Vísir - 05.10.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 05.10.1978, Blaðsíða 23
VTSIR Fimmtudagur 5. október 1978 Gersveppir teknir of frílista „Stjórnvöld hyggjast bœta sér upp of mikla áfengishœkkun ## segir Árni Gunnarsson, alþingismaður „Stjórnvöld viröast þarna eygja möguleika á því að bæta sér upp of mikla áfengishækkun. Ég ætlaöi ekki aö trúa mínum eigin eyrum þegar ég heyrði fyrst um þessa hugmynd. Hvaða lausner þetta' Skammsýnin sem birtist i þessu er hreint ótrúleg," sagði Árni Gunnarsson. alþingis- maður og ritstjóri Alþýðublaðsins/ um bréf það sem fjármálaráð- herra hefur sent við- skiptaráðherra um að gersveppir verði teknir af frílista. „Hér bruggar hver maöur þrátt fyrir aö það sé bannaö meö landslögum. Efni til þess aö brugga er selt út um allt land, en menn hafa ekki viljaö viðurkenna þetta. Svo viröist sem hinir niu ráöherrar hafi sest niður og komist að hinni vitlegu niöurstöðu að það væri bruggaö á Islandi. Þetta gera þeireftir aö ljóst veröur aö tekj- ur af áfengishækkuninni veröa ekki eins miklar og reiknaö var meö. Þetta sýnir stjórnunina og tviskinnungsháttinn i landinu i hnotskurn. Viö veröum annaðhvort aö breyta lögunum og leyfa mönn- um að brugga löglega eöa á hinn bóginn aö banna alveg innflutn- ing á þeim efnum sem notuð eru’í sagöi Arni en hann hóf máls á þessu á fundi hjá Junion Chamber i gærkveldi, þar sem hann var gestur. BA Mikil ásókn hefur veriö i öl- gerðarefni eftir aö rætt var um aö taka ger af frilista. Visis- mynd: JA. j. I • • • Þaö kom önd aö læk. A lækjarbakkanum var skilti þar sem sagöi aö bannaö væri aö fljúga yfir lækinn, bannaö aö synda yfir tækinn og bannaö aö kafa yfir læk- inn. Hvernig komst öndin yfir lækinn? Hún kunni ekki aö lesa, svo hún bara synti yfir. Vandrœði Hvernig stendur á þvi aö Ragnar Arnalds er I svona miklum vandræöum meö hvað á aö gera viö Viðishús- ið? Hann var ekki i neinum vandræðiun meö hvað ætti að gera viö þaö þegar þaö var keypt. MYNDIR SELDAR Á 7 TIL 560 ÞÚSUND ,,Þá er þessari útsölu lokið”, varð ágætum manni að oröi eftir málverkauppboö Klausturhóla sem haldiö var aö Sögu i gær. Kaupendur voru flestir meö bros á vör er þeir yfirgáfu uppboös- staðinn, enda mál manna að þarna hefði mörg góð mynd fengist fyrir litið verð. 1 byrjun uppboðsins voru boðn- ar upp myndir eftir minna þekkta listamenn. Gengu boðin treglega, og fóru t.a.m. tvær snotrar vatns- litamyndir eftir Atla Má á 14 og 15 þúsund krónur, og tréskurðar- þrykk eftir Gunnar I Guðjónsson á aðeins 7 þúsund krónur. Athygli vakti, að silkiþrykk- mynd eftir Guðrúnu Tryggva- dóttur, sem merkt var nr. 9 af 17 eintökum, sem gerð hafa verið af þessari mynd, var seld á 47 þúsund krónur. Næsta mynd á uppboðsskránni var svo original oliupastelmynd eftir Hring Jóhannesson, en hún fór á aðeins 40þúsund krónur. Litil landslags- mynd eftir Rudolf Weisshauer var seld á 11 þúsund krónur. Mikið var boðið upp á Iitkritar- myndum og pennateikningum eftir Jóhannes Kjarval, sem voru ómerktar en staðfestar af syni meistarans, Sveini Kjarval. Voru þær flestar seldar á 30 til 50 þúsund krónur, en oliumálverk eftir Kjarval voru seld á 130 þúsund upp i 400 þúsund krónur. Hæsta verðið fékkst fyrir oliu- málverk eftir Júliönu Sveinsdótt- ur, „Uppstilling við glugga”, 560 þúsund krónur. Mynd eftir Ninu Tryggvadóttur var seld á 500 þúsund krónur, og mynd eft,ir Finn Jónsson á sama verði. —GBG Um 225 milljarðo fjárfesting i landbúnaði! Hvað með arðsemina? „Það verður ekki séð af málef nasamningi ríkis stjórnarinnar að hún ætli að láta gera neina athuguri á landbúnaðinum" sagði Árni Gunnarsson á JC fundi í Reykjavík í fyrra kvöld. Hann bætti þvi við að það væri ef til vill ekki við þvi að búast þegarFramsóknarflokkurinn ætti aðild að rikisstjórn. Arni vakti athygli á þvi aö f jár festing i landbúnaði væri um 225 milljarðar króna. A landinu öllu væru á 5. þúsund lögbýli og talið væri að visitölubúið kostaöi um 5C milljónir. Hann spurði siöan hver væri arðurinn af þessum 22E milljörðum. HINAR MARGEFTIRSPURÐU VENDIÚLPUR KOMNAR AFTUR m Bruggið Hið geysiháa verð á áfengi hér á landi hefur meöal annars orðiö til þess að þúsundir manna hafa tekið þaö til bragös aö búa til öl i heimahúsum. Þaö mun opin- bert leyndarmál aö oft er þessi drykkur eitthvaö sterk- ari en lög leyfa. En eins og venjulega þegar menn finna sér einhverja leiö til aö spara aura, finnur rikisvaldiö leiö til aö hindra það. 1 þetta skipti á aö gera þaö meö þvi aö taka gersveppi af frilista. Ekki er þó vist aö þetta gangi eins og til er ætl- ast. Margir eru búnir aö fjár- festa i bruggtækjum og veröa sjálfsagt lítið hrifnir af þessari tiltekt. Nú er auðvelt að rækta gersveppi og er því ekki óliklegt aö „neðan- jarðar’t- sveppaverksmiöjur taki til starfa ef stjórnvöld fylgja þessu eftir. —ÓT VIÐ ÞJONUM stór-reykjavíkursvæðinu PÓSTSENDUM UM ALLT LAND eik SMNDGÚTU31 Sími:53534 Farafanov sendiherra meö aflann i landhelgi Leitarmenn á Land- mannaafrétti stóöu soveska sendiherrann aö meintum ólöglegum veiðum i Kirkju- fellsvatni á Fjallabaksleiö eigi alls fyrir löngu. Var sendiherrann meö fjölmenna áhöfn meö sér og böröu þeir vatniö sem ákaf- ast. Alveg er bannaö aö veiöa i þessu vatni. Það var sendiherranum til málsbóta aö hann vissi ekki mn þaö og hafði plagg undir- ritað af islenskum manni, sem heimilaöi veiöarnar. Leitarmenn létu þvi hjá líða að gera afla og veiðar- fær: upptæk. Tvœr bíl- veltur Bilvelta varð á Reykjanes- brautinni rétt innan við Voga snemma i gærmorgun. öku- maður, — ungur maður — ,var einn i bilnum, og mun hann ekki hafa slasast alvarlega. Hann var fluttur á sjúkrahdsið i Keflavik. Billinn skemmdist eitthvaö. Bill- inn mun hafa oltið vegna isingar á veginum. 1 fyrrakvöld, um klukkan tiu, fór bill út af veginum á Kjalarnesi og valt. ökumaður var einn i biln- um og slapp hann ómeiddur. Bill- inn er nokkuð skemmdur eftir. —EA • •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.