Vísir - 02.01.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 02.01.1979, Blaðsíða 9
Þessi mynd er tekin af sýningu Sjónvarpsins á Silfurtunglinu eftir Haildór Laxness ILLA FARIÐ MEÐ SILFURTUNGLIÐ G.Æ. Reykjavik, skrif- ar: Mikið hefur verið rætt og ritað um sýningu Sjónvarpsins á leik- ritinu Silfurtunglið eftir Halldór Laxness og langar mig tií að leggja orð í belg. Ég hef heyrt að það hafi kostað um 40 milljónir að setja verkið á svið fyrir Sjónvarp. Ég er alveg yfir mig hissa að ekki skyldi koma meira út úr þessum milljónum en raun ber vitni. Það vita það flestir að Halldór Kiljan er einn besti höfundurinn okkar, hvort sem um er aö ræða leikrit eða skáldsögur. Þess vegna fannst mér það sárgræti- legt hvernig farið var með annars gott verk hans í Sjón- varpinu. Hins vegar fannst mér leikar- arnirkomast vel frá sínum hlut- verkum og þá sérstaklega Sigrún Hjálmtýsdóttir. Söngur hennar var reyndar það eina sem gladdi mig. Þá lék Egill Ólafsson vel aö mínu mati en þeir leikarar sém reynsluna hafa stóðu sig ekki vel. Þá fannst mér þessi ölvun sem var i leikritinu út i gegn ósmekkleg og alls ekki viðeig- andi i jafn áhrifamiklum fjöl- miðli og Sjónvarpið jú er. Sem sagt sýningin var áð flestu leyti mjög gölluð að minu mati og er vonandi að Sjón- varpið sjái sóma sinn i þvi að verja sinum fjármunum til skynsamlegri hluta I fram- tiðinni en að eyðileggja verk jafn«»frábærra rithöfunda og Halldór Kiljan er. NEITAÐ UM LÆKNI Erla, 2170-0215 Reykjavlk Fyrir stuttu birtist grein i VIsi hringdi: á lesendasiðunni þar sem greint GOÐUR ÞATTUR í VIKULOKIN Sigrún Sveinsdóttir skrifar: Ef eitthvað fer miður I út- varpsdagskránni, þá stendur ekki á fólki að rifast og skamm- ast út I ráðamenn. En það sem vel er gert er ekki rætt um, það þykir kannski sjálfsagður hlutur? Mig langar að lýsa ánægju minni með þáttinn í vikulokin sem er i útvarpinu á laugardagseftirmiðdögum. Þetta er hressilegur og skemmtilegur þáttur og er að- standendum sfnum til mikils sóma. Hér er ungt fólk á ferð, sem hefur margar góðar hug- myndir. Það hlýtur að vera mikið vandaverk að halda úti svona þætti sem stendur yfir. I svo langan tima og vandi aö gera svo öllum liki. En þeim Eddu, Jóni, Árna og Ólafi hefur tekist vel upp. Haldið áfram á sömu braut og hafið þakkir fyrir frá- bæra þætti. var frá slakri þjónustu frá neyðarþjónustu lækna. Kvartaö var yfir þvi að læknir hefði ekki fengist. Ég og vinkona min viljum ein- dregið taka undir þetta bréf. Það er hverju orði sannara. Við höfum báðar þurft að koma ungu barni undir læknishendur en ekki hefur tekist að fá lækn- inn. Okkur hefur bara veriö tjáð að best væri aö reyna að draga úr kvölum barnsins með þvi að láta þaö fá töflur. Einnig hefur veriö sagt við okkur aö. viö mættum hringja aftur ef þess geröist þörf. Þetta finnst okkur léleg þjón- usta og við viljum eindregið mótmæla þvi sem Skúli Johnsen læknir sagði I svari við bréfinu, að þetta hafi veriö undan- tekningartilfelli. Það er ekki rétt. Lokað vegna vörutalningar í dag þriðjudoginn 2. janúar 1979 P. STEFÁNSSON HF. SÍÐUMÚLA 33 Simar 83104- 83105 Hópferðabílar til sölu Mercedes Benz árg. ’62, 34 sæta. Bill i sér- flokki. Mercedes Benz árg. ’61, 38 sæta með framdrifi. Mercedes Benz árg. ’73, 21 sæta 309. Mercedes Benz árg. ’74, 22 sæta 309. Háar afturhurðir og skipti á eldri bil möguleg. Austurleið h.f., sími 99-5145 og 99-5117 ó kvöldin Lokað vegna vörutalningar. Opnum aftur múnudaginn 8. janúar 1979. Varahlutaverslun Caterpillar HEKLA h.f. blaöburöarfólk óskast! Bergstaðastrœti Rauðúrholt I. Ingólfsstrœti Grundarstig Hallveigarstígur Laufúsvegur Bókhlöðustígur Miðstrœti Einholt Hóteigsvegur Rauðarórstígur Skúlagata Borgartún Laugavegur 134—160 Skúlatún Kambsvegur Nes I Dyngjuvegur, Hjallavegur, Kambsvegur. Lindarbrout, Melabraut, Miðbraut.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.