Vísir


Vísir - 05.10.1978, Qupperneq 11

Vísir - 05.10.1978, Qupperneq 11
11 • 1-’ ' '“V. VISIR Fimmtudagur 5. október 1978 Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra: VÆNTI SAMKOMUI.AGS UM HAGSMUNAMAL Afstaða verðlags- nefndar brýtur gegn prentfrels- isákvœði stjórn- arskrárinnar Rœtt við stjórnarformann Reykjaprents h/f „Blöðin hafa tilkynnt verðlagsyfirvöldum fyrirhugaðar verðhækk- anir sinar. Verðlagsyfir- völd hafa ekki til þessa séð ástæðu til að hafa af- skipti af þeim. I reynd hafa þau því fallist á þann skilning blaðanna, að verðlagshömlur taki ekki til þeirra og þannig virt frelsi hins ritaða máls", sagði Hörður Einarsson, stjórnarfor- maður Reykjaþrents h/f. Dagblöðin eru eins og flestum er kunnugt nú seld á mismun- andi verði. Dagblaðið og Visir hækkuðu 1. október verð blaða og auglýsinga um 20%. önnur blöð hækkuðu einnig auglýs- ingaverð um 20% en blaðverðið hækkuðu þau um 10%. Verð- lagsnefnd ákvað á fundi sinum að blöðunum skyldi aðeins heimiluð 10% hækkun á verði blaðanna, en þau höfðu tilkynnt um 20% hækkun. Hefur verðlagsnefnd áður spornað við verðhækkunum? „Arið 1974 reyndu verðlags- yfirvöld að stöðva eðlilegar verðhækkanir blaðanna. bau sáu hins vegar þegar i stað að sér og létu málið niður falla. Við viljum ekki að óreyndu trúa öðru en verðlagsyfirvöld og rikisstjórnin i heild, sem hefur fjallað um málið, sjái einmitt nú að sér oglátimáliðfalla niður”. Hver var aðdragandinn að hækkununum? „1 ágústmánuði siðastliðnum sendu öll blöðin sameiginlega tilkynningu til verðlagsstjóra um fyrirhugaða hækkun á verði blaða og auglýsinga 1. septem- ber. Hækkunin skyldi vera 20%, en hefði raunar þurft að vera 25%. Það var mat okkar að þetta væri sú hækkun sem blaðamarkaðurinn þyldi, þvi við höfum ekki áhuga á að hækka blöðin það mikið að fólk’ geti ekki keypt þau. Helst vildum við komast hjá þvi að hækka blöðin, en undan þvi varð ekki komist vegna verðbólguþróunar. Þessi hækkun dróst um einn mánuð og var þvi raunar orðin þörf fyrir enn frekari hækkun en nú var ákveðin. I þessu sambandi langar mig að benda á á það að auk islensku blaðanna eru fjögur erlend blöð i visitölunni. Þau hafa hækkað um 37-44% frá þvi i mars siðast- liðnum, en siðasta verðhækkun blaðanna i april sl. var miðuð við kostnaðarútreikninga frá marsmánuði. Dönsk dagblöð, sem fást hér i verslunum hafa á þessum tima hækkað um 33-34%. Við þessar hækkanir á er- lendu blöðunum hafa verðlags- yfirvöld ekkert haft að athuga. Tilkostnaður hefur allur hækkað. Pappir til dæmis um 27% og aðrar erlendar rekstrar- vörur um 26-30%. Launataxtar blaðamanna og prentara hafa hækkað um rúmlega 25% og hjá skrifstofufólki hafa laun hækkað um 27 1/2 —29%. Viðskiptaráðherra, sem fer með verðlagsmál, sagði á dög- unum að hann hygöist flytja verðlagseftirlitiö aö nokkru leyti úr landi. Ég vona aðeins að hann ætli sér ekki að láta prent- frelsið fara sömu leið og hrekja það úr landi. Vonandi gerir hann það ekki að forréttindum útlendinga að selja blöð á Is- landi”. Þörfnuðust hin blöðin ekki fullrar hækkunar? „Það voru okkur mikil von- brigði að morgunblöðin skyldu ekki standa við þá tilkynningu sem þau undirrituðu með okkur i ágúst. Fyrst að Visir og Dagblaðið hafa þörf fyrir 20% hækkun þá er ég sannfærður um að Timinn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið hafa miklu frekar þörf fyrir hana. Nema þau treysti á að farið verði enn dýpra i vasa skattborgaranna til að borga tapið á þessum blöðum? Það má ekki gleyma að geta þess, að hin pólitisku blöð, sem Hörður Einarsson, stjórnarformaður Reykjaprents Vísismynd: ÞG gögn i té áður en hún gerði sina h.f. ekki hækkuðu nema um 10% hafa forréttindi, sem hin frjálsu blöð hafa ekki. Þau geta fengið leyfi til happdrættis til stuðn- ings sinum blöðum. Þeir aðilar, innlendir og/eða erlendir sem vilja styðja einhver af þessum pólitisku málgögnum geta auð- veldlega gert þaö i gegnum happdrættin”. Hvernig skýrir þú afstöðu Morgunblaðsins? „Ég er að visu ánægður með að Morgunblaðið skuli i orði styðja okkar málstað og vera sama sinnis og við. Ég álit hins vegar að það sé ekki nóg að hafa sannfæringu maður verður lika að berjast fyrir henni. 1 raun og veru skil ég verst afstöðu Morgunblaðsins i þessu máli, þvi að það hefur ekki sömu stefnu og flokksblöðin að velta rekstrarvanda sinum yfir á skattgreiðendurna! ’ ’ Rökstuddi verðlagsnefnd af- stöðu sina? „Okkur er það ekki ljóst á hvaða rökum verðlagsnefnd hefur afskipti af verðhækkunum blaðanna að þessu sinni. Þegar blöðin sendu verðlags- nefnd hækkunartilkynningu sina fylgdu henni ekki frekar en endranær nein gögn. Verðlags- nefnd fór heldur ekki fram á það við blöðin að þau létu nokkur samþykkt. Samþykktin er þvi gerð án nokkurrar málefnalegr- ar athugunar. Það sýnir þvi með öðru, að þessi samþykkt getur með engu móti staðist”. Teljið þið að hér sé vegið að prentfrelsi? „Við álitum að blöðin og hið prentaða mál njóti sérstakrar verndar i stjórnarskránni. Prentfrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar segir, að aldrei megi i lög leiða neinar tálmanir fyrir prentfrelsi i landinu. Það er auðvitað unnt að gera það með ýmsu móti. Það er hægt að banna blöð, og það er einnig unnt með opinberum afskiptum að kippa fjárhagslegum grund- velli undan blaðaútgáfu og þannig brjóta niður prent- frelsið. Þetta er t.d. hægt með verðlagsákvæðum sem beinlinis dæma blöðin til tapreksturs. Ég tel engan vafa leika leika á þvi að hér er verið að brjóta gegn prentfrelsisákvæði stórnarskrárinnar. Mér er kunnugt um það, aö meðan núverandi viðskiptaráð- herra var ritstjóri Þjóðviljans taldi hann að slikar verðlags- hömlur samrýmdust ekki stjórnarskránni. Ég trúi ekki öðru en hann sé enn sama sinn- is”. —BA— kostnaðar. Það er þvi eðlilegt að verðlagsyfirvöld reyni að hamla gegn hækkunum á þeim. Ég tel rétt i þessu sambandi og er er þeirrar skoðunar nú, eins og þegar ég starfaði við blaðaútgáfu að samskiptamál rikisins og dagblaðanna eigi að taka upp i heild. I stjórn Blaðaprents hf. sem prentar fjögur dagblöð, voru uppi tillögur um málatilbúnað gagnvart rikinu og ég hygg að hin blöðin tvö geti fallist á þann málatilbúnað ef grannt er skoð- að. Mér hefði þótt viðkunnan- legranúna ef forráöamenn Visis og Dagblaðsins hefðu haft sam- band við mig áður en þeir ákváðu að skjóta sér milli laga- bókstafanna, sérstaklega þar sem báðir eru kunningjar minir frá fyrri tima. En þrátt fyrir þessa afstöðu þeirra nú, sem auðvitaö verður að meðhöndla eftir réttum regl- um, þá vona ég að takist að ná samkomulagi milli allra blaða og þessarar rikisstjórnar, um meðferð á hagsmunamálum dagblaðanna”, sagði Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra. -ÓT DAGBLAÐANNA Það verður að hafa i huga að það er ekki viðskiptaráðherra einn sem gerir þetta heldur meirihluti i verðlagsnefnd. Þegar formaður verðlags- nefndar gerir tillögu um verð á einhverju reynir hann að meta hvernig unnt sé að fá meirihluta i Verðlagsnefnd. Þar náðist meirihluti fyrir hækkun upp i 2200 á mánuði i áskrift og 110 i lausasölu. Viðskiptaráðuneytið hleypti þessu strax i gegn”, sagði Svavar. Þekki erfiðleikana „Ég geri mér fulla grein fyrir þvi, og miklu betri en þeir félag- ar Hörður Einarsson og Jónas Kristjánsson hvað það er erfitt að reka dagblað. Ég hef starfað i langan tima við Þjóðviljann, sem á við mikla erfiðleika að striða. Hinsvegar er það svo að dag- blöðin eru inni i visitölunni, hvorki meira né minna en 1,5 prósent af visitölu framfærslu- „Ég vona að það takist að ná samkomulagi allra blaða og þessarar rikisstjórnar um hags- muni blaðanna”, sagði Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, meðal annars þegar blaða- maður Visis spurði hann álits á þeirri ákvörðun útgefenda sið- degisblaðanna Visis og Dag- blaðsins að hækka verð og aug- lýsingataxta framyfir það sem viðskiptaráðuneytið leyfði. „Eftir að ég kom i ráðuneytið hefur verið legið á öllum al- mennum verðhækkunum. Maður hefur neyðst til að hleypa i gegn afgreiðslum eins og á út- seldri vinnu og bensini en þar fyrir utan hefur verið staðið gegn almennum verðhækkun- um. Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, Vísismynd: GVA. Þó gerði ég það og hefðu sjalf- sagt margir kallað það að mis- nota aðstöðu sina. Ég kalla það að nota. Ég hleypti strax i gegn hækkun á dagblöðum og það er eina almenna hækkunin sem ég hef samþykkt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.