Vísir - 11.10.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 11.10.1978, Blaðsíða 9
VISIR . Miðvikudagur 11. október 1978 9 Á að lœkka laun sðlubarna? S.J. Reykjavík hringdi: Sonur minn selur Visi og er heldur óánægður meö það ef til þess kemur að Svavar Gestsson lækkar launin hans á ný en eins og flestir vita hafa sölubörnin prósentur af veröi blaðanna i sölulaun. Það kemur úr hörðustu átt, þegar ráðherrar, sem fengu myndarlega kauphækkun fyrir skömmu, beita áhrifum sinum til þess að lækka laun þeirra allralægst launuðu i þjóðfélag- inu, sölubarna blaöanna. Þetta unga launafólk hefur nefnilega ekki fengið neina launahækkun siðan i april, þegar verö blaö- anna hækkaði siðast. Ætlar Svavar virkilega að láta dómstólana neyða Visi og Dagblaðið til þess að lækka verð blaðanna og um leið sölulaun blaðsölu- og útburðarbarnanna? Ef það verður gert vona ég bara að þeim takist með þvi aö lækna efnahagsvandann i eitt skipti fyrir öll. Þeir halda senni- lega að sölulaun krakkanna séu undirrót meinsemdarinnar. Er þetta þjónusta í lagi G.J. Reykjavik hringdi: Ekki er langt siðan við feng- um að sjá i Sjónvarpinu góða tiskusýningu og voru þar sýnd- ar siðbuxur frá ýmsum fram- leiðendum. Ég og vinkona min sem notum no. 44-46 af buxum fórum þvi i bæinn og hugðumst fá okkur hlýjar buxur fyrir veturinn. En viti menn. Við fórum i allar hugsanlegar verslanir sem versla með þessa vöru og feng- um allstaðar sama svarið: Þessar stærðir voru uppseldar. Aö sjálfsögðu datt okkur ekki i hug að þarna væri rétt skýrt frá þarsem þessi vara var að koma á markaðinn (Hér er átt við nýj- ustu tisku). Og þvi spyrjum við: Er þetta þjónusta i lagi? ÁNÆGJA MED ÚTIMARKADINN H.K.R. hringdi Ég hringi til þess aö lýsa yfir ánægju minni með úti- markaöinn sem hefur veriö opnaður á Lækjartorgi á föstu- dögum. Þar er hægt að kaupa ávexti og ýmislegt annað og þessi nýbreytni skapar svo sannarlega skemmtilegt and- rúmsloft á annars niðurniddu torginu. Það var timi til kominn að yfirvöld leyfðu einhverja ný- breytni af þessu tagi en til þess hafa þeir sem öllu ráða hjá borginni verið afar ihaldssamir svo ekki sé meira sagt og beiðn- ir umýmislegt af þessu tagi hafa umsvifalaust verið settar i ruslakörfuna. Það var hinsvegar hægt að leyfa án tafar byggingu steinkumbalda á torginu, kumbalda sem svo sannarlega setur leiðinlegan svip á torgið. Hann gerir ekki einungis að þrengja að torginu heldur hindrar hann um leið umferö um Hafnarstræti og er þvi eins- konar slysagildra. Nú vantar ekkert annaö en að hafin verði Seðlabankabygging á Arnarhóli og i kjölfar þeirrar byggingar munu áreiðanlega fleiri koma. Peningamenn sem hafa viljað leggja undir sig mið- bæinn með steinkumböldum sinum hafa alltaf átt greiðan að- gang að lóðum en minna hefur verið hugsað um að gera Lækjartorg og svæðiö þar i kring manneskjulegt. SKYNDUWYNDIR Vandaðar litmyndir i öll skirteini. barna&fjölskyldu- Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 VISIR BLAÐBURÐAR- BÖRN ÓSKAST Lækir Kleppsvegur 2-56 Selvogsgrunnur Sporðagrunnur BILAVARAHLUTIR Fiat 128 '72 VW 1300 '71 Taunus 17m '67 Escort '68 Cortina '68 Willys V-8 Land-Rover Volvo Amazon '64 BÍLAPARTASALAN Hoióatum 10, simi 1 1397. Opiö fra kI 9 6.30. lauqardaqa kl. 9 3 oy sunnudaq.i k I 13 ístian D ior snyrtivörur Heimsþekkt nafn, sem nú er einnig komið á full- komna snyrtivörulínu í algjörum lúxusflokki. Franskur lúxus og frönsk tískusnilld einkenna þessa gæöavöru, sem hentar þeim, sem vilja þaö besta. Framleidd úr bestu fáanlegum hráefnum og eftir ströngustu kröfum um hreinlæti og gæöi vió bestu aóstæóur, sem hægt er að skapa. * iFremur dýr vara. Einnig aörar snyrtivörur, t.d.: REVLON 4 SANS SOUCIS JPBOWrf RpC maxFactor phyris snyrtivönideiki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.