Vísir - 16.11.1978, Side 6
6
Fimmtudagur 16. nóvember 1978 visra
Góð ryðvörn
tryggir endingu
og endursölu
véla
| pakkningar
■
■
I
?o<d 4-6-8 strokka
benzin og díesel vélar
Austin Mini
Bedford
B.M.W.
Buick
Chevrolet
4-6-8 strokka
Chrysler
Citroen
Datsun benzin
og diesel
Dodge — Plymouth
Fiat
Lada — Moskvitch
Landrover
benzin og diesel
Mazda
Mercedes Benz
benzin og diesel
Opel
Peugout
Pontiac
Rambler
Range Rover
Renault
Saab
Scania Vabis
Scout
Simca
Sunbeam
Tékkneskar
bifreiðar
Toyota
Vauxheii
Volga
Volkswagen
Volvo benzín
og diesel
I
Þ JÓNSSOIM&CO
Skeilan 17 s. 84515 — 84516
Ódýrar Lundúna-
ferðir
j
Fariö hvenær sem er alla
daga nema sunnudaga.
Lágmarksdvöl 8 dagar, há-
marksdvöl 21 dagur. j
Dvalist á
Höteí STRATFORD COURT
— REMBRANDT —
WESTMORELAND,
CHESTERFIELD eöa
ALBANY, öll i Miö-London#
eftir eigin vali,
Verö frá kr. 104.000 á mann
flug innifaliö, gisting, öll
herbergi meö baöi, WC,sjón-
varpi og sima.
Einnig ibiiðir fyrir 2-8
manns. 5 og 7 daga feröir.
Glasgowferöir annan hvorn
föstudag.
Otvegum leikhúsmiöa, miöa
á knattspy rnul ei ki,
skoöunarferöir o.fl.
Hagkvæmustu kjörin — hag-
kvæmustu ferðaskilmálarn-
Ferðaskntsto/a
KJARTANS
HELGASONAR
Skolavoröuslig 73A
Reykiavik simi 29211
Kekkonen meö vini sfnum
Breshnev forseta.
I austri,
78 ára gamall en lætur sig ekki
vanta f laxveiöina á tslandi.
Hinn aldni forsetf er mjög vel á sfg kominn lfkamlega og
stundar sitt trimm, gufuböö og Utivist af sama áhuganum
og fyrr. Myndin er tekin er Kekkonen var viö laxveiöi f
Kjós f fyrra.
Urho Kekkonen forseti Finn-
iands er meöal þeirra þjóöar-
leiötoga Evrópu sem lengst hafa
enst i forystunni, og sýnir engin
merki þess aö hann hyggist
draga sig i hlé, þótt hann hafi
gegnt embætti sinu i meira en
tuttugu ár og hafi oröiö 78 ára i
september siöasta.
Finnlandsforseti hefur hann
veriösiöan 1956 og var i byrjun
þessa árs kjörinn til nýs sex ára
tímabils Hlaut hann yfir-
buröasigur meö stuöningi allra
stærstu stjórnmálaflokka
Finna. Aöur höföu streymt aö
honum áskoranir úr hinum ólfk-
ustu áttum, pólitiskum sem
ópóliti'skum um aö gefa kost á
sér enn á ný. Báru þær glöggt
vitni þeim vinsældum sem hann
nýtur hjá þjóö sinni og trausti
sem byggist á þvi aö engum er
beturtrúaötil þess aö tjónka viö
Kremlherrana. — Stuönings-
menn hans hömruöu enda á þvi,
aö Kekkonen væri ómissandi
þegar yngri kynslóö kæmi til
valda i Kreml til þess aö brúa
bilið.
Þessi trú á Kekkonen til þess
aöhafa áhrif á ráöamenn Sovét-
rikjanna á rætur slnar aö rekja
til þess aö dr. Kekkonen, sem
aðalábyrgð hefur boriö á utan-
rikisstefnu Finnlands I meira en
tvo áratugi, hefur átt mjöggóöa
samvinnu viö nágranna sina i
austri og vakiö tiltrú þeirra á
hlutleysisstefnu Finnlands. —
Eins og skýrast kom fram, þeg-
ar öryggismálaráöstefnu
Evrópu var valinnfundarstaöur
i Helsinki I upphafi.
Fáir þjóöhöföingjar eru
Islendingum eins vel kunnir og
Kekkonen, jafn tiöur gestur og
hann hefur verið hér á Islandi.
Hár aldurhefur ekki aftraöhon-
um frá þvi aö stunda árlega
veiöi i islenskum laxveiöiám af
sama garpsskap og mikiö yngri
menn tddu sig sæmda af. Enda
vekur þaö athygli aö slikur öld-
ungur skuli jafn vel á sig kom-
inn likamlega sem andlega. —
Þegar andstæöingar Kekkonens
létu I ljós kvlöa yfir þvi I siöustu
kosningum að Elli kerling væri
oröin of náin fylgikona Kekkon-
ens til þess aö fela honum nýtt
sex ára kjörtimabil i forsetaem-
bætti, brást Kekkonen reiöur viö
og kvaö slikt hinn versta róg-
burö, tilhæfulausan meö öllu.
Siöan hefur Kekkonen ekki
gefiö mönnum frekari tilefni til
kvffia vegna aldurs hans. Elli-
mörk sjást ekki á honum. Hann
iökar sina likamsrækt meö
trimmi, saunaböðum, sundi og
útivist eins og heilsuhraustustu
menn á miöjum aldri.
Þaö kemur samt ekki I veg
fyrir þaö aö menn geri sér ljóst
aö þetta hljóti aö vera hans
siöasta kjörtimabil. Þvi eru þeir
farnir aö velta fyrir sér, hverjir
liklegastir séu til þess aö veröa
eftirmenn Kekkonens. 1 þvi
sambandi heyrast tveir menn
oftast nefndir. Annar er Kalevi
Sorsa forsætisráöherra, hinn 47
ára gamli leiötogi sóslaldemó-
krata. Hinn er Johannes Viro-
lainen,64 ára,leiötogi Miöflokks-
ins.
Annarra er þó einnig getiö i
sömu andrá, sem eru þeir dr.
Ahti Karjalainen, hinn 56 ára
gamli starfsmaöur hjá seðla-
banka Finnlands og Olavi
Mattila, sextugur forstjóri
tveggja stórra rikisfyrirtækja.
Báöir eru þessir Miöflokks-
menn. Fimmti maöurinn er dr.
Mauno Kovisto, 55 ára gamall
seölabankastjóri Finnlands.
Þessir menn eru allir þraut-
reyndir stjórnmálamenn, þótt
aðeins tveir þeirra séu vel kunn-
ir utan sins heimalands. Nefni-
lega þeir Sorsa núverandi for-
sætisráöherra og Karjalainen,
fyrrverandi utanrikisráöherra
og fyrrverandi forsætis-
ráöherra. — Og þaö er kannski
einmitt vegna þeirrar reynslu
sinnar, sem allir fimm gæta
þess af stakri varkárni aö
hampa s jálfum sér ekki mikið I
augum finnskra kjósenda sem
hugsanleg forsetaefni.
Fyrirsjáanlega mun sá veröa
sterkastur sem gamli maöurinn
mun tilnefna sem sinn eftir-
mannogstyöjaviö bakiö á. Sllk
eru áhrif Kekkonens á kjósend-
ur.
Vegna stjórnskrár Finna nýt-
ur Finnlandsforseti mikilla
valda og meiri áhrifa en margir
starfsbræöur hans hjá öörum
lýöveldum. Meöal annars mótar
hann alveg utanrikisstefnu
landsins. 1 tiö Kekkonens hefur
forsetaembættiö þróast til enn
meiri áhrifa en beinlinis er gert
ráö fyrir i stjórnarskránni og
vandséö aö nokkur eftirmaöur
hans fái haldiö þvi.
Utanrikisstefna Finnlands
hefur um áranna bil snúist i
meginatriðum um aö halda
góöum tengslum viö rússneska
björninn, sem andar þungt
niöur um hálsmáliö á Finnum.
Formlega var bundinn endir á
fornan fjandskap þessara ná-
grannaþjóða (striöin 1939-40 og
1941 til ’44) meö vináttusátt-
mála sem undirritaöur var 1948,
þar sem kveöiö er á um vinsam-
lega samvinnu rikjanna og hlut-
leysi Finnlands viöurkennt. Þar
er aö visu ákvæöi sem skyldar
Finnland til þess aö hindra til-
raunir til árásar á Sovétrlkin af
finnskri grund, árásar Þýska-
lands eöa bandamanna Þýska-
lands.
Þetta siöastnefnda atriöi
visaöi raunar 1948 til þýsks rikis
sem ekki er til I dag. En þaö er
ávallt túlkaö sem Vestur-
Þýskaland núoröiö.
Annar mikilvægur þáttur
utanrlkisstefnu Finna er sam-
starfiö viö Noröurlöndin, sem
yfirleitt hefur veriö með
ágætum, þótt hinir norrænu
frændur Finna umgangist þá
meö vissri varúö vegna sam-
vinnunnar viö Sovétrlkin. Svlar
vegna hlutleysisstefnu sinnar,
Norömenn, Danir og Islending-
ar vegna Nato-aöildar sinnar.
Hefur hinum slöasttöldu stund-
um þótt nóg um hversu ýmsar
tillögur Kekkonens og Finn-
landsstjórnar falla vel á stund-
um undir stefnu Kremlstjórnar-
innar.
1 sumar varö mönnum alls
ekki rótt, þegar ierlendum dag-
blöðum virtust fréttir um aö
Dmitri Ustinov, varnarmála-
ráöherra Sovétrikjanna heföi
lagt fastaö Finnum aö taka þátt
i heræfingum meö Rauöa hern-
um. — Taisto Taehkaemaa,
utanrikisráöherra Finnlands, sá
sig knúöan til þess aö gefa út
yfirlýsingu, þar sem þessar
fréttir voru bornar til baka sem
algjörlega ósannar. Slík yfir-
lýsing hefur ekki veriö gefin án
ráöfæringar viö Kekkonen for-
seta sem þá haföi nýlokiö heim-
sókn til Sovétrlkjanna þar sem
hann átti langar viöræöur viö
Alexei Kosygin forsætis-
ráöherra. En meö þeim
Kekkonen og Kosygin hefur
veriö mjög kært I gegnum árin.
I þessari yfirlýsingu var sagt
aö sameiginlegar heræfingar
meö Sovétmönnum væru ekki i
samræmi viö hlutleysisstefnu
Finnlands og óhugsanlegar
vegna stöðu Finnlands I al-
þjóöamálum á friöartimum. —
Vörpuðu þá margir öndinni létt-
ar.
En þótt þessum áhyggjum
væri létt af hinum norrænu
frændum, hefur þaö samt ekki
breytt afstööu þeirra til helsta
framlags Kekkonens forseta til
málefna Noröurlanda á síöari
árum, sem er tillaga hans um
kjarnorkuvopnabann á Norður-
löndum. — Þaö hefur mörgum
sýnst vera beint undan rifjum
Krelmstjórnarinnar runniö, og
hefur veriö bent á aö einu kjarn-
orkuvopnin sem fyrirfinnist i
þessum heimshluta sé aö finna 1
kafbátum Sovétmanna i
Eystrasalti og I Murmansk og á
Kolaskaga þar sem umsvif
Sovéthersins eru sögö vera
mest.
KEKK0NEN 78 ÁRA OG
ENN í FULLU FJÖRI
r—^
Umsjón Guðmundur Pétursson J
Afgreiðslan er i Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1, opin til kl. 22 i kvöld.
Dregið 18. nóvember
SENDUM SÍMI82900 SÆKJUM