Vísir - 11.10.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 11.10.1978, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 11. október 1978 VISIR c I Reykjavík y J Telur þú að nýbyr jað Al- þingi verði afkastamik- ið? Ragnar Hafliðason sjómaður: „Éghef ekki trú á þvi. Égheld að þessir menn geti aldrei starfað saman.” Þórður Björnsson, vélvirki: „Já, alveg eins. Það eru margir nýir menn san ekki hafa verið þar áður.” Jóhann Fr. Jónsson, fyrrverandi eftirlitsmaður: „Eg er nú ekki mikiö inni þessum málum en þó verö ég að segja alveg eins og er að ég á ekki von d neinum sér- stökum afköstum.” örn Ingólfsson nemi: „Ég vona það. Ég hef ekki trú á öðru vegna þess að á þingi nú eru margir ungir menn sem eiga framtiðina fyrir sér. ” Jón Þ. Jónsson, tæknifræöingur: „Ég á von á því. A Alþingi eru margir ungir menn sem vilja koma sinum málum á framfæri. Annars held ég aöþaö verði mikiö um umbrot og læti.” „Gamalli og gróinni stofnun gott, að um sali hennar beríst lífgandi andvarí..." //Framfarir islands, gæfa þess og hagsæld, er nu að miklu leyti komið undir þeim fulltrúum þjóðar- innar, sem hún hefur sjálf kosið til setu á lög- gjafarþinginu. Þessi orð, sem hljómuðu við setn- ingu hins fyrsta löggjafarþings, standa enn í góðu gildi við setningu hins hundraðasta. Sami vandi með sömu vegsemd hvílir nú sem þá á Alþingi sem stofnunog á hverjum einstökum alþingismanni, og þó að þvi skapi meiri sem hlutur Alþingis í stjórn- skipun vorri er meiri nú en þá var", sagði forseti Islands, Dr. Kristján Eldjárn, m.a. i ávarpi sínu við setningu Alþingis i gær. Setning Alþmgis, hundraðasta löggjafarþings þjóðarinnar frá þvi að Alþingi var endurreist árið 1845, hófst meö guðsþjónustu i Dómkirkjunni klukkan hálf tvö i gær. Prestur var séra Siguröur H. Guðwundsson, sóknarprestur i Hafnarfirði. Geir Hallgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, heils- Forsetahjónin og þingmenn ganga til kirkju ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra. ar SETNING ALÞINGIS: formlega við fyrri stðrfum þvi að hann bregst þeim ekki á Taka Þá hefur Þjóðviljinn skipt um ritstjóra og ráðiö tvo myndar- menn i staöþeirra tveggja, sem blaðið hvolfdi inn á Aiþingi, þar sem þeir munu sofna með öðr- umsyfjuðum-Hinir nýju ritstjór- ar Þjóöviljans hafa svo sem um tima gegnt stjórnarstörfum á blaöinu i kyrrþey, án þess að mikill bilbugur sæist á þvi, og þess vegna er ekki að vænta neinna stórtiöinda I útgáfunni, þótt þeir hafi seint og um siöir tekiö formlega viö fyrri störf- um. Annar ritstjóranna, Einar Karl Ilaraldsson, hefur komiö Framsóknarleiöina inn í Alþýðubandalagið, en banda- lagið sækir nú pólitiskan þrótt sinn I auknum mæli tO Fram- sóknar eftir þvf sem aðdáunin verður meiri á Ólafi Jóhannes- syni, flokksformanni og þvi liði spekúlanta, sem hann hefur safnað I kringum sig til að stunda kraftaverkin. Eins og margir ágætir blaða- menn hóf Einar Karl blaða- mennskuferil sinn á Timanum, þegar Eysteinn Jónsson var for- maður flokksins, og allt ætlaði vitlaust að veröa hvenær sem fréttist af manni, sem hugðist fara f annan flokk. Núna verða menn forsætisráöherrar á þvi að tapa fimm þingsætum. Tim- inn var duglegt blaö, þótt það væri pólitfskt, á þeim dögum sem Einar Karl vann þar, og ef- laust hefur starflð þar átt sinn þátt I þvíaöhann kaus að gerast blaðamaöur, þótt hann heföi menntun til annars þegar námi lauk og störf hans hjá rlkisút- varpi og sfðan Þjóðviljanum hófust. Það er gleðUegur vottur um andrúmsloftið á gamla Tlm- anum, að fjöldi þeirra manna, sem þar byrjuðu hafa haldið á- fram i blaöamennskunni og unnið margt vel. Það er þvi eölilegt að nokkuð vel verði fylgst með Einari Karli, framsóknarmanni, þeg- ar hann nú stlgur fyrstu skrefin sem opinbcrlega viðurkenndur ritstjóri málgagns verkalýðs og þjóðfrdsis. Eitt er vfst aö þeir Þjóðviljamenn mega treysta meðan hann er I starfl hjá þeim, og kannski er hann þegar orö- inn það mikill alþýðubandalags- maður, hvað sem þaö nú þýöir, að svona yfirlýsingar skipti ekki máli. Hinn nýi ritstjórinn, Arni Bergmann, hefur einnig margt vel gert I blaöamennsku, þótt hann hafi jafnan gætt þess að skrif hans hefðu erindi nokkurt við „verkalýð og þjóðfrelsi”, eins og það tvennt er túlkað af heittrúarliðinu I Alþýðubanda- laginu. Hann fær þvi eflaust það hlutverk Kjartans ólafssonar I ritstjórastarfi að elta alla leiö i prentsmiðju fréttir og frásagn- ir, smálegar, sem önnur blöð birta umhugsunarlaust, en ekki mega s jást á slðum Þjóðviljans. Þannig er alltaf hægt að efna sér I einn kommissar þegar annar fer, enda væri þaö nú skárra, ef Þjóöviljinn ætti allt I einu að verða eftirlitslaus. Arni Bergmann er einkum kunnur fyrir skrif sin um bók- menntir I Þjóöviljann. Þar hefurhann farið aö nokkru eftir rlkjandi bókmenntasmekk inn- anháskólans og Norræna húss- ins, þ.e. allir skulu fá gott orð fyrir að föndra viö skriftir ef þær verða með einhverju móti taldar vera gegn heimskapital- isma, Bandarikjunum og Guð- rúnu frá Lundi. Gagnrýni sfna stundar Arni Bergmann af nokkurri kúnst og er ekki ör- grannt um, að eitthvað af hægra liöinu I skáldskaparstétt yrði þvi næsta fegið ef hann rit- aði lofsvert mál um það — þótt ekki væri nema smáklausa. En Arni hefur vit á að gera þetta ekki, enda er hægra liðiö þeim mun meöfærilegra sem þaðþarf lengur að biða hinnar „æðstu viðurkenningar.” Annars eru ritstjóraskiptin heppileg á þessum tlma. Þjóð- viljinn hefur bókstaflega ekki efni á þvl að vera ritstýrt af æst- um byltingaköllum nú, þegar ákveðiö hefur veriö aö Alþýðu- bandalagið þreyti svefngönguna með Ólafi Jóhannessyni eitthvað fram á kjörtímabilið. Svarthöfði „Þá hefur Þjóðviljinn skipt um ritstjóra og ráðið tvo myndar- menn i stað þeirra, sem blaöiö hvolfdi inn á Alþingi, þar sem þeir munu sofna með öðrum syfjuöum”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.