Vísir - 13.11.1978, Blaðsíða 12
16
m
Mánudagur 13. nóvember 1978 VISIR
LÍF OG UST LÍF OG UST
LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST
Þaö hefur löngum
tiökast erlendis aö gefa út
á hljómplötum nokkur
nývinsæl lög hvort ilr
sinni áttinni, án þess aö
frumflytjendur komi þar
viö sögu. Kunnastar
slfkra safnplatna eru
ugglaust svonefndar
,,Tops-pops” plötur
(þessar meö fáklæddu pf-
unum á framhliöinni).
TÓNLIST
'rd i '^rl Gunnar Salvars- son skrif- ar um popp
Býður of sér
góðan þokka
Linda Gisladóttir
Ekki ómerkari menn en
Elton John hafa byrjaö
söngferil sinn á silkum
plötum.
A þetta er minnst hér
sökum þess aö fyrsta
sólóplata Lindu Gfsla-
dóttur minnir nokkuö á
framleiöslu sem þessa. A
plötu hennar eru tiu lög úr
sitt hvorri áttinni og mörg
nývinsæl lög. Hljóöfæra-
leikurinn er sérpantaöur
frá stúdióhljóöfæraleik-
urum I Danmörku, en
söngur Lindu tekinn upp
hér heima. Islenskir text-
ar eru viö lögin og er Þor-
steinn Eggertsson þar aö
verki eins og glöggt má
heyra.
Þótt Linda syngi hér
m.a. lög söngkvenna á
borö viö Yvonne Elliman,
Ritu Collidge og Debby
Harry er samanburöur-
inn henni ekki ýkja óhag-
stæöur. Rödd hennar er
Linda Gisladóttir.
aö sönnu dálitiö flöktandi
og lltt öguö, en á móti
kemur aö hún er þokka-
full og hlýleg. Eöli máls-
ins samkvæmt er þetta
skemmtiplata og þaö er
hún vissulega. Hins vegar
vekur hún þá spurningu,
hvort Linda ætli um aldur
og ævi aö syngja dægur-
lög, þótt hún hafi I upp-
hafi gefiösig Utsem slika,
þ.e. meö Lummunum.
Hún hefur altént sjálf
viöurkennt aö hafa meiri
áhuga á annars konar
tónlist. —Gsal
Konur ekki
einsamlar
Vetrarbörn, skáldsaga eftir Dea Trier
Mörchæ Myndskreytt af höfundinum.
Nina Björk Árnadóttir þýddi. Otg. Iðunn,
1978.
Bókmenntir
Q Arni Þór- arinsson skrifar
Miklir lofsöngvar hafa
veriö kyrjaöir af mörgum
yndislegum konum 1 blöö-
um um skáldsöguna
Vetrarbörn sem út kom á
islensku I haust. Þaö hefur
veriö fallegur söngur.
Kallhlunkur eins og ég
veröur vitaskuld hjáróma i
þeim kór.
Vetrarbörn gæti meö
hæfilegri strföni flokkast
undir „kvennabækur”.
Hún lýsir hlutskipti
nokkurra veröandi mæöra
á fæöingardeild i Kaup-
mannahöfn, tilf inningalif i
þeirra andspænis þvi undri
sem fæöing er og i bak-
grunni eru þjóöfélagslegar
aöstæöur. Þaö hafa fyrst og
fremst veriö konur sem
tóku þessari bók tveim
höndum og spuröu: Af
hver juhefur enginn skrifaö
svona bók áöur? Vetrar-
börn hefur selst I hundraö
þúsund eintökum i heima-
landi höfundar, Danmörku,
fengiö verölaun, veriö þýdd
áa.m.k. átta tungur, veriö
kvikmynduö, og hérlendis
mun hún hafa selst óvenju
vel miöaö viö þýddar bók-
menntir af betri sortinni.
Vissulega er þaö þakkar-
vert aö fá norræna bók úr
fremstu röö volga á
islenskan bókamarkaö.
Hylli Vetrarbarna hjá
konum byggir trúlega á þvi
aö hún oröar reynslu sem
konur hafa fram á siöustu
ja fii réttistim a e kki ver iö aö
flika,—reynslusem aöeins
konur upplifa og geta þar-
afleiöandi lýst af einhverju
viti. Auövitaö er Vetrar-
börn ekki „kvennabók”.
Hún er, ef viö tölum I svona
frösum, miklu frekar
„kallabók”. Hún á I raun-
inni mun meira erindi viö
karla enkonur, þ.e. ef bæk-
ur eiga mest erindi viö þá
sem eru ókunnugir
viöfangsefni þeirra. Erindi
Vetrarbarna er fyrst og
siöastaö efla skilningkarla
á þvi hlutskipti kvenna aö
ganga meö nýtt lif inni sér,
sem þeir eiga þátt I aö
kveikja og bera jafn-mikla
ábyrgö á.
Þetta brýna erindi
Vetrarbarna þýöir þó ekki
aö listrænn árangur sé
tryggöur. Mér finnst
Vetrarbörniheild ekki eins
góö bók og efni hennar er
Dea Trier Mörch — hulunni
svipt af hugarheimi
sængurkvenna
elskulegt. Aö formi til er
þetta svokölluö „hópskáld-
saga” (kollektivroman).
Fylgst er meö allmörgum
persónum, þótt sumar séu
meira áberandi I frásögn-
inni en aörar. 1 Vetrar-
börnum veröur ein kvenn-
anna á fæöingardeildinni,
Maria, aö visu eins konar
miöpunktur, og aörar kon-
ur ganga inn og út úr sög-
unni. Þetta veldur fremur
losaralegu byggingarlagi,
og mér finnst höfundi ekki
takast aö skapa skýrar
persónumyndir. Þótt hann
vilji fyrst og fremst gera
hlutskipti sængurkvenn-
anna skil og siöur þeim
sjálfum sem einstaklingum
veröur þetta tvennt aö
haldast i hendur til þess aö
frásögnin dragi lesandann
aö sér.
Höfundur leggur sem
sagt meiri áherslu á þaö
sem þessar konur eiga
sameiginlegt, — þ.e.aö þær
eru barnshafandi — , en
minni á þaö sem greinir
þær I sundur. Hinum ólika
þjóöfélagslega bakgrunni
þeirra er aö visu brugöiö
upp, en einnig þar bregst
höfundi bogalistin og
billegar einfaldanir eiga of
greiöanaögang aö sögunni.
Snemma er sjúkrahúsinu
likt viö mauraþúfu og
býflugnabú, sem sé „sam-
eiginlegur atbeini
margra”, bæöi sjúklinga
og starfsfólks. „Fjölmarg-
ar skoöanir sem fæöast,
dafna og þrifast á staönum.
Og sjúkrahúsiö er útkoma,
háö pólitiskum ákvöröun-
um” (bls. 10) Þessi mynd
af sjúkrahúsi þykir mér
ekki komast nægilega til
skila í þeirri sögu sem siö-
an er sögö. A bls. 174 er
sagt: „Sjúkrahúsiö er aö
vissu leyti mynd af
þjóöfélaginu. Mikill
meirihluti sjúklinganna
mun alltaf finna til þess og
TÓNLIST
ólafur
Stephcn-
sen skrif-
ar um
jass.
Happy mwsic
Aöeins sárafáir jass-
klúbbar I jassborginni
New York hafa haldiö
tryggö viö gamla hefö f
jassstil. Þeir hafa haldiö
sinu striki hvaö sem á
hefur gengiö. Be-bop,
funk, cool, avant-garde,
o.s.frv. hefur ekki haft
minnstu áhrif á gang lifs-
ins hjá Jimmy Ryans,
Nick’s eöa Eddie
Condon’s — alltaf hafa
þessir ágætu klúbbar
haldiö áfram aö bjóöa
þakklátum hlustendum
upp á jasstónlist, sem
byggist á gömlum merg
— kraftmiklum New
Orleansstll eöa þá Main-
stream Jass meö syngj-
andi sveiflu.
Sungið í trekt
Hér austan hafs hafa
Frakkan og Bretar veriö
einna duglegastir aö
halda viö þessum gamla
stil, sem Bretinn kallar
„Happy Music” þegar
annaö betra eöa forsögu-
legra finnst ekki i svipinn.
Fjöldinn allur af
áhugamönnum hefur
myndaö hljómsveitir,
sem eru mjög vinsælar
meöal ungra jassáhuga-
manna — hljómsveitir,
sem skipaöar eru
trompetleikurum, bá-
súnuleikurum, klarinett-
leikurumog „ryömasveit-
um”, sem hafa á aö skipa
liflegum túbuleikurum og
svo auövitaö banjóleikur-
um, þegar best lætur.
Ekki má svo gleyma
söngvurunum, sem láta
sig hafa þaö aö raula
„Lazy River” i gegnum
trekt!
Flestar þessar hljóm-
sveitir seinni ára hafa
byrjaö sem tómstunda-
gaman áhugamanna, en
allmargar þeirra hafa
fært sig upp á skaftiö og
leikiö opinberlega —
fyrst I skólum, sjúkrahús-
um og elliheimilum, og
siöar i jassklúbbum.
Nokkrar hafa jafnvel tek-
iö aö sér fasta sjónvarps-
þætti, eins og til dæmis
The Temperance Seven,
bresk hljómsveit, sem
leikur aöeins dans- og
dægurlög meö jassivafi
frá timabilinu 1904-1910.
Listamannaskála-
blues
Hérlendis hefur veriö
frekar fátt um fina drætti
i gömlum jassstil. Menn
um miöjan aldur hugsa
enn meö velþóknun til
góöu daganna I Lista-
mannaskálanum, þegar
hljómsveit BJÖRNS R.
Einarssonar lék af lifi og
sál fyrir dansgesti. Þar
blés Gunnar Egiison i
klarinett á la Peanuts
Hugo Og Haraldur Guö-
mundsson lék listir sinar
á trompet.
1 Listamannaskálanum
lék siöar (1951, ef ég man
rétt) ágæt hijómsveit
Þórarins Óskarssonar,
básúnuleikara. 1 þeirri
hljómsveit lék ungur
trompetleikari aö nafni
Agúst Eiiasson, en þeir
Þórarinn og Agúst voru
nokkrum sinnum, sföar
meir, viöriönir Dixie-
landhljómsveitir. Þessar
hljómsveitir þóttu alltaf
lifga upp á skammdegiö,
þó ekki yröu þær langlif-
ar.
Jass í endurhæfingu
Nú þegar skammdegiö
færist yfir okkur, hafa
þau tiöindi borist alla leiö
Konungleg sveifla upp á gamla mátann. Visismynd:
KM.
inn á ritstjórnardeild
VIsis, aö tómstunda-
klúbbur jassáhuga-
manna, sem I gamni (og
alvöru, vona ég) nefna sig
Sveiflukóngar Suöurlands
(SVEIK), hafi æft hljóm-
sveitarleik af miklum
móöi undanfarna mánuöi.
Þessir góöu dátar SVEIK
eyöa tómstundum sinum I
þaö aö sveifla sér 1 gegn-
um gömul og góö jasslög,
til dæmis lög eins og „Ja-
d a ”, „C 1 a r i n e t
Marmelade”, „King
Porter” og fleiri glóöa
stompara. Sveik er
fyrst og fremst hugsaö
sem tómstundagaman, en
fyrir nokkru létu þeir sig
hafa þaö og léku fyrir
sjúklinga á Grensás-
deild Borgarspitalans viö
mjög góöar undirtektir.
Sveif lutónlist
I hljómsveitinni leika
Agúst H. Eiiasson, tækni-
fræöingur, trompet, Þór
Benediktsson, verk-
fræöingur, básúnu, Július
Kr. Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri, klarinett,
Helgi Kristjánsson,
bólstrari, banjó, Kristján
Magnússon, ljósmyndari,
pianó, Friörik Theodórs-
son, framkvæmdastjóri,
bassa og Sveinn óli Jóns-
son, flugleiöamaöur,
trommur.
Sveiflukóngar Suöur-
lands eru nú þegar búnir
aö æfa upp dágóöan foröa
af sveiflutónlist, sem þeir
skemmta sér viö aö leika
saman af og til.
Þegar vel liggur á
þeim, tekur Friörik upp
trektina og syngur „Lazy
River”! oSt
Höfuðsnillingui
heldur hljómlei
Gunnar Þóröarson,
höfuösnillingur islenskrar
popptónlistar, hyggst efna
til hljómleika i Háskólabiói
sunnudaginn 19. nóvember.
A hljóm leikunum mun
hann kynna efni af væntan-
legri hljómplötu, — eöa
réttara sagt hljómplötum,
þvi aö hér er um tveggja
platna albúm aö ræöa, auk
þess sem flutt veröur efni
sem ekki hefur áöur komiö
fyrir almenningseyru.
Tóbaksvegir í
Keflavík
Leikfélag Keflavikur frumsýnir I kvöld, mánudags-
kvöld, „Tobacco Road” eftir Erskine Caldwell I leikgerö
Jack Kirkland og er þetta fyrsta verkefniö á þessu leik-
ári. Leikurinn f jallar um lif smábænda i Bandarikjunum
á kreppuárunum af bæöi gamni og alvöru. Caldwell var
talinn einn af „hráu höfundunum” ásamt John Stein-
beck og fleiri löndum hans. Alls taka 20 manns þátt I
sýningunni, þar af 11 leikarar. Meö helstu hlutverkin
fara Arni Ólafsson, Aslaug Bergsteinsdóttir, Þórdis Þor-
móösdóttir, Gisli Gunnarsson og Jón Sveinsson. Leik-
stjóri er Þórir Steingrimsson og leikmyndin er eftir
Steinþór Sigurösson. önnur sýning er á miövikudags-
kvöld.
LIF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST