Vísir - 15.12.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 15.12.1978, Blaðsíða 9
Helmut Schmidt, kanslari (sem veröur sextugur I þessum mánuöi), sést hér ásamt hinum nýja yfir- manni vestur-þýska hersins, Jurgen Brandt hershöföingja sem leysir af hólmi Wust hershöföingja. — Wust sagöi af sér vegna ágreinings viö varnarmálaráöherrann. Vilja vopna sölubann Fyrir frumkvæði þriðjaheimsrikja sam- þykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að skora á öryggisráðið að setja vopnasölubann á ísrael. — Egyptar voru meðal þeirra, sem stóðu að tillögunni. Bandarikin, Bretland og Frakkland, sem öll hafa neitunarvald i öryggisráöinu, voru meðal þeirra 30 rikja, sem greiddu atkvæöi gegn ályktun- inni, en hún var samþykkt meö 72 atkvæðum. — 37 sátu hjá. Eins og reglum öryggisráðsins er háttað, er þaö ekki skylt aö fara aö ályktun allsherjarþings- ins og þarf ekki einu sinni aö taka hana til umræöu, nema eitt eöa fleiri aöildarriki Sameinuöu þjóö- anna fari fram á slikt. Reagan vill styðja S-Afríku Callaghan boðar nýja stefnu Breska stjórnin sest nú niður við myndun nýrrar stefnu i launa- málum, eftir að hún fór með sigur af hólmi — nauman þó — i atkvæða- greiðslu neðri málstof- unnar um traustsyfir- lýsingu henni tii handa. 300greiddu atkvæöi með, en 290 á móti, sem bægir kosningum frá i bráö. Aöur haföi rikisstjórnin beöiö ósigur I þinginu, þegar hún neyddist til þess aö falla frá refsi- aögeröum sinum gegn þeim fyrirtækjum, sem samiö höföu viö launþegasamtökin um meiri launahækkanir en þau 5% sem launamálastefna stjórnar- innar takmarkast viö. Callaghan lýsti þvi þó yfir, aö stjórnin mundi áfram leitast viö aö halda launahækkunum viö 5% hámarkiö, og „hvergi hopa i bar- áttunni gegn verðbólgunni”. — VIÐHALD A TIVOLI Þótt Tivoli i Kaupmannahöfn sé lokað á vet- urna, hefur verið langttil jafn-mannmargt þar að undanförnu og á sumrin. Þessir „gestir eru þar þó ekki til þess aö skemmta sér. Þetta eru iönaöarmenn aö vinna aö viðhaldi, endurnýjun og breytingum sam- kvæmt tiu ára áætlun, sem gerö var i fyrra þar um. Til viöhaldsins og endurnýjunarinnar i vetur eru ætlaöar 60 milljónir króna. Chamoun hœtt kominn í Beirút Fjórir menn að minnsta kosti særðust, þegar sló i skotbardaga milli lifvarða Dany Chamoun, leiðtoga hægrisinna i Libanon, og vinstri manna i vest- urhluta Beirút. Atökin uröu, þegar Chamoun lagði leiö sina i ameriska sjúkrahúsiö i múhammeöstrúar- hluta höfuöborgarinnar til þess aö heimsækja Ali Al-Shaer, am- bassador Saudi Arabiu, sem ligg- ur þar særður eftir árás hægri manna á þyrlu hans. Dany Chamoun stýrir hinum vopnaða armi i samtökum fööur sins, Camille Chamoun, fyrrum forseta Libanon. Selim Al-Hoss, forsætisráð- herra, og Salah Salman, innanrikisráöherra, brugöu skjótt viö og gengu I milli, þegar til skotbardagans kom. Fengu þeir samiö viö vinstrimenn um, aö Chamoun fengi aö fara I friði. Hann kunngeröi, að hann mundi hiö fyrsta efna til funda meö leiö- togum verkalýössamtakanna og atvinnurekenda til aö móta nýja heildarstefnu. Ronald Reagan, fyrrum rikisstjóri, sem enn þykir koma til greina sem hugsanlegt frambjóöandaefni repúblikana I forsetakosningum Bandarikjanna, sagöi I gær, aö Bandarikjastjórn yröi aö átta sig á þvi, aö Suöur-Afrika væri vinur og bandamaöur, sem mikla þýö- ingu heföi fyrir öryggi USA. „Bandarikin eiga ekki aö slaka á I vanþóknun sinni á aö- skilnaöarstefnunni, en eiga engu aö siöur aö gera sér fulla grein fyrir þvi, aö S-Afrika er vinur og mikilvægur bandamaður. — Sem vinir erum viö I betri aöstööu til þess aö hjálpa þeim en ef viö stöndum hjá. Þaö sama gildir um Ródesiu.” Einstakt vöruúrval í 7 söludeildwm Herradeilds Höfum mikið af fallegum og vönduðum fatnaði á herrana, ennfremur gott úrval af herrasnyrtivörum. Vefnaðarvörudeild: Kven- og barnafatnaður í miklu úrvali. Glæsilegt úr- val af kvensnyrtivörum. Skódeild: Vandaður skófatnaður á alla f jölskylduna. Hljómdeild: Hljómplötur, kassettur og plaköt. Leikfangadeild: Gott úrval leikfanga fyrir alla aldurshópa. Teppadeild: Falleg gólfteppi, gólfmottur og baðmottusett. Jórn-og Glervörudeild: Gjafavörur, eldhúsvörur, matar- og kaffistell, og margt, margt, fl. GÓÐAR VÖRUR GOTT VERÐ. PÓSTSENDUM UM LAND ALLT. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96)21400

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.