Vísir - 21.11.1978, Blaðsíða 24
VÍSIR
Þingfararkaupsneffnd:
Gar&ar Sigur&sson, formaöur Þingfararkaupsnefndar,
ræöir viö Geir Hallgrimsson I hli&arsal Alþingis.
Visismynd: GVA
Biðiauii fll
alþingismanna
• nái til þeirra er létu aff
þingmennsku s.l. vor
Fríhöfnin á Keflavíkwrflugvelli
Rýrnunin minnkar
um rúman helmina
• Hvert prósent i rýrnun þýðir á þessu ári
18-20 milljóna króna tjón
Rýrnun i Frihöfninni var á siðasta 2.07% af tæplega 1150 milljón króna
ári tæplega 24 milljónir króna. Nam hún sölu.
Þessi rýrnun þótti
ráðamönnum of mikil og
hófst viðtæk endurskipu-
lagning i Frihöfninni á
siöastliðnu sumri. Rýrn-
unin fram til 11. október
siðastliðinn var að meðal-
tali 1.17%% en salan um
miðjan nóvember var
1710 milljónir króna.
Rýrnunin þann 11. októ-
ber gæti þvi hafa numið
16-17 milljónum króna.
Arangurinn af skipu-
lagsbreytingunum er þó
enn betri, þegar borið er
saman timabilið mai til
október 1978 við sama
timabil i fyrra. Rýrnunin
nam 2.40% I fyrra en
0.92% á þessu ári. Salan á
þessu ári var áætluð 1780
milljónir króna, en að
sögn Hannesar Guö-
mundssonar, sendiráðu-
nauts i varnarmáladeild
sem er formaöur
stjórnarnefndar Frihafn-
arinnar er búist við að
hún verði meiri. 1% rýrn-
un á þessu ári myndi þvi
þýða 18-20 milljóna tjón
fyrir Frihöfnina.
Það er ekki aöeins að
rýrnun i Frihöfninni hafi
stórlega minnkað við
endurskipulagningu þar.
Gjaldeyrisskil hafa stór-
lega aukist á þessu ári.
Gjaldeyrisskil námu
26.79% fram til 9. nóvem-
ber i fyrra, en salan allt
árið var eins og áður
greinir tæplega 1150
milljónir. Gjaldeyrisskil-
in frá ársbyrjun fram til
9. nóvember siðastliðins
námu hins vegar 35.8%
eða um 612 milljónum.
Miðað við gjaldeyrisskil-
in i fyrra hefði aðeins ver-
ið skilaö liðlega 458
milljónum i erlendum
gjaldeyri. —BA—
Þingfararkaupsnefnd
hefur lagt fram á Alþingi
frumvarp um biölaun al-
þingismanna, og er fyrsti
flutningsmaður Garðar
Sigurösson, formaöur
nefndarinnar. Frumvarpið
gerir ráð fyrir að alþingis-
maður, sem setið hefur á
Alþingi eitt kjörtimabil eða
lengur, eigi rétt á biðlaun-
um, er hann hættir þing-
mennaiiii. Biðlaun skal
greiða i þrjá mánuði eftir
eins kjörtimabils þingsetu,
en I sex mánuði eftir þing-
setu i 10 ár eða lengur. Þá
er gert ráö fyrir aö ákvæði
þessi gildi einnig um þá,'
sem létu af þingmennsku
viö siðustu alþingiskosn-
ingar.
í greinargerð með frum-
varpinu segir m.a.: ,,A sið-
asta þingi var þingfarar-
kaupsnefnd sammála um
að hér væri um réttlætis-
mál að ræða og samþykkti
að beita sér fyrir fram-
gangi þess á þessu stigi.
AHir opinberir starfsmenn
njóta uppsagnarfrests.
Siöan 1955 hafa og veriö i
gildi ákvæöi um biðlaun
ráðherra”.
—GBG
Háhyrningar i
beinu fíugi
héðan til Japan
Sædýrasafniö er nú búiö
a& fylla háhyrningakvóta
sinn, þaö hafa verið veidd
tiu dýr og fimm eru þegar
komin úr landi.
Fimm eru enn i gæslu hjá
Sædýrasafninu og sagði
Jón Kr. Gunnarsson, for-
stööumaður, að tvö þeirra
færu I beinu botuflugi til
Japan I byrju desember.
Raunar búið aö lofa öll-
um dýrunum og koma er-
lendir aðilar hingaö til
lands á næstu dögum til að
ganga frá þeim málum.
Jón kvaðst ánægður með
hvernig þetta hefði gengið,
þótt veörið hafi á stundum
verið þeim erfitt. Hann
kvaðst ekki vita um fram-
hald á þessum veiðum, en
Sædýrasafnið hefði mikinn
áhuga á að eignast eigin
dýr og verið væri að gera
aðstöðu fyrir þau 1 safninu.
—ÓT
Tillögur Framséknar:
JM álamiðlun
Rá&herrar Framsóknarflokksins lögöu fyrir rikis-
stjórnina f morgun tillögur sinar um aögeröir I
efnahagsmálum 1. desember n.k. Taliö er aö tiilögur
Framsóknarflokksins feli i sér málamiölun.
Tómas Arnason fjár-
málaráðherra vildi ekk-
ert láta uppi um efni til-
lagnanna við Visi I morg-
un. Er hann var spurður
hvort menn fengju vísi-
töluna að fullu bætta
sagði hann að launþegar
yrðu að leggja sitt af
mörkum.
Samkvæmt heimildum
Vísis mun Framsóknar-
flokkurinn gera ráö fyrir I
þessum tillögum að laun
hækki í krónutölu um
5% 1. desember. Þá geri
þeir ráð fyrir þvi að
niðurgreiðslur verði ekki
auknar. Eins og i tillögum
hinna flokkanna er ekki
gert ráð fyrir hækkun til
bænda 1. des. og er það
metið sem svarar 0,5-1% i
vlsitölu. Þá eru fram-
sóknarmenn ekki hrifnir
af skattalækkunum en
gætu þó fallist á þær sem
málamiðlun að þvl er tal-
iö er.
—KS
VIII ekkert segja
,,Þaö er margt gott i störfum nefndarinnar og hún
mun starfa áfram”, sag&i Ólafur Jóhannesson, for-
sætisrá&herra, um visitölunefndina.
„Það hefur ekki verið ina og hún tekur ákvörö-
tekin ákvörðun um það un um það. Ég vil ekki að
hvort niðurstööur nefnd- svo stöddu ræða neitt um
arinnar verða birtar. Ég þær”, sagði Ólafur
legg þær fyrir rlkisstjórn- Jóhannesson. —J.M.
Tillögur Alþýðubandalagsins um aðgerðir:
Kauphœkkunin
verðl um 6%
Flokksráösfundur Al-
þýöubandalagsins sam-
þykkti um heigina tiliög-
ur um lausn efnahags-
vandans 1. desembern.k.
Gera þær ráö fyrir 6%
beinnikauphækkun en 8%
bætast meö öörum hætti.
Ráöherrar Alþý&u-
bandalagsins lögöu þess-
ar tillögur fram i rikis-
stjórninni I gær.
Ólafur Ragnar Grims-
son. formaöur fram-
kvæmdastjórnar Alþýðu-
bandalagsins. sagði við
Visi I morgun að lagt væri
til aö niöurgreiöslur yrðu
auknar um 1% yrðu 3,5% I
stað 2,5%. Sjúkratrygg-
ingargjald og tekjuskatt-
ar verða lækkaöir á lág-
laun og miðlungslaun
sem samsvarar 2% i vlsi-
tölu. Landbúnaöinum sé
ætlað að bera 0,5%. Loks
verði félagslegar umbæt-
ur og aukin réttindi
verkamanna metin til
jafns við 2% kauphækk-
un. Af þessari 6% kaup-
hækkun er gert ráð fyrir
að aöeins 4% fari út I
verölagið en 2% beri at-
vinnuvegirnir.
Lækkun skatta felur I
sér 5-6 milljarða tekjutap
fyrir rikissjóð og telur Al-
þýðubandalagið að þvi
megi mæta með skyldu-
sparnaði hátekjufólks og
auknu aðhaldi I rikis-
rekstri.
—KS
Borgarbúar hafa átt i erfiöleikum meö aö komast leiöar
sinnar á bifrei&um og öörum vélknúnum ökutækjum siö-
ustu dagana vegna snjókomu. Þá er gott aö geta gripiö
til skiöanna, eins og sá sem hér sést á myndinni, en hann
fór á sklöunum tii vinnu sinnar i morgun.
Visismynd: GVA
i