Vísir - 10.11.1978, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 1». nóvember 1978
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davfö Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Frétfastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Helgarblaði: Arni
Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir,Edda Andrésdóttir, Gisli
Ðaldur Garðarsson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns-
son, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Krisf jánsson og Kjartan L. Pálsson.
Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjórí: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingarog skrifstofur:
Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur
Áskriftargjald er kr. 2400,-
á mánuöi innanlands.
Verö i lausasölu kr. 120 kr.
eintakió
Prentun Blaðaprent h/f.
Að leita sannleikans
Sérstæðar bréfaskriftir fara nú fram á vettvangi Frí-
hafnarinnar, eftir að Ijóst varað lögreglustjóraembættið
i Keflavík tæki sjálft að sér rannsókn á meintu fjár-
málamisferli í Frihöfninni. Um 30 starfsmenn fyrir-
tækisins hafa sent Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra
bréf, þar sem þeir fagna rannsókninni og segja, að sam-
kvæmt þeirra bestu vitund haf i vörur í Fríhöfninni ekki
verið seldar á of háu verði. Segjast þeir vænta þess, að
rannsóknin hreinsi þá af þessum áburði og að hinn
trausti heimildarmaður Vísis komi fram í dagsljósið.
Alvörurannsókn á þessu máli og öðru, sem afvega hef-
ur f arið í Frihöf ninni, getur aldrei hreinsað alla starfs-
menn stofnunarinnar, — þótt hinir saklausu yrðu
hreinsaðir af þeim grun, sem nú hef ur fallið á þá. Visir
hefur staðfestar heimildir fyrir því, að viðskiptavinir
hafi um alllangt skeið verið látnir greiða 25 sentum
meira fyrir ákveðna áfengistegund en verðskrá sagði til
um, og það fé sem þannig haf i komið í kassann haf i verið
notaðtil þess að vega upp á móti hluta rýrnunarinnar í
Fríhöfninni, sem ríkisendurskoðun hef ur margbent á að
hafi verið óeðlilega mikil.
i Vísi i dag er svo til viðbótar fyrri fréttum blaðsins
skýrt f rá því að verð ýmissa tegunda sælgætis haf i einn-
ig verið hækkað verulega við sölu, þannig að tegundir,
sem í verðskrá áttu að kosta 70 sent hafi verið seldar á
allt að tvo bandaríkjadali. Þessar upplýsingar hefur
blaðið fengið staðfestar hjá fleirum en einum aðila.
Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra, sagði í samtali
við Vísi á dögunum, að hann hefði ekki talið annað fært,
en að gera ráðstafanir til þess að sannleikans yrði leitað i
Fríhafnarmálinu. Ef það á aðtakast þýðir ekki að taka á
málinu með neinum vettlingatökum.
Skipa þarf setudómara
í f orystugrein hér í Vísi var á dögunum á það bent, að
ef lögreglustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli annað-
ist rannsókn mála Fríhafnarinnar yrði það eins konar
innanhússmál í utanríkisráðuneytinu, þar sem bæði Fri-
höfnin og starfsmenn hennar ásamt starfsmönnum lög-
reglustjóraembættisins heyrðu beint undir utanríkisráð-
herra. Ef ekkert kæmi fram í rannsókninni sem renndi
stoðum undir þær fullyrðingar um misferli, sem fram
hafa komið í Vísi, yrði hætt við að menn litu á niður-
stöðurnar sem einhvers konar kattarþvott.
Vísir hef ur bent á, að koma mætti í veg fyrir slíkt með
því að fela aðila sem ekki tengdist utanríkisráðuneytinu
og starfseminni á Kef lavíkurf lugvallarsvæðinu að rann-
saka Fríhafnarmálið.
Ýmiskonar tengsl eru einnig milli lögreglustjóraem-
bættisins á Keflavíkurflugvelli og Fríhafnarstarts-
mannaimeðal annars bein f jölskyldutengsl, þannig að
mjög óeðlilegt er að rannsóknin sé framkvæmd af em-
bætti lögreglustjórans.
Vísir er þeirrar skoðunar, að lögreglustjórinn eigi að
úrskurða sig frá málinu og óska eftir að skipaður verði
setudómari í Fríhafnarmálinu, þannig að rannsóknin sé
framkvæmd af einhverjum aðila utan embættis hans.
Setudómarinn þarf meðal annars að fá aðgang að
þeim gögnum, sem Visi hefur verið neitað um hjá utan-
rikisráðuneytinu, þar á meðal bréfum ríkisendurskoðun-
ar varðandi mál Fríhafnarinnar. Einnig þarf hann að
leiða sem vitni ýmsa aðila aðra en núverandi starfsmenn
Fríhaf narinnar.
Vísir væntir þess, að lögreglustjórinn á Keflavíkur-
flugvelli endurskoði ákvörðun sína varðandi rannsókn
málsins, á vegum embættis hans.ekki síst vegna beinna
fjölskyldutengsla hans við núverandi og fyrrverandi
starfsmenn Frihafnarinnar.
Snjór er viða vandamál á flugvöllum dti á landi og á mörgum stö&um vantar alveg hús eða þau eru lé-
leg.
„A langflestum áætlunarflug-
völlum er ástandiö langt fyrir
neðan allt velsæmi. Varla er ræð-
andi um neyðarvelli sem ekki eru
annaö en for”, segir i skýrslu sem
flugmálastjórn hefur sent frá sér
um stööu flugs á islandi. Þar seg-
ir ennfremur að enginn Islenskra
flugvalla mæti lágmarkskröfum
nema vellirnir I Keflavik,
Reykjavlk og á Akureyri.
Til að uppfylla lágmarkskröfur
þurfa m.a. fullkomin flug-
leiðsögutæki að vera fyrir hendi:
aðflugstæki svo fljúga megi niður
að flugbraut af fullu öryggi i til-
tekið lágmark.
Flugbrautin þarf aö liggja vel
við vindáttum. Undirbygging
hennar þarf að vera á þann hátt
að brautin þoli bleytu og hálku.
Flugbrautir þurfa að vera girtar
til að verja þær ágangi búfjár og
manna. A brautinni þarf að vera
slökkvibúnaður og björgunarbún-
aður. Þar þarf að vera eftirlits-
maður sem hefur undir höndum
a.m.k. fjarskiptatæki, vindmæli
og hæðarmæli.
A flugvallarsvæðinu þarf hús
fyrir eftirlitsmann og farþega
meö aðstöðu fyrir stjórnun og af-
greiöslu. A flugvallarsvæðinu
þarf einnig að vera aðgangur að
snjóruðningstæki og tækjum til
bremsumælinga og sandburðar.
Með skýrslu flugmálastjórnar
fylgir greinargerð frá ýmsum aö-
ilurn um flugvelli utan Keflavikur
og Reykjavikur. bar kemur fram
að ástand flugvalla er mjög
slæmt. Til að skýra hvernig
ástandiö á mörgum áætlunarflug-
völlum eru hér örstuttar lýsing-
ar:
A þeim völlum sem flugvallar-
starfsmenn eru vantar oft skýli
eða afdrep. Flugvallarstarfs-
maöur kemur i bil sinum út á
flugvöll, er með tæki sin laus i
bilnum og afgreiöir farþega við
þá aðstöðu.
Farþegum er stundum ekiö út á
flugvöll og skildir þar eftir skjól-
Það er einhver
að dingla mamma
Þótt allt frá fyrstu tlð hafi út-
varpið einkum verið gagnlegt við
flutning á veðurtiðindum og al-
mennum fréttum er þvl ekki aö
neita aö þeir eru margir, sem
hafa taliö sig þurfa aö hafa nokk-
ur afskipti af dagskránni og flutn-
ingi hennar. Þetta mun hafa
sannast á lesendabréfum, þegar
hefur áraö fyrir þau, og þetta
kom fram i skrifum I útvarps-
tiðindum, sem menn kepptust viö
aö gefa út á strlösárunum og upp
úr þeim. Þá voru útvarpshetjur
viö lýöi eins og Vilhjálmur Þ.
Gislason slðar útvarpsstjóri, Jón
Eyþórsson sem tókst svo glæsi-
lega með þáttinn um daginn og
veginn, að þátturinn hefur aldrei
orðiö samur slöan, og allra sizt
samkvæmt þeirri pólitlsku
skiptareglu sem stundum hefur
veriöupphaf hans og endir. Og þá
skal ekki gleymt Páli Isólfssyni
sem fyrstur manna flutti útvarpiö
raunverulega inn I stofur fólks
meö alþýölegu tali, gamansemi
og hæfilegri beitingu tónsprotans.
Útvarpið þróaðist til létt-
ara hjals
Tónlistarflutningurinn stóö
einkum öndverður i fólki, þegar
ekki var um að ræöa harmoniku-
lög, slagarasöng á borð við
„Suöur um höfin” eöa þjóðkórinn
hans Páls. Menn vildu hafa kveð-
skap og gamlar baöstofukvöld-
vökur, þó aldrei kæmist hið al-
þýölega efni svo langt að lesin
yrði Vidalínspostilla. Kveð-
skapurinn lagðist af á stríðsárun-
um með öðru, og lagðist þar á eitt
viöhorf þeirra sem heyrðu til
tuttugustu öldinni 'og svo hin
ágæta yfirlýsing einhvers Bret-
ans,sem kvaö upp úr með aö vit-
laus maður væri kominn i út-
varpið þegar hann heyröi kveöið I
fyrsta sinn. Þannig komst hin
eiginlega islenzka baðstofumenn-
ing frá nitjándu öldinni aldrei inn
i útvarpiö að neinu gagni með
Neðanmóls
/"""" V \
Indriði G. Þorsteinsson
skrifar:
Hvernig er það annars
með þetta gamla gufu-
radió? Við vitum að þvi
er ekki stjórnað, en við
héldum að „barnapí-
urnar" væru ekki enn
farnar að ráða þar
húsum.
upplestrum slnum og kveðandi
þótt framhaldssögur séu viss angi
af henni. Aftur á móti þróaðist út-
varpiö til léttara hjals og með
lengdri dagskrá urðu flutnings-
menn dagskrár einskonar al-
menningur, sem boðuðu jazz,
country western og It is a long
days night eftir aö þjóðkórinn
hvarf af vettvangi sem síðasti
þáttur sérstakrar þjóömenning-
ar. Hvaö fyrrgreint efnisval
snertir gæti islenzka útvarpið al-
veg eins verið á Grænlandi,
Luxemburg eða jafnvel I Kefla-
vík.
Sambræðsla meðai-
mennskunnar
Dagskrárefnið þróaöist svona
einhvern veginn án þess að uppi
væru sérstök sjónarmiö byggð á
hlustendakönnun eöa viöhorfum
útvarpsráðs, sem skipaö væri
fulltrúum hlustenda. Dagskráin
er i sjálfu sér ekki timanna tákn
hér á landi heldur einskonar sam-
bræðsla meðalmennskunnar, þar
sem öllu ægirsaman, Sibellusi og
Elton John, Thor Vilhjálmssyni
og Þórunni Elfu, Travolta og
Gunnsó. Það getur veriö næstum
þvi hættulegt að opna útvarp hafi
maður ekki áður kikt i dagskrá i
blaöi nema á föstum fréttatim-
um. Dagskrárstefna fyrirfinnst
engin, og þar sem áöur voru
boðaðar virðulegar vetrardag-
skrár er ekki hægt aö tilkynna
neitt á haustdögum, sem standi
lengur en til áramóta öðru visi en
tunga þeirra útvarpsmanna vefj-
ist þreföld utan um höfuð þeirra.
Tónlistardeild vill koma músik
sinni á framfæri, poppiðnaðurinn
og plötuútgáfan i landinu vill fá