Vísir - 15.12.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 15.12.1978, Blaðsíða 13
Föstudagur 15. desember 1978 Kökubasar og lúðrablástur á Lœkjartorgi Foreldrafélag skóla- hljómsveitar Árbæjar og Breiðholts verður með kökubasar og kertasölu á útimark- aðnum á Lækjartorgi laugardaginn 16. desember. Eí veður leyfir mun skólahljómsveitin leika jólalög á staðnum. St jómandi verður Ólaf- ur L. Kristjánsson. Foreldrafélagið var nýlega stofnað og til- gangur þess að styrkja skólahljómsveitina. Ljósmyndina hér til hægri tók Jens Alexanersson á æfingu skólahljómsveitarinn- ar i Breiðholtsskóla i fyrradag. 13 % Sigilt silfurplett Magnús E. Baldvinsson s/f Laugavegi 8 — Simi 22804 Skartgripa- skrín Gott úrval. Póstsendi Magnús E. Baldvinsson, Laugavegi 8- sími 22804. aiii imlagluggatjöld Kynnið yður það vandaðasta! Spyrjiö um verð og greiðsluskilmála. Gerum verðtilboð yður að kostnaðarlausu. Suðurlandsbraut 6 sími 8 3215 0L4FUR KR SIGURÐSSON HF Hjá okkur Gjðf fyrir herrann Iðnaðarhúsinu og Laugavegi 51 Sími 12704 Sími 15434 Valgeir Sigurðsson: UM MARGT AÐ SPJALLA ( þessari fjölbreyttu og skemmtilegu bók, birtast 15 viðtalsþættir Valgeirs Sigurössonar blaðamanns viö merka, núlifandi Islendinga, sem allir hafa eitthvað sérstakt, fræðandi og skemmtilegt í pokahorninu. Viðmæl- endur Valgeirs eru: Einar Kristjáns- son, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorstensson, Kristján frá Djúpalæk, Rósberg G. Snædal, Broddi Jó- hannesson, Eysteinn Jónsson, Guð- rún Ásmundsdóttir, Jakob Bene- diktsson, Sigurður Kr. Árnason, Anna Sigurðardóttir, Auður Eiríks- dóttir, Auður Jónasdóttir, Stefán Jó- hannsson, Þorkell Bjarnason. ( bók- inni birtast myndir af öllum viðmæl- endum Valgeirs, og í bókarlok er mannanafnaskrá. Verð kr. 6.480. Sidney Sheldon: ANDLIT (SPEGLINUM (fyrra var það „Fram yfir mlðnætti" og nú kemur „Andlit í spegllnum". Þessi nýja ástarsaga eftir Sidney Sheldon er þrungin hrollvekjandi spennu sem heldur lesandanum hugföngnum allt til óvæntra sögu- loká. Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon kann þá list að gera sögur sínar svo spennandi að lesandinn stendur þvi sem næst á öndinni þegar hámarkinu er náð . . . Hersteinn Pálsson þýddi. Verð kr. 6.600. Þjóösagnasafn Odds Björnssonar ÞJÓÐTRÚ OG ÞJÓÐSAGNIR Sígild og góö bók í nýrri og aukinni útgáfu, Bók, sem ætti aö vera til á hverju íslenzku heimili, ungum sem öldnum til ánægju. Verð kr. 9.600. Erlingur Davíðsson: NÓI BÁTASMIÐUR Endurminningar Kristjáns Nóa Krist- jánssonar, sem í daglegu tali gengur undir nafninu Nói bátasmiður. Hann er mjög sérstæður persónuleiki sem gaman er að kynnast. Hér segir Nói bátasmiður frá ýmsum atvikum lið- innar ævi, hefir sérstök orðatiltæki á hraðbergi og kallar ekki allt ömmu sína. Verð kr. 6.840. SKOÐAÐ í SKRÍNU EIRIKS A HESTEYRI Jón Kr. Isfeld bjó til prentunar. Eiríkur Isfeld á Hesteyri í Mjóafirði fæddist 8. júlí 1873. Á yngri árum sínum skráði hann mikið af þjóðsög- um og ævintýrum, sem birtast í þessari bók. Bókin skiptist í eftirfarandi kafla: Dularfull fyrirbrigði — Óvættir — Reimleikar, svipir o. fl. — Ævintýri — Sögur ýmiss efnis — Draumar — Slitur úr Dagbók. Þetta er kjörin bók fyrir þá sem unna þjóðlegum, íslenskum fróðleik. Verð kr. 6.480. Ragnar Þorsteinsson: SKIPSTJÓRINN OKKAR ER KONA Hér kemur hressileg íslenzk sjó- mannasaga, 10. bóktn eftir hinn ágæta rithöfund Ragnar Þorsteins- son, sem kunnur er fyrir sínar raun- sönnu lýsingar á sjómennsku hér við land. Hér segir frá svaðilförum og mannraunum og björgun úr sjávar- háska. En jafnframt er þetta hugljúf ástarsaga. Verð kr. 4.200. Ingibjörg Sigurðardóttir: ÓSKASONURINN Sumir rithöfundar njóta margvíslegr- ar viðurkenningar og verðlauna fyrir ritstörf sín. Aðrir njóta hylli almenn- ings. Ingibjörg Sigurðardóttir á sér stóran hóp lesenda, sem fagnar hverri nýrri skáldsögu frá hennar hendi. Verð kr. 4.200. Þorbjörg frá Brekkum: STÚLKAN HANDAN VIÐ HAFIÐ Óttar hefur örðið fyrir mikilli ástar- sorg og ætlar sér svo sannarlega ekki að láta ánetjast á ný. En þegar Sandra kemur óvænt eins og nýr sólargeisli inn í líf hans, þá blossar ástin upp. Þau reyna að bæla niður ofsalegar og heitar tilfinningar sínar og verða að berjast við margskonar erfiðleika áður en hin hreina og sanna ást sigrar að lokum. Verð kr. 4.200. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ■ AKUREYRI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.