Vísir - 04.05.1979, Page 14

Vísir - 04.05.1979, Page 14
V » V’l VÍSIR Föstudagur 4. mai 1979 sandkorn Sæmundur Guövinsson skrifar ÍHflLDS- SKJÁLFTI Mikiil skjálfti hefur gripið ihaldsmenn fyrir formanns- kjörið á morgun þar sem kosið verður um Albert og Geir, Gunnar og Davið. Varlega hefur verið fjallað um þessi framboðsmál i málgögnum Sjálfstæðisflokksins, Morgun- blaðinu og Dagblaöinu þótt allir viti að Mogginn styður Geir en Dagblaðið styöur Al- bert. Hins vegar telja sumir að Gunnar muni láta Davið vita hvar hann keypti ölið. Friðrlk og ðtgangan Nokkur dagblaðanna hafa þaðeftir Friðrik Ólafssynifor- seta FIDEað hann hafi gengið út af aðaifundi Skáksam- bandsins til að mótmæla til- teknum atriðum I prentaðri skýrslu stjórnar Skáksam- bandsins. Það vill svo til að undir- ritaður fylgdist með þessum fundi og sá er Friðrik gekk út. Ekki var hægt að merkja að það væri gert I mótmælaskyni þvi áður tók Friðrik innilega I hönd erkióvinarins Einars S. Einarssonar og var ekki annað að sjá en vel færi á með þeim. Þcir hafa það öðruvisi full- trúar stórveldanna þegar þeir ganga út undir skammar- ræðum hver annars. Þá er jafnan fátt um kveðjur. Mynd um veOur í nýju hefti Ferðamála, fréttablaði Ferðamálaráðs er greint frá nýjustu land- kynningarmynd Dana. Kvik- myndin er 18 mlnútna löng og nefnist „Danskt veður”. Hún sýnir Danmörku I rigningu roki, slyddu, snjó, þoku, kulda — og sól. Kvikmyndin hefúr reynst afar vinsæl og hefur unnið til verðlauna á þremur kvikmyndahátlðum. Hvernig væri að viö tækjum Dani okkur tii fyrirmyndar i þessum efnum og létum gera eins og eina kvikmynd um veðrið hérlendis eins og það raunverulega er? Eitt l dag Þjóðviljinn er illur út af ráöningu nýs bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Segirblaðið að þar hafi verið gengið framhjá eina umsækjandanum með reynslu I stjórn bæjarmála. Sama blað fagnaði þvi hins vegar ákaft þegar gengið var framhjá tveimur umsækjend- um meö langa reynslu þegar ráðið var I stöðu skrifstofu- stjóra Reykja vlkurborgar fyrir skömmu og ungur lög- fræðingur ráðinn i staöinn. Það getur veriö erfitt að vera sjálfum sér samkvæmur. —SG 18 Umsjón: Edda Andrésdóttir Fækka fötum Það hefur mikið vatn runnið til sjávar siðan á dögum kimonodögum japanskra kvenna. Japanskar sýningar- stúlkur fækka nú fötum án þess að blikna á tiskusýningum eins og til dæmis systur þeirra i öðrum löndum. Þessi mynd hér til hægri var tekin á sundfata- tiskusýningu i Tokyo fyrir nokkru. Baðfötin voru meðal fimmtiu annarra sem sýnd voru. BURROUGHS HELD- UR PARTI FYR- ir mm William S. Burroughs heitir maður I Ameriku og heftir ofan af fyrir sér með ritstörfum. Reyndar er hann nokkuð þekkt- ur en allmjög umdeildur þó. Hann hélt um daginn sam- kvæmi fyrir nokkra vini sina sem flestir eru rithöfundar lika. Allen Ginsburg, Norman Mailer, Jean Genet, Jerzy Kosinski og margir fleiri voru þar mættir. Og náttúrlega fór allt i háaloft. Si'ðla nætur var lögreglan kölluð á staðinn vegna óláta sem nágrannar tóku eftir. Að- koman fyrir hina prúðu laganna þjóna var lika ófögur. Allt logaði I slagsmálum. Endirinn varð sá að öll fengu skáldin að gista i fangageymslum. IJ GL/CSILEGUR SÝNIHGARSALUR Vegno mikillor sölu síðustu dogo vantar okkur allo góðo nýlego fólksbílo í sölu Opið virko dogo 9-7 og lougordogo fró 9-6 BÍLASALA - BÍLASKIPTI BORGARTUNI 29 - SIMI 28488

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.