Vísir - 29.01.1979, Blaðsíða 6
Sonny leikur
lögreglumann
Það er ósjaldan sem
erlendir söngvarar
snúa sér að kvikmynd-
um, og Sonny Bono er
einn af þeim. Sonny
var eitt sinn, eins og
sjálfsagt margir
muna, kvæntur Cher.
Sonny hefur reyndar
lítið látið að sér kveða í
söngnum eftir að hjúin
hættu að syngja
saman. Eitthvað hefur
hann þó raulað.
En nú hefur hann
fengið hlutverk lög-
reglumanns i amerísk-
um sjónvarpsþáttum,
gerðum af NBC. AAeð
þessu vonast Sonny til
Sonny snýr sér nú aft leiklistinni
að allar dyr í Holly-
wood standi sér opnar.
Sama brosið
Þetta er Laureen
Bacall ásamt syni sín-
um og Humphrey
Bogart, Stephen
Humphrey Bogart, sem
menn segja að brosi á
sama sérstaka háttinn
og faðir hans gerði í
óteljandi hlutverkum í
kvikmyndum. AAyndin
var tekin þegar
Laureen heimsótti son
sinn í Hartford-há-
skóla, þar sem
Stephen, sem er tutt- '
uguog níu ára, stundar
nám.
Claudia Cardinale
Claudia verður móð-
ir og amma í sumar
(talska leikkonan
Claudia Cardinale er
yfir sig lukkuleg þessa
dagana og hefur til-
kynnt að hún eigi von á
barni í sumar. Hún er
nú fjörutíu ára. „Það
getur enginn imyndað
sér hversu hamingju-
söm ég er að verða
móðir á þessum aldri",
segir hún. Faðirinn er
kvikmyndaf ramleið-
andinn Pasquale
Aquitieri, sem Claudia
hefur búið með slðustu
fimm árin. Claudia á
von á sér í lok júní eða
byrjun júli. Um leið
verður hún amma.
Sonur hennar Patrick
sem er tvítugur og
unnusta hans eiga von
á barni á sama tima.
Bæði stunda nám við
háskólann I Róm.
Claudia hefur dregið
sig I hlé frá kvik-
myndaleik þar til
barniðer fætt en segir:
„AAig langar mest að
setjast niður og borða
og vera hamingjusöm,
verða regluleg itölsk
mamma. AAeð svera
handleggi og breiðar
mjaðmir. En það má
ég vist ekki...."
-r - . ...j
Edda Andrésdótfir *
srtí iBÍinr.j
Mánudagur 29. janúar 1979
f T - y c * íy
VÍSÍR