Vísir - 30.12.1978, Blaðsíða 10
10
£' 'J
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davló Guömundsson
Ritstjórar: ólafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri
eriendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Helaarblaöi: Arni
Þórarinsson. Biaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónina
Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Oli
Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor-
valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós-
myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Oskar
Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og söiustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Siöumúla 8. Sfmar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86611.
Ritstjórn: Slöumúla 14 slmi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 2500 á mánuöi
innanlands. Verö I
lausasölu kr. 125 eintakið.
Prentun Blaöaprent h/f
Þversum í straumi tímans
Við áramót reyna menn oftast nær að gera upp
reikninga liðins árs og sumir freista þess að horfa lítið
eitt fram á veginn. I pólítísku tilliti hefur orðið meira
umrót á þessu ári en nokkru sinni fyrr í sögu lýðveldis-
ins. Ogeinmittaf þeim sökum verður pólitísku bókhaldi
þessa árs ekki lokað nú um áramótin.
Lausu endarnir eru einfaldlega of margir til þess að
dæmið verði gert upp. En því fleiri spurningar vakna
varðandi f ramvindu mála á næsta ári. Við erum á vatna-
skilum og sjáum ekki fyrir eins og sakir standa, hvort
við höldum norður eða niður, þegar upp verður staðið.
Ugglaust er f lestum efst í huga þau pólitísku umskipti
sem urðu í tvennum kosningum á síðasta ári. Atkvæða-
tölurnar í sveitarstjórnarkosningunum og síðar alþingis-
kosningunum breyttu gangverkinu í pólitískri sögu
landsins, hvorki meira né minna. Sósíalistar urðu í einu
vetfangi ráðandi af I bæði í borgarstjórn Reykjavíkur og
á Alþingi. Og kjósendur ákváðu að Alþýðuflokkurinn
skyldi ekki deyja og gerðu hann aðstórum f lokki.
Um leið varð Framsóknarflokkurinn að minnsta
flokknum á Alþingi og sjálfstæðismenn duttu í fyrsta
skipti i sögunni út úr allri valdaaðstöðu í þjóðfélaginu.
Upp úr þessu mikla umróti hefur komið óstarfhæft Al-
þingi og vonlaus ríkisstjórn. Við slíkar aðstæður verða
spurningarnar um pólitíska framvindu næstu mánaða
áleitnar, en að sama skapi er ógerlegt að ráða í svörin.
Þó að þessi pólitísku umbrot séu í sjálf u sér merkileg
varð á siðasta ári einhvers konar þjóðfélagsleg gliðnun,
sem á eftir að draga meiri dilk á eftir sér en nokkurn
tímann ný þingsætahlutföll milli f lokka. ölögleg verkföll
og útflutningsbann eru ytri teikn þessarar gliðnunar,
sem hefur orðið í þjóðfélaginu. AAönnum er ekkert
heilagt lengur og þá er það hnefarétturinn, sem gildir.
Á næsta ári gæti svo farið að menn þyrftu að hafa
meiri áhyggjur af þessum efnum en hinni eiginlegu póli-
tísku uppstokkun. Spurningin er sú, hvort nokkrar líkur
séu á því að hér vaxi upp það af I í þjóðfélaginu, sem hef-
ur það vald og þá virðingu sem til þarf, svo að fæti verði
spyrnt við.
( pólitíkinni hafa menn gleymt þvf litla orði: Frelsi.
Jafnvel þeir sem sérstaklega eru kjörnir til þess að
standa vörð um það sýnast tæplega nenna því. Aðrir
kæra sig kollótta. Fyrir vikið er nú verið að auka skatt-
heimtu í þeim tilgangi fyrst og fremst að draga úr f jár-
hagslegu sjálfstæði borgaranna, (og um leið frelsi
þeirra).
Á sama hátt er verið að grafa undan f rjálsum atvinnu-
rekstri. AAarkmiðið er að mergsjúga atvinnufyrirtækin
þannig meðsköttumog hreinni eignaupptöku, að í einum
punkti stöndum við frammi fyrir atvinnuleysi. Þá um
leið á stóri bróðir að grípa í taumana og segja: Hér kem
ég algóður umsjónarmaður ykkar allra.
Þetta eru útlínur þess sem er að gerast. Kjarni
málsins er sá, að í þessu umróti er frjálshyggjan á
undanhaldi. Það er sú alvarlega staðreynd, sem borgar-
ar þessa lands standa frammi fyrir um þessi áramót.
Við erum oft á tíðum þversum í straumi tímans eins og
glöggt má ráða af því, að þetta er að gerast í okkar þjóð-
félagi á sama tíma og t.a.m. þekktustu hugmynda-
fræðingar sósíalista i Svíþjóð eru að snúast gegn of-
sköttun af þeirri einföldu ástæðu að hún hefur skert um
of frelsi einstaklinganna.
Hvort við höldum I norður eða niður á næsta ári er
komið undír því, hvort frjálshyggjumönnum tekst að
snúa vörn í sókn. Þó að brýningar haf i oft verið þörf i því
ef ni er hún nauðsyn nú. Og í þeirri trú að hún beri árang-
ur óskar Vísir landsmönnum öllum árs og friðar.
Laugardagur 30. desember 1978.
Vísir rœðir við formenn stjórn
AAerkt ár í stjórnmála- stjórnmálalegra svipt- flokka og milli rikis-
sögu þjóðarinnar er nú á inga og einstæðra átaka stjórnar og launþega.
enda. Arið 1978 var innan stjórnmálaf lokk- 1 kjölfar miki llar
kosningaár, ár mikilla anna, milli samstarfs- vinstri sveiflu í kosning-
w
Olafur Jóhannesson,
formaður
Framsóknarflokksins:
Hugsanir
mínar um
nœsta ór
eru leynd-
ardómur
„Mér er nil náttúrulega kosn
inganóttin minnisstaeöust frá liönu
ári. Þaö var svört messa, og mig
langar ekki til aö lifa aöra slíka”,
sagöi ólafur Jóhannesson.
Hvers ég vænti af næsta ári, —
ég vil ekkert um þaö segja. Allar
minar hugsanir um hvers sé aö
vænta á næsta ári eru leyndar-
dómur”.
Ólafur Jóhannesson
Vona að
það verði
kosningaór
„Mér er minnisstæöust
kosningabaráttan og kosningaúr-
slitin, bæöi f kosningum til sveita-
stjórna og Alþingis á liönu
sumri”, sagöiGeir Hallgrimsson.
„Varöandi þaö ár, sem nú
gengur i garö, er þaö aö segja, aö
ég vona aö þaö veröi kosningaár.
Ég vil gjarnan nýjar kosningar,
þegar þjóöin hefur fengiö full-
nægjandi reynslu af núverandi
stjórnarsamstarfi, þóttreynsla
veröi því miöur þjóöinni dýr-
keypt.”
— Teluröu eitthvert form
stjórnarsamstarfs ööru vænlegra
til árangurs i öröugleikunum
sem viö er aö glima?
„Ég tel ástæöu til þess fyrir
Sjálfstæöisflokkinn aö stefna aö
meirihluta á Alþingi, og sá grund-
Viö áramót er oft staldraö viö
og litiö bæöi um öxl og fram á
veginn. Ferillinn i efnahagsmál-
um hefur ekki veriö glæsilegur og
margir, jafnvel allflestir, þykjast
sjá mikla þörf næstu misseri fyrir
endurbætur I hagsýslunni, áöur
en unnt veröi aö ná föstum tökum
á vandanum.
Teygjanleg og upp á sig
snúanleg
Siöbót, endurfæöing eöa upp-
risa efnahagslikamans, hvaö sem
ný Viöreisn veröur nefnd, er
verkefni rikisstjórnar, en nú situr
ein slik æriö sundurlynd og er
vart hugaö lif. En oft er ljótur
draumur fyrir litlu efni og skeik-
ulleiki spásagna um stjórnmál og
efnahagsmál svo mikill, aö jafn-
vel berdreymnum hagfræöingum
fipast.
En hversu miklir siöbótarmenn
eru stjórnarherrarnir?
Efnahagsstefna Framsóknar-
flokksins er sveigjanleg, teygjan-
leg og upp á sig snúanleg, en jafn-
an innrömmuö af SIS og meintum
hagsmunum bænda. Innan þessa
ramma er Framsókn vis til bæöi
góös og ills, enda þótt forystu-
sauöunum hætti til aö lita á höft
og skömmtun sem náöarmeöul.
Nær óhugsandi er, aö frumkvæöi
aö víötækum og farsælum endur-
bótum komi úr þessum bás.
Endurtekning á mistökum
sósíalisku ríkjanna
Alþýöubandalagiö viröist hafa
týnt öllum áttum og er oröiö einn
þátturinn i efnahagsvanda þjóö-
lægu viöhorf nokkurrar hylli hjá
fávisum mönnum I öllum flokk-
um).
Aö viöurkenna ekki fjármagns-
kostnaö i atvinnulifinu vegna
þess aö vinnan ein skapar verö-
mæti 1 framleiöslunni sam-
kvæmt vinnuviröiskenningu
Marx (sbr. hérlendis aö lita á
afskriftir sem hluta af hreinum
tekjum og afhenda fjármagn á
útsöluveröi).
Aö verölagning miöist ekki viö
raunverulegan framleiöslu-
kostnaö heldur geöþótta stjórn-
valda.
Aö raöa atvinnugreinum I for-
gangsröö, láta þjónustugreinar
mæta afgangi og veitast sér-
staklega aö verslun og viö-
skiptum.
Aö rekstur fyrirtækja megi ekki
ráöast af hagnaöarsjónarmiö-
inu, rikiö geri hagnaö upptæk-
an og fjármagn berist til fyrir-
tækja um opinbera sjóöi.
Aö stefna aö nær algerum
launajöfnuöi.
Oreltar hugmyndir í Aust-
ur-Evrópu
Eftir bitra reynslu hafa
kommúnistaflokkar Austur-
Evrópu látiö þessar hugmyndir
róa, hverja á fætur annarrij’yrst
var launajafnaöarhugmyndinni
kastaö á glæ, en launaskipting
þarlendis er nú mjög áþekk og I
Vestur-Evrópu og á lslandi.
Akvaröanir fyrirtækja mótast i
vaxandi mæli af hagnaöarsjónar-
miöinu, m.a. af þvi hvort vara
selst, og auglýsingar eru notaöar.
Fyrirtæki halda eftir stórum
hluta af hagnaöinum og ráöstafa
V s
Dr. Þráinn Eggertsson
hagfræðingur skrifar:
Ég tel enn ekki póli-
tískan grundvöll vera
fyrir hendi í landinu til
róttækra endurbóta.
AAáttur vanans er mik-
ill og voldugir aðilar
hafa hreiðrað vel um
sig í kerfinu.
arinnar og ógnar lifskjörum
hennar. Erfitt er aö sjá, hvaöan
leiötogum flokksins koma hug-
myndirnar, en leiöa má nokkur
rök aö þvi, aö stefnt sé, liklega af
óvitaskap, aö endurtekningu á
mistökum sósialísku rikjanna i
Austur-Evrópu á árunum frá
striöi og fram yfir 1960. Nokkur
dæmi má nefna um fornar syndir
I Austur-Evrópu, sem þeir
Alþýöubandalagsmenn hafa falliö
fyrir. (Reyndar njóta þessi fjar-