Vísir - 15.12.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 15.12.1978, Blaðsíða 10
10 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Gufimundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir,Edda Andrésdóttir, Gisli Baldur Garðarsson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns- son, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Sfðumúla 14 simi 86611 7 linur Áskrift er kr. 2500 á mánu&i innanlands.Verð i lausasölu kr. 125 eintakiO. Prentun Blaðaprent h/f. Aðrir kostir eru ekki í myndinni Það hefur verið eitt helsta einkenni allra þeirra þriggja flokka vinstri stjórna, sem hér hafa setið, að stjórnarf lokkarnir hafa jafnan staðið í opinberum átök- um. Deilurnar hafa oft á tíðum verið hatrammari milli stjórnarf lokkanna innbyrðis en ríkisstjórnar annars vegar og stjórnarandstöðu hins vegar. Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar, sem mynduð var 1956, var þessu marki brennd og sundraðist vegna ágreinings um efnahagsmál eftir tvö og hálft ár. Sagan endurtók sig i stjórn Ólaf s Jóhannessonar, sem mynduð var 1971. Sú stjórn sprakk einnig á efnahagsmálum. Ná- kvæmlega sama staða er uppi á teningnum nú. Eðlilegt er þvi að menn velti fyrir sér, hvort þessari stjórn geti orðið langra lífdaga auðið. I raun réttri hef ur henni verið haldið saman á hótunum síðustu vikurnar og forsætisráðherrann áréttar að ekki sé langt að fara til Bessastaða (til þess að biðjast lausnar). Einn ráðherrann komst svo að orði i morgunviðtali við þetta blað, að hann vissi hvað stjórnarf lokkarnir hefðu deilt um í gær, en gæti ekki sagt, hver deiluefnin yrðu í dag. Þetta er ágæt lýsing á því ástandi, sem nú ríkir í landsstjórninni. En þrátt fyrir þessar aðstæður er engin ástæða til að ætla, að rikisstjórnin springi í bráð. ValdatafIstaðan í stjórnmálunum er þannig, að óhægt er um vik fyrir stjórnmálaflokkana að hreyfa sig. Framsóknarflokkur- inn á nánast ekki annarra kosta völ en halda sér í þessari rikisstjórn, enda á hann enn meira fylgistap yfir höfði sér, yrði gengið til nýrra kostninga. Alþýðubandalagið getur ekki haft forystu um stjórnarstefnuna í annars konar ríkisstjórn. Og Alþýðu- f lokkurinn er í eins konar skrúfstykki milli Framsóknar og Alþýðubandalags. Þóað hann hafi meirihluta á þingi með Sjálfstæðisflokknum er ósennilegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu Ijá máls á stjórnarmyndun án undangenginna kosninga, (a.m.k. væri það óvitur- legt). Kosningar eru einnig mikilvægar til þess að koma fram nauðsynlegri endurnýjun. Eftir að Alþýðuf lokkurinn hefur tekið á sig ábyrgð á skattpíningarstefnu Alþýðubandalagsins (þvert ofan í kosningastefnuskrána) er augljóst að hann á undir högg að sækja í kosningum. Útgönguleiðirnar eru því ekki margar. Ríkisstjórnin getur við þessar aðstæður ekki annað gert en að sitja, þó að efnahagsringulreiðin magnist með degi hverjum. Loks er á það að líta, að í stjórnarf lokkunum þremur haf a nýir menn komist til áhrifa og valda. Ef tir kosning- arnar síðastliðið sumar myndaðist í raun og veru nýtt valdakerfi í landinu. Þeir sem náð hafa undirtökunum í þessu kerf i sleppa þeim tæpast við svo búið, þótt ýmislegt gangi á. Þannig er það valdataf lið í hinni hefðbundnu þráskák stjórnmálanna, sem gerir það að verkum, að núverandi ríkisstjórn mun að öllum líkindum sitja lengur en efni standa til. Eftir að Ólafur Jóhannesson leiddi verðbólgu- ringulreiðina yf ir þjóðina í fyrri vinstri stjórn sinni þykir það ekki lengur sjálfsögð krafa, að ríkisstjórnir taki í fullri alvöru á þeim viðfangsefnum, sem þeim eru ætluð. Til lengri tíma litið er hér um mjög alvarlega fram- vindu mála að ræða. Kjarni málsins er sá, að við uppræt- um ekki meinsemdir efnahagslífsins án markvissrar stjórnar og festu í stjórnarathöf num. Það sem vantar er öflug frjálshyggjuríkisstjórn, en hún er ekki inni íþeirri pólitísku mynd, sem dregin var upp í síðustu kosningum. Því er verr. Við svo búið er áframhaldandi efnahags- ringulreið óumflýjanleg. Föstudagur 15. desemBer 1978 vtsm Auknar niðurgreiðslur með nýf'o búvöruverði „Rlkisstjórninni er heimilað a& auka ni&urgrei&slu vöru- verös sem svarar 3% af verö- bótavísitölu þeirri sem gildir fram aö 1. desember 1978”, seg- irf greinargerö Kauplagsnefnd- ar og er visaö I ákvæ&i 1. gr. laga nr. 103 30. nóvember 1978 Um tfmabundnar ráöstafanir til viönáms gegn veröbólgu. Meö bréfi dags. 1. desember tilkynnti viöskiptaráöuneytiö Kauplagsnefnd, aö rikisstjórnin heföi ákveöiö aö auka niöur- greiöslu vöruverös, meö gildis- töku frá þeim tima, er ný verö- skráning biivöru i desember 1978 kemur til framkvæmda. Samkvæmt fyrirmælum I 1. greininni hefur Kauplagsnefnd reiknaö jafngildi niöurgreiöslu- aukningar þessarar i veröbóta- stigum og reyndust þau vera 4.2787 stig. Jafngildir þaö 3.01% af veröbótavisitölu þeirri, er var í gildi fram aö 1. desember 1978, en hiln var 142.29 stig. Niöur- Sú niöur- greiösia greiösia I giidi I hækkar nóv. 1978; nú i: í krónum á vörueiningu Dilkakjöt (miöaö viö 1. og 2. veröfl.).kg 581 774 Nautgripakjöt (miöaö viö 2. veröfl.)...kg 400 518 Nýmjólk ...............................ltr. 86 m Undanrenna................................ítr. 20 43 SmJÖr .................................kg 1.550 1.887 Rjómi .................................ltr. 300 400 Skyr .....................................kg 178 208 Ostur 45% ................................kg 110 272 Ostur 30% og 20% ....................... kg — 135 Kartöflur, 1. og 2. verðfl. ,..........kg 100 135 SLÆM STYKKI f BRAUÐRÚMINU Andsvör viö ósæmilegri hegðan hefur sem betur fer stórum mild- ast, unz svo er komið aö flest viröistleyfilegt sem fyrrá timum þótti jafnvel dauöasök. Sem dæmi um dómhörku fyrr á tiö er hægtaö nefna frásögn Jóns India- fara af siglingunni til íslands, m.a. Húsavikur, sumariö 1616, á fjórum herskipum Kristjáns fjórða Danakonungs en áriö áöur höföu Danir drepiö spánskan sjó- ræningja sem tekinn var meö ránsfeng viö noröanveröan Noreg. Var sumariö eftir leitaö fyrir sér um fleiri sjóræningja i noröurhöfum. Eftir aö komiö haföi veriö til Islands var haldiö utan aftur i þeim æsibyr stafna á milli að siglt var á þremur dög- um héöan að Liöandisnesi i Noregi. Jón Indiafari segir siöan: ,,A þvi skipti Einhyrningnum bar þaö til, að stúaröur skipsins var hengdur i bugspjóti ei fyrir þjófnaö heldur fyrir annaö slæmt stykki aö hann fyrir leti sakir i þessum nefndum stormi frá Is- landi geröi sina þörf i brauörúm- inu.” Nú heföi enginn maöur veriö dæmdur eöa bannfæröur fyrir slikan brest á heögan sinni og jafnvel ekki veriö hirt um aö- finnslur, enda er svo komiö aö hvenær sem fundib er aö ein- hverju athæfi risa upp flokkar fólks, sem telja aö meö að- finnsíunni sé veriö aö brjóta lög og vinna gegn dýpstu rökum mannlegrar tilvistar. Hefur þetta einmitt komið fram meö alveg sérstökum hætti nýveriö, eftir aö umræöur hófust um starfsemi norræna þýðingarsjóðsins á Al- Ragnhildur Helgadóttir, hvergi ánægö meö aö opinbert fé þýöingasjóösins skyidi notaö til aö styrkja útgáfu á bók sem misfærir hugmyndir manna um frelsarann. Einar Agústsson varö fyrir þvi aö óljós endursögn á þingræöu hans I fréttatima útvarps setti hann i slæmt ljós. Svava Jakobsdóttir, þing- maöurinn sem haföi fengiö út- gefna bók sina á færeysku fyrir tilstuðlan þýöingasjó&sins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.