Vísir - 05.05.1979, Blaðsíða 31

Vísir - 05.05.1979, Blaðsíða 31
VÍSIR Laugardagur S. mal 1979. 31 Deilur forystumanna á landsfundl Slálfstæðisflokkslns: VILDI GIINNAR STANDA UPP FVRIR ALRERT? Eins og skýrt er frá I frétt á baksiöu blaösins uröu haröar umræöur á landsfundi Sjálf- stæöisflokksins I gær vegna fyrirspurnar frá Jakobi Haf- stein um hvort rétt væri aö Gunnar Thoroddsen heföi komiö til Geirs Hallgrimssonar og boöist til að draga sig I hlé úr varaformannsembættinu gegn þvi aö Albert Guömundsson fengi embættiö. Aö lokinni fyrirspurninni kvaddi Geir sér hljóös og sagöi aö er landsfundur heföi nálgast heföihann innt Gunnar eftir þvl hvort hann hygöist gefa kost á sér i varaformannsembættiö. Geir sagöi aö Gunnar heföi þá tekiö sér frest og sagst mundu láta sig vita en ekki heföi komiö tíl umræöu aö Gunnar stæöi upp fyrir einum eöa neinum. Næst sagöistGeir hafa lesiö þaö i Visi aö Gunnar gæfi kost á sér. Gunnar kveður sér hljóðs Gunnar Thoroddsen tók þá til máls og sagöi aö eftír kosninga- ósigurinn sl. vor heföi hann haft Hér sjást nokkrir þeirra sem kosiö veröur um I dag viö setningu landsfundarins m.a. Geir Hallgrimsson, Gunnar Thoroddsen og Matthias Bjarnason. VIsismynd:JA frumkvæöi aö þvi aö þeir Geir ræddu saman um þingflokkinn, skipan nefnda og ráöa og aö samstaöa næöist þar um. Ekki heföi þaö þó tekist ogstór hópur þingflokksins heföi ekki stutt sig til formennsku I þingflokknum né heföi veriö tekiö tillit til óska 1. þingmanns Reykvikinga (Al- berts Guömundssonar , innsk. blm.) um sæti i nefndum. Síöan sagöi Gunnar, aö hann heföi velt þvi fyrir sér er landsfundur nálgaöist hvort hann ætti aö gefa kostá sér en ekki heföi sér veriö varaformannsembættiö fast i hendi. Heföi sér dottíö i hug aö þaö gætí oröiö samkomu- lag og samstaöa um aö hann drægi sig I hlé og Albert Guö- mundsson kæmi I staöinn en þeirrihugmynd heföi ekki veriö sinnt. Frumkvæði að sam- stöðu Steig Geir nil aftur i ræöustól og sagöist ekki þræta um hvor heföi átt frumkvæöi aö sam- stööu en h ann teldi sig ekki slöur hafa átt frumkvæöiö. Siöan heföi hann beitt sér fyrir þvi aö ekki heföi veriö boöiö fram á mótí Gunnari i embætti þing- flokksformanns og heföi raunin oröiösú. Þá sagöi Geir, aötil aö breikka forystuna heföi hann ekki gefiö kost á sér sem vara- formaöur þingflokksins og sagöist hann hafa sagt Gunnari þá skoöun sina aö hann teldi eölilegt aö hiösama myndi gilda um forystuna i flokknum sjálf- um. Siöan sagöi hann aö Gunnar væri öörum mönnum færari aö tjá sig skýrt og greinilega þannig aö óhugsandi væri aö það sem hann segöi yröi mis- skiliö. Þaö heföi þvi meö engu móti getaöfarið fram hjá sér, ef Gunnar heföi boöist til aö vikja úr varaformannsembættinu gegn þvi að einhver tiltekinn tæki viö þvi. Hann og Gunnar gætu auk þess ekki ákveöið þaö sin á milli hvernig mál skipuöust heldur væri þaö mál landsfundar hverju sinni. Kvaðst Geir glaöur mundu lúta ákvöröun landsfundar I þessum efnum. Valddreifing Gunnar tók nú aftur til máls og sagöist vera sammála þeim hugmyndum sem settar hefðu veriöfram af Jóni Magnússyni og fleirum þess efnis aö valdinu væri dreift miUi þriggja for- manna, formanns flokksins, formanns þingflokksins og for- manns miöstjórnar. Þessum valddreifingarhugmyndum væri formaöur flokksins ekki sammála. Þá sagöi Gunnar, aö ekki gengi lengur aö 1. þing- maöur Reykjavikur væri stööugt .frystur úti, hann heföi mikiö fylgi og væri afar sterkur persónuleiki. Lauk Gunnar máli sinu á þá lund aöauövitað væri þaö lands- fundar aö útkljá mál af þesssu tagi en veigamest væri að allir stæðu saman, þegar upp væri staöiö. —óM Ein myndin á sýningunni, Maöur aö vestan,númer 8. Sýnir uösmynd- ir á Lofllnu ,,Ég fékk brennandi áhuga á ljósmynduir' upp úr 1960 og reyndi þá aö troöa mér inn á námskeiö hjá Æskulýösráöi en var orðinn of gamall. Samt sem áöur fékk égaöskreppa nokkrum sinnum I myrkraherbergiö”, sagöi Jón Hóbn I spjaili viö VIsi en hann opnar ljósmyndasýningu I dag klukkan 14 á Loftinu. Sýningin veröur opin til 12. mai á verslunartima. „Ég las allt sem ég gat komist yfir um ljósmyndun og varö aö láta mérþaðnægjaimörgár.eða þar til ég haföi efni á aö kaupa mér góöa myndavél”, sagöi Jón. Á sýningunni á Loftinu viö Skólavöröustig eru 45 ljósmyndir en þær eru teknar á s.l. þ-em ár- um á Islandi og viöa um Evrópu. —KP Kafllsala Hálelgssöknar Kvenfélag Háteigssóknar verö- ur meö sina árlegu kaffisölu i Domus Medica sunnudaginn. 6. mai frá kl. 15 til 18. Kvenfélagiö hefur starfað ötul- lega allt frá stofnun sóknarinnar að búa kirkjuna sem best úr garði og unniö ómetanlegt félags- og menningarstarf I söfnuöinum. Félagiö hefur og stutt lfknarstarf- semi eftir mætti og t.d. gefið 100.000 kr. til sundlaugarbygging- ar Sjálfsbjargar og sömu upphæö i söfnun á alþjóðaári barnsins „Bjargiö frá blindu”. Fá aö skoða geödeíld- ina í Arnarholti 1 fyrsta sfain er almenningi gefinn kostur á aö skoöa og kynnast starfsemi og aöbúnaöi geödeildar Borgar- spitalans i Arnarholti. Opiðhús veröur I Arnarholti á Kjalarnesi sunnudaginn 6. mai kl. 13-17. Nýja húsiö og hluti gamla hússins veröa opin og getur þar aö lita þær breytingar sem oröiö hafa á aöbúnaöi sjúklinga. Meö tilkomu nýrra bygginga hefur gefist tækifæri til bættrar meðferðar og endur- hæfingar. Kaffi og veitingasala veröa ásamt sölu hannyröa vistmanna á staönum. —EA verk Oddnýjar kynnt Bókmenntakynning á verkum Oddnýjar Guömundsdóttur rit- höfundar veröur sunnudags- kvöldiö 6. mai kl. 20.30 aö Hótei Esju, annarri hæö. Oddný er fædd 1908 og varö þvi sjötug á siðastliðnu ári. Hún hefur verið farkennari viöa um landsiöan 1940. Hún hefur sam- ib 5 skáldsögur auk ljóöa, smá- sagna og útvarpsleikrita. Silja Aöalsteinsdóttir fjallar um verk Oddnýjar og lesib verö- ur upp úr þeim. Fjoidagönour farnar Feröafélag Islands hefur skipulagt 10 gönguferöir á Esju I malog júni og veröur sú fyrsta á sunnudaginn. Þátttakendur fá viöurkenningarskjal fyrir unniö afrek og einnig veröur efnt til happdrættis. Arið 1977 var efnt til allmargra slikra feröa og var þátttaka almennings afar mikil. Gönguferðirnar hefjast á mel- unum austan við bæinn Esju- a Esju berg á Kjalarnesi og verður gengið þaöan á Kerhólakamb sem er i 851 metra hæð og sama leib gengin til baka. Fariö veröur frá Umferöar- miðstööinni klukkan 13 en einn- ig getur fólk fariö á eigin bilum upp á melana og slegist þar I hópinn. Esjugöngur verða 6., 12., 13., 19., 20., 24. Og 26.mai svo og 4., 16. og 23. júni. —SG Með saumastofuna suður Leikklúbbur Laxdæla leggur .land undir fót og sýnir Sauma- stofuna eftir Kjartan Ragnars- son fyrir sunnan um helgina. A laugardagskvöld veröur sýning i samkomuhúsinu Garöi kl. 21 og á sunnudagskvöld I Félags- heimilinu á Seltjarnarnesi kl. 20. Leikklúbburinn hefur að undanförnu sýnt Saumastofuna viö góðar undirtektir fyrir vestan. Sýningarnar á leikritinu eru þegar orðnar fimm. Leikstjórier JakobS. Jónsson og undirleikari er ómar Óskarsson. Saumastofan er 14. verkefni Leikklúbbs Laxdæla, en hann var stofnaður 1971. Skjöldur, Búöardal/—KS Manuela og Heiga f RústaðaKirkJu Manuela Wiesler flautuleikari- og Helga Ingólfsdóttir sembai- leikari halda tónleika I Bústaöa- kirkju á laugardagskvöldiö, 5. mai, og heQast þeir kl. 21. Efnisskrá tónleikanna er sú sama og þær fluttu á tónlistar- dögum á Akureyri um siðustu helgi: Sónötur eftir Quantz, Bach og Handel, Cantus 1 eftir norska tónskáldið Egil Hovland, Asceses eftir André Jolivet, sembalverkið „Frumskógar” eftir Atla Heimi Sveinsson og tónverkiö „Sumar- mál” eftir Leif Þórarinsson. Aðalfundur íslands- ísrael Vináttufélagiö Island-tsrael heldur aöalfund sinn I dag kl. 15.00 á Hótel Borg. Dagskrá fundarins veröur venjuleg aöalfundarstörf auk Spánska flug- an í vfsisbfð Spánska flugan, bráö- ■skemmtileg gaman- mynd, verður i Visisbiói i dag, laugardag, I Hafn- arbiói, og hefst sýningin kl. 15. Aðalfundur Félag áhugamanna um heim- speki mun halda aöalfund og fyrirlestur sunnudaginn 6. mai, i Lögbergi. Aöalfundurinn hefst kl. 13.30, en fyrirlesturinn kl. 14.30. Frummælandi verður Ingi Sigurðsson og nefnir hann erindi sitt: „Um söguspeki Vicos”. —SS— þess sem málefni félagsins veröa rædd, Markmið félagsins Is- land-Israel er aö stuðla aö menn- ingarlegum samskiptum land- anna, m.a. feröalögum þar á milli. Lendlngarkeopnl Lendingarkeppni veröur haldin á Reykjavikurflugvelli næsta sunnudag, 6. mal og hefst hún klukkan 14:00. Keppnin er liður i æfingum og þjálfun Islendinga fyrir Noröurlandaflugkeppni sem fram fer í lok júni nk., i Finn- landi. Vélflugfélag tslands gengst fyr- ir keppninni á sunnudaginn og veröur keppt samkvæmt nýjum samræmdum reglum Noröur- landanna. Keppt verður I þremur tegund- um lendinga og veröa keppendur fjölmargir og á alla vega flugvél- um. Æft hefur verið af kappi fyrir lendingarkeppnina en lending- f arnar eru aðeins einn liöur I aðal- keppninni sem fer fram í Finn- landi. Þar stefna Islendingar að sjálfsögöu i efstu sæti. —EA J *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.