Vísir - 29.01.1979, Blaðsíða 13

Vísir - 29.01.1979, Blaðsíða 13
13 vísm Mánudagur 29. janúar 1979 „Mest vanga- veltur ennþó" — sagði Bragi Sigurjónsson, alþingismaður „Það er ekki búið að fjalla um þetta til hlitar i efri deild”, sagði Bragi Sigurjónsson, alþingis- maður, þegar Visir spurði hann um beinu greiðslurnar. „betta eru mest vangaveltur ennþá og menn ekki búnir að lýsa skoðunum sinum. Ég held að við verðum að fá meiri tima til að ræða þetta áður en ég læt i ljós nokkurt álit”. -ÓT. — sagði Helgi Seljan, alþingismaður „Við höfum ekki náð að ræða þetta i okkar flokki og ekki fyrr en þá verð ég tilbúinn að tjá mig um það,” sagði Helgi Seljan, al- þingismaður. „Ég tel að það eigi að athuga þessa tillögu með öðrum i sam- bandi við þetta stóra mál sem landbúnaðarmálið er. Ég hef vissan áhuga á þessu máli en vill bara ekki úttala mig núna.” -SS- „Ég hef vissan óhuga á málinu " Fjórir sœkja um lagadeild einn um tannlœknadeild Umsóknarfresfur um tvö prófessorsembætti í lögfræði við lagadeild Háskóla íslands með aðalgreinar á sviði ríkis- réttar og réttarfars sem auglýst voru laus til um- sóknar 6. desember síðastliðinn rann út 3. janúar. Umsækjendur eru: Björn Guðmundsson settur prófessor/ Gunnar G. Schram/ settur prófessor (um embætti á sviði ríkisrétfar) og Stefán Már Stefánsson settur prófessor (um em- bætti á sviði réttarfars) og dr. Páll Sigurðsson dó- sent (um embætti á sviði réttarfars). bá lauk umsóknarfresti um prófessorsembætti i tannsjúk- dómafræði og tannfyllingu við tannlæknadeild Háskóla Islands sem auglýst var til umsóknar i desember 10. janúar siðastlið- inn. Umsækjandi er Sigfús bór Eliasson. —JM Sex sœkja um prófessors embœtti í sagnfrœði U m sókna rfrestu r um prófessorsembætti f almennri sagnfræði við heimspekideild < Háskóla tslands, sem auglýst var laust til umsóknar 13. desember siðastliðinn rann út 15. janúar. Umsækjendur eru: dr. Ingi Sigurðsson, Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri, Jón Kristvin Mar- geirsson fil.kand., Loftur Guttormsson lektor, dr. Svein- björn Rafnsson og dr. Þór j Whitehead. —JM / y „Ég mæli U segir Þorlákur Ásgeirsson byggingameistari MAZDA í apríl 1974 keypti Þorlákur nýjan Mazda 818 station og þann 10. janúar síöastliðinn var hann búinn aö aka bílnum 183.898 kólómetra. Þorlákur segir: „Ég tel þaö lán á viö aö fá stóra vinninginn í happdrætti þegar ég fór á bílasýningu hjá Bílaborg hf. áriö 1974 og festi kaup á þessum bíl. Þaö er meö ólíkindum hvaö bíllinn hefur staöiö sig vel. Ég hef notað bílinn í starfi mínu sem verktaki, meöal annars var ég meö verk austur á Kirkjubæjarklaustri í 2 ár og var bílnum þá ekiö viö mjög misjafnar aöstæöur. Bílnum hefur veriö ekiö af mér og starfsmönnum mínum og ennfremur hefur hann veriö notaöur sem fjölskyldubíll af mér, konu minni og 2 börnum. Þaö er dálítið merkilegt aö þrátt fyrir aö aðrir bílar hafi veriö á heimilinu, þá hefur Mazda bíllinn alltaf veriö tekinn fram yfir alla aöra vegna þess hve lipur og skemmtilegur hann er í akstri. Enginn af þeim bílategundum sem ég hef átt hefur enzt nálægt því eins og þessi bíll. Einu viögeröir og endurnýjan- ir sem gerðar hafa veriö á bílnum frá upphafi eru: Skipt 2svar um bremsu- klossa aö framan og einu sinni um bremsuboröa aö aftan, einu sinni skipt um höggdeyfa að framan, pústkerfi 2svar sinnum, tímakeöju í vél einu sinni og kúplingsdisk einu sinni. Ég vil sérstaklega taka fram aö aldrei hefur þurft aö skipta um slitfleti í framvagni eöa stýrisgangi og bíllinn rann í gegnum síðustu skoöun hjá bifreiðaeftirlitinu! Þessa einstöku endingu bílsins vil ég fyrst og fremst þakka vandaðri smíöi bílsins, ennfremur hef ég reynt aö koma meö bílinn í reglulegar skoöanir hjá Bílaborg hf. eins og framleiðandi Mazda mælir meö. Þaö er ábyggilega mikil- vægt atriöi. Öll þjónusta og lipurð starfsmanna Bílaborgar hf. hefur veriö til fyrirmyndar. Bílinn ætla ég að eiga áfram, og er ég sannfæröur um aö ég ek honum 100.000 kílómetra í viöbót án nokkurra umtalsveröra viögerða!“ Þaö má bæta því viö aö vélin í bíl Þorláks var þrýstiprófuð og var þrýst- ingurinn 132/120/125/128 en þrýsting- ur á nýjum bíl er 135. Þetta sýnir aö vélin er ennþá sáralítið slitin. Mazda — Gæöi —- Öryggi — Þjónusta. BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 81299 Okkar árlega hljómplötutítsala hófst í morgunn Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.