Morgunblaðið - 18.02.2001, Qupperneq 6
ERLENT
6 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GEORGE W. Bush þykirhafa farið vel af staðsem forseti Bandaríkj-anna. Þemavikur, þar
sem áherslan hefur verið lögð á
menntamál og skattalækkanir,
hafa heppnast vel og menn eru al-
mennt ánægðir með störf forset-
ans. Lítið hefur verið um óvæntar
uppákomur og forsetinn því getað
einbeitt sér að helstu stefnumálum
sínum af fullri einurð. Og einurð
virðist ríkja innan veggja Hvíta
hússins. Þar hafa menn orð á því
„hversu snurðulaust hlutirnir
ganga“ og hvað starfshættirnir séu
agaðir, sem er í algjörri andstöðu
við skipulagsleysið fyrir átta árum
þegar Bill Clinton og hans fólk tók
við völdum.
Eftir þessa líka ágætis byrjun
eru repúblikanar himinlifandi og
demókratar og andstæðingar for-
setans hafa meira að segja neyðst
til að gefa honum B+ fyrir frammi-
stöðuna. Til að bæta gráu ofan á
svart, sitja demókratar eftir sár-
svekktir yfir því hvernig Clinton
yfirgaf skútuna. Hvert hneykslis-
málið hefur fylgt í kjölfarið á öðru
og nú eru bæði þingið og saksókn-
ari í New York að rannsaka um-
deildar náðanir forsetans. Bush er
aftur á móti sallarólegur, enda
samanburðurinn honum hagstæð-
ur þessa dagana.
Í þessari viku setti forsetinn ör-
yggismál á oddinn. Heimsótti
Bush þrjár herstöðvar á þremur
dögum til að leggja áherslu á það.
Fyrst fór hann til Fort Stewart í
Georgíu, síðan til Norfolk í Virg-
iníu, þar sem sendiherrar NATO
ríkja hlýddu á mál
hans, og þar á eftir var
ferðinni heitið til
Charleston í Vestur-
Virgínu, þar sem hon-
um var vel fagnað s.l.
miðvikudag. Þó ekki
hafi verið eins mikið um það fjallað
lauk þessari umferð í utanríkis-
ráðuneytinu á fimmtudaginn, þar
sem hann ræddi meðal annars ferð
sína til Mexíkó daginn eftir.
Það er reyndar nokkuð óvenju-
legt að forseti fari í utanríkisráðu-
neytið, en sýnir glöggt hversu mik-
il áhrif Colin Powell
utanríkisráðherra hefur og hversu
mikil alvara honum er í því að
styrkja inniviði utanríkisþjónust-
unnar.
Endurskipulagning
í Pentagon
Yfirmenn jafnt sem óbreyttir
hermenn hafa tekið Bush opnum
örmum. Þeir líta á hann sem
bandamann sem muni sjá til þess
að aðbúnaður þeirra batni og að
auknum fjármunum verði varið til
varnarmála. Þeir ættu þó að flýta
sér hægt. Það kom mörgum af
æðstu mönnum hersins á óvart að
Bush skyldi ekki strax fara fram á
aukin fjárframlög til varnarmála. Í
ofanálag hefur ákvörðun Donalds
Rumsfelds varnarmálaráðherra að
fela Andrew W. Marshall að ann-
ast endurskoðun á málefnum ráðu-
neytisins þegar valdið sumum hug-
arangri. Marshall er lítt kunnur
utan veggja ráðuneytisins, en hann
og Rumsfeld hafa þekkst lengi.
Hann þykir sjálfstæður og
óhræddur við að fara óhefðbundn-
ar leiðir og hefur hingað til ekki
hikað við að gagnrýna það sem
honum þykir miður í ráðuneytinu.
Telja menn að með því að skipa
Marshall sé Rumsfeld að sýna að
talsverðra breytinga sé að vænta í
varnarmálum.
Embættismenn í varnarmála-
ráðuneytinu hafa þó sagt að Rums-
feld hafi gefið til kynna að hann
muni ekki hika við að fara fram á
aukin fjárframlög til varnarmála
að lokinni endurskoðun.
Varnarmálaráðuneytið í Penta-
gon er afar stórt í sniðum og þar
verður ekki öllu bylt á einni nóttu.
Marshall á að skila
drögum að skýrslu um
miðjan mars sem þykir
ótrúlega stuttur tími.
Hann hefur áður sagt
að í varnarstefnu
Bandaríkjanna sé of
mikil áhersla lögð á Evrópu á
kostnað Asíu, þar sem raunveru-
legar hættur sem senn geti ógnað
öryggi Bandaríkjanna séu til stað-
ar.
Eins hefur Marshall skapað sér
óvinsældir með því að gagnrýna
nýjar orrustuvélar flughersins
(F-22) á þeim forsendum að þær
séu ekki nógu langdrægar fyrir
nútímahernað. Að því viðbættu
hefur hann imprað á því að flug-
móðurskip og skriðdrekar séu að
verða lítið annað en sitjandi skot-
mörk fyrir óvinveitt ríki og hryðju-
verkamenn. Margir bíða því
spenntir eftir niðurstöðum
Marshalls.
Sjálfur hefur Bush margoft sagt
að það þurfi að hugsa um framtíð-
ina í varnarmálum í stað þess að
dvelja í fortíðinni, jafnvel þótt það
þýði erfiðar ákvarðanir um niður-
skurð og úreldingu vopna. Hann
hefur líka lagt til endurskoðun á
kaupum aðfanga og að draga eigi
úr umsvifum Bandaríkjahers á er-
lendri grundu, sérstaklega með til-
liti til friðargæslusveita. Repúblik-
anar hafa löngum sótt styrk til
hersins og það kann að vera auð-
veldara fyrir forseta úr þeirra eig-
in röðum að ná sátt um nauðsyn-
legar umbætur.
Þó að nokkrir þingmenn og yf-
irmenn innan hersins hafi látið í
ljós óánægju með viðvarandi að-
hald í fjármálum, þykir flestum að
hér sé rétt tekið á málum. Mörg
ráðuneyta hafa auk þess verið beð-
in um að skera niður, sum um um-
talsverðar fjárhæðir, til að gefa
svigrúm til fyrihugaðra skatta-
lækkana. Reyndar virðast flestar
stofnanir nema menntamálaráðu-
neytið og varnarmálaráðuneytið
eiga að fara undir hnífinn, áður en
forsetinn leggur fram sín fyrstu
fjárlög í lok febrúar.
Umbætur handa
hermönnum
Bush kom ekki tómhentur í
heimsókn í herstöðvarnar. Hann
lofaði að fara fram á 5,6 milljarða
dollara í aukafjárveitingu til að
hækka laun, bæta húsnæði og
heilsugæslu hermanna og fjöl-
skyldna þeirra. Inni í þessari upp-
hæð er 4,6 prósent launahækkun,
samkvæmt því sem kveðið er á um
í lögum frá 1999 sem miða við að
bæta kjör hermanna og mun kosta
um 400 milljónir dollara. Því til við-
bótar er einn milljarður sem nota á
í bónusgreiðslur, aðrar 400 millj-
ónir fara í húsnæði og 3,9 millj-
arðar í betri heilbrigðisþjónustu.
Þó ekki sé um háar upphæðir að
ræða skipta peningarnir máli fyrir
óbreytta hermenn sem margir
hverjir eru á afar lágum launum og
búa við bág kjör í ófullnægjandi
húsnæði. Mörgum þykir þetta
smánarblettur á hernum og segja
að það þyrfti að fara fram á marg-
falt hærri upphæð til að koma
þessum hlutum í lag.
Ef áætluð heildarútgjöld til
varnarmála á næsta fjárlagaári eru
borin saman við það sem stjórn
Clintons lagði til munar ekki
miklu, eða um einu prósenti. Bush
fer fram á 310 milljarða dollara
fyrir árið 2002 (sem byrjar 1. októ-
ber 2001), en í endurskoðuðum
fjárlögum Clintons frá því í janúar
var gert ráð fyrir 306 milljörðum
útgjalda til varnarmála.
Himinhár kostnaður
við eldflaugavarnir
Einn af hornsteinum nýrrar
varnarstefnu ríkisstjórnarinnar er
uppbygging hátæknieldflauga-
varnarkerfis. Bush hefur lagt á
það mikla áherslu að þetta kerfi sé
nauðsynlegt til að Bandaríkin geti
varist óvinaflugskeytum og hann
hefur lýst sig reiðubúinn að bjóða
Evrópuþjóðum og öðrum banda-
mönnum slíka vernd til að draga úr
andstöðu við áætlanirnar. Bush
hefur líka boðist til að skera niður
aðrar kjarnaflaugar til að friða
Rússa, en Vladimir Pútin Rúss-
landsforseti heldur fast í sinn
streng að kerfið brjóti í bága við
AMB sáttmálann frá 1972 um bann
við gagnflaugum.
En það er ekki bara utan Banda-
ríkjanna sem ágæti þessara áætl-
ana er dregið í efa. Í vikunni birtist
leiðari eftir Samuel Berger, fyrr-
um öryggisráðgjafa Clintons, í
dagblaðinu Washington Post, þar
sem hann lýsir yfir efasemdum um
gagn og nauðsyn þessa að byggja
slíkt kerfi. Berger fjallar ekki að-
eins um tæknilega erfiðleika sem
enn á eftir að yfirstíga, heldur velt-
ir hann því fyrir sér
hvort eldflaugavarnar-
kerfið muni styrkja eða
veikja varnir landsins.
Hann bendir á að upp-
bygging kerfisins gæti
hugsanlega leitt til nýs
vígbúnaðarkapphlaups, þar sem
ekki bara Rússland heldur Kína og
jafnvel Indland sjái sig knúin til
þátttöku með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum. Berger leggur til að
spurningar sem slíkar verði íhug-
aðar vandlega áður en lengra er
haldið.
Eins og margir muna þá var rík-
isstjórn Clintons ekkert alltof
spennt fyrir kerfinu, en hélt þó
áfram þróun þess sökum þrýstings
frá íhaldssömum þingmönnum.
Tæknilegir erfiðleikar settu
málin í bið og s.l. haust lýsti Clint-
on því yfir að hann myndi láta eft-
irmann sinn um að taka ákvörðun
um framhaldið. Embættismaður í
Hvíta húsinu sagði í samtali við
Morgunblaðið að Bush sé sann-
færður um að eldflaugavarnir séu
raunhæfur kostur og að banda-
menn muni sjá gagnsemi kerfisins
þegar Bandaríkjamenn halda
áfram að þróa það. En tæknin er
þó ekki alveg komin á það stig að
smiðir slái upp fyrir pöllum og
jafnvel bjartsýnustu menn játa að
ólíklegt sé að hann muni sjá kerfið
tekið í notkun í forsetatíð sinni.
Kostnaður við eldflaugavarnirn-
ar er líka gífurlegur. Fyrst var tal-
að um upphæð upp á 25 milljarða
dollara til að reisa 100 varnarflaug-
ar í Alaska samhliða því að ratsjár-
stöðvar víða um heim yrðu endur-
nýjaðar. Margir töldu þessa
upphæð óraunhæfa og sögðu að
líklega myndi kostnaðurinn fara í
60 milljarða áður en yfir lyki. Bush
hefur sagst vilja íhuga mun víð-
tækara kerfi sem næði til lofts og
sjávar og þar má reikna með um-
talsverðum útgjaldaaukningum.
Auk þess er áætlað að með því að
víkka varnirnar þannig að þær nái
til bandamanna muni kostnaður
vaxa um allt að 10 milljarða á ári –
til að byrja með.
Yfirmenn hersins hafa farið
fram á að þessi útgjöld ættu að
bætast við fjárframlög til varnar-
mála. Bush hefur hins vegar talað
um að ef til vill þurfi önnur kerfi að
víkja fyrir eldflaugavörnum. Til-
raunir með kerfið hafa legið niðri
frá því að tilraunir mistókust hrap-
allega sl. sumar og enn
virðist áætlunum ætla
að seinka. Ráðuneytið
hefur þó tilkynnt um
tvær fyrirhugaðar til-
raunir á næstu mánuð-
um og eru menn sam-
mála um að báðar verði að ganga
upp til að koma í veg fyrir margra
mánaða tafir á framvindu málsins.
Þrátt fyrir að „varnar-vikan“ hafi
gengið vel, getur vel verið að stað-
festa Bush í að byggja upp eld-
flaugavarnarkerfið á kostnað ann-
arra áætlana reynist
stuðningsmönnum hans innan
Pentagon erfiður biti.
George W. Bush fyrirskipar endurskoðun á varnarstefnu Bandaríkjanna
Vonir og
væntingar í
varnarmála-
ráðuneytinu
AP
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, spjallar við hermenn yfir hádegisverði í heimsókn sinni í herstöð-
ina Fort Stewart í Georgíu á dögunum. Bush hefur lofað að bæta kjör bandarískra hermanna.
Í kosningabaráttu sinni hét George W.
Bush því að efla og endurnýja varnir
landsins, bæta kjör hermanna og byggja
upp hátæknieldflaugavarnarkerfi sem
svar við nýjum ógnum sem gætu steðjað
að Bandaríkjunum. Það komu því vöflur
á marga þegar hann hélt sig við fjárlög
forvera síns og bað þingið ekki um
tafarlausa aukningu útgjalda til
varnarmála. Margrét Björgúlfsdóttir
kannaði viðbrögðin í Washington.
BAKSVIÐ
Bandaríski
forsetinn
setur öryggis-
mál á oddinn
Leggur áherslu
á nauðsyn
eldflauga-
varnarkerfis