Vísir - 29.01.1979, Blaðsíða 11
11
ÞJOÐARMORÐ INDRIÐA
Indriöi G. Þorsteinsson opin-
berar skoðanir sinar um málefni
Kampútseu og Kina i Visi 19.
janúar s.l. Hann hamrar á þeirri
hugmynd sinni aö fjöldi manns
hafi verið tekinn af lifi i
Kampútseu i pólitiskum tilgangi
— ekk i leggur hann fram nein rök
fyrir hugmyndinni. Eins og fleir-
um þykir honum það ekki ómaks-
ins vert, allir eiga að vita að þetta
er staðreynd.
I byrjun greinarinnar lýsir
Indriði „...þjóðarmorði i Kambó-
diu, sem miðaði að þvi að slátra
fólki þangað til að heppilegur
kjarni, yrði eftir, eöa um ein og
hálf miljón manna”.
Það sem Indriöi segir hér leiðir
af sér að lesandinn — grunlaus
um léttvæga meðfenölndriða á
staðreyndum — fær þær hug-
myndir að rúmar fimm miljónir
hafi verið drepnir á s.l. fjórum
árum i KampUtseu. Þjóðin „var”
nefnilega tæpar átta miljónir ekki
fyrir alls löngu.
011 grein Indriða byggir á þess-
ari miHónaslátrun sem hann
framkvæ'mirsvoléttilega á siðum
Visis. Ef þetta þjóðarmorð hans
væri ekki sett fram sem þekkt
staðreynd, þá hrynur botninn úr
allri greininni. HUn stæði þá
frammi fyrir fólki sem mesta
endemisþvæla.
Orð Indriða vega þungt i huga
sumra.Þaðer þvl lágmarkskrafa
að hann kynni sér þau mál sem
hann leggur til grundvallar skrif-
um sinum. En honum er farið likt
og Svarthöfða, hann slengir fram
hlutunum i bUningi staðreynda,
leggur siðan Ut frá þeim sam-
kvæmt eigin þörfum.
(Sem dæmi um vinnubrögð
Svarthöfða er sú makalausa full-
yrðing hans aðMalcolm Caldwell
„hafi stöðugt haldið þvi fram að
þjóöarmoröið i Kambódiu væri
efnahagslegog pólitisknauðsyn”.
Caldwell vann ötullega að þvi aö
sýna fram áaö sögurnar um þjóö-
armorðið væru uppspuni frá rót-
um!)
Litum á dæmi: Hvaðan hefur
Indriði þær upplýsingar að um ein
oghálf miljón eigi að lifa slátrun-
ina af? Og hvaða upplýsingar
styösthannviöþegarhann segir:
og voru raunar á góðri leið
meðaöljúkaþeirriiðju”, (þ.e. að
drepa rúmar fimm miljónir).
Hvað veit Indriði um stjórnar-
farið i KampUtseu fyrir vlet-
nömsku innrásina?
Talnaleikur
Margar tölur hafa verið nefnd-
ar um þann f jölda sem stjórn Pol
Pots á að hafa komið fyrir kattar-
nef, ég grip 1 hauginn og nefiii
nokkur dæmi: vikuritið Time:
50.000,Le Monde: 800.000, Gunnar
Eyþórsson fréttamaður:
2.000.000 , Francois Ponchaud
(franskur trUboði): ef til vill
miljónir, Jean Lacoture
(franskur blaðam.): 1.500.000,
Elin Pálmadóttir (á kappræðu-
fúndi um Kampútseu þ. 18.1.79):
3.500.000, Anthony Paul og John
Barron (Reader’s Digest)
1.200.000. Og loks Indriði með
rúmar fimm miljónir.
Hér skipta nokkrar miljónir
ekki miklu til eða frá — hinir
moröglööu skribentar nefna bara
þá tölu sem þeim likar I það og
það skiptiö og láta það standa.
Vinstri menn og Kina
Indriði heggur galvaskur á
ýmsar hliðar með þjóðarmorðinu
sinu. Hann segir m.a.: „tslenskir
vinstri menn hafa ekki sagt orð
um þessa atburöi, liklega af þvi
þeir treysta sér ekki til að hæla
þjóðarmorði enn þá”.
Hér er eigin fáfræði Indriöa
tekin sem viðmiðun, hann hefur
greinilega ekki kynnt sér skrif
Arna Bergmann i Þjóöviljanum.
Arni hefurgefiðþjóðarmorðshug-
myndunum undir fótinn og talað
um harðneskjulegt stjórnarfar
Pol Pots. Eöa telur Indriði Arna
ekki til vinstri manna?
I öðru lagi þá hafa aðrir, sem
Indriði væri örugglega fús til að
viöurkenna sem vinstri menn,
unnið aö þvf aö sýna fram á meö
rökum að þjóðarmorðið hans
Indriða er ekki til og þvi engin
sérstök ástæða til að hæla þvi.
Reyndar hafa slfk skrif ekki átt
greiðan aðgang að ýmsum fjöl-
miðlum, m.a. hefiir Arni Berg-
mann hindrað birtingu einnar
slikrar greinar i Þjóðviljanum.
Kina fær sinn skammt hjá
Indriöa, Kinverjar eru n.k.
ábyrgðarmenn þjóðarmorösins.
Og ein af niðurstöðum Indriöaum
stefnu Kinverja hljóðar svo:
„Asiustefna Kinverja er einfald-
lega þjóðernisstefna gula manns-
ins — kynþáttastefha,sem ekkier
verið að dylja”.
Indriði telur að Kina sé gráðugt
veldisemlfðiengum aðráöa mál-
um sinum sjálfum i næsta um-
hverfi Kina. Og munar ekki um
eitt þjóöarmorö til aö fylgja
stefnunni eftir.
Hér er Indriöi enn kominn út á
hálanis meðþjóðarmorðiö eitt að
vegarnesi.
Indriði hrekst úr einni vitleys-
unni i aðra vegna þess aö hann
gripur á lofti fullyröingar um
fjöldamorð sem eru studdar eng-
um rökum. Það lengsta sem hefur
verið komist i að sanna málið er
birting á fölsuðum ljósmyndum
og fölsuðum viðtölum við ráða-
menn Kampútseu.
Svör óskast frá Indriða
Aður en lengra er haldiö i þess-
um umræðum um Kampútseu þá
vil ég itreka þær spurningar sem
VÍSIR
Mánudagur 29. janúar 1979
lagðar eru fram i þessari grein.
Og ég vileindregið hvetja Indriða
til að svara þeim við fyrstu
hentugleika — þetta mál er mikil-
vægt samanber greinarskrif
Indriða og umfiöllun allra fjöl-
miðla. Hjáimtýr Heiðdal
//Allir voru sammála um að vatnsveitu yrði að koma upp í Eyjum bæði vegna almennings og einníg atvinnurekstrarins".
þessari holu. Þar meö var þessi
hugmynd úr sögunni.
Allt þetta gerðist áður en MHM
var fluttur i bæinn.
Næsta skref var djúpborun eftir
hugsanlegri vatnsæð frá megin-
landinuogvarboruðein hola nið-
ur á 1634 metradýpi, en því miður
einnig án árangurs.
Þriðja leiðin, sem athuguð var,
var framleiðsla á vatni úr sjó með
eimingu. Bandarikjamenn höfðu
þá sett upp nokkrar slikar stööv-
ar, aðallega þar sem stöðvar
varnarliðs þeirra voru staðsettar
og voru sumar hverjar mun
stærri en Vestmannaeyingar
þurftu á að halda. Var leitaö til-
boða i byggingu slikrar stöðvar
bæði vestan hafs og hjá nokkrum
fyrirtækjum i Evrópu. Lægsta til-
boð sem barst var frá þýsku fyr-
irtæki, en stofnkostnaður og þó
aðallega reksturskostnaður var
það mikill, hvort sem um var að
ræða oliu eða raforku, sem orku-
gjafa, að óhugsandi var að byggja
vatnsveitu á sllkri stöð, þar sem
vatnið myndi verða dýrara en
hægtvar aöbjóðaupp á. Meiraaö
segja var aflað upplýsinga um
byggingu litillar kjarnorkustöðv-
ar bæði til raforkuframleiðslu og
orku til eimingar á sjó, enein slik
tilraunastöð hafði þá verið sett
upp I Bretlandi, en stofnkostnað-
ur reyndist fyrir ofan það, sem til
mála gat komið, sem betur fer er
hægtaðsegja i dag, þar sem stöð-
in, ef til hefði komið, heföi senni-
lega verið sett upp nálægt þeim
stað, sem eldgosið kom upp i ár-
byrjun 1973.
Niðurstöður þessara rannsókna
voru lagðar fyrir stjórnvöld og
formlega farið fram á fyrir-
greiðslu I sambandi við kaup á
vatnsleiðslu til flutnings á vatni
frá meginlandinu út til Eyja, sem
grundvöll fyrirhugaðrar vatns-
veitu.
Stjórnvöld tóku þessari mála-
leitun vel, þar sem fyrir lá aö ekki
var um aðra leið að velja, en allir
voru sammála um að vatnsveitu
yröi aö koma upp i Eyjum bæði
vegna almennings og einnig
atvinnurekstrarins og var heitið
greiðslu úr rikissjóði á helmingi
kostnaðar við stofnæö ásamt bún-
aðiogrfkisábyrgð ef nauðsynlegt
væri.
Innkaupastofnun rikisins var
þá fengin til að leita tilboða i
leiðsluna útlagða og var gengið
útfrá plastleiðslu óeinangraöri.
Mörg tilboð bárust og þar á meðal
eitt frá bandarisku fyrirtæki i
leiðslu, sem i raun var fjögurra
tommu plaströr, en einangraö
sem neöansjávarkapall og fylgdi
tilboðinu sýnishorn af leiðslunni.
En verðtilboö fyrirtækisins i
þessa leiðslu var af eðlilegum
ástæðum mun hærra en annara,
en þó var það aðallega hugmynd
fyrirtækisins um kostnað við
heimflutning og lögn leiðslunnar,
sem gerði tilboöið óaðgengilegt.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja varð
öll saminála um að bandariska
leiðslan væri sú eina, sem byggj-
andi væri á og duga myndi til
frambúöar. En áður en frekari
viðræður væru teknar upp við
þetta fyrirtæki var ákveðið að
leita til ýmsra þekktra kapal-
fyrirtækja I Evrópu og þau beðin
um tilboð i samskonar leiöslu.
Aðeins eitt fyrirtæki, N.K.T IDan-
mörku sýndi málinu áhuga, sem
leiddi til þess að I byrjun april
1966 óskaði fyrirtækið eftir aö
nefnd frá bæjarstjórn kæmi út til
Kaupmannahafnar til aö ganga
endanlega frá kaupunum, enda
hafði áður orðið samkomulag um
verð leiðslunnar útlagðrar. En
þvi miöur kom fram i viðræðun-
um, að verkfræðingar N.K.T.
höfðu ekki fundið lausn á flutningi
leiöslunnar, sem vinna átti helst I
heilu lagi, frá verksmiðju og nið-
ur að höfn, en verksmiöjan var
staösett þar alllangt frá. En full-
trúar fyrirtækisins gáfu yfirlýs-
ingu um að staðið yrði við tilboðið
og hefðu þeir þegar ákveðið að
reisa nýja kapalverksmiðju niður
við höfn, en báðu um eins árs
afhendingarfrest. Einnig lá fyrir
að N.K.T myndi útvega lán til
greiðslu andvirðist leiöslunnar og
stóðuþeir þegar til kom við þessa
yfirlýsingu sina.
Fullyrðing Magnúsar H.
Magnússonar i umræddu viðtali,
að Vatnsveita Vestmannaeyja
hafi verið hans sérstaka baráttu-
mál, gáfu mér tilefni þessarar
samanþjöppuöu greinargerðr um
gang máísins frá upphafi, þar
sem mér finnst fullyrðing hans
ekki einasta heimskuleg heldur
og mjög óheiöarleg gagnvart
þeim bæjarfulltrúum i Vest-
mannaeyjum bæði lifs og liðnum,
sem á sinum tima áttu mun meiri
hlut að máli I sambandi við
lausn þessa máls en hann og sér-
staklega er þetta gort hans ógeö-
fellt þegar fyrir liggur að honum .
er vel kunnugt um að bæjarfúll- |
trúar allir gerðu, þegar við upp-
haf umræðna um málið i bæjar- ■
stjórn, með sér samkomulag um
aðhalda málinuutan viðallt þras
dægurmálanna.
Hlutverk þeirrar bæjarstjórn- ■
ar, sem við tók eftir kosningarnar |
vorið 1966, sem MHM veitti for-
stöðu, sem bæjarstjóri, var það
eittaðtaka viö leiðslunni úrhendi
framleiðenda og sjá um lögn inn-
anbæjarkerfisins og skal ég fús-
lega viðurkenna að framkvæmd
þess verks gekk eölilega fyrir sig I
og var leyst af hendi á rúmlega I
einu ári ef ég man rétt.
En meðal annara oröa.
Ég er sannfærður um að Vest-
mannaeyingar hefðu haft meira
gaman af að heyra um afreka-
skrá MHM I sambandi við hita-
veitumál þeirra, sem undanfarin
ár hefur veriö stærsta mál byggð- I
arlagsins og brennandi fjárhags-
spursmál fyrir bæjarbúa alla, I
frekar en upprifjun hans á ■
Imynduðu afreki meira en ára-
tugs gömul.
/ y ..................a
Hjálmtýr Heiödal
mótmælir í grein þess-
ari skrifum Indriöa G.
Þorsteinssonar i Vísi
um þjóðarmorðið í
Kambódiu. „Þaö
lengsta sem hefur
verið komist i að sanna
máliö er birting á föls-
uðum Ijósmyndum og
fölsuöum viðtölum við
ráðamenn Kamp-
útseu"/ segir
Hjálmtýr.
r