Vísir - 24.01.1979, Blaðsíða 5
5
VlSIR
Miövikudagur 24. janúar 1979.
„Nafnlausi sönghópurinn":
„VILJUM
VERA
HVETJANDI
OG JÁKVÆÐ"
— syngja í matar- og kaffi-
hléum ó vinnustöðum
— Nafnlausi sönghópurinn? Jii,
er þaö ekki hópurinn sem spiiaði
og söng fyrir okkur i kaffitlman-
um um daginn?
Nafnlausi sönghópurinn er eil-
efu manna hópur, sem hefur æft
og útsett lög og texta, og flutt á
samkomum og vinnustöðum.
Hópurinn hefur vakið athygli,
hvar sem hann hefur komið fram,
bæði fyrir vandaðan flutning og
ekki siður fyrir textana. Skoðanir
manna á efni textanna eru mjög
skiptar og sýnist sitt hverjum.
Vísir fór á æfingu hjá Nafn-
lausa sönghópnum og fiskaði upp
nokkrar upplýsingar.
Kom fyrst fram 1. maí
’78.
Hópurinn var stofnaður I april I
fyrra. Nokkrir menn innan kórs
Alþýöumenningar fengu þá hug-
mynd að stofna ballööuhóp, sem
kæmi fram sjálfstætt og án
tengsla viö kórinn, sem nú er
hættur að starfa. Þaö markmiö
var sett, aö hópurinn kæmi fyrst
fram 1. mai og þaö varö úr.
— Hvers vegna þetta nafn?
„Þaö komu fram margar
uppástungur um nafn á hópinn
enn ekkert var nothæft. Viö vor-
um þvi' nafnlaus þegar viö kom-
um fram fyrst og vorum kynnt
sem „Nafnalausi sönghópurinn”,
Þetta nafri hefur svo fest viö hóp-
inn, enda engin betri tillaga kom-
iö”.
— Einhver sérstakur tilgang-
ur!
„Viö viljum flytja fólki fram-
sækna tónlist, meö góöum textum
og viö vandaöan undirleik. Viö
viljum fá fólk til aö hugsa, viljum
vera hvetjandr og jákvæð.
Textarnir fjalla um samstööu
alþýöu manna viö ýmsar aöstæð-
ur, gegn auövaldi og heimsvalda-
stefnu.
Alþýðu-popp.
— Tónlistarstefna?
„Þaö er engin sérstök tónlistar-
stefna rikjandi. Viö spilum allt
frá þjóölögum upp i (eöa niöur i)
„punk”. Þaö má e.t.v. kalla tón-
list okkar alþýöu-popp.
Hingaö til höfum viö aöallega
flutt erlend lög meö þýddum text-
um, en nú tökum viö fyrir fleiri
Islensk lög, sum frumsamin, enda
eru ágætis laga- og textasmiöir i
hópnum.
Nú erum viö að æfa upp nýja
dagskrá og stefnum að þvi aö
koma fram á sem flestum stöö-
um, svo sem á félagsfundum i
stéttarfélögum, samkomum og
árshátiðum.
Viö fórum mikiö á vinnustaöi i
sumar. Viö lékum gjarnani' mat-
ar- og kaffihléum og var
skemmtilegt aö fylgjast með viö-
brögöum fólks. Viö vorum
óþekktur hópur, sem bauöst til aö
skemmta starfsfólkinu ókeypis.
Enginn vissi, viö hverju mátti bú-
ast, þannig aö fyrst I staö rikti
mikil þögn, en eftir fyrstu lögin
fór fólkiö aö taka viö sér og flest-
um var skemmt, aö því er okkur
vir tist.
Eftir aö hafa flutt okkar dag-
skrá röbbuöum viö viö fólkiö,
spuröum hvernig þvl heföi likaö,
hvaö væri gott og skemmtilegt og
hvaö ekki.
Þannig höfum viö reynt aö gera
fólki til hæfis, þó án þess aö
gleyma aö segja þaö, sem okkur
býr i brjósti. Viö viljum gjarnan,
aö fleiri fylgi okkar fordæmi og
segi og leiki þaö, sem þeim býr I
brjósti”.
Enginn hljómsveitar-
stjóri.
— Verkaskipting?
,,Viö höfum engan hljómsveit-
arstjóra. Við vinnum allt i hóp-
vinnuogútetjum á æfingum. Það
byrjar stundum á þvi, aðeinhver
stingur upp á lagi eöa texta. Sá
raulare.t.v. lagið ogsiðanbætum
viö inn röddum og hljóöfær-
um. Þar sem hópurinn er svona
stór, 9-11 manns, þá býöur slfkt
starf upp á mikla möguleika, ef
tekst aö virkja allar hugmyndirn-
ar. En þetta er einnig mjög
vandasöm og seinleg aöferö og
viö ætlum aö auka verkaskipting-
una meira, gera menn ábyrga
fyrir viss um þáttum”.
— Hvernig er andinn innan
hópsins? (Spurningin var reynd-
ar óþörf, þvi samkenndin innan
hópsins leyndi sér ekki)
,3ann er mjög góöur, alveg sé-
lega góöur. Þaö má segja að viö
séum eins og ein stór fjölskylda...
Nei, annars, ekki segja þaö, fólk
myndistraxmisskilja þaö.Þaöer
Æfingar „Nafnlausa sönghópsins” fara fram I heimahúsum og þá er oft
þröngt um svo stóran hóp. Vlsismynd: ATA
Hópurinn hefur fariö á marga vinnustaði og komiö fram i matar- og kaffitimum ókeypis. Hér er hópur-
inn i skemmu Eimskipafélagsins. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson
lika nauösynlegt að andinn sé
góöur, þvf viö æfum tvisvar I viku
og komum auk þsss fram. Viö
stefnum sem fyrrsegir að þvi, aö
koma sem mest fram næstu mán-
uöi.
Þaö er mesta furöa, hvaö þetta
hefur gengið vel. Þaö er enginn
leikur að hóa saman svo stórum
hóp, þviað sjálfsögöuerum viö öll
i vinnu eöa i skóla. Þaö er ástæö-
an tíl þess, aö viö höfum spilaö
minna á vinnustöðum en viö ætl-
uöum okkur.
Þó höfum við sungiö i báöum
skálum Eimskipafélagsins,
Bæjarútgerö Hafnarf jaröar,
Bæjarútgerö Reykjavikur, á
Landspltalanum og fleiri stööum.
Einnig fórum viö til Vestmanna-
eyja f sumar og skemmtum þar
fimm sinnum, m.a. i sambandi
við menningardagana „Maöurinn
og hafiö”.
Tveir trommuleikarar
— engar trommur
Eitthvaö virtist á reiki me&
fjöldann i' hópnum, svo síöasta
spurningin átti ekki illa viö.
— Hvaö eruö þiö mörg I hópn-
um og hvererhljóðfæraskipanin?
„Þessa stundina erum viö 11,
en sú dýrð stendur ekki lengi.
Fanney er aö fara til Vestmanna-
eyja og veröur þvi I kauplausu
frli. Hvort einhver kemur i staö-
inn er óvíst. Annars er mann-
skapurinn þessi: Kristján Ingi
Einarsson (gitar, bassi, söngur),
Eirikur Ellertsson (söngur), Þór-
katla Aöalsteinsdóttir (söngur,
trommur), Bragi Sigurösson (gít-
ar, trommur), Auöur Haralds-
dóttir (söngur), Þorvaldur örn
Arnason (gltar, bassi, söngur),
Sigrún Einarsdóttir (söngur,
ásláttur), Fanney Jónsdóttir
(Söngur, ásláttur), Margrét
örnólfsdóttir (gitar, söngur),
Magna Guðmundsdóttir (fiðla,
söngur) og Stefán Jóhannsson
(gltar).
Viö reynum eftir megni aö bæta
viö hljóöfærum, eftir þvl sem
hljóöfærasjóðurinn braggast. Viö
erum t.d. meö tvo trommuleik-
ara, en eigum engar trommur.
Viö höfum einnig áhuga á aö
kaupa mandólin og harmónikku.
Þetta kemur allt saman”, voru
lokaorö hins samhenta „Nafn-
lausa sönghóps”.
Ef einhver hefur áhuga á aö ná
sambandi viö hópinn, þá er tengill
hans og „blaöafulltrúi”, Kristján
Ingi Einarsson, f sima 22876.
—ATA
UNGLINGA
DA^SLEIKUR
%NÚ c
tœkl
DIS(
í • - -••■ ■ ••■ - •
Nú gefst unglingum frá 16 ára aldri
tœkifœri til þess aó sjá frábœran
DISCO-DANS
Ricky Villard
f1" skemmtir 2svar í kvöld og gefur ykkur kost á
að sjá DISCO-DANS eins og hann gerist
bestur í heiminum í dag.
aðeins þetta
eina skipti
Þetta er tækifæri sem enginn ætti
að láta framhjá sér fara.
MickieGee
sér um fjörió a dansgólfinu
og keppir aö heimsmetinu.
ójd^
k wmr