Vísir


Vísir - 14.10.1978, Qupperneq 7

Vísir - 14.10.1978, Qupperneq 7
vism Laugardagur 14. október 1978 7 Heimsmeistaraeinvígið í skók: Nú er þetta hreint happdrœtti Kortsnoj :Karpov 31. skákin. Kortsnoj átti ekki i neinum erfiðleikum með að leiða bið- skákina til vinnings. Hann fann næsta þvingaða vinningsleið, og eins og skákin tefldist virtist þetta allt hlægilega einfalt og létt. Karpov fékk aldrei minnsta möguleika til björgunar, og i lokin stöðu kóngur hans og hrókur einir uppi af svarta lið- inu. Kortsnoj hafði tvö peð til góða, og vinningurinn aðei”s tæknileg úrvinnsla. Ahorfendur og fréttamenn fögnuðu sigur- vegaranum innilega, með lófa- klappi og húrrahrópum. Korts- noj lét sér þó fátt um finnast, smeygði sér i regnstakkinn og sagði: „Með vinningatöluna 5:5 er þetta orðið hreint happ- drætti”. Einhver spurði áskor- andann hvort hann ætlaði sér ekki að fylgja þessu fast eftir og tefla til vinnings með svörtu i næstu skák. „Hvi skyldi ég reyna að vinna?” spurði Korts- noj á móti, og gaf þar með til kynna að hann hygðist ekki taka neina óþarfa áhættu i næstu skák. Siðustu dagar hafa verið sorgardagar fyrir Karpov og hans lið. Eftir að staðan var orðin 5:2, tóku sovéskir fyrir- menn að streyma til Baguio. Þar skyldi halda sigurhátið, er krýning heimsmeistarans færi fram, hins 27 ára gamla Anatoli Karpov. En Kortsnoj hefur veitt þessum herrum heldur óbliðar viðtökur. Fyrstur kom Vasjukov, léttur I lund eftir yfirburðasigur á móti i Indlandi. Sama kvöldið tapaði Karpov illa meö hvitu og vogar- skálarnar jöfnuðust litið eitt, 5:3. Nokkrum dögum siöar kom forseti sovéska skáksambands- ins, geimfarinn Sebastianov. Aftur tapaði Karpov og staðan orðin 5:4. t fyrradag bættist svo iþróttamálaráðherrann, Yvonin, I hópinn, og mót- tökurnar voru á sama veg, tap hjá Karpov. Nú segja gárungarnir að ekki þurfinema eitt stórmennið enn, og þá sé titillinn genginn Sovét- mönnum úr greipum. Hvitur : Kortsnoj Svartur : Karpov 47. .. gxf5 (Biðleikurinn) 48. gxf5 Hg8 (Þannig telur Karpov sig helst geta varist. önnur leið er 48. .. Ha8 49. Ha2 Ke7 50. Kc3, og hvitur vinnur á likan hátt og i sjálfri skákinni.) 49. Kc3! (Áætlunhvits er einföld en áhrifarik. Meiningin er að leika Kb4-a6-Ka5 og siðan tinir hviti kóngurinn upp peðin á drottningarvæng. Þessa áætlun getur svartur ekki hindrað, að- eins tafið). 49. .. He8 ( 1 þessari stöðu þolir svartur hrókakaup- in, en meöan kóngurinn stóð á d3, var svariö d5 afgerandi.) 50. Hd2 He4 (Eða 50. .. He3+ 51. Kb4 Hxh3 52. a6 bxa6 53. Ka5 o.s.frv.) 51. Kb4 Ke8 52. a6 bxa6 53. Ka5 Kd7. 54. Kb6! (Reitirnireru peðunum mikilvægari Ef 54. Kxa6 Kc7 og hvitur kemst ekki lengra). 54. .. b4 55. d5. (Allt rennur þetta áfram eins og vel smurt hjól.) 55. .. cxd5 56. Hxd5+ Kc8 57. Hd3 a5 58. Hg3 b3 (Ef 58. .. a5 59. c6He8 60. Hg7a3 61. Ha7 Kb862. c7+ Kc8 63. Kc6 og vinnur. Eða 61. .. Kd8 62. Ha8+ Ke7 63. Hxe8+ Kxe8 64. c7 Kd7 65. Kb7 og vinnur.) 59. Kc6 Kb8 60. Hxb3+ Ka7 61. Hb7+ Ka6 62. Hb6+ Ka7 63. Kb5 a4 (Að sjálf- sögðu er 63. .. Hb4+ 64. Kxa5 Hxb665. cxb6+ Kb7 66. Kb5 vita vonlaust.) 64. Hxf6 (Uppskeruhátiöin er hafin.) 64. .. Hf4 65. Hxh6 a3 66. Ha6+ Kb8 67. Hxa3 Hxf5 68. Hg3 Hf6 69. Hg8+ Kb7 70. Hg7+ Kc8 71. Hh7 Gefið. s H t %KARNABÆR hcldur stórglæsílega tískusýningu í ©6alí annaó kvöld hljómdcíldin kgnnír ngja hljómþlötu ”fíftg sccond strcct” * mcó iBíllg íJocl Laugavegi 80. Símar 10259 —12622 Er eitt mest selda sjónvarpstækiö á Islandi sökum gæða og verðs. 20 tommu tækin CTP-215 kosta nú kr. 435.000. Staðgreiðsluafsláttur lækkar tækið í kr. 420.000. Einnig má borga 200.000 við afhendingu, og síðan 36.000 á mánuði. Tækið sem allirgeta eignast

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.