Vísir - 11.10.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 11.10.1978, Blaðsíða 10
10 VISIR Otgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davifi Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Ellas Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrín PálS' dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan U. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otiitog hönnun: Jón ðskar Hafsteinsson, AAagnús ðlafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2400 kr. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuöi innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Verö i lausasöiu kr. 120 kr. Simar 86611 og 82260 eintakiö. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaðaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Að flytja prent- frelsið úr landinu Ríkisstjórnin hefur nú hafið einhverja sérstæðustu málssókn, sem um getur í lýðræðisríkjum á síðari tím- um. Þar sem útgefendur Vísis og Dagblaðsins hafa ekki beygt sig undir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja hömlur við útgáfu sjálfstæðra dagblaða, hafa þeir hver á fætur öðrum verið kallaðir f yrir dóm síðustu daga. I lýðræðisríki eiga atburðir af þessu tagi ekki að geta átt sér stað. Islendingar eru á hinn bóginn að bíta i það súra epli, að sósialistar hafa nú undirtökin í stjórnmál- unum. Útgefendur Visis og Dagblaðsins hafa ekki gert annað en ákveða nokkra hækkun á útsöluverði blaðanna til þess að unnt séað halda útgáf unni áfram. Enginn hef ur véfengt, að hér er um að ræða lágmarks- hækkun á söluverði miðað við þær kostnaðarhækkanir, sem átt hafa sér stað að undanförnu. Enginn hefur treyst sér til að styðja það rökum, að hækkunin á útsölu- verði blaðanna sé óþörf. Þvert á móti hefur verið sýnt fram á, að rekstraraf koma blaðanna er í mikilli óvissu, þrátt fyrir þessa hækkun. Þessu andmælir ríkisstjórnin ekki. Hún leitaði ekki einu sinni upplýsinga um afkomu blaðanna áður en hún bannaði hækkunina eins og þó er skylt lögum samkvæmt. Hér er því ekki um verðlagsákvörðun að ræða. Ríkis- stjórnin er markvisst að leggja hömlur á útgáfu þeirra dagblaða, sem starfa á sjálfstæðum grundvelli, án ríkis- styrkja og f lokksstuðnings. Sósíalistastjórnin ætlar að halda flokksblöðunum gangandi með ríkisstyrkjum og f járveitingum úr undir- heimakerfi fjármálasýslu stjórnmálaflokkanna. Sjálf- stæð blöð geta ekki farið inn á þessa braut, enda væri sjálfstæði þeirra þá ekki lengur fyrir hendi. Þau blöð, sem sósíalistastjórnin er nú að reyna að knésetja hafa á ekkert að treysta nema viðskiptavini sína, lesendur og auglýsendur. Viðbrögðin við aðför stjórnarinnar hafa yf irleitt verið á einn veg. Vísir hef ur t.d. fengið fjölda nýrra áskrifenda síðustu daga, sem beinlínis hafa lýst yfir því, að þeir vildu Ijá frjálsri blaðamennsku liðsinni sitt. Útsöluverð dagblaðanna erinnií vísitölunni, en það eru einnig ýmis önnur blöð, þar á meðal útlend blöð eins og Andrés Ond. Þessi útlendu blöð hafa að undanförnu hækkað miklu meira endagblöðin. Sósíalistastjórnin amast ekki við því, en hún hikar ekki við að virða ákvæði stjórnarskrárinnar að vettugi til þess að koma innlend- um dagblöðum á kné, sem ekki lúta boðvaldi hennar. Með þessum aðgerðum er nánast verið að f lytja prent- frelsið úr landi. Hér er um að ræða miklu alvarlegri at- burði en svo, að þeir verði látnir liggja í þagnargildi. Það gerist hvergi nema í sósíalistaríkjum, að útgefendur séu lögsóttir fyrir þá sök eina að verðleggja blöð sín i sam- ræmi við framleiðslukostnað. Fái sósíalistastjórnin sitt fram í þeim málaferlum, sem nú eru hafin, getur hún með einu pennastriki brugðið fæti f yrir hverja þá útgáf u prentaðs máls, sem henni er ekki þóknanleg. Þegar Andrés Önd má hækka tvöfalt á við íslensku dagblöðin og hafa áhrif á vísitöluna er alveg einsýnt að tilgangur sósíalistastjórnarinnar er sá fyrst og fremst 'að leggja hömlur á útgáf u sjálfstæðra blaða. Blöðin eiga það nú öðru f remur undir fólkinu í landinu að stjórninni takist ekki að ná þessu áformi sínu. —ÞP Miðvikudagur 11. október 1978VTSIR I«M - Ml. *fcl. - IS. »r«. Mildl óvitsa onn um tokjvoftvn ve«na l|MagaMat Vantar enn hátt f 20 milljarða U8$8i t r « rn V* wn i d vm ‘6, «inkum íekiutí»p< vw>n<7 *»t oitms sóiu«k#tÞ & s«m rtkisstiftroio ® mun «ít}pi« » « OvHiV 0<5 »f> SÓ4J« * Otófs idíWMtWWHWW*' XI ♦>«}■«*, « '.V'M■ *'*? £ Visiti í 5*r)rv5(<fi "W’-" ■ p ÍC n " : • ' mmmmmmmmmmmmmmmmM Stgórnvöld endurskoði afstöðu sina n s ■ s » . s s s s : s s , s s s m mmnwimmmm Homitín, Pouné 09 Kfsmirott FtfHM BAGGA Á STRYMPU Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherrajýsti þvi yfir sem sinni skoðun, á beinni línu hjá Vísi, að auknum rikisútgjöldum á næsta ári ætti að mæta með auknum sköttum, en ekki með niðurskurði framkvæmda. Þessi ummæli þýða einfaldlega það, að úrræði for- sætisráðherra eru þau, að halda skuli áf ram gengdar- lausri skattpíningu á almenning bæði í formi beinna og óbeinna skatta. I þjóðfélagi þar sem allt að 50% verðbólga gejsar, atvinnureksturinn á fullt i fangi með að láta hjólin halda áf ram að snúast og einstaklingarnir eru í erf ið- leikum með að láta endana ná saman, er boðskapur stjórnvalda sá, að enn skuli aukið á útþenslu ríkis- báknsins, enn ætli ríkisvaldið að taka meira til sín á kostnað einstaklinganna. Svarið er nei Mér finnst ástæöa til þess aö menn staldri viö þessi orö for- sætisráöherra og ihugi hvaöa þjóöfélagslegu afleiöingar stefna hans hefur, stefna óheftra rikisframkvæmda. Er liklegt aö með þessum hætti takist aö draga úr umframeftir- spurn eftir vinnuafli: Svariö er nei. Þessar ráöstafanir þýöa aukna veröbólgu, aukna eftir- spurn. Hver einasti maöur hefur tekist á hendur ákveðnar fjár- skuldbindingar, hann þarf ekkert siöur en rikisvaldiö að skapa sér tekjur til aö greiöa þær. Um leiö og rikiö leggur auknar byrðar á heröar hans, þá þarf hann að fá enn auknar tekjur. Slikt gerist aöeins með tvenn- um hætti, annars vegar meö hærri launum, hins vegar meö meiri vinnu. Miöaö við þaö sem forsætisráöherra boðar þá þarf iiklega hvorutveggja til aö koma hjá mörgum. Hvaö at- vinnureksturinn varðar, þá þurfa til aö koma auknar tekjur af honum til þess aö hann sé fær um aö standa straum af aukinni kröfugerö rikisins. Dettur nokkrum manni i hug, aö is- lenskir framleiðsluatvinnuvegir séu þannig i stakk búnir aö þeim takist aö rækja hlutverk sitt bet- ur meö þvi aö meira fé sé tekiö út úr rekstrinum meö auknum álögum rikisvaldsins? Þvi fer fjarri. Þessi stefna er einungis áframhald af þeirri stefnu sem Ölafi Jóhannessyni hefur þvi miður tekist aö halda viö lýöi, þó i mismunandi mæli siöastliö- in ár. Þessi stefna hefur leitt til gifurlegrar verðbólgu og skuldasöfnunar erlendis og nú er boðaö áframhald þessarar stefnu. Aðeins niðurskurður Þaö veröur óneitanlega lær- dómsrikt aö fylgjast meö þvi, hvort núverandi samstarfs- flokkar Framsóknarflokksins i rikisstjórn, láta teyma sig út i sama feniö og ólafur Jóhannes- son hefur áöur teymt aðra sam- starfsflokka sina. Mér viröist allt benda til þess aö svo veröi, þvi miður. Utþensla rikisvaldsins og af- leiöing hennar, skattpiningin. hefur valdið meiru um þá verö- bólguþróun sem hér hefur oröiö. Jón Magnússon formaður Sambands ungra sjálfstœðis- manna skrifar: Útþensla ríkisvaldsins og afleiðing hennar, skattpíningin, hefur valdið meiru um þá verðbólguþróun, sem hér hefurorðið, en nokkuð annað. en nokkuö annaö. Þaö er mál til komiö aö snúa við. Verðbólgu- þróuninni verður ekki snúiö til hins betra, nema rikið gangi á undan með góðu fordæmi. Ein- ungis markviss niöurskuröur rikisútgjalda getur veriö upp- hafiö aö vitrænum aögeröum til að stemma stigu við þvi efna- hagsöngþveiti sem hér rikir og er fyrst og fremst afleiðing af þeirri ógæfustjórn. sem ölafur Jóhannesson var áöur i forsæti fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.