Vísir - 11.10.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 11.10.1978, Blaðsíða 11
Háhyrningsvaöa rétt hjá Guðrúnu. Háhyrningsveiðar Sæ- dýrasafnsins fóru að ganga vel um leið og leiðangursmenn fengu sæmilegt veður. Áhöfnin á Guðrúnu/ frá Hafnar- firði/ náði sex dýrum í vörpuna í fyrsta kasti og þar úr var valið tveggja ára karldýr/ tæplega þriggja metra langt. (Þeir stærstu verða 9 metra) Sædýrasafniðhefur leyfi til að veiða tiu dýr i ár og hefði svo- sem getað innbyrt þessi sex, en þau verða að vera á vissum aldri og af vissri stærð til að mögleikar á að temja þau séu sem mestir. Það var þvi haldið til hafnar með þennan fyrsta feng og hon- um skilað i sérstakt „búr” sem er i höfninni i Grindavik. Þar verða dýrin látin jafna sig eftir ferðalagið, en svo flutt á betri geymslustað i Sædýrasafninu meðan þau biða eftir flugi út til Bandarikjanna og Hollands. Háhyrningar eru falleg dýr og gáfuð og milljónir manna koma árlega til að sjá þá leika listir sinar i sædýrasöfnum viösvegar um heiminn. Grimmir og gráðugir A ensku heita háhyrningar „Killer Whales” eða „dráps- hvalir” og miklar sögur fara af grimmd þeirra, græðgi og vits- munum. Þess er skemmst að minnast að Austurbæjarbiö sýndi i sumar kvikmyndina „Orca The Killer Whale”, þar sem háhyrningur var i aðalhlut- verki ásamt þeim Richard Harris og Charlotte Rampling. Harris var þar (eins og þeir hjá Sædýrasafninu) að reyna að veiöa karldýr, lifandi. Svo illa tókst til að hann missti af karl- dýrinu en drap fyrir slysni „eiginkonu” þess. I myndinni var þvi haldið fram að háhyrningar séu einu sjávardýrin sem séu svo vits- munum gædd að þau leiti hefnda fyrir maka sinn. Umræddur háhyrningur var þvi stöðugt i kjölfarinu á Harris og lagði heil þorp i rúst i tilraunum sinum til að koma fram hefnd- um. Mörg tonn á dag Visindamenn segja efnisþráð þennan tóma tjöru, en staðfesta hinsvegar að „Orcinus Orca” eins og háhyrningur kallast á latinu, sé vitur, og grimmur og hið mesta átvagl. Hann er heldur ekki matvand- ur og úðar i sig fiski, selum, höfrungum eða sjófuglum, allt eftir þvi hvað býöst. Þessa dag- ana er hópur af háhyrningum aö keppa við islenska sildveiðiflot- ann, um það lostæti sem hann hifir úr sjó, og étur aöskiljanleg tonn á dag. Auðvitað er það óttalegasta sem sagt er um nokkra skepnu það að hún sé mannæta og margar sögur hafa heyrst frá norðurhjara heims um að háhyrningar hafi reynt að velta Og hann fór fljótlega aö taka viö sér. Richard Harris berst viö háhyrning i „Orca The Kiiler Whale”. isflögum sem menn hafa staðið á, til að fá þá i soðið. Visindamenn segja að þetta séá misskilningi byggt, háhyrn- ingar séu forvitnar skepnur og stingd oft upp hausnum til að lita á tilveruna á yfirborði sjávar. Hinsvegar eru háhyrningar litt matvandir, eins og fyrr segir og ef einhver manngarmur yrði svo óheppinn að detta af isflögu sem háhyrningur væri að for- vitnast við, er langt frá þvi úti- lokað að hann yrði snarlega settur á matseðilinn. Grét hástöfum Ekkj virtust háhyrninga- veiðarar Sædýrasafnsins hafa af þessu stórar áhyggjur, eða Þeir iosuöu hann úr „lyftunni” og byrjuöu aö svamia meö hann fram og aftur. elskir að mönnum og hafa gaman af að við þá sé leikið. Við óskuðum þess innilega að þessi veslingur fengi fljótt leikfélaga. Góður hagnaður „Við hlúum að þessum dýrum eins vel og okkur er unnt”, sagði Jón Gunnarsson, forstööumaður Sædýrasafnsins, sem var einn leiðangursmannanna. „Með okkur um borð er Brynjólfur Sandholt, héraðsdýralæknir og svo annar dýralæknir frá kaupendum og þeir gefa dýrun- um róandi sprautur til að verja þau losti. ,,Og það lita sérfróðir menn eftir þeim allan timann til að tryggja að þeim liði vel. Við höf- um fengið góðar fréttir af þeim dýrum sem hingaðtil hafa verið flutt út.” Háhyrningafangarar Sædýra- safnsins nota tvær samskeyttar þorskanætur við þessar veiðar. Þær eru 275 faðma djúpar, létt og góð veiðarfæri að sögn. Þegar búið er að ná dýrum i hana fara menn af stað i gúmmibát og froskbúningum, inni i nótinni til að velja dýr. Ef þeir finna eitthvað heppilegt er það hift um borð en hinum sleppt. Guðrún er búin að vera „fangarinn” á þeim þrem árum sem þessar veiðar hafa verið stundaöar og þar kunna menn þvi orðiö vel til verka. Jón hafði ekki mörg orð um fjárhagshliðina en sagði að á siðasta ári hefði verið af þessu góður hagnaöur (þá voru veidd sex dýr) sem notaður var til ýmissa lagfæringa i Sædýra- safninu. kannske þeir hafi ekki séð myndina. Tveir þeirra voru i froskbúningum i búrinu meö fanganum og voru að liöka hann eftir ferðalagið. Þeir höfðu brugðið „beisli” yfir höfuðið á honum og döml- uðu svo fram og aftur með þetta þriggja metra átvagl. „Hái” virtist láta sér þetta vel lika, enda dasaður eftir feröina — og sjálfsagt skelfdur. Þegar við komum að, rétt i þann mund sem Guðrún lagði upp að bryggju, heyröum við aumkunarvert kvein sem hefði allt eins getað verið barn að gráta. Þaö kom hinsvegar i ljós að það var háhyrningurinn sem barmaði sér svona ákaft. Sér- fróðir menn sem þarna voru vildu ekki samþykkja aö hann væri að gráta, en hljóðin höfðu auðsjáanlega áhrif á þá lika, þvi þeir töluöu við hann i gælutón og kjössuöu hann meðan þeir voru að búa hann undir aö vera hifð- ur i búrið. Þegar búið er að temja háhyrninga eru þeir ákaflega ÓT. i brúnni, Næst er Jón Guömundsson, skipstjóri, Jón Gunnarsson, Sædýrasafninu og Brynjólfur Sandholt, dýralæknir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.