Vísir - 05.05.1979, Blaðsíða 4
Laugardagur 5. mal 1979.
4
Texll: illugi Jökulsson
..STOÐVIÐ
ÞJÚFIHNI’’
- Helgarblaðið athugar viðbrdgö
fólks er upp kemst um búðarpjóf
Afgreiðslumaöurinn hefur tekið eftir þjófnum sem tekur til fótanna og
afgreiðslumaðurinn á hæla honum.
Uppi varð fótur og fit i Vöru-
markaðinum við Ármúla á dög-
unum er fráneygur afgreiðslu-
maður tók eftir grunsamlegum
ungum manni sem virtist önnum
kafinn við að stinga inn á sig
baukum af Estragon-kryddi.
Hann vék sér að þjófnum, ábúð-
armikill á svip, en þá greip slikur
ótti hinn seka að hann tók til fót-
anna og reyndi að komast undan.
Upphófst nú mikill eltingaleikur
uns tveir viðskiptavinir komu af-
greiðslumanninum til hjálpar og
reyndu að góma þjófinn. En slik-
ur var ótti hans að honum tókst að
rifa sig lausan og komast út úr
búðinni og slapp við svo búið.
Ljósmyndarar Visis voru af til-
viljun á staðnum og tóku myndir
af öllu saman.
Ekki var þó allt með felldu. Það
kom sem sé i ljós er upp var stað-
iö að bæði þjófurinn og af-
greiðslumaöurinn fráneygi voru
blaðamenn Helgarblaðs Visis,
og ljósmyndararnir voru þarna
aldeilis ekki af tilviljun. Helgar-
blaðið var þarna að gera vett-
vangskönnun á viðbrögðum
starfsfólks og viðskiptavina stór-
verslunar við þjófi sem gerði til-
raun til undankomu. Og niður-
stöðurnar hljóta að vera harla já-
kvæðar — fyrir búðarþjófa vel að
merkja.
„Þjófurinn” fékk nefnilega að
rása óhindrað um búðina lengi vel
og virtist sem fólk tryði ekki þvi
sem var að gerast. Loks tóku sig
til áðurnefndir tveir menn og
komu „afgreiðslumanninum” til
hjálpar en þó tókst „þjófnum” að
sléppa og út, án þess að frekari
tilraunir væru gerðar til að hand-
sama hann. Starfsfólk verslunar-
innar hreyfði hvorki hönd né fót
til að gripa þjófinn og var þó alls
ekki kunnugt um þetta fyrirfram.
Svo virðist, sem aðstæður til búð-
arþjófnaðar séu ákjósanlegar hér
á landi. i.j.
Þjófurinn, grunsamlegur I hStterni^skoðar kryddið sem freistaði hans.
Þjófurinn reynir, ekki ýkja iþróttamannslega, að komast undan. Einn
hinna raunverulegu afgreiðslumanna horfir á eftir honum og rótar sér
ekki, viðskiptavinirnir ekki heldur.
„Haldið manninum. Svona, haltu honum! Hvaöer þetta! Vertu rólegur, þetta er allt
I lagi....”
Þjófurinn virðist yfirbugaður. Gervi-afgreiöslumaðurinn og tveir viðskiptavinir
reyna að halda honum....
Myndir: fiunnar V. Andrésson og Þðrlr Guðmundsson