Vísir - 05.05.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 05.05.1979, Blaðsíða 16
vtsnt Laugardagur 5. mal 1979. 16 VtSIR Laugardagur 5. mal 1979. 17 Heyrðu Islendingur! Hittu okkur bara eftir hljómleikana, þá getur þú talað við okkur eins og þig langar. Það var hinn bráðhuggulega Liz Mitchell úr Boney M, sem ávarpaði mig á þennan hátt. Danski umboðsmaður söngf lokksins hafði algjörlega neitað umsókn minni um viötal við stjörnurnar, en í staðinn boðið mig velkominn á blaðamannafund Boney M á Kastrupflugvelli. Boney M meðlimirnir eru mjög glaðlegt og myndarlegt fólk, og þau léku á als oddi á fundinum. Þau voru að koma úr söng- leikaferð í Sovétrikjunum, þar sem þau sungu fyrir fullu húsi gamalmenna. En þaö er liður í frjálslyndisstefnu þarlendra, að bjóða vestrænum poppsöngvurum til hljómleikahalds, en unglingar undir ráðstjórn eru því miður ei taldir nógu þroskaðir til aö njóta herlegheitanna. Eru húsin þá fyllt með öldruðu fólki. Bobby Farrell, karlmaðurinn I Boney M kvaöst samt vera ánægður með rúss- nesku áheyrendurna, þeir hafi klappað eins og Moskvukommar á miðstjórhar- fundi. Allt I kingum mig voru menn að spyrja um framtiöaráform hópsins og ótal hljómlistarspurningar glumdu úr öllum áttum. Hvað var ég vitalaglaus maður- inn að vilja I þessum félagskap músikgáfaðra? — Get ég ekki fengiö að spjalla viö ykkur I rólegheitunum um ykkur sjálf og svoleiðis, læddi ég aö Liz Mitchell, þegar enginn heyrði til. Húntókvel I þaðogeftirdálítiðhvíslog pukur viðhina meölimi söngflokksins, var afráðið að ég myndi hitta þau á hótelinu, eftir hljómleikana kvöldið eftir. Textl og myndlr: Magnús Guðmundsson fréttamaður Visis í Kaupmannahöfn Fyrsta flokks sviðsfólk Dagskrá Boney M á hljómleik- unum, var blönduö af nýjum og gömlum lögum og flutningurinn var eins og maöur sér aöeins hjá fyrsta flokks listamönnum. Þaö er greinilegt, aö velgengni söng- flokksins er ekki háö neinum tilviljunum. Boney M, er raun- verulega búin til af listamanna- veiöimanni nokkrum, Frank Farian, sem eftir langa og stranga leit, fann meölimi Boney M úr sitt hvorri áttinni, ef svo mætti segja. Ariö 1976, unnu Boney M I stúdlóum og á sviöi, næstum dag- lega og lögöu grundvöllinn aö vinsældum sinum. 1 dag mynda þaueinn vinsælasta discoflokk I heimi og þar viröist ekkert lát á. Ahorfendur kunnu svo sannar- lega aö meta þaö sem Boney M bauö upp á. 1 salnum var fólk á öllum aldri, allt frá fermingar- unglingum til gamalmenna og liösmenn Boney M náöu svo góö- um tökum á fólkinu, aö þeir fengu þaö til aö hoppa og dansa og láta öllum illum látum. Þetta var jafnvel skemmtilegri sjón en „sjóiö” sjálft. Liz Mitchell stikl- aöi á stóru I orösins fyllstu merk- ingu, þegar hún hljóp eftir sætis- - Boney M islendingar kröftugir elskhugar? Boney M. Liz Mitchell, Narcia Barrett, Maizie Williams og Bobby Farrell. — Þaö er annaö hvort aö vera, eöa vera ekki — I Boney M (to be or not to be — in Boney M), sagöi hún meö tilheyrandi látalátum. betra aö spjalla saman yfir glasi i partýi! Þannig vildi þaö til aö fulltrúi Helgarblaös Visis var boöinn I samkvæmi meö stórstjörnunum. Satt aö segja var þaö bara gam- an, aö sjá hvernig fræga fólkiö skemmtir sér. Ég sá engan mun á kenndri stórstjörnu og jafnkennd- um islenskum dalabónda. — Ég hef nokkrum sinnum hitt Islendinga, tjáöi Bobby Farrell mér. Aöur en ég fór aö syngja, var ég sjómaöur á norskum fraktskipum og þá hittum viö oft islenska sjómenn I höfnum hingaö og þangaö. Þaö var alveg makalaust hvaö þeir gátu drukkiö mikiö. — Þú mundir kannski taka vel i aö syngja á tslandi? — Já blessaöur vertu, ég hef heyrt aö þiö hafiö fallegasta kvenfólk I heimi, er þaö satt? — Já mikil ósköp. —Ég er svo hrifinn af ljóshæröu kvenfólki, þær eru svo ferskar. Veistu aö ég er bálskotinn I henni Agnetu I ABBA hún er svo sexy! —■ Hefuröu sagt henni þaö? —- Nei, ertu vitlaus maöur, hún veit ekkert um þetta. „Heyröu lslendingur, hittu okkur bara eftir hljómleikana”, segir Liz Mitcheil viö Magnús Guömundsson. bökum áhorfendabekkjanna fram i miöjan sal og fékk börn og gaml- ingja til aö syngja meö sér dúetta. Þaö væri fengur i aö fá svona heimsnúmer til tslands, þá væri kannski von til aö fólk gleymdi óöaveröbólgu og stjórnleysi eina kvöldstund eöa svo. Þekkir íslenska sjómenn Eftir tónleikana flýtti undir- ritaöur sér til Hótel Plaza, þar sem flokkurinn bjó. Stuttu seinna komu þau hvert i sinu lagi, ásamt fylgdarliöi. — Hæ, varstu á hljómleikun- ium? spuröi Liz Mitchell. — Já, þiö voruö frábær. — Heyröu, þaö á vist aö halda eitthvaö partý hérna okkur til heiöurs, þú kemur bara meö. — Nújá, hvaö meö viötaliö? — Blessaöur, þaö er mikiö Ætluðu að verða skrifstofudömur Liz Mitchell og Marcia Barrett voru báöar aö læra vélritun i sömu götunni áöur en þær fóru aö syngja. Þær hittust aldrei og þekktust því ekkert áöur en þær byrjuöu i Boney M. Ég var 14 ára, þegar ég söng fyrst fyrir umboösmann, sem safnaöi svörtu listafólki, segir Liz Mitchell. Hann vildi endilega fá mig til aö syngja opinberlega, en manma vildi ekki leyfa mér aö byrja á þessu. — Síöan liöu 3 ár og þá hringdi hann I mig og spuröi hvort ég vildi syngja I Hárinu og þá áagöi mamma já. — Hvaö geröiröu i millitíöinni? —Ég var einkaritari fyrir Lions, svo eftir Háriö byrjaöi ég meö Les Humphries Singers og þaö var ofsagaman. — En hvaö meö þig Marcia, hver er sagan á bak viö þitt ævin- týri? — Aha, oröinn forvitinn ha? (Marcia Barrett talar ákaflega háþróaöa ensku, og haföi mjög gaman af aö sletta fram alls kon- ar oröatiltækjum — eftir nokkur glös). — Ég ætlaöi eiginlega aö veröa drottning, en þar sem sú staöa var upptekin, ákvaö ég aö gerast einkaritari eins og Liz, ha! ha! — Hvernig byrjaöir þú aö syngja? —Ég hitti nokkra hljómlistar- menn einn daginn i London og út úr þvl kom, aö ég fór aö syngja stuttu seinna. Og nú er ég IBoney M. — Likar þér þaö vel? Maizie Williams, er rólegust af Boney M meölimunum, alla vega i margmenni. Hún er frá Vestur- Indium, eins og allir hinir meö- limirnir og flutti til London 1963. TIu árum siöar var hún kosin ungfrú „Svört og svakaflott” (Miss Black and Beautiful). Hún stofnaöi siöan sina eigin hljóm- sveit, en gafst upp á þvi tiltæki. Hún haföi sig ekki mikiö i frammi i samkvæminu, en þegar ég loksins fann hana, þá var hún aö spyrja einhvern mann aö þvi hvort danskir karlmenn væru ekki kröftugir elskhugar. Hann reyndist vera alls ófróöur um þaö, enda Þjóöverji. Þú veist þaö náttúrulega, sagöi hún viö mig. — Þvi miöur, ég er tslending- ur, prófaöu aö spyrja einhvern kvenmanninn hérna. — Alveg rétt, þú ert tslending- ur. Eru þeir ekki dálltiö kröftug- ir? — Eins og jaröýtur. Finnst þér gaman aö vera svona f ræg? — Já, þaö hefur sina kosti. Annars langar mig mest til aö dansa, ég vildi mikiö heldur veröa þekkt sem dansari. Ég er jafnvei aö hugsa um aö setja upp dansskóla.þegar Boney M hætta aö vera vinsæl. Liz Mitchell hleypur eftir sætisbökum áhorfendabekkjanna á hljómleikunum. Frændi Donnu Summer Þegar ég var aö ræöa viö Maizie Williams, kom til okkar maöur, sem vildi endilega ræöa viö mig, af þvi aö ég var Islenskur blaöamaöur. Hann kvaöst heita Ivin L. Mosely og vissi ég þá aö hannerþekktur söngvari og dans- ari I Evrópu. Hann kvaöst vera búinn aö semja lag, sem hann væri viss um aö myndi slá i gegn og höföaöi lagiö mikiö til lslands. Vildi hann nú endilega aö ég kæmi þessu á framfæri heima, þvi hann vill koma til tslands meö hljómsveitina sina og halda tón- leika og jafnvel taka upp plötuna þar. Ivin L. Mosely, er náfrændi Donnu Summer, sem er þekkt söngkona. Þau fóru saman út I hinn stóra heim aö freista gæf- unnar á sinum tima og þá kynnt- ist Ivin Liz Mitchell i Boney M og ætluöu þau aö gifta sig. En þau áform fóru út um þúfur, en vinskapurinn hélst, og hún haföi vitaö aö hann var staddur I Kaupmannahöfn og boöiö honum I samkvæmiö. Þaö gæti svo sem oröiö ágæt landkynning, ef tslandsbragurinn myndi slá i gegn i diskótekum út i heimi. 1 „partiinu” voru Boney M. hópnum færöar platfnuhljómplötur frá plötufyrirtækinu, sem selur plötur þeirra I Danmörku. Endað I Bonaparte Magnús Guömundsson ræöir viö Boney M. á biaöamannafundinum á Kastrup. Um tvöleytiöum nóttina, virtist kominn einhver órói I Boney M og vildu þau fara eitthvaö út aö djamma, mála bæinn rauöan. Eftir töluveröar bollaleggingar og þref, var ákveöiö aö halda i Bonaparte Þorsteins Viggósson- ar. A þessu stigi var undirritaöur oröinn nokkrum hljómplötum rlk- ari, þar sem Liz Mitchell haföi af miklu örlæti gefiö honum af vara- foröa sinum. Vildihann nú halda heim á ieiö, enda maöur reglusamur og árris- ull og varö þvi ekkert úr, aö Helgarblaö VIsis fylgdi Boney M I Bonaparte.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.