Vísir - 04.01.1979, Blaðsíða 24
vtsm
Fimmtudagur 4. janúar 1979
síminnerðóóll
Stórtjón ó Akranesi
Roraste ypan
brann i nóit
Rörasteypan á
Akranesi eyöilagöist af
eldi I nótt. i>aö var um
klukkan eitt i nótt sem
eidsins varö vart i húsinu.
Húsiö er einnar hæöar
steinhús, einangraö meö
vikri og meö timburþaki.
Féll þakiö niöur i
eldinum.
Samkvæmt
upplýsingum Reynis
Kristinssonar bæjar-
tæknifræöings, voru i
húsinu áhöld og tæki
Rörasteypunnar og auk
þess traktor og bill i eigu
manns sem séö hefur um
rekstur fyrirtækisins, en
Rörasteypan er eign
bæjarins.
Reynir sagöi aö fimm
til sex manns heföu unniö
hjá fyrirtækinu og missa
þeir nú vinnu sina. Fyrir:
tækiö hefur framleitt rör
og gangstéttarhellur fyrir
bæinn og einstaklinga
viöa um land. Reynir
sagöi þaö mjög slæmt aö
missa fyrirtækiö. Aö visu
væri eitthvaö til á lager,
en þetta væri vandamál
sem yröi aö leysa fyrir
voriö.
t hluta hússins var
aöstaöa fyrir lager vatns-
veitu Akraness, en
Reynir sagöi aö svo virt-
ist sem lagerinn væri
óskemmdur.
Tæki Rörasteypunnar
voru oröin gömul, en ný
tæki munu mjög dýr. I
morgun voru eldsupptök
ókunn.
—EA
Helga Marla Siguröardóttir meö son sinn, sem fæddist á
nýársnótt. — Ljósm.: Friörik Vestmann.
Það tyrsta a
barnaárinu
Fyrsta barn sem fæddist
á hinu nýbyrjaöa barnaári
er drengur. Hann fæddist á
nýársnótt klukkan 4.22 á
■Akureyri. Litli snáöinn var
15 merkur og mældist 51
sentimetri . Foreldrar
'nans eru Helga Maria
Siguröardóttir og Guö-
mundur Eyþór Már Ivars-
son en þau eru búsett á
Akureyri. Þetta er þeirra
fyrsta barn, enda móöirin
aöeins 17 ára gömul,—KP.
Reykjavikurflugvöllur mokaöur i gær. Visismynd: JA
Samið við
tlugmenn?
Stjórn Flugleiöa og
Loftleiöaflugmenn á
fundi 1 morgun til aö
reyna aö finna lausn á
deilunni, sem risiö hefur
vegna breiöþotu félags-
ins, en hún biöur nú tilbú-
in á flugvellinum i
Luxemburg.
Ef samkomulag veröur
milli flugmanna og
stjórnar Flugleiöa, mun
breiöþotan lenda á Kefla-
vikurflugvelli seinnipart-
inn i dag á leiö sinni til
New York.
—KP.
Allt til sprongjugerðar?
Raimsaka
búnaðinn
,,Ég vænti þess aö búnaö-
urinn veröi sendur til rann-
sóknar frá okkur i dag”,
sagöi Þorgeir Þorgeirsson
lögreglust jóri á Kefla-
vikurvelli I samtali viö Visi
i morgun. En pólskur
fióttamaöur skildi eftir
tvær feröatöskur á Kefla-
vikurflugvelli i gærdag,
sem innihéldu búnaö, sem
aö sögn Þorgeirs viröist
fallinn til þess aö setja
saman sprcngju.
Pólverjinn hélt þvi þó
fram aö þessi búnaöur væri
allt annars eölis og ekki
ætlaöur til þess aö búa til
sprengju, en um frekari
skýringar hans vildi
Þorgeir ekki tjá sig i morg-
un. Pólverjinn kom hingaö
frá Luxemburg sem „stop-
over” farþegi, en af ein-
hverjum ástæöum hélt
hann áfram til Bandarikj-
anna. Þaöan var hann
sendur hingaö til lands aft-
ur, þar sem hann haföi ekki
vegabréfsáritun. Héöan
var hann sendur til
Luxemburg. Reynist um
sprengjubúnaö aö ræöa,
veröur þaö væntanlega til-
kynnt norskum yfirvöld-
um, en Pólverjinn hefur
búiö I Noregi siöastliöin
þrjú ár, og alþjóöa-lög-
reglu.
—EA
Fluttu 1900
farþega í gœr
Flugfélag islands flutti i gær um nitjánhundurö
farþega, aö sögn Sverris Jónssonar, stöövarstjóra
innanlandsflugs.
Flogin var tuttugu og
ein ferö, þar af tvær á
Boeing 727. Fjórar feröir
féllu niöur vegna veöurs,
ein til Vestmannaeyja og
þrjár til Húsavlkur. Flug-
vellir eru alls staöar'
komnir I gott horf og fært
á alla staöi á landinu eins
og er nema á Noröfjörö.
t dag er áætlaö aö
fljúga tuttugu feröir, þar
af eina til Færeyja.
Fullbókaö . er i allar
feröirnar utan af landi og
taldi Sverrir aö Flug-
félagiö myndi flytja um
sextán hundruö farþega i
dag.
Flugfélagiö Vængir
flaug fimm feröir i gær og
flutti milli áttatiu og niu-
tiu farþega.
—JM
Sjúkraflutningar á
landsbyggðínni:
Sveifarfélög fá
aðlögunartima
,,Sú ákvöröun sem tekin var um áramót aö sjúkraflutn-
ingar skyldu hverfa frá lögreglunni, þar sem hún sá um
þá, stendur óbreytt, hins vegar hefur veriö gefinn viss
aðlögunartimi á ákveönum stööum”, sagöi Eirikur
Tómasson aöstoöarmaöur dómsmálaráöherra I samtaii
viö VIsi.
Þrir kaupstaöir hafa
fengiö sex mánaöa aölög-
unartima. Þeir eru Vest-
mannaeyjar, Isafjöröur og
Siglufjöröur. „Samningar
hafa verið gerðir um þessi
mál á Akranesi og á Nes-
kaupstaö og einnig aö
sjúkraflutningum verði
haldiö áfram fyrir Arnes-
sýslu þar til aö nýtt sjúkra-
hús veröur tekiö I notkun,
en þaö verður aö öllum lik-
indum á sinni hluta þessa
árs. Sveitarfélög greiða
allan aukakostnaö sem
leiðir af þessum flutning-
um frá og meö áramót-
um”, sagði Eirikur.
„Viö vitum ekki til þess
að sjúkraflutningarnir séu
neitt vandamál á öðrum
stöðum, hvert byggðarlag
hefur leyst þessi mál”.
—KP.
Á fímmta þúsund
með fálkaorðuna
Frá því oröunefnd var
sett á laggirnar 3. júli ár-
iö 1921, hafa fjögur þús-
und tvö hundruö og fjórir
einstaklingar fengiö hina
islensku fálkaoröu sam-
kvæmt upplýsingum
Birgis Möller, oröuritara.
Oröan skiptist i fjögur
stig og er hiö æösta, stór-
kross, sem 309 einstakl-
ingarhafa hlotið, þá kem-
ur stórriddarakross með
stjörnu, 509, stórriddara-
kross 1059, og riddara-
kross sem 2297 hafa verið
sæmdir.
Hver sem er getur sent
orðunefnd tillögu um
oröuútnefningu og tekur
nefndin til greina meiri-
hlutann af þeim tillögum
sem hún fær sent, enda
séu þær rökstuddar og
sendar af marktækum
aöilum.
Oröunefnd sjálf
svo og forsetinn geta
einnig lagt fram tillögur.
Algengast er aö bak viö
hverja orðuveitingu liggi
tillaga frá einum aðila.
Fálkaoröunni er úthlut-
aö fjórum sinnum á ári.
—JM