Vísir - 02.01.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 02.01.1979, Blaðsíða 7
35 gráða frost í Moskvu og kafaldsófœrð í Evrópu Þessimynd var tekin IArhúsum I gær af klakabrynjuöum segl- skútum, sem biða sumars. Slik er isingin á reiðanum, að það er eins og skúturnar séu fyrir full- um seglum, þótt reiðinn hafi staðið ber. Um alla Norður-Evrópu setti veðrið sinn svip á áramótin með kafaldsófærð og sjogangi, svo að samgöngur til sjós og lands fóru úr skorðum. 1 Eystrasalti lá við stórslysi, þegar tveir rússneskir fiskibátar strönduðu i' þessu veðri, en sænskar og danskar herþyrlur björguðu 57 sjómönnum úr liís- háska. I Póllandi hafa yfirvöld boöað sérstakar ráöstafanir vegna vandræða, sem stafa af ófærö- inni, orkuskorti i kuldanum og neyð fólks, sem nær ekki að hita upp hýbýli sin. — Verksmiðjur eiga þó að ganga fyrir við úthlut- un kola og ollu. 1 Varsjá var 18 gráða frost I gær, og um 30% húsa borgarinnar óupphituð. Pólskt flutningaskip kom danska oliuskipinu Anna Brater til aðstoðar I hvassviðrinu á Eystrasalti, og eftir nær niu klukkutíma björgunaraðgerðir tókst að bjarga 12 manna áhöfn skipsins frá borði.en Anna Brater strandaði. A Skáni I Svlþjóö höfðu þyrlur lögreglu og her i nógu að snúast við að bjarga fólki tepptu i' bilum, sem sátu fastir I sköflum. Hundr- uð bila festust I ófæröinni. Vlða I Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi voru vegir tepptir vegna snjóa , og var ófært yfir landamæri Danmerkur og Schleswig-Holsteins, þar sem lá við borð að fólk yrði úti. Um 1.000 manns var bjargaö úr sjálfheldu á þeim slóðum. Hriðarkófiö gekk suður álfuna yfir Alpana, en tveir vestur-þýsk- ir skiðamenn fórust I snjóflóöi. — Aðrir tveir V-Þjóðverjar urðu úti. 1 Frakklandi hafði lögreglan mikinn viöbúnað vegna hálku á vegum, en þar var að vænta mik- illar umferðar á vegum, þegar þúsundir Frakka kæmu heim úr áramótaleyfi. 1 noröurhluta landsins voru vegir allir lokaöir, en einniakbraut var haldið opinni milli noröurhlutans og vestur- lands. 1 Austur-Þýskalandi uröuskafl- arnir allt að fjögra metra háir, og eru þetta einhver köldustu ára- mót, sem menn þar hafa upplifað, en frostið komst niöur I rninus fimmtán gráöur. Þetta voruköldustudagar, sem komið hafa i heila öld I Moskvu. Þar var frostið 23 gráöur á nýárs- dag, en hafði komist niöur I 35 gráður á gamlársdag. Flugvellirnir Heathrow og Gat- wick i London lokuðust vegna snjókomunnar, en það tókst aö opna þá aftur til umferöar. En á járnbrautarstöðvum himdi fólk sumstaðar i Skotlandi i allt að nlu klukkustundir meðan lestarnar sátu fastar I sköflum. Annarstaöar I álfunni var veður fagurt og fólk brá á leik i snjón- um. Berlinarbúar fóru á skíöum eftir Kurfurstendamm, aðal- verslunargötu borgarinnar, og Júgóslavar, Grikkir og Italir böð- uðu sig i sól. Yfirgefur keisarinn land? Shapur Baktiar, sem þykir Hk- legastur til þess að verða næsti forsætisráöherra Irans er sagt hafamiðaðvel áfram yfir helgina i stjórnarmyndunartilraunum sinum. Hinsvegar bólar ekki á neinni lausn deilunnar um framtið keisarans og enn er allt i hers höndum i tran. — Hundruö út- lendinga, sem eru að reyna aö komast úr landi, sitja fastir á Mehrabad-flugveíli vegna verk- falís flugumferðarstjóra sem krefjast þess að herlögunum verði aflétt. A vegum þess opinbera var skýrt frá þvi i gær, að 106 manns hefðu látið lifið I óeirðum i hinni helgu borg, Mashhad. Stjórnar- andstæðingar segja þó, að um 700 manns hafi látið lifið, þegar her- menn hafi skotiö á andstæðinga keisarans i mótmælagöngu. forsætisráðherrann án samráðs við þingið. Fátt er vitaö um áætlanir keisaransenheyrst hefur aðhann hafi samið við dr. Baktiar um að yfirgefa um stundarsakir landið nokkrum dögum eftir myndun nýrrar stjórnar. Flóttafólkið bíður um borð Einn af vietnömsku flótta- mönnunum um borð i flutninga- skipinu Huey Fong frá Taiwan andaðist I morgun, en yfirvöld i Hong Kong standa fast á þeirri ákvörðun sinni að meina þeim 2.700 flóttamönnum, sem um borö eru að fara þar i land. Skipið hefur nú legið I ellefu daga undan Hong Kong en á meðan hafa nltján manns fengið að fara i land til þess að leggjast undir læknishendur. Núna siðast i nótt 43 ára gamall maður og kornabarn. Isiðustu viku barst boðfrá yfir- völdum i Frankfurt um að 250 manns af skipinu væri boöið aö koma þangað til að setjast að. Hinum hefur ekki boðist heimili enn, né heldur þeim 3.500 flótta- mönnum sem enn eru i Kong Kong. Við Manila á Filipseyjum er annað skip með 2.300 flóttamenn innan borðs sem ekki hefur verið leyft að fara i land. Frá lokum Indókinastriðsins hafa um 7.000 flóttamenn borist þangað frá Víetnam. Hinum 63 ára gamla frjálslynda stjórnarandstæðing.dr Baktiar, mun hafa oröið vel ágengt I könnun möguleika á stjórnarmyndun og er að velja sér ráðherraefni. Búist er við þvi að báðar deildir þingsins muni stinga upp á honum við keisarann undir lok þessarar viku til mynd- unarborgaralegrar stjórnar, sem leyst gæti herstjórnina af hólmi. Hingað til hefur keisarinn valið Af óeiröunum I Mashhad berast þær fréttir að skrill hafi unniö hin verstu grimmdarverk á opinber- um embættismönnum. Af 7 lög- reglustöðvum borgarinnar er að- eins 1 uppistandandi. Múgurinn kveikti í hinum. Skrillinn er sagður hafa hengt einstaka menn á almanna færi, barið aðra til dauöa, limlest enn aðra og blindað. Eru lýsingar á aðförun- um hinar hroðalegustu. „Draugaskip" með 160 þ tonn of olíu innanborðs Eins og „draugaskip” þjóö- sagnanna sigldi laskað risaollu- skip mannlaust frá Spánarströnd I morgun á leið út á Atlantshaf. Spánverjar anda léttar, vegna þess að afstýrt sýnist 1 bili hrika- legri oliumengun við strendur þeirra, hvað sem verður siöar. — Þó skildi griska olluskipiö, Andros Patria, eftir I sjónum við norðvesturströnd Spánar um 50.000 smálestir af hráollu, sém láku úr þvi á gamlársdag, þegar leki kom að skipinu og kviknaði i þvi. Skipið siglir nú fyrir eigin vélarafli á vestlægri stefnu með fjögurra mflna hraöa, þótt englnn standi i brúnni. Sjálfstýringin hefur verið stillt á. Vélstjórinn, sem var meðal þriggja þeirra siöustu, sem yfir- gáfu skipið, setti vélarnar af staö, áður en hann yfirgaf skipið I þyrlu. — Skipstjórinn er hinsveg- ar talinn af og með honum 28 manns, sem fóru I björgunarbát- ana. Mjög illt var I sjó. Sjógangurinn ber oliuflekkinn frá ströndu, og ekki hætta á að hún reki upp á fjörur i bili. En slysið vildi til undan strönd Galicia, þar sem eru fiskimið auðug. — A þeim slóðum varð einmitt hrikaleg ollumengun 1976, þegar risaolluskip strandaði nærri höfninni I La Coruna og 110.000 smálestir af ollu runnu i sjóinn. Það er talið, að sprunga hafi komiö i Andros Patria I brælunni, en slðan fylgdi sprenging og upp kom eldur, sem gæti hafa orðið vegna skammhlaups. Flestir af áhöfn skipsins yfirgáfu það þá, en síðan slokknaði eldurinn af sjálf- um sér. 7 Audi 100 Avant OPIÐ FRÁ KL. 8-6. HEKLA HF. Smurstðð Laugavegi 172 — Simar 21210 — 2124«.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.