Vísir - 11.10.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 11.10.1978, Blaðsíða 4
Miövikudagur 11. október 1978 vism KARLMANNASKOR st. 7-11. kr. 13.900,- Svart. st. 7-11. kr. 16.850,- Svart og ljósbrúnt. SKOVERSLUN PETURS ANDRESSONAR LAUGAVEGI 74 • SÍMI 17345 Fóstra eða þroskaþjólfi óskast til starfa að dagheimilinu Selásborg. Einnig óskast starfskraftur til barnagæslu. Upplýsingar veitir forstöðukona í síma 84816 eftir hádegi. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar nýir umboosmenn okkar eru: Eyrarbakki: Bolungarvík: Hvammstangi: Búðardalur: Stokkseyri: Siglufjörður: Jónina óskarsdóttir Bergi Sími 99-3353 Björg Kristjánsdóttir Höfðastíg 8 Sími 94-7333. Hólmfríður Bjarnadóttir Brekkugötu 9. Sími 95-1394 Sólveig Ingvadóttir Gunnarsbraut 7. Sími 95-2142 Dagbjört Gisladóttir Sæbakka. Sími 99-3320. Matthias Jóhannsson Aðalgötu 5 Sími 96-71489 VÍSIR HEFST AÆTLUNARFLUG DC-10 í JANÚAR? „Stefnan er sú, aö vélin fari á áætlun sem fyrstá árinu”, sagöi Sveinn Sæmundsson, blaöafull- trúi Flugleiöa, þegar Visir spuröi hvort þaö væri rétt aö DC-10 hafi veriö sett á áætlun frá og meö janúar n.k. Sveinn sagöi aö vélin væri nú I pílagrimaflutningum og væri ekki vitaö nákvæmlega hvenær þeim yröi lokiö. Samningaviö- ræöur um flugvélarkaupin standa enn yfir og eru afhend- ingarmálin eitt þeirra atriöa sem er ólokiö. —SJ Ferðaglaðir íslendingar Feröalögum tslendinga til út- landa hefur fjölgaö talsvert frá þvi I fyrra. Hins vegar hafa erlendir feröalangar ekki aö sama skapi aukiö feröir sinar hingaö. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögreglustjórinn i Reykja- vlk gefur út um komu farþega- skipa og flugvéla til lslands. Frá áramótum til loka septem- bermánaöar komu alls 65.573 erlendir feröamenn hingaö og 65.295 tslendingar komu á sama tima til landsins. 1977 komu 64.747 erlendir far- þegar til landsins á timabilinu 1.1.-30.9. og 56.620 Islendingar. titlendingum þeim sem hingað sækja hefur þvi aöeins fjölgaö um rúmlega 500 þegar tæplega 9.000 fleiri tslendingar sækja út fyrir landsteinana. Otlendingarnir koma hingað flestir frá Bandarikjunum, Vestur-Þýskalandi, Danmörku og Bretlandi, en þó koma nokkrir alla leiö frá Indlandi, Kina og Suöur-Ameriku, svo dæmi séu nefnd um þá sem lengst eru aö komnir. —SJ Straumur tslendinga til útlanda er stööugt aö aukast. Hægarapælt enkýlt eítir Magneu J. Matthíasdóttur Óskað eftir vitni Lögreglan i Stykkishólmi óskar aö ná sambandi viö öku- mann dökkrauðrar Chevrolet Nova birreiöar sem átti leiö um Hrútafjörð 18. ágúst siöast- liðinn. ökumaöur þessi kom að umferðarslysi viö Akurbrekku i Hrútafirði þar sem Austin Allegro bifreiö haföi oltiö og tók þrjá farþega og flutti þá i Staöarskála. Fyrsta skáldsaga ungs höf- undar, Magneu J. Matthias- dóttur, er komin út hjá Almenna bókafélaginu. Aöur hefur Magnea sent frá sér ljóöabókina Kopar og ritað barnasögur fyrir útvarp. Skáldsagan ber nafniö Hægara pælt en kýlt og segir um hana á bókarkápu, að hún gerist annars vegar i heimi ævintýranna, hins vegar i himi eiturlyfjanna. t ævintýraheiminum er háö barátta upp á lif og dauöa, i heimi eiturlyfjanna viröist rikja ró sálariifsins, á yfirborðinu. Þessir tveir heimar snertast alla söguna i gegn . Hægara pælt en kýlt er 150 bls. að stærö, unnin i Prentsmiöjunni Odda og Sveinabókbandinu. Hún fæst bæöi innbundin og sem kilja. NATO-styrkir Atlandshafsbandalagið (NATO) býður að venju f ram styrki til f ræðirann- sókna í aðiIdarríkjum bandalagsins. Upphæð hvers styrks er 23 þúsund belgískir frankar (232 þúsund islenskar krónur) á mánuði um 2-4 mánaða skeið að jafnaði. Styrkirnir verða aðal- lega veittir háskóla- menntuðu fólki/ þótt hægt sé að gera undan- tekningar frá því. Umsóknir um styrk á háskólaárinu 1978-1979 skulu berast Utanrikisráöuneytinu eigi siöar en 29. desember 1978. í ráöuneytinu eru veittar allar nánari upplýsingar og þar fást umsóknareyöublöð. Markmið styrkveitinganna er að stuöla að rannsóknum og aukinni þekkingu á tilgreindum viðfangsefnum, er snerta sam- eiginlega hagsmuni aöildar- rikja Atlandshafsbandalagsins. Er stefnt aö þvi, aö niðurstöður rannsóknanna veröi gefnar út.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.