Vísir - 04.01.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 04.01.1979, Blaðsíða 3
• r vísm Fimmtudagur 4. janúar 1979 NÚ STYTTIST í DISKÓKEPPNINA munið oð lóto skró ykkur tímanlego Hver verftur islandsmeistari i diskódansi? Keppnin hefst ó sunnu- dagskvöldift, og munift aft skrá ykkur strax i slma Visis, 86611. Við minnum enn á keppnina um islands- meistaratiti linn i diskódansi sem hefst á sunnudagskvöldið í óðali. Menn eru að sjálfsögðu farnir að skrá sig í keppnina, en öllum 18 ára og eldri, hvar sem er á landinu, er heimil þátt- taka. Og þá er bara aö drifa sig i aO hringja strax i sima Visis, 86611. Verðlaunin fyrir sigurvegara eru hin glæsilegustu. Meðal annars viku ferðir til London, þar sem bestu diskótekin verða heimsótt, plötuúttekt i Fálkan- um og fleiri góð verðlaun. Þessi keppni er hugsuð sem kynning á annarri keppni sem fer fram siðar á árinu I Óöali, þar sem valinn veröur fulltrúi Islands I heimsmeistarakeppn- ina i diskódansi, sem haldin verður á árinu. Þaö er þvi um að gera að byrja að æfa sig og taka þátt i keppninni sem hefst á sunnudagskvöldið, og freista þess að ná lslandsmeistaratitl- inum. Og til þess þarf aðeins að lyfta tólinu og hringja i 86611, þar sem þátttakendur eru skráðir. —EA Dómur fallinn í mötuneytis- móli Félags hóskólakennara: Málinu var vísað frá Dómur er fallinn í máli Félags háskólakennara gegn f jármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs þar sem Félag háskólakennara krafðist viðurkenningar á því að meðlimir þess ættu rétt á greiðslu fæðispeninga. Ritgerðar- samkeppni Lionshreyf- ingarinnar Lionshreyfingin á Islandi hefur ákveðið að efna til rit- gerðarsamkeppni meðal unglinga á Islandi á aldrin- um 15-17 ára. Alls verða fimm ritgerðir verölaunaö- ar, en verðlaunin eru dvöl i norrænum unglingabúöum i Noregi dagana 23. júni til 15. júli, næstkomandi. Ritgerðarefnið er: Unglingavandamálin. Hvað getur samfélagift gert til þess að leysa þau? Lionshreyfingin áskilur sér rétt til þess að birta verölaunaritgerðirnar, en skilafrestur er til 25. janúar næstkomandi, og ber að senda ritgerðirnar til skrif- stofu Lions — umdæmisins á Islandi, Háaleitisbraut 68 Reykjavlk. 105. Sérstök dómnefnd mun lesa ritgerðirnar og meta til verðlauna. „A skrá þeirri yfir háskóla- kennara, sem sóknaraðili telur eiga rétt á fæöispeningum, en skráin fylgir kröfugerð hans, eru nöfn 135 einstaklinga: prófessora, dósenta og lektora svo og fimleikastjóra. Virðast vinnu- staðir þeirra vera á a.m.k. átta mismunandi stööum I Reykjavik, og er allt háskólasvæðiö þá talið einn staður. Starfshættir og fæðisaðstaða þessara manna er greinilega mjög mismunandi, en sóknaraðili hefur enga tilraun gert til að meta eöa gera grein fyrir, hvort eða með hvaöa hætti þeir einstaklingar, sem kröfugerö hans tekur til, uppfylli samnings- skilyrði um aögang að matstofu eöa greiðslu fæðispeninga. Auk þess má ætla að hluti þessa hóps ráði tilhögun vinnutima sins, og þar með matarhléum, að miklu leyti sjálfir. 1 ljósi þessa og þar sem ágreiningsmál um fæðispen- inga veröur að útkljá fyrir hvern starfsmann eöa hópa starfs- manna, sem að öllu leyti er eins ástattum, eins og að ofan greinir, ber að visa þessu máli frá Kjaradómi,” JM Enn deila stofn- anir um milljarða Enn situr allt við hiO sama i deilu Húsnæðismálastofnunar rikisins og QármálaráOuneytis- ins. Orsök deilunnar er hin mikla sala HúsnæOismáiastofn- unar á skuldabréfum bygg- ingarsjóös. Samkvæmt lánsfjáráætlun var Húsnæðismálastofnun ein- ungis heimilt að selja fyrir 500 milljónir, en seldi fyrir 1,3 milljarö. Framkvæmdastofnun rikisins, sem einnig hefur heim- ild til að fjármagna sina starf- semi með sölu skuldabréfa byggingarsjóðs, seldi hins vegar fyrir miklu lægri upphæð en lánsf járaætlun gerði ráö fyrir, og gerir nú kröfu til aö fá til ráöstöfunar umframsölu Húsnæðismálastofnunar. Þessu hefur Húsnæðismála- stofnun mótmælt og óttast að fjármálaráöuneytið skerði greiöslur til stofnunarinnar sem þessari upphæð nemur. 1 lok desember fékk Húsnæðismálastofnun 250 milljónir og bjargaöi þaö greiöslu til lántakenda þeirra, sem loforð höfðu fengiö þar um. Að öðrum kosti hefði stofnunin þurft að svlkja hundruö lántak- enda um lán. Milli Húsnæðismálastofnunar og fjármálaráðuneytis stendur nú fullyrðing gegn fullyrðingu um þann milljarð, sem Húsnæöismálastofnun segir aö fjármálaráöuneytiö skuldi henni frá fyrri árum. A báðum stöðum eru málin nú rannsökuö, ef það vildi svo til aö skekkja leyndist i reikningum. ÞormóOi goOa hefur veriO breytt i loftnuskip og heitir hann nú óli Ósk- ars RE „Þormóði goða" breytt í loðnuskip i Finnlandi: Kemur beint í vetrarvertíðina Gamla síöutogaranum ÞormóOi goöa hefur veriö breytt i loönu- skip úti I Finnlandi. Hann er væntanlegur til landsins um miöj- an mánuöinn og fer hann þá strax á loðnuveiöar. Nýtt nafn skipsins veröur óli Óskars og veröur Reykjavik heimahöfn þess. Þormóöur goði var smlöaöur áriö 1958 og var i eigu Bæjarút- gerðar Reykjavikur. Ólafur Óskarsson útgerðarmaður keypti skipiö og fór það utan til breyt- inga i maimánuði s.l. Að sögn Gisla Más ólafssonar sonar útgerðarmannsins hefur verið byggt yfir togarann og sett- ur i hann allur útbúnaöur sem þarf til loönuveiöa. Einnig var skipt um aöalvél i skipinu. Burðarþol þess er um 1300 til 1400 tonn og veröur það með stærstu skipum i. loönuflotanum. Jafn- framt er skipiö útbúiö til að fara á kolmunnaveiðar. Glsli Már sagði að ekki væri vitað nákvæmlega um kostnaö viö breytinguna en upphaflegur samningur hefði verið um 575 milljónir islenskra króna og hefði sú upphæö hækkað nokkuö. Endurbætur á skipinu voru gerðar I Kotka I Finnlandi sem er nálægt Helsingjaeyri. Ahöfn og útgerðarmaður fóru utan i gær til að sækja skipiö. Um 20-30 stiga frost hefur veriö við Kotka undan farið og hefur sjóinn þar lagt en ekki er talið aö það tefji fyrir að skipið komist þvl isbrjótar halda siglingaleiðum opnum. Skipstjórar á Óla Óskars veröa Eggert Þorfinnsson og Marius Héðinsson. —KS ISLENSK DONSK NORSK ULLARNÆRFÖT SJÓBÚÐIN GRANDAGARÐI 7 - REYKJAVlK SIMI 1*114 - HCIMASlMI 14714

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.