ Ovissa framundan í fjármálunum? Oft skiptast á skin og skúrir ífjármálum fólks. Tekjur og gjöld eru breytileg frámánuðitilmánaðar.Kannski ererfið afborgun framundan, en fjármunir af skornum skammti. Útlitið virðistekki of bjart. Fyrirhyggja er lausnarorðið í slíkum vanda. Við bendum á IB-lán okkar. Þau byggjast á reglubundnum sparn- aði sem gefur rétt til lántöku. IB-lánin gætu lyft mörgum yfir erfiðan hjalla, en það krefst fyrirhyggju. Leitið upplýsinga um IB-lán, fáið bækling. Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni Iðnaðaritankinn Aðalbankiogútibú

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.