Vísir - 16.11.1978, Qupperneq 28
Lögreglurannsóknin
á Frihöffninni:
Vi6 afgreiOslu I Frlhöfninni.
Fimmtudagur 16. növ. 19T8
Eðlilegra að
málinu hefði
verfð visað tif
ríkissaksóknara
segir rannsóknarlögreglu-
sffórf rikisins
Hallvaröur Einvarösson, rannsóknarlögreglustjóri,
var inntur eftir þvi i morgun i útvarpinu, hvort ekki heföi
veriö rétt málsmeöferö, aö Kannsóknarlögregla rlkisins
heföi framkvæmt rannsóknina á máiefnum Frfhafnar-
innar.
„Eg skal ekki kveöa á
um þaö”, svaraöi Hall-
varöur. „Ef til vill má oröa
þaö svo, aö eölilegt heföi
verið, eins og alloft hefur
veriö venja til, aö þegar
stjórnarráö eöa opinberar
stofnanir telja efni til opin-
berrar rannsóknar á ein-
hverjum málefnum, aö þá
sé þvi málefni fyrst visaö
til rikissaksóknara. Hann
fer lögum samkvæmt meö
yfirstjórn rannsóknar opin-
berra mála. Rikissak-
sóknari athugi siöan og
meti rannsóknargrundvöll-
inn og kveöi siöan á um
rannsóknaraögeröir, þar á
meöal hverjum hann feli
rannsóknina”.
—BA—
27 árekstrar
Tuttugu og sjö árekstrar
uröu i Reykjavfk siöasta
sólarhring, eöa frá sex I
gærmorgun til sex I morg-
un. Rétt fyrir klukkan sex i
gærdag varö einn árekstur
I Noröurfeili. Lentu þar
saman tveir bilar og voru
ökumaöur og farþegi úr
öörum fluttir á slysadeild. 1
hádeginu I gærdag varö bil-
velta á Mikiubraut, en eng-
in slys uröu á fólki.
—EA
I
■
■
■
■
■
■
IK VCIKJA
I STEMMVI
Svonefndur „Rauði byltingarher" lýsir sig
ábyrgan fyrir brunanum
1 „Rauði byltingarherinn” hefur sent
■ fjölmiðlum bréf, þar sem hann lýsir á
■ hendur sér allri ábyrgð á bruna á
| sildarsöltunarstöð Stemmu h/f á Höfn i
g Hornafirði.
8 Rannsókn var gerö á
■ orsökum brunans, en
" samkvæmt tilkynningu til
■ fjölmiðla hefur ekkert
m komiö i ljós, er skýrt gæti
hvaö olli eldsvoöanum.
Er haft var samband
viö sýsluskrifstofuna á
Höfn i Hornafiröi i morg-
un var áréttaö aö ekkert
væri vitað um eldsupptök,
og það áréttaö aö ikveikja
heföi ekki hvarflaö að
mönnum. Bréf þaö, sem
„Rauöi byltingarherinn”
hefur sent fjölmiðlum,
haföi ekki komiö á sýslu-
skrifstofuna i Höfn.
Hallvaröur Einvarös-
son, rannsóknarlögreglu-
stjóri rikisins, sagöi aö
sér heföu borist spurnir af
þvi, að sams konar bréf
heföi borist til fleiri fjöl-
miðla en VIsis.
„Rauöi byltingarher-
inn” hefur áöur sent fjöl-
miölum bréf þar sem boö-
uö voru spellvirki. Bréfiö
um brunann i Stemmu h/f
mun hins vegar vera þaö
fyrsta, þar sem þessi
samtök lýsa þvi gagngert
yfir, aö þau beri ábyrgö á
skemmdarverkum.
—BA—
1 ^pi«síbsís * uté \
Vlða er unnið við sildina um þessar mundir, m.a. i Vestmannaeyjum, þar
sem þessi mynd var tekin. Stúlkurnar eru að vinna við sildarflökunarvél. Visis-
mynd: Guðmundur Sigfússon.
Lausn efnahagsvandans 1. desember
Þegar samkemulag hjá
verkalýðsforingiunum
Alþýðubandalagsins klofin I afstööu sinni
Nokkrir heistu ráöa-
menn Alþýöubandalags-
ins hafa aö undanförnu
haldiö fundi til aö fjalla
um lausn efnahagsvand-
ans 1. desember n.k., og
munu væntanlega leggja
tillögur sinar fyrir flokks-
ráösfund, sem haldinn
veröur um næstu helgi.
t starfshópi þessum
eiga sæli Lúövik Jóseps-
son, Geir Gunnarsson,
Hjörleifur Guttormsson,
Ólafur Ragnar Grimsson,
Ragnar Arnalds, Svavar
Gestsson, Haraldur
Steinþórsson, Benedikt
Daviösson, Guömundur
J. Guömundsson og
Snorri Jónsson.
Þess er aö vænta, aö i
tillögum þessum verði að
finna einhvers konar
málamiölanir viö verka-
lýöshreyfinguna, sem
þegar hafa hlotiö fulltingi
fulltrúa Alþýöuflokksins
innan forystu verkalýös-
hreyfingarinnar. Heyrst
hefur aö a.m.k.stór hluti
þessarar forystusveitar
Alþýöubandalagsins hafi
þegar látið undan þeirri
kröfu Alþýöuflokksins, aö
tekjuöflun I formi beinna
skatta fyrir næsta fjár-
lagaár veröi miðuö viö
kaupgjaldsvisitölu I staö
visitölu framfærslu-
kostnaöar, eins og gert er
ráö fyrir i fjárlagafrum-
varpinu. Þaö heföi þá
þýöingu, aö hlutfallstala
beinna skatta af tekjum
yröi óbreytt frá þvi sem
nú er. í staðinn er þess aö
vænta, ab Alþýöuflokkur-.
inn komi eitthvaö til móts
viö sjónarmiö Alþýöu-
bandalagsins i þvi álita-
máli, hversu miklu af
visitöluhækkuninni 1.
desember n.k. veröi veitt
út I kaupgjald.
Frumdrög að þessu
samkomulagi munu hafa
veriö lögö fyrir fund miö-
stjórnar i Alþýöubanda-
laginu s.l. þriöjudag, en
þá hlotiö mjög misjafnar
undirtektir, og miöstjórn
klofnaö i afstööu til
þeirra. Er þvi unniö aö
þvi aö ná samkomulagi
um einhverjar minni
háttar breytingar á tillög-
unum, og veröa þær siöan
kynntar flokksráöinu um
helgina. Ef málamiðlun
tekst innan Alþýöubanda-
lagsins verður siöan
reynt aö afla tillögunum
fylgis innan Alþýöu-
flokksins meö frekari
milligöngu verkalýös-
hreyfingarinnar.
Þaö er þvi næsta ljóst,
aö hlutverk visitölu-
nefndar er aö engu orðið,
og tillögur Jóns Sigurös-
sonar, forstööumanns
Þjóöhagsstofnunar, hafa
engan hljómgrunn fengiö.
Eftir þvi sem næst veröur
komist, telja bæði fram-
sóknarmenn og alþýbu-
flokksmenn þær ekki
ganga nógu langt til aö
hamla gegn vixlhækk-
unum verölags og kaup-
gjalds. A hinn bóginn
telja alþýöubandalags-
menn aö hlutfallshækkun
launa verði ekki nægilega
mikil. —GBG
Husqvarna er heimilisprýðí f§>unnai Sfy§ehmn kf
SUÐURLAIMDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 - 105 REYKJAVlK