Morgunblaðið - 18.02.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.02.2001, Qupperneq 12
mýrinni rennur út, samkvæmt núgildandi að- alskipulagi, burtséð frá því hvaða borgarstjórn kann að sitja við völd þá. Á hinn bóginn ef breyta ætti niðurstöðu bindandi kosningu, þá hlyti að þurfa að gera það með sömu aðferðum og nú er ráðgert að viðhafa í atkvæðagreiðslu um nýtingu Vatnsmýrar. Eins og fram hefur komið, telur Páll Hreins- son, lagaprófessor að kosningin bindi aðeins núverandi borgarstjórn, verði þátttaka næg en niðurstöður atkvæðagreiðslunnar geti ekki orðið bindandi fyrir borgaryfirvöld í framtíð- inni. Páll segir að skýrt sé kveðið á um það í skipulags- og byggingarlögum að eftir hverjar kosningar skuli sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag. Hver ný borgarstjórn, sem kosin er, verður því sjálf- stætt að taka afstöðu til aðalskipulags borg- arinnar hverju sinni. Í því efni er hún hvorki bundin við afstöðu fyrrverandi borgarstjórn- armanna eða niðurstöðu atkvæðagreiðslna íbúa sveitarfélagsins. Borgarstjóri segir að ekkert í lögfræðiáliti Páls komi á óvart. Hún telji hinsvegar ólíklegt að nokkur meirihluti í Reykjavík myndi treysta sér til að ákveða að virða að vettugi ákvörðun sem skotið hefur verið til borgarbúa. Í aðdraganda næstu borgarstjórnarkosninga, sem fram fara næsta vor, yrðu frambjóðendur að taka af skarið um hvort þeir telji sig bundna af niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á sama hátt og núverandi borgarstjórn. Þess megi vænta að þeir verði beðnir um skýra afstöðu í þessu efni. Í umræðum í borgarstjórn um flugvallar- málið sl. fimmtudagskvöld lýstu tveir af borg- arfulltrúum minnihlutans, þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, því yfir að þeir myndu hlíta niðurstöðu atkvæða- greiðslu um flugvöllinn verði þátttaka næg og úrslit afgerandi, en Vilhjálmur gagnrýndi borgarstjóra fyrir að senda stjórnmálamönn- um framtíðarinnar tóninn og nánast hóta þeim. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, sagði að með yfirlýsingum borgarfulltrúa sjálfstæðis- flokksins nú væri ljóst að þverpólitísk sam- staða hefði myndast í borgarstjórn um að nið- urstaða atkvæðagreiðslunnar yrði bindandi fyrir framtíðina. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæð- ismanna, sagðist í samtali við blaðamann Morgunblaðsins vera staðfastlega þeirrar skoðunar að atkvæðagreiðslan væri ekki bind- andi nema fyrir núverandi borgarstjórn og að því leytinu til myndi minnihlutinn virða þær ákvarðanir sem núverandi meirihluti kynni að taka viðvíkjandi framtíðarskipulagi. Atkvæða- greiðslan myndi á hinn bóginn ekki binda hendur allra borgarstjórna í framtíðinni. Þær hlytu að skoða niðurstöðurnar með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi yrðu þá. „Þessi at- kvæðagreiðsla er því út í hött vegna þess að hún hefur ekkert gildi fyrr en árið 2016 þegar nýir aðilar verða komnir til valda og verða þá með umboð frá íbúunum til að taka þær ákvarðanir sem sá tími krefst.“ Inga Jóna vill ekki á þessu stigi málsins spá um það hvort flugvallarmálið kunni að verða kosningamál í næstu borgarstjórnarkosning- um. „Ég tel að R-listinn sé að nota þetta mál í pólitískum tilgangi, vitandi að það hefur ekkert að gera með þróun Reykjavíkurflugvallar á næstu árum. Meirihlutinn er að nota þetta mál í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi er R-listinn að reyna að draga fjöður yfir þá staðreynd að hann ber ábyrgð á endurbyggingu flugvallar- ins í dag og í öðru lagi er verið að nota þetta mál, sem vitað er að er mikið tilfinningamál meðal Reykvíkinga og landsmanna allra, til að draga athyglina frá öðrum málum, sem meiri- hlutinn er í miklum vandræðum með í borg- arstjórn Reykjavíkur. Þetta á t.d. við um leik- skólamál borgarinnar og lóðaskort, sem meirihlutinn hefur vísvitandi staðið fyrir og valdið hefur sprengju á húsnæðismarkaði.“ Hvort er mikilvægara? Fastlega má búast við að umræðan um fram- tíð innanlandsflugs muni fremur snúast um skipulagsmál í Vatnsmýrinni en um framtíð innanlandsflugs þær fjórar vikur sem eru til kosninga eftir að ljóst er orðið að aðeins verður kosið um hvort flugvöllur eigi að vera eða fara af svæðinu. Ljóst er að Reykvíkingar koma til með að kveða upp úr um það í borgaralegri kosningu hinn 17. mars nk. hver vilji þeirra er til nýt- ingar Vatnsmýrarinnar eftir 2016 . Það á svo eftir að koma í ljós hvaða áhrif afstaða manna kann að hafa á síðari stigum. Þegar öllu er á botninn hvolft snúast átökin um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar fyrst og fremst um for- gangsröðun. Hvort mikilvægara sé að hafa samgöngumannvirkið flugvöll í Reykjavík eða nýta Vatnsmýrina til uppbyggingar íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í tengslum við miðbæinn. árinu 2005. Þegar flugstöð hefði verið tekin í notkun væri svæði vestan NS-brautar rýmd. Við það og niðurlagningu NA-SV-brautar losn- uðu um 31 ha, en þar af færu 4–5 ha í aukið at- hafnasvæði flugsins austan NS-brautar. Fyrir árið 2016 yrði gerð landfylling til að skapa auk- ið landrými til byggðar. Breytingar á skipulagi og mat á umhverfisáhrifum þessarar fram- kvæmdar þyrfti að fara fram á næstu 2–3 ár- um. Árið 2016 yrði hin nýja braut opnuð og í beinu framhaldi af því yrði AV-braut fjarlægð og um 45 ha land gætu orðið tilbúnir til byggð- ar. Svipaðan feril framkvæmda má sjá fyrir sér varðandi aðra valkosti. Yrði ákveðið að flytja völlinn til Hafnarfjarðar væri hægt að taka endanlega ákvörðun um það að loknum athug- unum á veðurfari við endurskoðun flugmála- áætlunar 2003 sem gildir fyrir árin 2004–2007. Þá yrði að taka afstöðu til þess hvort hinir þrír áfangar yrðu byggðir hver á fætur öðrum og flugið flyttist þangað í áföngum á 6–7 árum eða hvort nota ætti Reykjavíkurflugvöll næstu 16 árin þannig að síðasti áfangi þar yrði byggður eftir 15–16 ár. Yrði flutningur flugsins til Keflavíkur fyrir valinu, yrði a.m.k. snerti- lendingarbraut að vera sunnan Hafnarfjarðar og einnig aðstaða fyrir almannaflug. Unnt væri að hefja aðgerðir strax í Keflavík og hætta við allar fjárfestingar á Reykjavíkurflugvelli. Að- gerð þessi tæki vart minna en 4–5 ár, segir í skýrslu borgarverkfræðings. Kosningamál í næstu borgarstjórnarkosningum Borgarstjóri telur að framtíð Reykjavíkur- flugvallar verði kosningamál í næstu borgar- stjórnarkosningum. Ingibjörg Sólrún segist líta svo á að komið sé á samningssamband milli borgaryfirvalda og borgarbúa, fáist bindandi niðurstaða að kjördegi loknum. Sú skuldbind- ing hlyti að eiga við gagnvart borgarbúum árið 2016 þegar dvalarleyfi flugvallarins í Vatns- mynd og leggja ekki í fjárfestingar þar, til þess að hægt verði að losa alla Vatnsmýrina þegar réttar aðstæður skapast í innanlandsfluginu. Stofnuð hafa verið samtök með og á móti flug- velli og verða þau væntanlega áberandi í bar- áttunni fram að atkvæðagreiðslunni. Versti kosturinn yrði fyrir valinu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tekur verulega áhættu með því að lýsa því yfir að miðstöð innanlandsflugsins verði færð til Keflavíkur ef Reykvíkingar hafna því að hafa flugvöllinn í Vatnsmýri að skipulagstímabilinu loknu. Verði vellinum hafnað drepst væntan- lega öll starfsemi á Reykjavíkurflugvelli í dróma á næstu árum og samgönguráðherra verður að fara að undirbúa flutning flugsins til Keflavíkur, þótt það hefði mjög slæm áhrif á samgöngur við landsbyggðina, á öryggismál og atvinnustarfsemina í kringum flugið. Versti kosturinn yrði þá að flestra mati fyrir valinu. Hluti af Reykjavíkurlistanum, sem myndar núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykja- víkur, fékk því framgengt að ákveðið var að efna til atkvæðagreiðslunnar. Málið hlýtur að verða mjög erfitt fyrir borgarstjóra og Reykja- víkurlistann ef Reykvíkingar einfaldlega sam- þykkja að hafa flugvöll áfram í Vatnsmýri. Það hljóta að verða að teljast skilaboð um að kjós- endur sætti sig við samgöngumannvirkið á þessum stað eftir að skipulagstímabilinu lýkur. Vegna efasemda um þá kosti sem borgaryf- irvöld hafa reynt að halda á lofti og yfirlýsinga samgönguráðherra um að flugið verði flutt til Keflavíkur, hlýtur að stefna í þá breytingu ef niðurstaðan verður „nei“ við flugvelli í Vatns- mýri. Varðar alla landsmenn Skipulag Vatnsmýrar varðar allar lands- menn, af því að þar er eitt af aðal samgöngu- mannvirkjum landsmanna, en um 70% af þeim Íslendingum, sem nota sér þjónustu innan- landsflugsins, eru landsbyggðarfólk. Ekki er þó gert ráð fyrir að aðrir en borgarbúar taki þátt í atkvæðagreiðslunni, sem fram fer 17. mars nk. og hafa gagnrýnisraddir vegna þessa orðið hvað háværastar á landsbyggðinni. Að mati Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi, er eðlilegt að þeir sem búa næst flugvellinum hafi eitthvað um málið að segja. Íbúar Kárs- nessins væru mun nær vellinum en ýmsir borgarbúar. Þá lagði Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fram bók- un í borgarstjórn fyrir skömmu þar sem fram kom að hann teldi eðlilegt að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tækju þátt í atkvæða- greiðslu um staðsetningu vallarins þar sem vænta mætti þess að sveitarfélögin sjö á höf- uðborgarsvæðinu yrðu orðin að einu samein- uðu sveitarfélagi þegar og ef fyrirhugaður flutningur Reykjavíkurflugvallar kæmi til framkvæmda eftir a.m.k. 15 ár. Sterk fjárhags- leg og skipulagsleg rök mæltu með slíkri sam- einingu og mælti hann með að látið yrði af þeim hrepparíg sem stæði í vegi fyrir framgangi ým- issa góðra mála á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri sagði í samtali við blaðamenn Morgunblaðsins að landsbyggðarfólk ráði engu um það hvernig Reykvíkingar vilja nýta sér Vatnsmýrina frekar en Reykvíkingar geti ráðskast með skipulagsmál annarra sveitar- félaga. „Ef það er hins vegar vilji annarra sveitarstjórna að láta sitt fólk greiða atkvæði um framtíð flugvallarins, þá hlýtur það að vera í lagi.“ Óhætt er að segja að verið sé að fara út á nýja braut hér á landi með því borgarlýðræði, sem felst í því að gefa íbúunum kost á að taka afstöðu til einstaks skipulagsviðfangsefnis í at- kvæðagreiðslu. Þegar farið er út á þessa braut, er mjög mikilvægt að valin séu mál, sem henta vel til að leggja fyrir íbúana. Kostirnir þurfa að vera skýrir og kjósendur þurfa að hafa aðstöðu til að átta sig á því hvað í þeim felst og hvaða afleiðingar val þeirra kann að hafa. Í þessu ljósi má segja að þeim borgarbúum, sem í reynd bera hag íbúa landsbyggðarinnar fyrir brjósti, geti orðið nokkur vandi á höndum í kjörklefanum. Kjósi þeir flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, er ekki á þessu stigi vitað hvort völlurinn lenti í Keflavík, eins og samgöngu- ráðherra hefur lýst að muni gerast, á Löngu- skerjum eða í Hvassahrauni sunnan Hafnar- fjarðar, sem eru þeir flugvallarvalkostir sem helst myndu sætta sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgar. Eðlilegt að stofnanir vildu grípa fyrr til aðgerða Eins og fram hefur komið, er gert ráð fyrir því í aðalskipulagi Reykjavíkur að núverandi Reykjavíkurflugvöllur verði miðstöð innan- landsflugsamgangna fram til ársins 2016. En hverju svarar Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjórnar, því hvort Vatnsmýrin kunni að losna fyrr en aðalskipulag segir til um, verði nið- urstaða atkvæðagreiðslunnar sú að Reykvík- ingar hafni alfarið flugvelli í Vatnsmýri? „Um þetta atriði er í raun ómögulegt að segja. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir vellinum þarna til 2016. Ef það yrði nið- urstaða úr atkvæðagreiðslunni að flugvöllur- inn ætti að fara úr Reykjavík, skyldi maður ætla að fjárveitingarvaldið, samgönguyfirvöld og flugfélögin sem starfa að innanlandsfluginu myndu taka til endurskoðunar fjárfestingar við völlinn. Slík niðurstaða myndi væntanlega móta áætlanir þeirra. Flest mannvirki á flug- allarsvæðinu eru komin á tíma og eðlilegt að þessar stofnanir og fyrirtæki vildu grípa fyrr til aðgerða.“ Ákvörðun um breytt fyrirkomulag á flug- vellinum verður ekki endanlega tekin nema að loknu skipulagsferli og umhverfismati og ákvörðun um flugvöll sunnan Hafnarfjarðar verður ekki endanlega tekin nema veðurfar- sathuganir verði gerðar í a.m.k. tvö til þrjú ár, segir m.a. í skýrslu borgarverkfræðings. Þar er einnig tekið tekið dæmi um það hvernig þró- un ákvarðanatöku og framkvæmda gæti geng- ið fyrir sig ef tillaga um nýja austur-vestur- braut út í Skerjafjörð yrði fyrir valinu, en að sú braut yrði ekki tekin í notkun fyrr en 2016. Deiliskipulag flugvallarins yrði tekið til endur- skoðunar og við það miðað að flugstöð og allur flugrekstur yrði austan við NS braut. Stefnt væri að því að ný flugstöð væri risin 2005 og hluti Hlíðarfótar að flugstöð yrði byggður áð- ur. NA-SV-brautin væri lögð af 2004 til 2005 og braut fyrir snertilendingar væri gerð í sam- ræmi við 1. áfanga í fyrirliggjandi tillögum um völl sunnan Hafnarfjarðar 2003–2004. Þá væri lokið veðurathugunum á því svæði þannig að ljóst væri hvort staðsetning innanlandsflug- vallar þar til framtíðar gæti komið til álita. Einkaflugi yrði búin aðstaða við þann völl á Ráðgjafar svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, Airport Research Center og Línuhönnun, hafa talið unnt að leggja nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið í landi eyðibýlisins Hvassahrauns í Vatnsleysustrand- arhreppi, sunnan Hafnarfjarðar, og gert frumdrög að fyrirkomulagi slíks vallar. Svona kynni flugvöllurinn að líta út samkvæmt tölvuteikningu á ljósmynd sem Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar hefur gert fyrir Morgunblaðið eftir þessum hugmyndum. Völlurinn yrði utan við bæjarmörk Hafnarfjarðar, sunnan við Reykjanesbrautina, um það bil fjórum kílómetrum vestan við álverið í Straumsvík, sem sést fyrir miðri mynd. Einnig sést yfir Hafnarfjörð og Reykjavík og stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Esjan er í baksýn. Þess ber að geta að staðsetning vallarins á myndinni er ónákvæm. Byggja þyrfti flugstöð fyrir innanlandsflugið, flugskýli og fleiri þjónustumannvirki ef innanlandsflugið yrði fært til Keflavíkurflugvallar. Hins vegar myndu flugbrautirnar nýtast fyrir innanlandsflugvélarnar. Kefla- víkurflugvöllur er mun stærri en Reykjavíkurflugvöllur og tæki mun lengri tíma að aka vélunum að og frá brautunum. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er næst á myndinni, til hægri, ásamt athafnasvæði Flugleiða, en efst til vinstri sést inn á varnarsvæðið. 12 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.