Morgunblaðið - 18.02.2001, Page 11

Morgunblaðið - 18.02.2001, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 11 standa eftir þrír viðbótar kostir, það er að segja bygging nýs flugvallar á Lönguskerjum, eftir gamalli hugmynd Trausta Valssonar, bygging nýs flugvallar í landi Hvassahrauns í Vatnsleysustrandarhreppi og breytingar á nú- verandi flugvelli í Vatnsmýrinni þannig að meginhluti flugsins verði færður á nýja flug- braut á uppfyllingum úr Fossvogi og út í Skerjafjörð.“ Efasemdir hafa komið fram um alla þessa kosti og raunar hafa embættismenn borgar- innar slegið Lönguskerjahugmyndina af þótt stjórnmálamennirnir haldi henni enn inni í um- ræðunni. Niðurstaðan varð að leggja aðeins fyrir íbúana spurninguna um það hvort flugvöllur eigi að vera í Vatnsmýri að loknu skipulags- tímabilinu eða hvort hann eigi að fara og nýta þá landið undir byggð. Þarna er um tiltölulega einfalt val að ræða og það eina sem borgin í reynd getur lagt fyrir íbúa sína. Ingibjörg Sól- rún segir að fari svo að niðurstöður atkvæða- greiðslunnar verði á þann veg að bersýnt er að Reykvíkingar vilji völlinn burtu úr Vatnsmýr- inni, yrði auðvitað farið að vinna út frá því, bæði í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og við endurskoðun aðalskipulags Reykjavík- ur. „Flugmálayfirvöld hafa alveg skýra rétt- arstöðu í Vatnsmýrinni til ársins 2016. Um það er enginn ágreiningur, en það liggur ekkert fyrir um hvað muni gerast eftir 2016, eins og staðan er í dag.“ Hætt hefur verið við að efna til umfangsmik- illar skoðanakönnunar um flugvallarmálið um landið allt samhliða kosningunni, eins og hug- myndir voru uppi um lengi vel. Sú könnun átti einkum að fara fram svo hægt væri að fá góðan samanburð á því hvort hópur kjósenda í Reykjavík væri þverskurður af þeim viðhorf- um, sem kæmu fram í skoðanakönnun á land- inu öllu. Þar sem hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgar stangast mjög á, er líklegt að nið- urstöður kosninga annars vegar og skoðana- könnunar hins vegar gætu orðið misvísandi og því gætu menn lent í vanda við að túlka nið- urstöðurnar eftir á. Tveir kostir í Vatnsmýrinni Tveir kostir eru helst til umræðu ef ákveðið verður að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri eftir 2016, eins og fram hefur komið í grein- unum um skipulag Vatnsmýrar og framtíð Reykjavíkurflugvallar sem birst hafa í blaðinu síðastliðna viku. Ljóst er að leggja þarf í veru- legan kostnað við uppbyggingu á Reykjavík- urflugvelli jafnvel þótt ákveðið yrði að hafa hann áfram á núverandi stað. Hægt er að skapa svigrúm fyrir töluverða íbúðarbyggð í Skerjafirði með endurskipulagningu flugvall- arsvæðisins. Kostnaður yrði enn meiri ef austur-vestur- braut flugvallarins yrði flutt út á Litlusker og gerð að aðalflugbraut en með því væri hægt að losa enn meira land til annarra nota. Spurn- ingin er frekar um það hvort hægt sé að rétt- læta viðbótarkostnaðinn með því. Flugtækni- lega virðist flugbrautin á Litluskerjum vera ágætur kostur þótt spurning sé um aukinn vanda flugrekstraraðila vegna málmtæringar í flugvélum og ísingar. Flug yfir byggð myndi minnka frá því sem nú er en mörgum spurn- ingum er enn ósvarað varðandi áhrif fram- kvæmdarinnar á umhverfið í Skerjafirði. Flug- völlurinn yrði áfram aðþrengdur í borgarlandinu. Allir hafa kosti og galla Þeir þrír kostir sem taldir eru helst koma til greina fyrir innanlandsflugið ef ákveðið verður að losa Vatnsmýrina til annarra nota hafa allir sína kosti og galla. Flutningur miðstöðvar inn- anlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar er ódýrasti kosturinn en hann hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir innanlandsflugið, ferðaþjón- ustuna og samgöngur við landsbyggðina, auk þess sem öryggismálum yrði stefnt í tvísýnu. Nýr flugvöllur í landi Hvassahrauns er ódýrari kostur en margir hugðu og kemur best út sam- kvæmt mati Stefáns Ólafssonar. Hins vegar hafa komið fram efasemdir um notagildi hans til innanlandsflugs vegna veðurskilyrða og ná- lægðar við Keflavíkurflugvöll. Samgönguráð- herra segir reyndar að ekki komi til greina að byggja nýjan flugvöll. Nýr flugvöllur á Löngu- skerjum hefði þann kost að vera í nágrenni miðborgar Reykjavíkur en hann er langdýr- asta hugmyndin auk þess sem framkvæmdin myndi valda miklu raski á umhverfinu í Skerjafirði. Í öllum tilvikum fengi Reykjavíkurborg verðmætt byggingarland til ráðstöfunar í Vatnsmýri. Flutningur til Keflavíkur slæmur kostur að margra mati Flutningur innanlandsflugsins til Keflavík- urflugvallar mun væntanlega hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir innanlandsflugið. Um það vitna stjórnendur flugfélaga og höfundar skýrslna sem vitnað er til. Ferðatími farþega mun lengjast verulega og flugfargjöld hækka – og farþegum fækka. Sennilega er þó ofmælt að innanlandsflugið leggist af, erfitt er að sjá það fyrir sér. Forsvarsmenn af landsbyggðinni hafa miklar áhyggjur af hugmyndum um flutn- ing flugsins til Keflavíkur, telja að það muni skerða mjög aðgengi íbúa þeirra staða sem eru háðir innanlandsflugi að höfuðstjórnsýslu landsins í höfuðborginni. Þeir gera þá kröfu að Reykjavík standi undir höfuðborgarnafnbót- inni. Borgarstjórinn í Reykjavík segir að líta verði á höfuðborgarsvæðið allt í þessu efni, ekki einungis miðborg Reykjavíkur. Flutning- ur innanlandsflugsins á annan flugvöll á eða við höfuðborgarsvæðið væri mun betri kostur að mati flestra viðmælenda, en flutningur flugsins til Keflavíkur, það er að segja ef nógu gott og fjárhagslega hagkvæmt flugvallar- stæði finnst. Ferðaþjónustan og þeir sem starfa við flugið á Reykjavíkurflugvelli hafa áhyggjur af flutningi vallarins annað, telja að það skaði ferðaþjónustuna. Þær raddir heyrast þó frá ferðaþjónustufólki úti á landi að bein tenging innanlandsflugsins við millilandaflugið á Keflavíkurflugvelli gæti jafnað samkeppnis- stöðu þeirra. Loks má nefna að flutningur sjúkra- og neyðarflugs til Keflavíkur gæti skert mjög öryggi borgaranna, að mati for- stöðumanna heilbrigðisstofnana, landlæknis og Almannavarna. Samgöngur eru órjúfanleg- ur hluti af heilbrigðisþjónustu og almanna- vörnum og skiptir máli að hafa flugvöllinn sem næst stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu. Meiri nýting gefur meiri verðmæti Í vinnu við svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins til ársins 2024 hefur verið gert ráð fyrir að byggja þurfi nýjar íbúðir fyrir allt að 60 þúsund manns. Ráðgjafar þess telja að byggð á flugvallarsvæðinu myndi styrkja mið- borg Reykjavíkur og ýta undir þróun byggðar til suðurs á höfuðborgarsvæðinu. Á hinn bóg- inn mætti halda því fram að aðstaða innan- landsflugsins myndi einnig styrkja miðborg- ina, þó í minna mæli. Að mati meirihlutans í borgarstjórn og embættismanna er nauðsyn- legt að fá úr því skorið nú hver vilji borgarbúa til nýtingar Vatnsmýrarinnar er eftir 2016 svo hægt sé að gefa út svæðisskipulag fyrir höf- uðborgarsvæðið til ársins 2024 og aðalskipulag fyrir Reykjavík til ársins 2021. Að sama skapi hefðu samgönguyfirvöld rúmt svigrúm til að ákveða hvar flugvallarstarfseminni yrði best komið fyrir með hagsmuni landsbyggðar, heil- brigðis- og ferðaþjónustu að leiðarljósi, kjósi Reykvíkingar að fá Vatnsmýrina undir byggð. Borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýna harð- lega þá meðferð, sem málið hefur fengið hjá meirihlutanum, og telja að niðurstöður at- kvæðagreiðslunnar muni í engu hafa áhrif á framtíð vallarins eftir 2016. Með öllum þeim flugvallarkostum, sem nefndir hafa verið, losnar alltaf eitthvert land í Vatnsmýrinni, en mismikið þó, allt frá tæpum 30 hekturum miðað við endurbættan flugvöll á núverandi stað og upp í 130 hektara miðað við að völlurinn fari allur. Hugsanlegt verðmæti byggingarlóða er í beinum tenslum við nýt- inguna, en mjög skiptar skoðanir eru meðal sérfræðinga í skipulagsmálum á því hvað svæðið þolir mikla byggð og hversu langt hægt er að teygja byggðina utan núverandi flugvall- argirðingar. Sé miðað við þá nýtingu, sem borgarskipulag og svæðisskipulag höfuðborg- arsvæðisins telja viðunandi, um fimm þúsund íbúðir fyrir tólf þúsund íbúa og fimm þúsund störf, gæti verðmæti þeirra 130 ha sem yrðu til reiðu undir byggð, fari völlurinn allur, verið 7,6 milljarðar króna, samkvæmt nýju mati Afl- vaka. Hugmyndir Samtaka um betri byggð á höfuðborgarsvæðinu fela bæði í sér mun meiri nýtingu á svæðinu og þar með hærra verðmat. Kjósi Reykvíkingar miðborgarbyggð í Vatnsmýrina umfram flugvöll, yrðu umferðar- málin erfiðust viðfangs, að mati Stefáns Her- mannssonar borgarverkfræðings. Þar með stæði ríkissjóður ekki aðeins frammi fyrir því að þurfa að standa undir kostnaðarsömum flutningi flugvallar, heldur kæmu að auki til kostnaðarsamar vegaframkvæmdir í og við nýja byggð í miðborg Reykjavíkur. Línur að skýrast Línur eru farnar að skýrast í afstöðu ráða- manna gagnvart þeim kostum sem í raun verð- ur kosið um 17. mars. Yfirvöld samgöngumála og flugmála eru á einu máli um að Reykjavík- urflugvöllur skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í svipaðri mynd og nú. Það er einnig afstaða for- ystumanna á landsbyggðinni sem rætt hefur verið við og forystufólks í ferðaþjónustu og flugrekstri. Borgarstjóri og forseti borgar- stjórnar vilja aukið byggingarland í Vatnsmýri og nýta hana til uppbyggingar í tengslum við miðbæinn. Verulega skiptar skoðanir eru með- al borgarfulltrúa um val á kostum, sumir vilja völlinn alveg í burtu og þá er helst horft suður fyrir Hafnarfjörð en aðrir sjá möguleika á því að búa til byggingarsvæði á núverandi flugvall- arsvæði með því að flytja meginhluta flugum- ferðarinnar á nýja austur-vestur-braut sem byggð yrði út í sjó. Þá eru þau sjónarmið einnig uppi að halda beri flugvellinum í óbreyttri Breskir ráðgjafar Flugmálastjórnar hafa gert tillögur að endurskipulagningu flugvallarsvæðisins, miðað við að flugvöllurinn verði rekinn áfram með tveimur brautum. Miðað er við flutning allrar flugstarfsemi austur fyrir NS-brautina, það er að segja að Öskjuhlíðinni. Hægt verður að koma töluverðri íbúðabyggð fyrir í Skerjafirði þegar NASV-brautin verður lögð niður, eins og sýnt er með grænum húsum, efst til hægri, og þegar flugskýlin fara verður unnt að byggja atvinnu- og íbúðarhúsnæði í tengslum við háskólasvæðið, eins og sést fyrir miðri mynd. Á tillögunni sem sýnd er á þessari mynd, en hana hefur Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar gert fyrir Flugmálastjórn, er miðað við að flugstöð og samtengd samgöngumiðstöð verði við Valsheimilið á Hlíðarenda og Tanngarð. Almenna verkfræðistofan hefur kannað lauslega fyrir Reykjavíkurborg hugmynd Trausta Valssonar að flugvelli á uppfyllingum úti á Skerjafirði. Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar hefur útfært hana mynd- rænt á þeim grunni fyrir Morgunblaðið. Á flugvellinum er gert ráð fyrir flugstöð, flugskýlum og þjónustu- mannvirkjum á uppfyllingunni sem tengdust við Suðurgötu á granda. Flugvöllurinn er rétt utan við byggð- ina í Skerjafirði og Ægissíðu. Mikið land losnar á flugvallarsvæðinu ef flugvöllurinn fer annað. Það er sýnt innan gulu línunnar en byggingarnar eru settar þar niður af handahófi. Við hugsanlegan flutning austur-vestur-brautarinnar á uppfyllingu sem nær úr Fossvogi og út í Skerjafjörð og endurskipulagningu flugvallarsvæðisins skapast verulegt landrými á núverandi flugvallarsvæði. Braut- in kæmi á gríðarmikla uppfyllingu, eins og sést á þessari mynd sem Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar hefur gert fyrir Flugmálastjórn. Baðstaðurinn í Nauthólsvík er fyrir innan nýju brautina. Nær sést í Kárs- nesið. Í þessari tillögu er miðað við að ný flugstöð verði gerð í Hótel Loftleiðum og miðstöð fyrir fólksflutn- inga á landi byggð þar við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.